Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Elsku amma mín. Þú varst ein- stök kona. Þú varst fyrirmyndin mín. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þínu lífi í 30 ár. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Minningarnar mínar um ömmu eru fullar af gleði og hamingju. Ég eyddi stórum hluta barnæskunnar hjá henni og hún kenndi mér svo margt. Hún hafði gaman af því að segja sögur af sjálfri sér og þeim æv- intýrum sem hún lenti í þegar hún var ung. Ég lærði mikið af þeirri sjálfstæðu konu sem hún var á sínum yngri árum. Hún var manneskja sem þorði að fara sínar eigin leiðir. Til dæmis ferðaðist hún um Evrópu á þeim tíma sem fáir fóru út fyrir land- steinana. Uppáhalds minningarnar mínar með henni eru gönguferð- ir út á vídeóleiguna að leigja spólu ásamt því að fá bland í poka. Við fórum líka oft út á róló og á veturna fékk ég að renna mér á sleða niður brekk- una hjá Rauðalæknum. Amma elskaði að eyða tíma með barna- börnunum sínum og ég man hvað mér leið alltaf mikilvægri í kringum hana. Hún hlustaði alltaf á mig og ég fann hvað henni þótti vænt um mig. Við eyddum mörgum stundum í að spila saman, enda kunni amma endalaust af spilum. Samband okkar breyttist með tímanum og þegar ég varð full- orðin varð úr mikill vinskapur. Amma var ekki bara amma, hún var góð vinkona. Hún tók alltaf á móti mér með brosi á vör og hún var alltaf svo þakklát fyrir að fá mig og Nökkva í heim- sókn. Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu minningarnar. Takk fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst. Ég mun sakna þín alla daga. Takk fyrir að vera svona yndisleg við mig og Nökkva. Við munum alltaf elska þig. Ég kveð þig, elsku amma, með miklu þakklæti. Ég mun aldrei gleyma þér. Þitt barnabarn, Tanja Dögg Ásdís Einarsdóttir Frímann ✝ Ásdís Einars-dóttir Frímann fæddist 15. septem- ber 1925. Hún and- aðist 9. júní 2019. Útför Ásdísar fór fram 19. júní 2019. Elsku amma er dáin eftir óvænt veikindi. Það er sárt til þess að hugsa að hún sé farin frá okkur en efst í huga okkar eru dýrmætar minningar. En lífið verður svo sannar- lega fátækara án hennar. Amma var alveg einstök kona og hefur verið fyrirmynd okkar alla tíð, dugn- aðarforkur með bein í nefinu. Hún var fyndin, mikil félagsvera og naut þess að fylgjast með barna- og barnabarnabörnunum vaxa úr grasi. Amma fór sínar eigin leiðir í lífinu, en ung að árum lögðu amma og Theódóra vinkona hennar land undir fót í leit að ævintýrum í Evrópu. Þær störf- uðu um tíma í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð áður en þær ferð- uðust um Evrópu. Við barnabörnin fengum að njóta góðs af skemmtilegum sögum af ævintýrum vinkvennanna víðs- vegar um Evrópu. Við heimkomu kynntust amma og afi og þau sköpuðu sér gott líf með börnunum sínum í Rafstöð. Um ömmu eigum við margar góðar minningar en til hennar var alltaf gaman að koma, hún tók okkur opnum örmum og hjá henni fékk maður mikla ást. Á okkar yngri árum dvöldum við oft hjá ömmu, og minnisstæð- astir eru tímarnir sem við feng- um að gista á Rauðalæk. Þá fengum við að leigja spólu, kaupa nammi og vaka frameftir. Í seinni tíð sátum við löngum stundum heima hjá ömmu, drukkum kaffi og borðuðum lakkrís á meðan við spjölluðum um daginn og veginn. