Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
AÐGANGSSTÝRÐIR LYKLA-
OG VERÐMÆTASKÁPAR
Traka-kerfið býður upp á persónubundna aðgangsheimild.
Búnaður í skápunum heldur utan um heimildir og útlán verðmæta
hverju sinni, til dæmis lykla, spjaldtölvur og fartölvur.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Pepsi Max-deild karla
KR – Valur ................................................ 3:2
Staðan:
KR 9 6 2 1 17:9 20
Breiðablik 9 6 1 2 19:10 19
ÍA 8 5 1 2 15:10 16
Fylkir 8 3 3 2 14:11 12
KA 8 4 0 4 10:9 12
FH 8 3 3 2 14:15 12
Stjarnan 9 3 3 3 12:15 12
Grindavík 8 2 4 2 7:8 10
Valur 9 2 1 6 15:16 7
Víkingur R. 8 1 4 3 11:14 7
HK 8 1 2 5 8:12 5
ÍBV 8 1 2 5 7:20 5
Inkasso-deild karla
Þróttur R. – Fjölnir.................................. 0:1
Staðan:
Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16
Þór 7 5 0 2 15:6 15
Keflavík 7 4 1 2 13:7 13
Víkingur Ó. 7 4 1 2 9:5 13
Fram 7 3 2 2 12:10 11
Grótta 7 3 2 2 12:12 11
Þróttur R. 8 3 1 4 15:13 10
Leiknir R. 7 3 0 4 11:13 9
Njarðvík 7 2 1 4 7:10 7
Haukar 7 1 3 3 7:12 6
Afturelding 7 2 0 5 10:18 6
Magni 7 1 2 4 9:19 5
Inkasso-deild kvenna
ÍA – Haukar .............................................. 1:0
Staðan:
Þróttur R. 4 4 0 0 19:3 12
ÍA 5 3 2 0 8:2 11
FH 4 2 1 1 10:7 7
Grindavík 4 2 1 1 5:5 7
Tindastóll 4 2 0 2 13:12 6
Haukar 5 2 0 3 5:4 6
Augnablik 4 2 0 2 5:5 6
Afturelding 4 1 1 2 6:7 4
Fjölnir 4 0 1 3 3:11 1
ÍR 4 0 0 4 2:20 0
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Rafholtsv.: Njarðvík – Afturelding..... 19.15
Ásvellir: Haukar – Leiknir R ...............19.15
2. deild karla:
Vogaídýfuv.: Þróttur V. – ÍR................19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Tindastóll .......19.15
Akraneshöll: Kári – KFG .....................19.15
3. deild karla:
Fjölnisvöllur: Vængir J. – Augnablik.......20
Í KVÖLD!
Þýskaland
Annar úrslitaleikur:
Alba Berlín – Bayern München ......... 77:82
Martin Hermannsson lék í rúmar 22
mínútur og skoraði 4 stig, gaf 3 stoðsend-
ingar og tók 2 fráköst.
Staðan er 2:0 fyrir Bayern München.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður
ekki á meðal þeirra kylfinga sem
hefja í dag leik á KPMG-meistara-
mótinu, einu risamótanna fimm í
golfi kvenna. Ólafía lék á síðasta
risamóti, US Open, um síðustu mán-
aðamót, og í viðtali við Morgunblaðið
eftir það kvaðst hún binda vonir við
að komast einnig á KPMG-mótið.
Árangur Ólafíu síðustu misseri
dugði henni ekki til að komast beint
á mótið. Hún er hins vegar með
stuðningssamning við fyrirtækið
KPMG, líkt og fleiri kylfingar. Þess
vegna mun fyrirtækið hafa sótt það
fast að hún fengi boð á risamótið
sem hefst í dag, án árangurs. Mótið
er haldið í samvinnu KPMG og sam-
taka atvinnukylfinga í Bandaríkj-
unum sem vildu fara aðra leið. Ólafía
leikur því næst á Symetra-móti í
Ohio 28.-30. júní. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KPMG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ber merki fyrirtækisins á öllum mótum.
Ólafía ekki á KPMG-
mótinu um helgina
Fyrirtækið vildi að hún fengi boð
HANDBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég sá það alltaf fyrir mér að ég
myndi spila í toppliði í þýsku deild-
inni þannig að innst inni var þetta
alltaf markmiðið,“ segir Ómar Ingi
Magnússon, landsliðsmaður í hand-
bolta, sem frá og með sumrinu 2020
verður leikmaður Magdeburg í
Þýskalandi. Magdeburg, sem hafn-
aði í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í
vetur, gerði samning við Ómar sem
gildir til fjögurra ára, eða til sumars-
ins 2024.
