Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
GRILLJÓN
ástæður til að grilla
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
... því sumarið er í
fullum blóma
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við erum með tvo vita hér áGarðskaga; litla gamla vit-ann og þann stóra sem ernýrri. Gamli vitinn var
byggður 1897 en fólk er í vaxandi
mæli farið að kalla hann Ástarvitann
og Kærleiksvitann, af því að margir
koma hingað til að trúlofa sig eða
gifta sig. Nýlega komu hingað rúm-
lega áttræð hjón, en þau ætla að
endurnýja hjónabandsheit sín hér,“
segir Sigurður Þorsteinsson, en hann
er ásamt Jóhanni Ísberg í forsvari
fyrir þá starfsemi sem boðið er upp á
í Garðskagavitunum báðum.
„Kærleiksstemninguna í gamla
vitanum má rekja áratugi aftur í tím-
ann, til þess að eiginkonur sjómanna
á svæðinu komu í vitann til að fara
með bænir. Þær báðu fyrir því að þær
myndu njóta hverrar stundar og
hvers dags á meðan þær höfðu menn-
ina sína á lífi. Þær báðu fyrir því að
þær mættu láta gott af sér leiða,
njóta náttúrunnar og standa ekki í
deilum við annað fólk. Þær báðu fyrir
börnum sínum og heilsu. Þær báðu
líka fyrir því að mennirnir þeirra
kæmu heilir heim af hafi. Þá settu
þær sér markmið, stigu á stokk eins
og kallað var og strengdu heit,“ segir
Sigurður og bætir við að margir
menn hafi farist í sjóskaða á þessu
svæði áður fyrr í gríðarlega sterkum
veðurskotum sem stöfuðu af sér-
stökum aðstæðum haf- og loft-
strauma. „Um 1870 misstum við
marga sjómenn í einu í slíku skoti, en
börn þeirra manna voru hörðust í því
að láta byggja litla vitann, gamla
Garðskagavitann. Eftir þetta mikla
slys fóru eiginkonur sjómanna sem
enn voru á lífi að gera sér ferð í vit-
ann til að fara með bænir og þakka
fyrir það sem lífið gaf þeim. Fólk hef-
ur haft þessa gömlu hefð í heiðri og
kemur hingað í vaxandi mæli til að
biðja fyrir einhverju góðu.“
Verður gjarnan ástfangið
Sigurður segir að í hinum vit-
anum, þeim nýrri og stærri, sé boðið
upp á einstaka norðurljósasýningu.
„Hér mætast heitir og kaldir straum-
ar í lofti og því er meiri hreyfing en
víða annars staðar. Tölur sýna að
þetta er sá staður í heiminum þar
sem norðurljós sjást hvað oftast. Við
erum líka með norðurljósasýningu í
hvelfingu inni í vita, í kvikmynda-
formi fyrir þá sem koma hingað að
sumri. Einnig bjóðum við upp á
hvalasýningu í vitanum með teikn-
ingum Jóns Baldurs Hlíðberg. Gestir
geta keypt í einum pakka aðgang að
hvala- og norðurljósasýningunum hér
í vitunum og að Byggðasafninu í
Garði sem er til húsa í fjósi og hlöðu,
en þar er líka vélasafn Guðna Ingi-
mundarsonar og byggðasafn skip-
stjórans sem er einstakt safn byggt
upp af Ásgeiri Hjálmarssyni, fyrrver-
andi skipstjóra. Í byggðasafninu er
vandað veitingahús á efri hæð, þar
sem er einstakt útsýni út á hafið og
yfir fjallahringinn, en sólsetrið hér er
yndislegt og fólk gerir sér ferð víða
að til að sjá það. Fólk verður gjarnan
ástfangið þegar það horfir á sólsetur
eða norðurljós,“ segir Sigurður og
hlær og bætir við að þannig hafi hann
einmitt kynnst sinni konu.
Erum bjartsýn á framtíðina
Sigurður segir að kaffihúsið
Flösin í gamla vitanum sé mjög vin-
sælt, enda allsérstakt vegna þrengsla
í rými og dreifir sér á fjórar hæðir.
„Hingað kemur fólk líka til að njóta
strandarinnar, því hún er ein af fáum
ströndum á Íslandi sem eru hvítar.
Við stefnum að því að vera með við-
burð á ströndinni í tengslum við
sumarsólstöðurnar í kvöld. Þegar
sumarnóttin er björtust er gaman að
njóta þess að syngja saman og spila á
gítar.“ Sigurður segir að fólki finnist
það vera „öðruvísi“ upplifun að koma
á Reykjanesið, enda sé það falin
perla. „Það er ótrúlega margt hægt
að sjá og skoða hér og við finnum fyr-
ir vaxandi ferðamannastraumi
hingað. Við þurfum að dreifa ferða-
mönnum jafnara um landið,“ segir
Sigurður og bætir við að ráðstefna
hafi verið á Suðurnesjum fyrir
skömmu þar sem yfirskriftin hafi ver-
ið: Frá vörn í sókn. „Við fundum að
það er mikil samstaða hér og erum
bjartsýn á framtíðina.“
Ljósmynd/Jóhann Ísberg
Lýðveldisvitinn Hann er sá stærsti á Íslandi, byggður 1944.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Vitamenn Jóhann Ísberg og Sigurður í ljóshúsi vitans.
Ljósmynd/Jóhann Ísberg
Fallegt Hvíta ströndin á Garðskaga er óvenjuleg og vinsæl.
Sumir kalla hann Ástarvitann
Eiginkonur sjómanna
komu í vitann til að fara
með bænir. Þær báðu fyr-
ir því að þær myndu
njóta hverrar stundar og
hvers dags á meðan þær
höfðu mennina sína á
lífi. Enn kemur fólk til að
biðja fyrir góðu.
Ljósmynd/Jóhann Ísberg
Ástarviti og kærleiksviti Gamli vitinn var byggður 1897 og þangað sækir fólk í rómantískum hugleiðingum.