Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert
Flugvél með mjaldrana Litlu Grá og Litlu Hvít lenti í Keflavík
í gær og voru þeir við góða heilsu við lendingu. Nutu þeir
stuðnings og eftirlits þjálfara og dýralækna sem voru um
borð í vélinni, en annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu að
sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux.
Leið mjaldranna liggur til nýrra heimkynna í Vestmanna-
eyjum, en þangað komu þeir með Herjólfi í gærkvöldi. Þeir
fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heim-
inum sem er sérhannað fyrir mjaldra. »6
Mjaldrarnir komnir til Vestmannaeyja eftir langt ferðalag
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
ÁSTARVITI OG
KÆRLEIKSVITI
Á GARÐSKAGA
DIRFSKA,
MENNSKA
OG SAMTAL
DAGLEGT LÍF 14 BORGARLEIKHÚSIÐ 64ALLT UM ATVINNU
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er gert ráð fyrir afgangi af
rekstri ríkissjóðs næstu tvö árin,
samkvæmt breytingartillögum
meirihluta fjárlaganefndar á þings-
ályktunartillögu fjármálaráðherra
um fjármálaáætlun fyrir næstu fjög-
ur ár. Tillögur að fjármálaáætlun og
fjármálastefnu voru teknar út úr
nefnd í gær og verða ræddar saman
á Alþingi í dag.
Þingfundur stóð fram eftir kvöldi í
gær. Þá var verið að ræða og af-
greiða önnur mál en fjármálastefnu
og fjármálaáætlun. Meðal annars
var lokið umræðu um fiskeldisfrum-
vörp, innflutning á hráu kjöti og
sameiningu Seðlabanka Íslands og
Fjármálaeftirlitsins.
Þingi frestað í kvöld?
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, var ánægður með gang
mála. Hann vonaðist til að hægt yrði
að fresta þingi í kvöld en ef það tæk-
ist ekki á kristilegum tíma yrði það
gert á morgun.
Í breytingartillögum meirihluta
fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að
ríkissjóður verði ekki rekinn með af-
gangi á næsta ári, með lítilsháttar af-
gangi árið 2021 en eftir það aukist af-
gangurinn. Þetta er mikil breyting
því í tillögu fjármálaráðherra var
gert ráð fyrir 26-29 milljarða króna
halla næstu ár. Þá er útlit fyrir að
ekki verði afgangur í ár.
Ráðstafanir mildaðar
Willum Þór Þórsson, formaður
fjárlaganefndar, segir að ákveðið
hafi verið að nota áformaðan afgang
til að milda ráðstafanir sem grípa
hefði þurft til vegna samdráttar í
hagkerfinu. Nefnir hann að tekjur
ríkissjóðs minnki um 103 milljarða
vegna samdráttarins. Nefndin hafi
farið í saumana á útgjöldum til allra
málefnasviða og haldið verði áfram
uppbyggingu á þeim öllum.
Útgjöld ríkissjóðs aukin í
stað þess að skila afgangi
Umræður um fjármálaáætlun og -stefnu í dag Þingi frestað í dag eða á morgun
Eyrún Ólafs-
dóttir skilaði
meistaraprófs-
verkefni sínu frá
Menntavísinda-
sviði Háskóla Ís-
lands á íslensku
táknmáli og varð
þar með fyrst
nemenda til þess,
en hún braut-
skráist á laugardag. „Þetta verk-
efni getur opnað döff nemendum ný
tækifæri til að skila verkefnum sín-
um í námi,“ segir Eyrún.
Hún fæddist döff og segist hafa
haft efasemdir um verkefnið á
táknmáli í byrjun, en þetta væri
móðurmál hennar. Því gæti hún
tjáð sig hindrunarlaust og kynnt
málið í leiðinni. »30-31
Lokaverkefni við HÍ
á íslensku táknmáli
Eyrún Ólafsdóttir
F I M M T U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 143. tölublað 107. árgangur