Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LOFOTEN N°6814 160x200 cm 359.900 kr. Nú 269.925 kr. 180x200 cm 399.900 kr. Nú 299.925 kr. HÖFUÐGAFL N°03 160 cm 64.900 kr. Nú 48.675 kr. 180 cm 69.900 kr. Nú 52.425 kr. LOFOTEN WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 1 23 4 5 6 7 8 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 Clima Latex bólstrun - 2,5 cm 4 7 svæða pokagormar - 15 cm 5 Stuðningssvampur 6 Stuðnings-pokagormar - 13 cm 7 Pokagormar - 7 cm 8 Mjög sterkur viðarrammi - 12 cm 25% AFNORTH BEDS OG FRÍ HEIMSENDING Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU EF VERSLAÐ ER FYRIR 59.000 KR. EÐA MEIRA 20.- 24. JÚNÍ Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst formlega á morgun, 21. júní, í Laugardal en í kvöld kl. 21 fer hins vegar fram opnunarteiti hátíðar- innar á Hard Rock Café í Lækjar- götu. Hún fer fram í kjallara stað- arins og er aðgangur ókeypis. Fram koma Dillon Cooper, Psychoplasmics, Countess Malaise, IPCUS Pinecone, Drengur og DJ Boogieman. Opnunarteiti Secret Solstice á Hard Rock FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég sá það alltaf fyrir mér að ég myndi spila í toppliði í þýsku deild- inni þannig að innst inni var þetta alltaf markmiðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í hand- bolta, sem frá og með sumrinu 2020 verður leikmaður Magdeburg í Þýskalandi. Ómar Ingi hefur átt góðu gengi að fagna með liði Aal- borg undanfarin ár. »60 Innst inni var þetta alltaf markmiðið ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Öld er liðin frá því Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar, aðeins 17 ára að aldri og af því tilefni mun Haukur Ingvars- son bókmenntafræðingur leiða bók- menntagöngu í kvöld kl. 20. Yfir- skrift hennar er „Barn náttúrunnar og borgarbarnið“ og verður dregin upp mynd af Reykjavík þess tíma þegar verkið var skrifað. Haukur spyr af hverju svo barn- ungur piltur var tilbú- inn að leggja allt í söl- urnar til að sinna kalli skáldskapar- gyðjunnar. Lagt er af stað frá Borgarbókasafni Grófinni og er þátttaka ókeypis. Barn náttúrunnar og borgarbarnið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sagt hefur verið að Kristján Sveins- son stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmanna- eyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Tildrög málsins eru þau að Eyja- menn höfðu lengi leitað leiða til að fá sæstreng fyrir rafmagn. Fyrstu botnrannsóknirnar voru gerðar 1938, aftur var hafist handa um 12 árum síðar og 1961 fannst leiðin, sem fyrsti strengurinn var síðan lagður eftir á milli Landeyjasands og Eyja í blíðskaparveðri sumarið 1962. Áhöfn vitaskipsins Árvakurs sótti strenginn á skipinu til Dan- merkur og lagði hann. Kristján, boxari í Ármanni, var 28 ára gamall stýrimaður á Árvakri. Hann segir að kapallinn hafi verið hringaður ofan í lestina í Kaup- mannahöfn og sérstakt spil sett á dekkið til þess að spila honum út á leiðinni frá landi til Eyja. „Þetta voru nákvæmlega 13 kílómetrar og 176 metrar,“ staðfestir hann. Eftir lagninguna hafi verið hleypt raf- magni á strenginn, 60.000 voltum, og þá hafi hann slegið út. „Rafveitu- mennirnir héldu því fram að við hefðum lagt kapalinn vitlaust, þrátt fyrir að mæling sýndi að líklega væri um gallaða samsetningu að ræða, en 1.000 metrar voru á milli samsetn- inga. Því lögðum við af stað til baka til að kanna kapalinn, gúmmíbátur fylgdi mér og var með mig í taumi en ég gekk eftir botninum og dró mig áfram á kaplinum.“ Á um 48 metra dýpi Skipverjarnir höfðu rétt fyrir sér. 13. og síðasta samsetningin frá landi var ekki í lagi. Þar var kapallinn hífður upp í Árvakur, gert við og síð- an látinn falla aftur til botns. Aftur var rafmagni hleypt á strenginn og þá reyndist allt vera í lagi. „Þetta umstang tók tvo daga en við vorum ekki nema um tvo tíma að leggja kapalinn í byrjun,“ segir Kristján og bætir við að lengri tími hafi farið í undirbúning og frágang í landi. Kristján, sem var reyndur kafari, var á þriðju klukkustund í sjónum. Í gúmmíbátnum voru stórir loftkútar og slanga þaðan sem Kristján notaði til að anda að sér súrefni. Hann seg- ist hafa gengið á um 10 metra til rúmlega 48 metra dýpi að álnum skammt frá Elliðaey, þar sem dýpið hafi verið um 90 metrar. „Tilfellið er að ég gekk bara á hafsbotni frá höfn- inni út undir Elliðaey, um 50 metra leið,“ upplýsir hann. „Ég var vel bú- inn, en vegna þrýstings tók mig langan tíma að komast upp í bátinn. Ég dró mig upp á tauginni, stoppaði fyrst í 10 til 15 mínútur í 25 metrum og hékk svo á aðra klukkustund níu metra frá yfirborði.“ Hann segist hafa séð ágætlega á leiðinni. „Það er svo skrýtið að skyggnið var gott niðri við botninn, sem var sléttur, berar klappir og mikill sandur.“ Morgunblaðið/Hari Göngugarpur Kristján Sveinsson gengur nú aðeins á þurru landi, mest í golfi á vellinum á Korpúlfsstöðum. Ævintýri á gönguför  Kristján Sveinsson gekk á hafsbotni frá Vestmanna- eyjum og sagt er að enginn hafi leikið það eftir  Sagan öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.