Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Það er sárt að kveðja góða vini, en minningarnar sem hann Ólafur Jens skilur eftir lifa með okkur. Minningar um yndislegan mann sem alltaf var gott að hitta og gott að leita ráða hjá þegar ég þurfti þess. Hann var búinn að panta minningargrein hjá mér, þegar þar að kæmi, það taldi ég auðvitað sjálfsagt, en á móti þyrfti hann að jarðsyngja mig. Þetta fannst okkur bráðsnjallt. Mér finnst ég hafa þekkt hann alltaf og þau Margrét eru í mínum nánasta vinahópi. Hann gat verið svolítið kald- hæðinn, en líka svo hlýr og skiln- ingsríkur. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og þegar hann talaði um afaskotturnar kom sérstakur glampi í augun á honum – þær voru bestar. Svo naut hann þess að Ólafur Jens Sigurðsson ✝ Ólafur JensSigurðsson fæddist 26. ágúst 1943. Hann lést 11. júní 2019. Útför hans fór fram 19. júní 2019. vera í sumarbústaðn- um á Mýrunum, þar er þeirra sælureitur. Ég kveð Óla vin minn með miklum söknuði, en líka þakklæti fyrir allar góðu minningarnar um þennan ljúfa dreng – þær tekur enginn frá mér. Öll mín samúð er hjá Margréti vinkonu minni og fjölskyldunni á þessum döpru dögum. Ásdís Jónsdóttir. Þeir óku yfir heiðina og heiðin var hvít á litinn og vegurinn var hvítur og það var tekið að húma og snjórinn lýsti upp heiðina af því að það var tunglskin og stjörnubirta og hann hugsaði um þá gömlu daga, þegar þeir sátu á hækjum sér í grunnu lauginni svo höfuðin ein stóðu upp úr og gufan steig upp af heitu hveravatninu og það var frost veðurs og hárið á þeim byrj- aði strax að frjósa svo þeir stungu kollunum niður í vatnið öðru hvoru og töluðu um áform sín og hann var nýinnritaður í guðfræðideild háskólans og félaginn var að hug- leiða hvort hann ætti að láta skrá sig líka og hann réð honum til þess að láta verða af því; það vantaði presta úti á landsbyggðinni að rétta litlu glókollunum ljósgeisla- myndir; nú óku þeir sem leið lá yfir heiðina áratugum síðar og kannski voru þeir enn þá sömu kútarnir sem fyrir löngu höfðu setið á hækj- um sér í grunnu lauginni, og koll- ega hans sagði ég veit ekki hvað maður verður lengi, kannski ekki nema til haustsins, og þó var hann nýkominn, hafði komið fyrir mán- uði og var strax farinn að tala um að fara kannski, og hann hugsaði um gömlu prestana sem höfðu ver- ið hérna þegar hann kom, annar í svörtum alklæðnaði með brúnan hatt á Broncojeppa, hinn í stökum jakka á Saab sem þeir eru hættir að framleiða núna og þeir óku yfir þessa sömu heiði og hún var hvít eins og nú og hann hafði hugsað með sér að þessir starfsbræður væru hluti af landslaginu og ómiss- andi partur af mannlífinu, sem mundi halda áfram að vera svona eins og það var, lengi, óbreytt og stöðugt og sjálfur mundi hann verða hér áfram og sá í svörtu föt- unum líka og eins hinn í sport- jakkanum og honum fannst þetta gott, það var eins og eilífðin væri framundan og allt væri stöðugt og óbreytanlegt, þetta var morgunn lífsins, árin sem koma ekki aftur þegar þau eru liðin og maður tekur ekki eftir því hvað þau eru dýr- mæt fyrr en þau eru þotin hjá og einn góðan veðurdag hefur allt breyst nema maður sjálfur, sá í svörtu fötunum flutti suður eftir að hafa látið af embætti fyrir ald- urs sakir og