Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 2
Lúsmý Óvelkominn vargur Svæði þar sem lúsmý hefur fundist sumarið 2019 Borgarfjörður Meðalfellsvatn Hvalfjörður Mosfellsbær Reykjavík (Hlíðahverfi ) Akranes Biskupstungur Grímsnes Hveragerði 1-3 mm á lengd Um 5.000 tegundir af lúsmýi (Ceratopogonidae) eru til og það er útbreitt um mestalla jörðina. Nokkrar tegundur þess hafa fundist á Íslandi. Lúsmýið ræðst oftast til atlögu seinnipart dags gjarnan innandyra. Lúsmý fl okkast sem bitmý því kvenfl ugurnar sjúga bóð úr smá- dýrum, fuglum og spendýrum til að afl a próteins sem þær þurfa til að framleiða egg. Uppeldisstöðvar lúsmýslirfa geta verið í vatni eða blautum og rökum jarðvegi. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveit- um og bítur á nótt- unni,“ segir Gísli Már Gíslason, pró- fessor í vatnalíf- fræði við Háskóla Íslands. Hann seg- ir lirfuna klekjast út í vötnum og kvendýrið, sem þurfi blóð til þess að þroska eggin, sæki það í menn og dýr. Gísli segir að áður fyrr hafi bændur stækkað hraunhella svo að sauðfé og nautgripir gætu flúið inn þegar vargurinn var sem verstur. Nautshellir í landi Arnarvatns við Laxá og Sauðahellir við Hólmsnes á Austurlandi séu meðal þessara hella og sumir hellana hafi tekið allt að hundrað kindur. Gísli telur að bitmý geti verið í kringum Elliðaárnar í Reykjavík og borist þaðan um Árbæ og Breiðholt. ,,Ef fólk er bitið úti og á daginn er það sennilega bitmý því það getur ekki bitið í skugga. Það er ástæðan fyrir því að golfarar nota regnhlíf á sólbjörtum degi til að verja sig fyrir bitmýi. Ef fólk er bitið seinni part dags og inni er það sennilegast lúsmý. Skordýrafælur sem fólk ber á sig eru það eina sem hrekur lúsmýið í burtu, sem og vindur,“ segir Gísli og bendir á að gott sé að vera með viftu í gangi í svefnherbergjum. Lúsmýið sé lítið dýr, ekki nema einn til þrír milli- metrar og það geti ekki flogið gegn vindi. Gísli segir að ein moskítófluga hafi fundist á Íslandi og það var í kringum 1996. Gísli náði flugunni í flugvél á Keflavíkurflugvelli sem var að koma frá Grænlandi á leið til Frankfurt. Alvöru flugur með bor Gísli segir að almennt séu moskító- flugur sjö til níu millimetrar en græn- lenskar flugur séu tíu til tólf mm. Þær séu alvöru, með bor á trýninu og komist jafnvel í gegnum jakka. Moskítóflugan, sem hefur ekki enn borist til landsins, gæti gert það. Flugið er langt; 800 km frá Skotlandi eða 1.000 km frá Noregi. James Logan, sem rannsakað hef- ur moskítóflugur, komst að því í rannsóknum á nautgripum sem hann heimfærði upp á fólk að sumar kýr gáfu frá sér lyktarefni sem trufla lyktarskyn moskítóflugunnar og koma í veg fyrir að þær finni koltví- sýringinn sem við öndum frá okkur og þær sækjast eftir. Að sögn Gísla bregst fólk misjafnlega við munn- vatni skordýra sem þau sprauta í stungurnar, en í því er ensím sem kemur í veg fyrir að blóð storkni. Lúsmý spýtir ensími í stungurnar  Lúsmý frá Borgarfirði og austur fyrir fjall  Flýgur í stilltu og hlýju veðri  Sækir í koltvísýringinn í andardrætti  Skordýrafælur og viftur geta hjálpað  Misjöfn viðbrögð við munnvatni skordýra Gísli Már Gíslason 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Mílanó Flugsæti y Beint flug í allt sumar og í haust Flug frá kr. 39.900 Ámann báðar leiðir m/tösku og handfarangri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Grillin sem fimm áskrifendur Morgunblaðsins fengu í gær eftir útdrátt í áskrifendahappdrætti Morgunblaðs- ins komu sér vel. Hjördís Ýr Johnson, kynningarstjóri Árvakurs, sem sá um útdráttinn í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni K 100, segir að svo hafi viljað til