Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI hirslur
3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
KAHLER HAMMERSHOI
Vasi 20 cm fleiri litir
Verð 7.690,-
KARTELL BOURGIE
Lampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-ARCHITECTMADE
Mörgæs
Verð frá 8.490,- stk
STOFF NAGEL
Kertastjaki - fleiri litir
Verð frá 5.750,- stk.
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.990,-
glæsilegar
ÚTSKRIFTARGJAFIR
FLOS MISS K
Borðlampi fleiri litir
Verð 38.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl– fleiri litir
Verð frá 10.990,-
KARTELL LOUIS
GHOST Stóll
Verð frá 39.900,-
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033
Frábært úrval af
herrafatnaði
fyrir útskriftina
frá BERTONI
Flottir
í fötum
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsmót hestamanna sem haldið
verður á Hellu á næsta ári verður
hefðbundið sveitamót í hjarta
hestamennskunnar. Þó verður dag-
skráin stytt og þjappað saman svo
að hægt verði að halda mótið á sex
dögum í stað átta. Markmið skipu-
leggjenda er að „auka fjörið“ móts-
dagana með meiri afþreyingu fyrir
gesti en verið hefur á síðustu
mótum.
Dagskrá landsmótsins verður
dagana 6. til 11. júlí á næsta ári, frá
mánudegi til laugardags. Á sunnu-
deginum, þegar menn eru að yfir-
gefa svæðið, stendur til að bjóða
upp á kynningu hjá helstu rækt-
unarbúum á svæðinu.
Engar ræktunarbússýningar
„Dagskrá landsmóta er nokkuð
föst í sniðum. Viss atriði þurfa að
vera á landsmóti. Við höfum þó
ákveðið að stytta mótið, halda það á
sex dögum en mótið í Reykjavík
stóð yfir í átta daga. Allan þann
tíma sem ég hef komið að umræðu
um landsmót hafa menn verið sam-
mála um að mótin væru of löng og
það þyrfti að stytta þau en það hef-
ur alltaf gengið til baka,“ segir
Kristinn Guðnason, bóndi í Ár-
bæjarhjáleigu og formaður stjórnar
Rangárbakka sem heldur mótið. Að
félaginu standa hestamannafélög á
Suðurlandi, frá Lómagnúp að
Hellisheiði.
Til þess að koma mótinu fyrir á
sex dögum stendur til að gera
ákveðnar breytingar, meðal annars
að leggja af ræktunarbússýningar í
núverandi mynd ásamt úrvalssýn-
ingu kynbótahrossa. Síðan er ætl-
unin að reyna að þjappa dagskránni
aðeins betur saman. Kristinn segir
að aðstæður séu þannig á Hellu að
það eigi að vera hægt. Stutt sé á
milli valla og stutt í alla þjónustu.
Hlutirnir eigi að geta gengið greitt
fyrir sig. Hann bætir því við að
ræktunarbússýningarnar hafi verið
skemmtileg viðbót á sínum tíma.
Þær taki hins vegar langan tíma og
þar komi við sögu sömu hross og
knapar og á kynbótasýningunum.
Þær megi því missa sig.
„Mikilvægt er að menn geti hist
og rætt saman á landsmóti og við
gætum þess að svigrúm verði til
þess,“ segir Eiríkur Vilhelm Sig-
urðarson, formaður verkefnastjórn-
ar landsmóts.
Hann segir að auka þurfi fjörið á
mótinu, í jákvæðum skilningi þess
orðs. Afþreying verður aukin og
haldinn stór dansleikur á móts-
svæðinu. „Hestarnir eru aðalatriði
mótsins en gestir verða einnig að
geta skemmt sér með vinum sínum
sem hafa sama áhugamál, hesta-
mennskuna.“
Trén veita vaxandi skjól
Á undanförnum árum og áratug-
um hefur mótssvæði verið byggt
upp á Rangárbökkum. Flestar
framkvæmdirnar hafa verið var-
anlegar og koma mótshaldinu til
góða áfram. Því þarf ekki að fara í
kostnaðarsamar framkvæmdir
vegna mótsins nú, aðeins halda við
eignum og snyrta til. Þó var ekið
vikri í brautirnar í vor og eru þær í
mjög góðu standi. Í raun er svæðið
í það góðu ásigkomulagi að hægt
væri að halda landsmót þar nú í
byrjun júlí.