hinn í sportjakkanum lagðist á sjúkrahús í ofvaxna fiski- þorpinu við Faxaflóa, eins og hann kallaði höfuðstaðinn, og átti þaðan ekki afturkvæmt, hann hafði verið mörg ár að ná sér eftir missi þess- ara gömlu vina beggja, saknaði símhringinga þeirra, saknaði þess að geta ekki heimsótt þá, og nú voru komnir nýir prestar, þeir voru ungir og hringdu aldrei og hann fór ekki í heimsókn til þeirra, svona breytist allt, nema maður sjálfur kannski, – og enn ók hann yfir þessa sömu hvítu heiði í tunglsljósi og fönnin lýsti upp ver- öldina og himinninn var stjörnu- bjartur og vegurinn var hvítur og hann var aftur búinn að fá ná- grannaprest sem hann gæti heim- sótt og mundi hringja til hans, en svo var hann strax farinn að segja ég veit ekki hvað maður verður lengi, það gæti eins vel orðið til haustsins bara, og svona líða árin og allt breytist, kannski breytist allt nema maður sjálfur, sjálfur stendur maður í stað. Guð blessi minningu drengsins góða, síra Ólafs Jens Sigurðs- sonar. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Fyrir náð himna- föðurins komum við og förum. Þannig er þetta bara. Þannig kom Bára, yngsta móð- ursystir mín og nú er hún farin til æðri vídda. Það þarf reglulega að upp- færa samsetningu samfélagsins á himnum. Með því að kalla Báru frænku yfir er ljóst að vöntun var á glaðværð, þrautseigju, góð- mennsku, æðruleysi og þá ekki síst húmor. Ég trúi að á himni sé hlegið og þegar ég sjálf færist milli vídda muni ég renna á hljóðið eftir glaðværum hlátri. Bára og Siggi fluttu frá Fá- skrúðsfirði til Hafnarfjarðar, ásamt dætrum sínum þremur sem allar voru á aldur við mig. Það var í kringum 1960. Þar eignaðist ég yndislega vini, fal- legar frænkur. Mamma og pabbi tóku þeim fagnandi og það var alltaf mikill kærleikur þeirra í millum. Bára, mamma og Anna systir þeirra áttu í yndislegu vina- og systrasambandi og það Bára Jónsdóttir ✝ Bára Jónsdóttirfæddist 25. ágúst 1931. Hún lést 4. júní 2019. Útför Báru fór fram 14. júní 2019. var alltaf glatt á hjalla þegar þær systur hittust og mikið hlegið meðan allt lék í lyndi. Ekki skemmdi að Siggi, pabbi og Baldur maður Önnu voru einnig nánir vinir alla tíð. Þetta var það samfélag sem við krakkarnir ól- umst upp við. Þetta var okkar samfélag sem gerði okkur að því sem við erum með samheldni foreldranna í sálinni. Þegar ég var á að giska 11 ára var ég að vinna við að slíta hum- ar í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem var þá í nágrenni við heimili Báru. Þá fannst mér skemmti- legra að heimsækja hana í kaffi- tímum og spjalla og vera trakt- eruð með kakói og smurðu brauði en fara upp á kaffistofu með vinnufélögunum. Hjá Báru voru allir jafnir og sömu hlýju móttökurnar giltu hvort sem um væri að ræða börn, fullorðna kunningja eða nýja gesti. Hún gaf sér tíma til að spjalla, spauga, hvetja og gefa ráð. Eng- inn sem kynntist Báru varð var- hluta af kaldhæðni hennar. Hún var einfaldlega samofin kímni- gáfu hennar og um leið skilaboð til okkar ef við vildum læra af reynslu hennar. Sumt var djúpt, annað grynnra. En við hlustuð- um þegar Bára talaði. Í vor hitti ég hana ásamt afkomendum hennar og tengdum. Hún tók orðið og sagði: „Þið eruð nú að verða meiri gamalmennin.