Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 hafi farið í ljósmóðurfræði eða að hún væri goðsögn á þessu sviði. Að öðlast virðingu sem þessa innan þessarar mikilvægu starfs- greinar verður að teljast nokkuð afrek. Því án ljósmæðra værum við eflaust fæst til og án ömmu væru hundrað einstaklinga ekki til. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim persónuleika sem amma hafði að geyma. Því þrátt fyrir öll afrekin, sem henni þótti þó oft ekki mikil, þá var hógværðin ávallt í fyrirrúmi. Amma verður fyrirmynd mín á meðan ég lifi, þó ég muni nú ef- laust ekki leggja ljósmóðurfræð- ina fyrir mig í bráð. Ég minnist ömmu með þakk- læti í hjarta, hvort sem það er minning um hlátursköst í góðu boði, minning um sönginn um Jesú bróður besta fyrir svefninn eða minning um unaðslega sand- köku þá mun mér alltaf hlýna við tilhugsunina. Takk fyrir allt, amma. Magnús Ingvar Magnússon. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Trausti Á. Reykdal) Á einum fegurstu vordögum sem ég man eftir kvaddi elsku Dýrfinna amma mín sitt jarð- neska líf svo friðsæl og falleg, umkringd ástvinum sínum. Mikið óskaplega hefur tilveran verið tóm síðan og það er svo skrýtin tilhugsun að við munum aldrei hittast aftur og að heimsóknirn- ar í Hraunbæ verði ekki fleiri. Þá er gott að ylja sér við ótal dýrmætar minningar um kær- leiksríka konu sem ég er heppin að hafa átt fyrir ömmu og nöfnu. Ég hef alltaf verið stolt af því að bera sama nafn og amma og myndi telja mig lánsama að ná með tærnar þar sem hún hafði hælana. Þessi einstaka kona sem uppfyllti drauma sína um að verða ljósmóðir, sem hún starf- aði svo við ævilangt ásamt því að eignast og ala upp sjö börn með afa Sigga og halda heimili. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og hún sagði mér að stundum hefði hún ekki vitað hvort þau myndu eiga fyrir mat fyrir fjölskylduna en ávallt bless- aðist það einhvern veginn. Það var eins og amma væri alltaf undir einhverri yfirnáttúrulegri verndarhendi og hún hafði stundum orð á því að hún fyndi sérstaklega fyrir að hún væri ekki ein þegar hún sat yfir fæð- andi konum. Enda var hún af- skaplega farsæl í sínu starfi og tók á móti öllum barnabörnunum sínum að einu undanskildu, og mörgum langömmubörnum en afkomendahópurinn er afar stór. Hún átti samt stað fyrir okkur öll í hjarta sér og mundi alltaf alla afmælisdaga. Ég fylltist stolti í hvert skipti sem fólk kom og þakkaði henni fyrir hve góð ljósmóðir hún hafði reynst því, en það gerðist nánast í hvert skipti sem hún fór út meðal fólks. Stundum þótti mér líkt og hún hefði tekið á móti hálfri þjóðinni en amma hafði ekki tölu á fjöldanum, svo mörg voru ljósubörnin. Amma var ljós- móðir í öllum þeim skilningi sem hægt er að leggja í það orð og það er vel viðeigandi að orðið ljósmóðir hafi verið valið falleg- asta orð íslenskrar tungu um árið. Ömmu fylgdi alltaf birta og frá henni geislaði einskær góð- mennska og kærleikur. Hún trúði á ljósið og hafði góða nær- veru sem hver sem hana um- gekkst gat skynjað. Hún hafði þann fallega sið að kveikja á kerti fyrir fólkið sitt ef hún vissi að það væri að ganga í gegnum erfiða tíma og það gerði hún til dæmis fyrir mig þegar hún vissi að ég væri í prófi í skólanum. Mér þótti afskaplega vænt um það og hef reynt að temja mér þennan góða sið. Hugulsemi ömmu og kærleikur í garð ást- vina hennar átti sér engin tak- mörk. Heimili þeirra afa var alltaf opið, hlýr faðmur ömmu svo um- vefjandi og hendurnar mjúkar og heitar