Kristinn bendir á að sérstaða
svæðisins sé nálægðin við þjónustu
á Hellu. Getur þess að nú hafi verið
byggð upp myndarleg hótel á Hellu
og víðar í héraðinu og því sé ekki
hægt að kvarta undan skorti á góðri
gistiaðstöðu.
Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri í
Ölfusi, varaformaður stjórnar
Rangárbakka, segir að markvisst
hafi verið unnið að því í átta ár að
græða svæðið upp og planta trjám
til að veita skjól. Plantað hefur ver-
ið tæplega 8 þúsund trjáplöntum.
„Svæðið er allt orðið iðagrænt og
trjágróðurinn sem vex upp á eftir
að veita gestum móta hér ennþá
meira skjól í framtíðinni,“ segir
Helga. Hún getur þess að ekki hafi
verið spáð vel fyrir trjáræktinni í
upphafi en hrakspárnar hafi sem
betur fer ekki ræst og allar plönt-
urnar lifað. Gaman hafi verið að
fylgjast með hvernig gróðurinn hafi
breytt ásýnd svæðisins.
Fært í betra veður
Mótið á næsta ári verður 6.
landsmótið sem þar er haldið. Þar á
meðal eru mörg fjölsóttustu og
eftirminnilegustu landsmótin.
Veðrið getur haft úrslitaþýðingu
við framkvæmd slíkra móta eins og
annarra útihátíða og ekki síst á
upplifun gesta. Veðrið hefur ekki
leikið við mótshaldara síðustu
landsmóta og ekki heldur við gesti
á landsmótinu á Hellu árið 2014.
Hefð hefur verið að halda mótin
fyrstu helgina í júlí, annað hvert ár.
Nú fengu stjórnendur Rangárbakka
heimild til að færa mótið aftur um
eina viku. Tilgangurinn er að reyna
að tryggja betra veður. Það er
vissulega happdrætti og enginn veit
hver hreppir vinninginn.
Rangárbakkar ehf. halda mótið í
sínu nafni og bera fjárhagslega
ábyrgð á því. Eiríkur segir að 6-7
þúsund gestir þurfi að koma til þess
að mótshaldarar fái kostnað sinn til
baka. „En við ætlum að fá 8 þúsund
gesti og helst 10 þúsund,“ segir
Eiríkur.
Helga telur að á mótinu á Hellu
verði úrslitastund varðandi framtíð
landsmóta. „Ef við fáum ekki góða
aðsókn verðum við að setjast niður
og velta fyrir okkur viðburðinum
landsmóti frá grunni. Ef ekki er
hægt að láta hann reka sig þrátt
fyrir endalausa sjálfboðavinnu þarf
að endurmeta málin,“ segir Helga
og Eiríkur bætir við: „Við ætlum að
sýna að hægt sé að láta mótshaldið
ganga upp.“
Aukið fjör á styttra landsmóti
Undirbúningur fyrir landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu á næsta ári gengur vel Upp-
græðsla og trjágróður hefur breytt ásýnd Rangárbakka og veitir skjól Vonast eftir 8-10 þúsund gestum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stjórnendur Helga Ragna Pálsdóttir, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Kristinn Guðnason standa í grósku og sól við
keppnisvöllinn á Rangárbökkum. Svæðið er að verða tilbúið og þess vegna væri hægt að halda það í júlí í ár.
Morgunblaðið/Eva Björk
Fjölmenni Talið er að um 10 þúsund gestir hafi komið á landsmótið á Hellu
árið 2014, þrátt fyrir rok og rigningu. Sex árum fyrr voru gestir 14 þúsund.