Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Hlauparar: Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hulda Guðný Kjartansdóttir. Allar ríkisstjórnir gera axarsköft, misstór. Það er bara mannlegt. Og nú telja ýmsir leikmenn og spek- ingar að valdhafar hafi gert sig seka um algjört dómgreindarleysi í WOW air-málinu. Og það þrátt fyrir að félagið hafi kannski verið von- laust til frambúðar. Í þessu máli var svo margt að verja. Miklir almanna- hagsmunir í húfi. Peningafakírinn Mogensen heldur því fram að ríkis- sjóður hafi fengið hundruð milljarða í beinar og óbeinar tekjur af rekstri félagsins fram að gjaldþroti. Fyrir utan borg og bæi. Þó það væri ekki meira en bara eitt hundrað millj- arðar, hefði það átt að kveikja við- vörunarljós hjá valdhöfum og ráð- gjöfum þeirra. Þeir virðast ekki hafa séð augljósa hagsmuni íslensku þjóðarinnar og ríkiskassa hennar upp á fleiri tugi milljarða þó ekki væri nema næstu ferðamannamánuði. Fyrir utan allt annað sem maðurinn á götunni sá, en ekki ríkisstjórnin og vitringar hennar. Og starfsfólk félagsins í al- gjöru sjokki. Þar störfuðu Íslend- ingar að stórum hluta. Allir sam- mála um að það hafi verið Mogensen metnaðarmál. Svo voru hinir sem höfðu framfæri sitt beint af þessu ævintýri. Þúsundir manna. Og margir flugmanna okkar verða nú nauðugir viljugir að rífa sig upp með fjölskyldur sínar og ráða sig til starfa erlendis. Neyðaráætlun skyldi það vera Ríkisstjórnin vildi ekki tryggja hagsmuni þúsunda Íslendinga. En við höfum fylgst vel með öllu, segja ráðherrarnir. Nema hvað. Voru al- veg klárir með neyðaráætlun. En raunhæfar aðgerðir? Nei, það mátti ekki. Þetta var nefnilega hlutafélag! Svo eigum við 30 milljarða handan við hornið ef illa fer, segja ráða- mennirnir. Það er eins og menn átti sig ekki alltaf á því, að ábyrgð hluthafa tak- markast við framlagt hlutafé. Og er þá nákvæmlega sama hvort hluta- félag er í eigu ríkisins, samvinnu- félags eða einstaklinga. Við vitum ekki betur. Skuldabréfaeigendur nefndu, að til að koma WOW air í rekstrarhæft form, þyrfti einhverja 5 milljarða. Það hefði verið líkleg áhætta hjá ríkissjóði og meiri- hlutaeign á borðinu. Setja svo menn yfir reksturinn sem kunna að fara með peninga og Skúla Mogensen sem starfsmannastjóra. Hvað neyðaráætlun ríkisstjórn- arinnar getur kostað veit enginn á þessu stigi. Kannski 20-30 milljarða? Fyrir utan tekjur í útsvari og skött- um upp á jafnvel tugi milljarða. Og andlegar þrengingar þúsunda manna sem ekki verða virtar til fjár. Og þetta er í upphafi ferðamanna- tímabils. Hinn 15. maí sl. sagðist fjármála- ráðherra hallast að því að hann yrði að leggja nýja fjármálastefnu fyrir Alþingi. Vísaði hann þar m.a. til stóraukins atvinnuleysis eftir gjald- þrot WOW og spár Hagstofunnar um samdrátt. „Vinnumálastofnun hætti við árshátíðarferð starfsmanna vegna aukins álags í kjölfar gjaldþrots WOW air. Stofnuninni höfðu borist um 700 atvinnuleysisbótaumsóknir í byrjun mánaðar.“ Svo segir á ruv.is. Starfsfólk stóð sig afburða vel, en að þrotum komið. Hvað skyldu liggja margir milljarðar bara þar? Það hefðu verið búhyggindi að gefa WOW 5 milljarða! Ríkisstjórninni datt ekki í hug að leggja „skattfé almennings“ í þetta vonlausa dæmi! Hugsa sér. Það mátti ekki tryggja tugmilljarða rennsli af „skattfé almennings“ í alls konar kassa, þó ekki væri nema fram á haustið. Fimm milljarðar í hlutafé eða gjöf til WOW hefði væntanlega gefið svigrúm til björg- unar á margfaldri þeirri upphæð. Það þarf nefnilega stundum að handstýra í þessu blessaða banana- lýðveldi okkar. Spyrja verður: Skyldi enginn sem vit hefur á hafa yfirlit yfir þetta stóra mál í heild? Þegar eingöngu er um að ræða hagsmuni eins eða fleiri eigenda í gjaldþrotum eru mál einfaldari. En þegar atvinna, heill og velfarnaður jafnvel þúsunda manna eru líka til staðar gerast málin flóknari. Eru það ekki líka beinir hagsmunir ríkis og bæja? Allt dæmið minnir á stúdentinn sem spurði bóndann hvort væri þyngra eitt kíló af dún eða eitt kíló af blýi. Láttu hvort tveggja detta á tærnar á þér. Þá finnurðu muninn, svaraði hinn skynsami búandkarl. Með öðrum orðum: Skyldi það geta verið að ríkisstjórnin hafi skotið sig alvarlega í annan fótinn með af- skiptaleysi af umræddu máli? Hitt er svo allt annað mál, að það kemur ugglaust að því fyrr en varir, að við verðum að fækka flugferðum okkar um kannski helming eða meira. Gamlir og afdankaðir spek- ingar fyrir vestan hafa kannski ekk- ert leyfi til að vera að röfla um svona hluti. En hvar eru rannsóknar- blaðamennirnir? Hefði ekki verið heppilegra að handstýra nauðlendingu WOW air? Eftir Hallgrím Sveinsson, Guðmund Ingvarsson og Bjarna G. Einarsson » Við höfum fylgst vel með öllu, segja ráð- herrarnir. Nema hvað. Voru alveg klárir með neyðaráætlun. En raun- hæfar aðgerðir? Nei, það mátti ekki. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er bókaútgefandi, Guðmundur fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni fyrrverandi útgerðarstjóri KD á Þingeyri. Guðmundur Ingvarsson Bjarni Georg Einarsson Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.