“ Við skellihlógum öll og skemmtum okkur vel. Takk Bára mín fyrir að lofa börnunum mínum að kynnast þér. Þú dýpkaðir tilveru þeirra, kenndir þeim kærleika og fékkst okkur öll til þess að brosa. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Kötu og Bóbó, Þóru og Einari, Jónu og Stjána og Sigga og fjölskyldum þeirra. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Elsku Bára frænka hefur nú kvatt okkur hérna í þessu lífi. Bára er síðust þeirra 13 systkina frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði að yfirgefa okkur. Bára var ein- staklega skemmtileg og glæsileg kona með skoðanir á hlutunum og lá ekki á þeim enda réttsýn og réttlát. Hún var alltaf á fullu fram á síðasta dag, tók þátt í öllu sem í boði var fyrir eldri borg- ara, fór í ferðir og var hún besta vinkona mömmu alla ævina og þegar ég heyrði í henni fyrir nokkru þá sagðist hún enn standa sig að því að taka símtólið og ætla að hringja í Önnu systur sína. Þannig er lífið oft við eigum erfitt með að sætta okkur við þegar ástvinir hverfa á braut, en þær voru einstaklega nánar syst- urnar og var frábært að sitja við borð með þeim á ættarmótum því þar var fjörið alltaf. Ég vil birta þetta ljóð því það segir svo margt um það systur: Í snjónum liggjum systur tvær horfum hátt í himin inn. Litlar perlur lúta niður okkur á. Norðurljósin sínu skarta. Stíga dans flögra um. Finna farveg milli fjalla Fögur er sú stund. Himinhvolf yfir drúpir höfðum okkar. Nú ríkir lotning ein. Rétti út hönd finn þína við mína. Systur tvær, tíu og tólf deila stund. Fögur minning úr sveitinni svífur hjá lifir enn. (Hulda Ólafsdóttir) Ég vil votta þeim systkinum Katrínu, Þóru, Jónu og Sigurði mína innilegustu samúð. Guðlaug Baldursdóttir. Nú ertu farin, elsku Odda, kvaddir þennan heim eftir stutta baráttu við krabbamein. Þú varst vinkona mín og tómleikinn er sár að hugsa til þess að engar hringingar hljóma, en við höfum verið vinkonur í hartnær fimmtíu ár. Það eru ekki allir sem eiga svo góðan vin, sem fylgir manni í gegnum súrt og sætt í lífinu. Lífið er ekki alltaf auðvelt og enginn sem heldur því fram að það eigi að Oddbjörg Jónsdóttir ✝ Oddbjörg U.Jónsdóttir fæddist 22. nóvem- ber 1942. Hún lést 10. júní 2019. Útför hennar fór fram 18. júní 2019. vera það. Þá er gott að eiga góðan vin til að tala við og hlæja með, geta hlegið að því sem miður má fara. Það var þér gefið og hlátur þinn hljómar í huga mín- um nú er ég hugsa til baka. Minningar um söng og gítarspil er við hittumst. Við stilltum saman strengina á gítarnum og sungum. Þú varst tónelsk og listræn, samdir texta og Björn Þórðarson sambýlismaðurinn þinn samdi lög við margt af því sem þú samdir. Ég minnist margra kvöldstunda er við sátum og sungum, hlógum og sögðum sögur af því sem okkur þótti svo fyndið. Oft sat Bjössi við fóninn og setti það á sem við báð- um um og einnig fyrir stelpurnar mínar. Á heimili þínu var stórt plötusafn sem gaman var að skoða og velja sér lög. Tvær ljóðabækur gafstu sjálf út. Báðar voru handskrifaðar, sú fyrri bar titilinn Já auðvitað. Suðrænn draumur Langt í burtu þar sem ég hef aldrei komið. Þar er ég. Allt er nýtt. Lyktin af andrúmsloftinu, af jörðinni. Snertingin við hlýjan andvarann. Augað nemur allt í hitamistri Hvert er ég að fara? Ekkert