Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Op ð a d ag a 8 l a u g a r d . 11 -17 / s u nnud . 12 -17 / S ím i 5 6 2 0 0 16 30% afsláttur af öllum fatnaði 20. – 25. júní i v i r k 11 -1 / T Í S K A & L Í F S S T Í L L S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a Listamennirnir, bæði lífs og liðnir, sem eiga verk á Nr. 3 Um- hverfingu eru eftirfarandi: Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Eyjólfs, Anna G. Torfadótt- ir, Anna Gunnlaugsdóttir, Arn- aldur Máni Finnsson, Arndís Arnardóttir, Árni Páll Jóhanns- son, Áslaug Sigvaldadóttir, Ásta Sigurðardóttir, Bjarni Þórarins- son, Björn Roth, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Dieter Roth, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elva Hreiðarsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Erró, Freyja Eilíf, Guðrún Vera Hjartardóttir, Gunn- ar Jónsson, Harpa Árnadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Margrétardóttir, Hjördís Halla Eyþórsdóttir, Hulda HreinDal Sig., Inga Sigga Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ísak Snorri Marvinsson, John Zurier, Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Sigur- pálsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Sigurpálsson, Jón Þorsteins- son, Karna Sigurðardóttir, Katrín Agnes Klar, Katrín Lilja Kristins- dóttir, Kestutis Musteikis, Krist- ján Guðmundsson, Logi Bjarna- son, Lúðvík Karlsson – Liston, Magdalena Margrét Kjartans- dóttir, Magnús Þór Jónsson – Megas, Magnús Sigurðarson, Margrét Elfa Ólafsdóttir, Mar- grét Blöndal, Margrét Jónsdóttir, Nina Hubbs Zurier, Niels Haf- stein, Ósk Vilhjálmsdóttir, Peter Lang, Ragnar Kjartansson yngri og eldri, Ragnhildur Ágústs- dóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Ragnhildur Lára Weisshappel, Rakel Steinarsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Rósa Njálsdóttir, Rúrí, Sigríður Björnsdóttir, Sig- urborg Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sjøfn Har, Sólrún Halldórsdóttir, Steingerður Jó- hannsdóttir, Steingrímur Ey- fjörð, Þórunn Björnsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Þuríður Sigurðar- dóttir, Þórdís Alda Sigurðar- dóttir, Þórður Halldórsson frá Dagverðará og Æsa Björk. Verk eftir 71 listamann LISTAMENNIRNIR Á SÝNINGUNNI NR. 3 UMHVERFING Megas Dieter Roth Ásta Sigurðardóttir Rúrí Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Stórsýningin Nr. 3 Umhverfing verður opnuð í Breiðabliki, upplýs- ingamiðstöð Svæðisgarðsins Snæ- fellsness, laugardaginn 22. júní kl. 12 en sýningin teygir anga sína yfir allt Snæfellsnes og á henni er að finna verk eftir 71 listamann. Aka- demía skynjunarinnar og Svæðis- garðurinn Snæfellsnes standa sam- an að þessari sýningu. Svæðis- garðurinn Snæfellsnes var stofnaður árið 2014 af fimm sveitarfélögum á Snæfellsnesi og félögum sem eru samnefnarar í at- vinnulífi á svæð- inu. Meðlimir Akademíu skynj- unarinnar eru þær Anna Eyj- ólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir og sjá þær um að stýra sýningunni. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkti verkefnið. Þetta er þriðja árið í röð sem Umhverfing er haldin, árið 2017 var sýning haldin á Sauðárkróki og árið 2018 á Egilsstöðum. „Sýningin er til komin vegna þess að við sáum þörf á því að nútímamyndlist væri sýnd vítt og breitt um landið,“ segir Þór- dís Alda, einn sýningarstjóranna. Óhefðbundin sýningarrými Í fréttatilkynningu frá Akademíu skynjunarinnar segir að megin- markmið sýninganna séu tvö. „Ann- ars vegar að færa nútímamyndlist nær almenningi með því að setja upp listaverk í tengslum við aðra menningarstarfsemi á svæðinu en einnig í óhefðbundnu sýningarými. Hins vegar að stofna til samstarfs milli listamanna úr borginni eða annars staðar frá, og listamanna og heima- og ráðamanna sem búa í eða tengjast byggðarlaginu.