Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 31
lítil samskipti, þetta reyndi bara ekki nóg á mig svo ég gafst upp.“ Úr setningunni lá leiðin á Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þar sem hún vann við að skrá efni á tölvu. Samskipta- miðstöðin var þá á sömu lóð og Vesturhlíðarskóli, gamli Heyrn- leysingjaskólinn, og Eyrún fylgdist stundum með döff börnum í skóla- starfi. Hún segist hafa hugsað með sér að hún gæti ekki unnið með börnum. Það væri svo mikil vinna og þar fram eftir götunum. „Vorið 1995 bað skólastjóri Vesturhlíðarskóla mig um að kenna döff börnunum táknmál. Ég hugsaði málið en sló svo til að láta á það reyna í eitt ár. Þau urðu fimm og í framhaldi af því ákvað ég að afla mér réttinda og hóf þriggja nám í Kennaraháskólanum. Mér fannst erfitt að vinna í gegnum lestur og ritun en þetta tókst á end- anum og ég útskrifaðist 2003.“ Eyrún hefur síðan starfað við kennslu í Hlíðaskóla, eina skólanum sem býður upp á kennslu fyrir döff nemendur. Hún segir að þó form- legu námi sé lokið ljúki náminu aldr- ei því hún haldi áfram að þróa kennsluna, finna nýjar leiðir og efni. „Ég held áfram að eflast og þroskast og njóta lífsins með það sem ég er með.“ Mörgum að þakka Karen Rut segir að saga Eyrúnar sé ótrúleg menntasaga. Hún hafi einkennst af baráttu, þrautseigju og seiglu. „Hún heldur endalaust áfram.“ Þar sem engar fyrirmyndir voru til hérlendis af meistaraprófs- verkefni á táknmáli hafi hún aflað upplýsinga hjá samstarfsfólki í Bandaríkjunum og þegar hún hafi fundið fyrirmynd að framsetningu fræðilegs efnis á táknmáli hafi hún kynnt hugmyndina fyrir með- leiðbeinanda í verkefni Eyrúnar og þær Eyrún hafi svo haldið ótrauðar áfram að þróa útfærslu hugmyndar- innar á sama tíma og Eyrún hafi unnið að verkefninu. Margrét Baldursdóttir, táknmálstúlkur hjá NSHÍ, hafi verið hluti af teyminu sem hafi unnið að verkefninu. „Að- koma hennar, fagleg innsýn og út- sjónarsemi hefur verið ómetanleg í öllu þessu ferli.“ Hafdís vill nota tækifærið og hrósa ráðamönnum Mennta- vísindasviðs fyrir stuðninginn. „Í fyrsta lagi fyrir að vilja hlusta á okk- ur og síðan að treysta okkur til að fylgja verkefninu eftir.“ Karen bætir við að náms- og starfsráðgjöf HÍ hafi verið þeim innan handar allan tím- ann með ómældum stuðningi, túlka- þjónustu og öðru. „Vilji er til þess að gefa nemendum, sem eru með tákn- mál að móðurmáli, tækifæri til að skila inn verkefnum á þennan hátt í framtíðinni.“ Eyrún segir að nú hafi ísinn verið brotinn og döff nemendur geti skilað inn verkefnum á táknmáli í kjölfarið. „Með þessu verkefni hefur opnast ákveðið val. Döff nemendur geta val- ið um það hvort þeir skila inn sínum verkefnum á móðurmálinu eða rit- máli. Þetta gagnast því efalítið yngri kynslóðum döff.“ Ný tækifæri Karen segir að verkefnið hafi skil- að miklu. Aukinn skilningur sé á því hvaða tækni þurfi að vera til staðar til að vinna verkefni á þennan hátt. Þá hafi verið stigið ákveðið skref þar sem ólíkir menningarheimar ís- lenska táknmálsins og íslenskunnar mætast og fléttast saman í vinnu svona verkefnis. „Þetta getur haft áhrif á námsúrræði og vinnu með nemendum, sem eru með táknmál að móðurmáli, strax í fyrsta bekk grunnskólans. Íslenska táknmálið hefur svo ótrúlega margt sem erfitt er að átta sig á nema með því að vera í kringum það og inni í þessum menningarheimi.“ Hafdís er sú eina í hópnum sem ekki kann táknmál. Hún segir að lokaverkefnið opni ekki síst heyr- endum nýja sýn á heiminn og hvern- ig döff vinna og tjá sig. „Vonandi verður þetta til þess að við förum að sjá að það eru margir sem þurfa aðr- ar leiðir til að fá að skila verkefnum og læra í skólunum.“ Eyrún bendir á að tæknin taki stöðugum framförum og miklar breytingar verði í framtíðinni. „Það verður miklu auðveldara að tengja táknmál og ritmál og ég sé fyrir mér að döff börn verði tvítyngd. Ég lít á mig sem tvítyngda manneskju, ég nota íslenskt ritmál og táknmál á hverjum degi, og döff börn þurfa að tileinka sér þessi tvö tungumál og tengja þau, byggja brú á milli þeirra. Ég sé fyrir mér að döff börn geti tekið upp táknmál og horft á upptök- una. Þannig læra þau framkomu, að tjá sig og að þýða tjáninguna yfir á ritmál eða öfugt.“ Þungu fargi er af Eyrúnu létt. „Ég er svo fegin. Þetta hefur verið langt ferli. Ég hef öðlast frið í sál- inni. Nú get ég farið að gera eitthvað annað. Ég get farið að lesa bók mér til skemmtunar, hitta vini mína, far- ið að leika mér. Hætt að hugsa um þennan sem hefur verið á öxlinni á mér svo lengi. Samt, þegar ég horfi til baka, þroskaði vinnan mig mjög mikið. Ég er víðsýnni. Rannsóknin hefur gefið mér skilning á því hvern- ig döff börn læra íslensku og nýja sýn á hvernig ég lærði íslenskt rit- mál. Ég get tengt menntun barnanna sem ég kenni við það þeg- ar ég ólst upp. Ég man eftir enda- lausri leiðréttingu á tal- og ritmáli í skólanum og hvað ég var stressuð. Þessi áhersla hafði neikvæð áhrif á sjálfstraust mitt. Ég vil ekki að börnin sem ég kenni upplifi það. Döff börn þurfa tíma, leiðsögn í gegnum jákvæð samskipti. Ég hefði þurft þetta þegar ég lærði íslensku sem barn. Í gegnum árin hef ég stundum verið í vafa með kennsluað- ferðir mínar, hvort nemendur græði á því sem ég geri með þeim, en nú er ég öruggari. Þetta verkefni getur opnað döff nemendum ný tækifæri til að skila verkefnum sínum í námi.“  Viðtalið var tekið með aðstoð Margrétar Baldursdóttur táknmáls- túlks. Táknmál Eyrún hefur frá mörgu að segja. Hafdís, Karen Rut og Margrét fylgjast með. FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.