voru þær fyrstu sem færðu mig í þennan heim. Ég er svo yfir mig þakklát fyrir að hafa átt stað í bænum hennar og hjarta alla tíð og veit að hún og afi Siggi fylgjast áfram með okk- ur öllum, börnunum sínum stórum og smáum. Elsku besta amma mín, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég sakna þín svo sárt. Þín nafna Dýrfinna Guðmundsdóttir. Við Dýrfinna áttum saman 18 ár sem tengdamæðgin og vinir. Við sem næst henni stóðum köll- uðum hana Distu. Að eignast tengdamóður sem maður nær góðum tengslum við og verður við fyrstu kynni vinur manns, nálgast að eignast móður á ný. Frá fyrsta degi fór virkilega vel á með okkur. Það var skylda að heilsast og kveðja með faðmlagi. Hún Dista var sannkölluð gæfumanneskja. Gegnheil og reglusöm. Eignaðist stóran hóp barna með Sigga sínum og kom þeim öllum vel til manns. Barna- börn og barnabarnabörn er myndarhópur sem fyllir marga tugi. Lífshlaupið hennar hafði sannarlega tilgang. Ævistarfið var göfugt og þar fylgdi henni einnig mikil gæfa. Hún hafði það hlutverk, sem ef til vill er það mikilvægasta í veröldinni, að taka á móti börnum inn í þennan heim. Það er að segja ljósmóðir. Þá vakt stóð hún með sóma í um hálfa öld og ávann sér mikla virð- ingu. Þar var einlæg ástríða til staðar. Gríðarlega margir hafa haldið tengslum við Distu fyrir hennar störf. Til marks um þá virðingu sem þessi mikla hvunn- dagshetja naut í starfi, er að hún var sæmd fálkaorðunni fyrir nokkrum árum. Þar tókst val- nefndinni vel upp. Dista hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í sinni návist. Hún laðaði alla að sér. Gilti þar einu hvort voru hennar nánustu, eða annað samferðafólk. Hlýlegt og yfirvegað viðmót og þetta friðsama bros, áttu stóran þátt í að skapa henni virðingu og traust hvar sem hún fór. Hjartað var stórt og rétt staðsett. Dista mín var engu að síður ákveðin og föst fyrir, gat verið ómyrk í máli, þegar þess var þörf. Þegar fólk komst nær persónu hennar, komu fleiri mannkostir í ljós. Umhyggja hennar fyrir þeim sem voru bágt staddir var henni ofarlega í sinni. Glaðværð og smitandi hlátur spilltu ekki. Hún var mikil sögumanneskja og lá almennt jákvætt orð til sam- ferðafólksins. Á starfsferli hennar bar margt á góma. Það allt hefði fyllt marg- ar bækur. Stálminnug og mörg- um kunnug, kæmi fram íslenskt andlit í sjónvarpi voru meiri líkur en minni á að hún þekkti til þess, eða einhvers nákomins. Ekki óal- gengt að heyrðist þá frá Distu: ég tók á móti þessum eða þess- ari. Minnisstæð er mér frásögn hennar af manninum sem varð öskureiður þegar honum var til- kynnt að hann hefði eignast fimmtu dótturina. Sem var eins og allar hinar heilbrigð. Hann vildi eignast strák. Minni mann- eskju var misboðið og sýndi manninum mikið vanskapað barn, sem ekki var hugað líf og sagði honum að skammast sín. Það gerði hann, og hafði víst orð á að þetta hefði breytt sinni lífs- sýn. Að leiðarlokum þakka ég þér Dista mín, af heilum hug fyrir allar yndislegu samverustund- irnar sem við áttum. Heima í Hraunbænum, í heimsóknum til okkar Sigrúnar, sumarbústaða- ferðirnar og fleira má telja. Öll samtölin, sögurnar, heilræðin og fróðleikinn, þakka ég einnig. Við sem áttum þig í okkar nánasta hópi eigum þér mikið að gjalda. Hvíldu í friði, mín kæra. Kristófer Tómasson. Mig langar til að kveðja með nokkrum orðum góða vinkonu, hana Dýrfinnu ljósmóður. Fyrstu kynni okkar voru haustið 1952, þegar ég byrjaði mitt nám í Ljósmæðraskóla Íslands, en hún nýútskrifuð og fékk vinnu áfram. Það var