að gömlu grillin hafi verið komin á tíma eða jafnvel ónýt og fólkið farið að huga að endurnýjun. Hjördís segir að Morgunblaðið muni halda áfram að gleðja áskrifendur með áskrifendahappdrætti síðar á árinu. Nöfn allra áskrifenda Morgunblaðsins, eldri og nýrra, voru sjálfkrafa í pottinum. Þetta var þriðji og síðasti útdráttur í þessu áskrifendahappdrætti og hafa 15 áskrifendur fengið úrvals Landmann-grill að verð- mæti tæplega 100 þúsund krónur frá Grillbúðinni. Vinningshafar að þessu sinni voru Hannes R. Óskars- son á Akureyri, Anna R. Ingvarsdóttir í Kópavogi, Sig- ríður Ísleifsdóttir í Kópavogi, Ingibjörg Grétarsdóttir í Reykjavík og Hreinn Hafliðason í Reykjavík. Morgunblaðið/Hari Grillin fóru á góða staði hjá áskrifendum Í tilefni af útgáfu bókarinnar Kross- gátur, veglegrar bókar sem inniheld- ur 50 krossgátur af síðum Morgun- blaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17. „Það er við hæfi að fagna útgáfu krossgátubókarinnar með þessum hætti og eftir því sem við best vitum er þetta krossgátumót það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöl- margir þátttakendur hafa skráð sig til leiks og stefnir í hörkuspennandi keppni,“ segir Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri hjá Eddu útgáfu, sem situr í dómnefnd ásamt Karli Blön- dal, aðstoðarrit- stjóra Morgun- blaðsins. „Ég er sjálf mikill krossgátu- unnandi og mig hefur lengi lang- að til að gefa út bók með kross- gátum Morgun- blaðsins, þar sem þær eru sérlega vandaðar og sérstakar. Það var því skemmtilegt og gefandi að ritstýra bókinni og koma að skipulagningu mótsins,“ segir Svala. Hver verður fyrstur? Í meistaramótinu verður keppt í að ráða krossgátur af síðum Morgunblaðsins á tíma. Hægt er að skrá sig í mótið, sem hefst stundvís- lega kl. 17, með því að senda póst á edda@edda.is. Ef takmarka þarf fjölda þátttakenda ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig. Krossgátubókin verður komin í sölu í öllum helstu verslunum á næstu dögum. Fyrsta mótið í krossgátum  Edda gefur út bók með krossgátum úr Morgunblaðinu Forsíða krossgátu- bókar Eddu. Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að af- nema skerðingar ellilífeyris al- mannatrygginga vegna tekna af at- vinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis sam- þykkt. Nefndin í heild sinni leggur til að óháðir aðilar verði fengnir til að gera þessa úttekt og að metin verði bæði áhrifin á útgjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs. „Leiði úttektin í ljós að afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna feli ekki í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð leggi fé- lags- og barnamálaráðherra fyrir 1. mars 2020 fram frumvarp sem feli í sér afnám skerðinga ellilífeyris al- mannatrygginga vegna tekna af at- vinnu. Leiði úttektin aftur á móti í ljós að breytingarnar feli í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð verði málinu vísað til starfshóps um kjör aldraðra þar sem rætt verði um áhrif tekju- skerðinga almennt og hvaða leiðir séu í boði í þeim efnum,“ segir í til- lögu nefndarmanna velferðar- nefndar. Bent er á að af þeim 4.224 ellilíf- eyrisþegum hjá Tryggingastofnun ríkisins sem voru með skráðar at- vinnutekjur í mars sl. voru 1.535 með tekjur á bilinu 1-50.000 kr. á mánuði og 717 einstaklingar með tekjur á bilinu 50.000–100.000 kr. á mánuði. Því voru 1.972 ellilífeyrisþegar með hærri atvinnutekjur en sem nam 100.000 kr. frítekjumarkinu eða 5,4% allra þeirra ellilífeyrisþega sem fengu greiðslur frá stofnuninni. Meta áhrif þess að afnema skerðingar  Velferðarnefnd vill óháða úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.