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, en hlýju vitandi að nú eruð þið afi sameinuð. Minn- ingarnar munu lifa með okkur og við munum aldrei gleyma þér. Þín barnabörn, Vigdís Svava, Snorri og Ásdís Hrund. Nú þegar amma okkar Ásdís er fallin frá koma fram góðar minningar. Efst í huga okkar er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa hana ömmu okkar svona lengi meðal okkar. Þakklæti fyr- ir að börnin okkar fengu að kynnast langömmu sinni. Þakk- læti fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við fengum með ömmu okkar. Elsku amma, þú fórst óhefð- bundnar leiðir í lífinu, varst mik- il ævintýrakona og ferðaðist víða. Þær voru margar ferðasög- urnar sem þú sagðir okkur. Ein þeirra sem stendur upp úr er sagan af interrail-ferðalagi þínu strax eftir útskrift úr hjúkrunar- námi, ekki svo löngu eftir seinni heimsstyrjöldina. Það var svo gaman að spjalla við þig um lífið og hvernig örlögin eiga það til að grípa inn í. Í þínu tilviki var það þegar þú kynntist afa Ingólfi ár- ið 1954. Hjá þér stóð aldrei til að eignast börn en þau plön breytt- ust þegar þú kynntist afa því á aðeins fjórum árum varstu orðin fjögurra barna móðir. Elsku amma, takk fyrir að gefa okkur aðra sýn á lífið og kenna okkur að meta það sem við eigum í dag. Litlar stundir verða svo dýrmætar nú þegar við hugsum til baka. Rauðalæk- ur er okkur kær og þar var allt- af gott að koma og vera hjá ykk- ur afa. Okkur er minnisstætt hve spennandi það var að fá að gista á svefnsófanum hjá ykkur afa og horfa á þættina Nonna og Manna aftur og aftur. Þar var einnig ómissandi að fá ís með ís- kexi að ógleymdum sviknum héra. Minningar sem þessar eru svo dýrmætar nú þegar við kveðjum þig. Síðar fluttir þú á Dalbrautina og áttir þar góð ár. Þá tók að fjölga í fjölskyldunni og barnabarnabörnin eiga góðar minningar þaðan. Elsku amma, takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir börnin okkar. Takk fyrir að hafa hlust- að af athygli á hinar ýmsu sögur um hunda, Spiderman, Star Wars, fótboltamenn og annað sem börnin okkar vildu segja þér frá þegar þau heimsóttu þig. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu er tengdist fjölskyldu þinni og varst afar stolt af þínu fólki. Amma var umvafin stórri fjöl- skyldu sem stóð við hlið hennar fram á síðustu stundu. Síðustu dagar ömmu á spítalanum ein- kenndust af ást og umhyggju þar sem allir nánustu ættingjar vildu hvergi annars staðar vera en hjá henni, hvort sem það voru börnin hennar, barnabörn eða barnabarnabörn. Amma kvaddi þennan heim umkringd ást. Það er lýsandi fyrir ömmu okkar að kveðja þennan heim á björtum og fal- legum sumarmorgni. Elsku amma, við elskum þig og munum varðveita þær dýr- mætu stundir sem við áttum með þér. Guðmunda Ósk, Ásdís og Ingólfur Snorri. Nú hefur elsku Adam afi kvatt líf- ið. Hlýja og vænt- umþykja er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um afa á Akranesi. Hann var ávallt virðulegur og vel greiddur, vopnaður greiðu í vasanum, vel lesinn og áhugasamur um margt. Hann var einkar hand- laginn og nutum við þess öll. Bæði skilur hann eftir sig muni sem hann smíðaði og gaf okkur, auk þess að hjálpa okkur við múrverk á heimilum okkar. Að koma til Adams afa og Gunnu ömmu á Háholt 5 var ávísun á góðan tíma. Húsið sjálft er reisulegt, fallegt og vel við haldið, enda hélt afi sjálfur um múrskeiðina þegar framtíð- arheimilið var byggt fyrir þau ömmu og fjölskylduna. Það skilaði sér auðvitað í þeim ein- staka anda sem þar hefur ávallt verið. Stóri, fallegi og gróni garðurinn var þeirra stolt og yndi og þaðan komu bestu gul- rætur og jarðarber sem hægt var að fá. Það var yndislegt að vera í „skotinu“ í garðinum, gæða sér á góðgæti frá ömmu og róla á heimasmíðaðri rólu eða moka sand í gömlu dekki. Skíðasleðinn var svo á sínum stað í geymslunni undir stig- anum, járnmeiðirnir nýpússaðir af afa, tilbúinn fyrir brekkuna við hlið hússins niður Háholtið. Við tengjum margar ánægju- legar minningar við Akranes, þennan fallega bæ, hvort sem við nálguðumst hann með Akraborginni, fyrir Hvalfjörð- inn sem okkur fannst nú heldur Adam Þór Þorgeirsson ✝ Adam Þór Þor-geirsson