gott að hafa Dýr- finnu með „reynsluna“ til að leita til með spurningar, sem leituðu á hugann um hvers þetta nemaár krefðist af okkur sem lögðum út í þetta nám. Alla tíð síðan höfum við Dýrfinna átt margs konar samleið í leik og starfi. Það þarf ekki að tíunda það hér hve langan og farsælan starfsferil Dýrfinna átti. Allir sem þekkja hana vita það. Það er þrekvirki að fæða og ala upp sjö börn, sem þau hjón eignuð- ust, og líka að sinna ljósmóður- starfinu jafnframt. Ekki alltaf nægur svefn eða hvíld. Við Dýrfinna höfum haldið vinasambandi okkar öll þessi ár og eigum auk þess sameiginlega kunningja og vini. Það sem mér hefur fundist einkenna Dýrfinnu helst, fyrir utan óhemju dugnað, það er hjálpsemi og hlýja. Alltaf spurt: get ég ekki keyrt þig eitt- hvert? ef ég var stödd í Reykja- vík. Hún og þau hjón voru dug- leg að ferðast, komu oft til Akureyrar til frændfólks og þá munaði ekkert um að skreppa út á Árskógsströnd í leiðinni. En nú er Sigurður búinn að kveðja fyrir nokkru síðan og núna Dýrfinna, sem var ekki heilsuhraust undir það síðasta. Þau hjón eiga stóran afkom- endahóp og ég fann að sá hópur allur átti hug hennar fyrst og fremst og hún var alltaf að reyna að hjálpa þeim sem þess þurftu með og hún gladdist yfir hverju barni sem bættist við og var al- sæl ef hún fékk að „taka á móti“. Við Sveinn sendum öllum afkom- endum og fjölskyldum þeirra okkar bestu samúðarkveðjur. Góð kona er gengin og megi hún í friði fara. Ása Marinósdóttir. Hún Dista systir er dáin voru skilaboð frá Bóa, Jóni O. Sigur- jónssyni, bróður hennar sem nú er einn eftir af þeim systkinum frá Seljalandi, sveitabýli þar sem nú eru gatnamót Safamýrar, Ár- múla og Háaleitisbrautar. Ekki er langt síðan eigin- maður hennar til 65 ára, Sigurð- ur Ingvar frá Sæbóli í Aðalvík, féll frá 12. september 2017 en þau voru miklir vinir og félagar og ætíð nefnd saman Siggi og Dista. Dista var mjög opin og glaðvær en Sigurður hægur og rólegur en við fráfall hans kom best í ljós hve náin og háð hvort öðru þau voru, sem greinilega sást á Distu. Dista hafði lokið ljósmæðra- prófi tveimur árum áður en þau Siggi giftu sig, eða 30. sept. 1952, og starfaði við það æ síðan, fyrst við fæðingardeild Land- spítala og mæðradeild Heilsu- verndarstöðvar Rvk., en lengst- an starfstíma átti hún við Fæðingarheimili Reykjavíkur. Þar kynntist ég henni sem yfir- máta hæfum samstarfsfélaga og vini. Dista var ekki bara fagmaður fram í fingurgóma heldur átti hún svo mikinn innri styrk, feg- urð og hlýju sem umvafði skjól- stæðinga hennar. „Svona góða, þetta fer allt vel“ voru orð henn- ar við hrædda móður við erfiðar aðstæður og allt fór eftir. Dista tók líka á móti börnum í heima- húsum ef um var beðið og var farsæl í sínu starfi. Eitt sinn er ég hitti þau Sigga eftir að hún lauk störfum sagði hún. Ég þakka Guði fyrir að hafa verið svo farsæl að missa aldrei barn, jafnvel í erfiðum aðstæð- um, því í hennar augum var það ekki hennar hæfni, heldur hand- leiðsla hans sem stýrði verkum hennar. Dista hélt skrá yfir sínar konur. Hún fylgdist með þeim og þeirra börnum alla tíð. Dista var hógvær og ef henni var hrósað sagði hún oft „láttu ekki svona“. Dista var yngri systir Sigríðar Sigurjónsdóttur tengdamóður minnar og í þeim ranni ætíð köll- uð Dista systir. Þær systur voru mjög nánar og sást best í kveðjuorðum Distu er Sigríður féll frá nú í ársbyrjun 11.1.2019. „Hvíl þú í friði, elsku hjartans systir mín, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Dista tók