sérstakt. Tíminn er ekki til. Seinni bókina nefndir þú Nei alls ekki. Regnið niður streymir og svolítið á ská Heiðin bak við bíður, svarblá. Áin fellur straumhörð hvítfyssandi og grá. Hávaðinn verður ærandi slagviðrinu frá. Ljóðin þín eru myndræn og sýna miklar tilfinningar, en þær varstu ekki að bera á borð fyrir aðra. Þú varst hógvær, lést aðra um að útkljá þras, varst heill haf- sjór af fróðleik og húmoristi. Þannig varst þú til hinsta dags. Kvenréttindakona og rauðsokka varst þú fram í tær og fingur og gekkst í rauðum klossum, þeir voru þitt aðalsmerki. Á þeim fórstu í ferðalag austur á land og gekkst á þeim inn á jökulrönd við Skaftafell. Elsku besta vinkona, ég og stelpurnar mínar erum rík- ar að hafa átt þig að. Af þér lærð- um við margt sem mótað hefur líf okkar, þú hafðir svo margt að gefa. Seinna hittumst við í blóma- brekkunni, stillum saman strengi okkar og tökum lagið. Elsku Freydís, Stefán, Vala og Darri. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall góðrar mömmu og ömmu. Petra Kristjánsdóttir. Okkar ástkæri GUÐMUNDUR ARNARSSON lést á heimili sínu í Noregi 16. maí. Minningarathöfn fer fram frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði þriðjudaginn 25. júní klukkan 15. Sigurbjörg Gunnarsdóttir Reynheiður Þ. Guðmundsd. Svanur Örn Þrastarson Arnar Jakob Guðmundsson Þorgerður Egilsdóttir Hafrós Lilja, Hrafn Elís og Sólveig Sigurbjörg Elskuleg unnusta mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, SONJA SÓL EINARSDÓTTIR förðunarfræðingur, varð bráðkvödd sunnudaginn 9. júní á Benidorm. Útför auglýst síðar. Ingi A. Guðnason Sandra Björk Ingadóttir Júlíus Sigurjónsson Alexander Örn Ingason Hafsteinn Þór Ingason Þóra M. Sigurðardóttir Einar D. G. Gunnlaugsson og barnabörn Okkar ástkæri faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI JÓNSSON, fv. vörubílstjóri frá Ólafsvík, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi föstudaginn 14. júní. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir góða umönnun. Ragnheiður Gísladóttir Björk Gísladóttir Guðbrandur Örn Arnarsson Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason Sigurður Hreinsson Bryndís Hulda Guðmundsd. barnabörn og barnabarnabörn Elsku systir mín og frænka okkar, ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést 1. júní á HVE Akranesi. Jarðarför fer fram í Fossvogskirkju 25. júní klukkan 15. Sólrún Kristjánsdóttir Andrea Jónsdóttir Vilborg Remmert Kristján Jónsson Margret Jónsdóttir Araque Unnar Jónsson Guðjón Jónsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓN DÝRFJÖRÐ vélvirkjameistari, Hlíð, Siglufirði, sem lést föstudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. júní klukkan 14. Erla Eymundsdóttir Sigfús Hlíðar Dýrfjörð Anna María Guðmundsdóttir Helena Dýrfjörð Björn Jónsson Baldur Dýrfjörð Bergþóra Þórhallsdóttir Þórgnýr Dýrfjörð Aðalheiður Hreiðarsdóttir afabörn og langafabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG ÁGÚSTA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést mánudaginn 17. júní. Aðalsteinn Aðalsteinsson Guðlaugur Aðalsteinsson Hjördís Jónsdóttir Andri S. Aðalsteinsson Eyrún Pálsdóttir Eyjólfur S. Aðalsteinsson Vigdís G. Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.