fædd- ist 30. september 1924. Hann lést 5. júní 2019. Útför hans var gerð 12. júní 2019. langt fara þegar við vorum börn, eða í gegnum göngin góðu. Göngutúrar á Langasand, jafnvel með viðkomu í Einarsbúð eða Harðarbakaríi voru ómissandi í heim- sóknum upp á Skaga. Það var einnig mikill sam- gangur við fjölskyldu ömmu á Háholti 7. Fjölskyldurnar voru til dæmis saman í sláturgerð og glæsilegum jólaveislum þar sem við lékum bókaleiki og gæddum okkur á fallegum og góðum jólamat. Aðrar góðar hefðir sem við munum alltaf tengja við afa og ömmu á Akra- nesi er að tína aðeins aðalblá- ber í berjamó því önnur bláber komast ekki nálægt þeim í gæðum og að skera laufabrauð en það er ein af okkar mik- ilvægustu jólahefðum. Adam afi lagði sig fram við að fylgjast vel með okkur, spurði mikið og sýndi áhuga, hvort sem það voru störfin okkar, áhugamál, fjölskyldur eða heimili. Hann hafði gaman af börnum okkar, langafabörnunum, og þeim fannst skemmtilegt að koma á Háholtið þar sem þau léku sér í tunnunni á stigapall- inum, renndu sér niður hand- riðið og skoðuðu dýrgripi í kjallaranum. Nú verður Adam afi lagður til hinstu hvíldar hjá Gunnu ömmu og það er gott að vita af þeim saman á ný. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þau sem afa okkar og ömmu og munum ávallt hugsa fallega til þeirra þar sem þau standa sam- an að veifa bless af tröppunum á Háholti 5 og við kveðjum þau til baka í hinsta sinn. Guðrún Ragna, Hjördís Lára og Hjalti Þór. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, LUDWIGS HEINRICHS GUNNARSSONAR, Birkihlíð 4b, Hafnarfirði. Guðrún Jónsdóttir Guðmundur G. Ludwigsson Þóra Kristín Ludwigsdóttir Davíð Þór Marteinsson Eva Sóley og Lilja Karen Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÉTU ÓSKARSDÓTTUR, Sólarsölum 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki æðaskurðdeildar Landspítalans Fossvogi. Helga G. Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Grétar, Björg, Hildur Ýr, Íris Björk Margrét Helga, Júlía Dóra og Kristbjörn Óli Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, ERNU ASPELUND sjúkraliða, Björtuhlíð 13, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á bráðamóttöku, A2 og gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi. Júlíana H. Aspelund Guðmundur Hjartarson Berglind B. H. Aspelund Guðmundur Guðjónsson Helena H. Aspelund Davíð Ö. Hansson Jóhanna K. Þórhallsdóttir Snæfríður, Sóllilja, Erna Dagný, Þorbjörg Tinna, Ernir, Guðjón Andri, Hákon Kári, Dagbjört Lilja, Þórhildur Jökla og Halla Bergrún Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS ÞURÍÐUR RAGNARSDÓTTIR, DÍDA, lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. júní. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 25. júní klukkan 13. Sigurður Þórir Hauksson Ingibjörg Hauksdóttir Ingþór Ásgeirsson barnabörn og langömmubarn Ástkær faðir okkar, afi, bróðir og mágur, SIGURBJÖRN FRÍMANN HALLDÓRSSON, Spóahólum 14, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild 11E, Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 25. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Lonni Björg Sigurbjörnsdóttir Hansen, Baldur Sævarsson Lilja Bryndís Sigurbjörnsdóttir Hansen Örn Aron Sigurbjörnsson, Tanja Rán Einarsdóttir, barnabörn, systkini, mágar og mágkona Móðir okkar og tengdamóðir, EVA HARNE RAGNARSDÓTTIR, lengst af til heimilis á Kleifarvegi 12, í Reykjavík, er látin. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 2. júlí klukkan 15. Greta Önundardóttir Páll Halldórsson Ásgeir Önundarson Riszikiyah Hasansdóttir Ragnar Önundarson Áslaug Þorgeirsdóttir Páll Torfi Önundarson Kristín Hanna Hannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.