virkan þátt í fé- lagsmálum ljósmæðrafélagsins og var sæmd riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Dista var mikill og góður vin- ur minn. Hún sýndi einstaka ást- úð og ræktarsemi við börn mín og tók á móti tveimur yngstu. Hún spurðist ætíð fyrir um hag og heilsu þeirra og birtist í af- mælum og við hátíðarstundir að gleðja þau og fyllti umhverfi sitt af gleði. Dista hafði alveg sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, en aldrei þau 50 ár sem ég þekkti hana hef ég heyrt hana tala illa um nokkurn mann. Slíkt drenglyndi er fátítt. Það er heið- ur að hafa kynnst og átt að vin svo yndislegan félaga. Ég vil fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og fjölskyldna senda öllum ættingjum Distu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Skapari himins og jarð- ar blessi minningu Dýrfinnu Helgu Klingenberg Sigurjóns- dóttur. Arnar Hauksson dr. med. Kveðja frá Ljósmæðra- félagi Íslands Dýrfinna Sigurjónsdóttir heiðursfélagi Ljósmæðrafélags Íslands er látin. Níu ára gömul ákvað hún að verða ljósmóðir og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun, skjólstæðingum sínum til mikilla heilla. Í Dýrfinnu sló hið sanna ljósmæðrahjarta og hún trúði alltaf að allt væri í lagi og gengi vel þar til annað kom í ljós, án þess þó að taka neina áhættu. Hún virti alltaf óskir kvenna og gerði það sem í hennar valdi stóð til að koma til móts við allar konur sem leituðu til hennar og sagði sjálf að hún gæti aldrei neitað konu sem til hennar kom um hjálp. Hún starfaði um árabil við heimafæðingar og þurfti oft að fara frá sínu stóra heimili þegar kom að fæðingu. Á þeim árum sem Dýrfinna var við heimafæðingar þurftu konur sjálfar að borga fyrir þjónustu ljósmóður og ef þröngt var í búi rukkaði Dýrfinna ekki fyrir sína vinnu, hún var sann- arlega mannvinur og ljósmóðir af hugsjón. Hún var frumkvöðull og tók á móti fyrsta barninu sem vitað er um að fæðst hafi í vatni á Íslandi. Það var umdeild ákvörðun en Dýrfinna hlustaði á móðurina sem vildi fæða með þessum hætti, kynnti sér málið vel og samþykkti að konan yrði í vatni. Þegar Dýrfinna sagði frá þessu sagði hún gjarnan „þetta gekk allt saman vel“. Hún trúði á sitt innsæi og ákvað að treysta því og það reyndist henni vel alla tíð. Ljósmæður landsins báru virðingu fyrir Dýrfinnu og litu upp til hennar og hennar starfa á langri starfsævi. Dýrfinna var gerð að heiðurs- félaga Ljósmæðrafélags Íslands 2004 fyrir brautryðjendastarf í þágu kvenna. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2015 fyrir störf á vett- vangi heilsugæslu og umönn- unar. Ljósmæðrafélag Íslands sendir öllum aðstandendum Dýrfinnu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Dýrfinnu Sigurjónsdóttur. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðra- félags Íslands. Það var enginn eins og þú, elsku amma. Alltaf með hlýja og yndislega nærveru, fallega bros- ið þitt og einstakan húmor. Þú varst svo sterk og sjálfstæð kona sem lést ekkert stoppa þig. Þegar ég var lítil gisti ég stundum í Hraunbæ, þá léstu mig alltaf sofa á milli þín og afa og vildir hafa mig þar sem lengst. Þú baðst bænir með mér á hverju einasta kvöldi þegar ég gisti hjá þér og þú baðst guð að hjálpa þeim sem áttu bágt. Þú sagðir mér þegar ég átti í erfiðleikum, að hlusta aldrei á það sem fólk segir ljótt um mann og að þeir sem töluðu illa um annað fólk ættu sjálfir bágt. Þú hrósaðir mér alltaf fyrir að vera svo gasalega fín og þegar ég sagði hvað þú værir fín þá svaraðir þú alltaf með „Já er þaggi?