Ómar mun sem sagt fyrst klára
seinna tímabilið af samningi sínum
við Aalborg í Danmörku. Fyrra
tímabilið, sem nú er nýlokið, var
draumi líkast en Ómar varð þrefald-
ur meistari með liðinu auk þess að
vera (lang)stoðsendingahæstur í
dönsku úrvalsdeildinni og í 9. sæti
yfir markahæstu menn deildarinnar.
Tölurnar tala sínu máli og því ekki
skrýtið að Magdeburg skyldi hafa
samband en félagið ætlar Ómari að
fylla í skarðið sem Svíinn Albin Lag-
ergren skilur eftir þegar hann fer til
Rhein-Neckar Löwen á næsta ári.
„Ég hef vitað af áhuga félagsins í
nokkurn tíma og ég er auðvitað mjög
ánægður með þetta. Þetta er klassa-
klúbbur veit ég, og búinn að vera
nokkuð stöðugur síðustu ár. Ég held
líka að liðið henti mér mjög vel, upp á
það hvernig handbolta það spilar
Eftir næsta tímabil verð ég búinn
að vera í fjögur ár í Danmörku, í
fínni deild með fínum leikmönnum og
því er þetta rökrétt skref. Það hefur
hjálpað mér mikið að spila hérna,
upp á að þroskast í mínum leik, og
þetta verður góður tímapunktur til
að flytja mig um set. Auðvitað get ég
alltaf verið sterkari og bætt líkam-
lega þáttinn, sem ég vinn í á hverjum
degi, og það kemur hægt og rólega.
Hvað allt annað varðar er ég klár í
þetta,“ segir Ómar við Morgun-
blaðið.
Hann kemur til með að deila
hægri skyttustöðunni með Þjóðverj-
anum Christoph Steinert sem kemur
til Magdeburg frá Erlangen í sumar.
Heyrði í Guðjóni Val
Nokkur Íslandstenging hefur í
gegnum tíðina verið við Magdeburg,
sem orðið hefur þýskur meistari einu
sinni, árið 2001, undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar og með Ólaf Stefánsson
fremstan í flokki. Björgvin Páll Gúst-
avsson lék síðast með liðinu, árin
2011-2013, og Geir Sveinsson stýrði
Magdeburg í eitt og hálft ár en var
rekinn í desember 2015. Þá tók nú-
verandi þjálfari, Bennet Wiegert,
við.
„Ég vissi þokkalega út í það hvað
ég væri að fara en félagið hefur
kannski breyst svolítið frá því að Ís-
lendingur spilaði síðast fyrir það.
Það er þarna ný stjórn og nýr þjálf-
ari, en ég heyrði einmitt aðeins í
Guðjóni Val [Sigurðssyni] varðandi
þjálfarann,“ sem stýrði Guðjóni hjá
Gummersbach veturinn 2006-2007.
Eins og fyrr segir átti Ómar Ingi
frábært tímabil í Danmörku og á
næstu leiktíð mun hann leika í Meist-
aradeild Evrópu með liðinu.
„Það gekk bara vel í vetur fannst
mér. Ég átti góða leiki en líka lélega,
en heilt yfir fannst mér ganga vel hjá
mér. Við unnum bikarinn, deildina
og svo stóra titilinn. Það var auðvitað
hundleiðinlegt að vera ekki með í
lokin en annars var þetta nánast full-
komið ár,“ segir Ómar en hann fékk
heilahristing eftir höfuðhögg í
undanúrslitaleik tvö við Silkeborg og
missti því af síðustu leikjum tíma-
bilsins sem og síðustu landsleikjum.
„Ég fékk hrindingu frá tveimur
gæjum og lenti illa aftan á hausnum,
og fékk gat á hausinn og heilahrist-
ing. Núna um helgina verða komnar
fjórar vikur frá því að þetta gerðist
og það var talað um að þá yrði
kannski tímabært að taka stöðuna og
athuga hvort ég gæti farið að hreyfa
mig eitthvað,“ segir Ómar.
„Nánast fullkomið ár“
Ómar Ingi fer til Magdeburg sumarið 2020 Varð þrefaldur meistari og
stoðsendingakóngur í Danmörku Úr leik í lok tímabils vegna heilahristings
Ljósmynd/SC Magdeburg
Magdeburg Ómar Ingi Magnússon með treyju Magdeburg en hann mun þó ekki spila fyrir liðið fyrr en eftir ár.