“ „Við sýnum í óhefðbundnum sýn- ingarrýmum af því að á mörgum stöðum úti á landi er hreinlega ekki gert ráð fyrir því að myndlist sé þar til sýnis og þar af leiðandi engin sérstök sýningarrými á svæðinu,“ útskýrir Þórdís. Af óvenjulegum sýningarstöðum sem sýningarstjór- arnir nýta á Snæfellsnesi nefnir hún meðal annars Jaðar, heimili aldr- aðra í Ólafsvík, sveitarstjórn- arskrifstofur Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar og ýmis hótel og veitingastaði. Í Grundarfirði verða útiverk bæði á húsnæði fiskvinnslu- fyrirtækjanna FISK-Seafood ehf. og Guðmundar Runólfssonar hf. „Við höfum áður sýnt á bókasöfn- um og erum í raun til í að skoða allt, t.d. sundhallir eða annað húsnæði sem heldur vatni og vindum.“ Að sögn Þórdísar er vatns- og vind- heldnin þó ekki algert skilyrði. „Við sýnum líka í húsi sem er þaklaust, eyðibýlinu Dagverðará. Þar verða verk eftir þrjá listamenn, t.d. ljós- myndir af málverkum Þórðar frá Dagverðará sem þola að vera úti.“ Þórdís segir verkefnið ganga út á að finna listamenn af þeim land- svæðum þar sem sýningin er haldin hverju sinni. „Við sendum póst á alla félagsmenn Sambands íslenskra myndlistarmanna í leit að fólki og það getur svo sótt um að taka þátt. Það vill þannig til að í ár varð þetta ótrúlegur fjöldi sem virðist eiga ætt- ir að rekja á Snæfellsnes eða hefur búið þar.“ Yfirsýn fæst í Breiðabliki Verk eftir nokkra af fremstu myndlistarmönnum samtímans verð- ur að finna á Snæfellsnesi og má þess geta að af myndlistarmönn- unum 71 eru átta sem valdir hafa verið til að sýna á Feneyjatví- æringnum fyrir Íslands hönd. Í félagsheimilinu í Breiðabliki má finna upplýsingar um sýninguna í heild sinni. „Við báðum alla lista- mennina að gera sérstakt kynn- ingarspjald um sjálfa sig og verk sín. Þau verða öll sýnd í Breiðabliki og þar getur maður fengið yfirsýn yfir það hvaða listamenn taka þátt í sýningunni,“ segir Þórdís. Akademía skynjunarinnar hefur einnig séð um gerð bókar samhliða sýningunni, eins og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Það er samsafn af upplýsingum um hvern listamann sem tekur þátt, feril hans og list, og svo hvaða tengsl hann hefur við Snæfellsnes. „Það er skemmtilegt fyrir heimamenn á Snæfellsnesi að sjá hvað hefur orðið úr fólki sem á ættir að rekja á svæðið. Það er gaman að kortleggja þessi tengsl fólks við landsbyggðina,“ segir Þór- dís. Vonast til að ná hringinn Í fréttatilkynningu segir að í bók- unum sé einnig að finna fróðlegar greinar eftir heimamenn um heima- hagana, svo sem menningu byggðarlagsins og landslag. Að þessu sinni skrifa hjónin Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra, og Hallgerður Gunnarsdóttir lög- fræðingur grein í bókina. Einnig eru greinaskrif eftir Ragnhildi Sig- urðardóttur, framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins, og Elísabetu Haraldsdóttur, menningarfulltrúa Vesturlands. Titill sýningarinnar Nr. 3 Um- hverfing vísar til þess að fara í kringum eitthvað eða í eitthvað sem umhverfist. „Við vonumst til þess að ná hringinn um landið en við mun- um hlaupa yfir þá staði sem eru með fullt af hefðbundnum sýningar- stöðum. Við förum reyndar ekki hringinn um landið í réttri röð en við vonumst til að ná að dekka það allt.“ Þórdís segir að ekki sé ákveðið hvert á land sýningarröðin haldi næst en stefnan sé að halda fjórðu sýninguna að ári liðnu. Nánari upplýsingar um sýn- inguna má finna á fésbókarsíðunni www.facebook.com/umhverfing/. Myndlist umhverfis Snæfellsnes  Sýningin Nr. 3 Umhverfing opnuð á Snæfellsnesi  Mikill fjöldi listamanna tekur þátt  „Þörf á nútímamyndlist vítt og breitt um landið,“ segir Þórdís Alda Sigurðardóttir, einn sýningarstjóranna Útiverk Nina Hubbs Zurier er einn þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni. Verk hennar eru á Grundarfirði. Umhverfing á Snæfellsnesi Ingjalds- hólskirkja Gufuskálar Dagverðará Ólafsvík Hellnar Arnarstapi Búðir Öxl Litli-kambur Staðastaður Ræktunarstöðin Lágafelli Breiðablik Grundarfjörður Stykkishólmur Hellisandur Rif Þórdís Alda Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.