“ Þú hefur kennt mér svo margt, elsku amma Dista, sem ég er og verð endalaust þakklát fyrir. Það verður skrýtið að sjá þig ekki sitjandi í stólnum inni í stofunni og taka á móti mér þeg- ar ég kem í heimsókn með út- breiddan faðminn og segja „ nei, ertu komin, elsku stelpan henn- ar ömmu“ og gefa mér hlýjustu faðmlögin og óteljandi kossa yfir allt andlit. Þótt ég muni sakna þín óendanlega mikið veit ég að þú ert komin á besta stað í heimi þar sem fuglar syngja og blómin spretta með afa Sigga þér við hlið. Ég veit þú munt vaka yfir mér og okkur öllum sem þú hafðir áhrif á. Minningarnar sem við eigum saman eru þær fallegustu og ég mun alltaf muna eftir þér í blómakjól með þitt „agalega hár“ sem engum fannst agalegt nema þér, bleikan varalit og með fallegasta brosið. Ég mun alltaf elska þig, amma Dista mín. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Guð blessi þig Þín Þorbjörg Guðrún. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til mömmu minnar, þakklæti fyrir lífið, upp- eldið, gleðina, dugnað, hláturinn, góða nærveru. Að fá að upplifa síðasta andardrátt mömmu er mögnuð upplifun sem ég veit ekki hvort ég get lýst. Herberg- ið fyllist undursamlegri þögn, friði og það er eins og það komi móða á glerið. Já þetta er merki- leg upplifun, hjá svona góðri, sterkri, duglegri konu eins og mamma mín var. Það er svo margt sem við mamma höfum gert saman, öll ferðalögin, bíl- ferðir, kaffihús, jólin, matarboð- in, veislurnar sem hún elskaði. Hún tók á móti öllum börnunum mínum og fann ég það svo sterkt hvað hún var örugg í sínu starfi. Það er svo gott að eiga svona fallegar og góðar minningar um mömmu, hún var svo góð, hlý og hugulsöm. Eitt af því sem ein- kenndi mömmu var áhugi henn- ar á fólki. Í gegnum starf sitt tengdist hún fjölda fólks. Mamma kom inn í líf fólks á svo sterkum augnablikum, við fæð- ingu barns. Þannig að það eru margir sem þekktu mömmu. Við mamma vorum mjög nán- ar og gátum sagt hvor annarri okkar leyndarmál. Mamma lagði á það ríka áherslu að kenna mér bænir, einnig þegar ég eignaðist börn gekk hún úr skugga um að ég kenndi mínum börnum líka bænir. Hún var staðföst í trúnni. Kveikti á kerti fyrir framan styttu af Maríu mey eða engli, það var mamma. Mamma, þú varst svo mikill klettur í mínu lífi, kjölfestan í stórfjölskyldunni. Það er skrítið að þú sért ekki hérna með okkur lengur en ég finn og sé að andi þinn svífur yfir stórfjölskyld- unni. Takk, elsku mamma, fyrir allt, ég elska þig. Þín dóttir, Sigríður Helga (Sigga Helga). Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og afi, JÓN GUNNAR SKÚLASON verkfræðingur, Sólbraut 12, Seltjarnarnesi, lést 7. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 21. júní klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Hildigunnur Ólafsdóttir Marta María Jónsdóttir Jóakim Uni Arnaldarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Fjarðarstræti 35, Ísafirði, áður til heimilis að Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði laugardaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 22. júní klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ísafjarðarkirkju. Sveinsína Björg Jónsdóttir Sigurgeir Hrólfur Jónsson Þórdís Mikaelsdóttir Bjarnþór H. Sverrisson Sigríður Inga Sverrisdóttir Árni Sigurðsson Kolbrún Sverrisdóttir Guðmundur B. Sverrisson Sakuntara Chantavong Halldór B. Sverrisson Hafsteinn Sverrisson Margrét Björgvinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.