Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
Frístunda- og atvinnufatnaður
frá REGATTA
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Í framhaldi af frétt Morgunblaðsins
í gær af systkinum sem setið hafa
samtímis á Alþingi bárust blaðinu
upplýsingar um fleiri ættmenni sem
setið hafa samtímis á þingi.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
Frjálslynda flokknum, og Jóna Val-
gerður systir hans, þingmaður Sam-
taka um kvennalista, sátu saman á
þingi, einnig Halldór E. Fram-
sóknarflokki og Margrét, sem sat
fyrir Alþýðubandalagið, en þau eru
Sigurðarbörn.
Þrír bræður og faðir þeirra hafa
allir setið á þingi fyrir Alþýðuflokk-
inn; þeir Gunnlaugur og Finnur
Torfi Stefánssynir sem sátu sam-
tímis á þingi og bróðir þeirra Guð-
mundur Árni sem sat síðar á þingi
með Gunnlaugi. Faðir þeirra bræðra
Stefán Gunnlaugsson var þingmaður
áður en synirnir settust á þing.
Faðir, sonur og barnabarn
Þrír ættliðir hafa starfað sem
þingmenn án þess að sitja á sama
tíma á þingi en það eru sjálfstæðis-
mennirnir Jón Pálmason, Pálmi
Jónsson og Jóhanna Erla Pálma-
dóttir. Systkinin Helga Vala og
Skúli Helgabörn sátu fyrir Samfylk-
inguna á sitt hvoru kjörtímabilinu.
Pétur Sigurðsson, Sjálfstæðis-
flokki, sat á þingi sem og dóttir hans
Margrét í Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði en ekki á sama
tíma. Það sama má segja um feðg-
ana Hannibal Valdimarsson, sem sat
fyrir ýmsa flokka, og Jón Baldvin,
sem sat fyrir Alþýðuflokk og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna.
Feðgarnir Gylfi Þ. Gíslason og
Vilmundur Gylfason voru báðir
þingmenn en ekki á sama tíma.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
sat Valgerður Bjarnadóttir á þingi á
sama tíma og Björn bróðir hennar,
en Valgerður var eiginkona Vil-
mundar Gylfasonar. Bjarni Bene-
diktsson, faðir Valgerðar og Björns,
hafði áður setið á þingi og sat á tíma-
bili með bróður sínum Pétri.
Eins og greint hefur verið frá sitja
nú systkinin Margrét og Sigmundur
Davíð Gunnlaugsbörn samtímis á
þingi, en faðir þeirra, Gunnlaugur
M. Sigmundsson, var þingmaður eitt
kjörtímabil. Einnig hafa systkinin
Ingibjörg og Ísólfur Gylfi Pálma-
börn og bræðurnir Gunnar Birgis-
son og Kristinn H. Gunnarsson setið
saman á þingi eins og greint hefur
verið frá.
Feðgin og þrír
ættliðir á þingi
Faðir og þrír synir allir setið á þingi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég vona bara að fólk vakni og fari
að taka eftir umhverfis- og loftslags-
breytingum svo það verði einhver
framtíð, fyrir mig og næstu kyn-
slóðir,“ sagði Dagný Erla Gunnars-
dóttir í ræðu sem hún hélt í
afmælisveislu Hrafnistu í Hafnar-
firði fyrir þá Íslendinga sem eiga
100 ára afmæli í ár.
Dagný er 15 ára nemandi í Egils-
staðaskóla og Varmahlíðarskóla í
Skagafirði og fer í 10. bekk í haust.
Í ræðu sinni rifjaði hún upp liðna tíð
og benti meðal annars á að afi sinn
hefði upplifað mjög miklar breyt-
ingar á 95 ára ævi, „frá árabátum til
internets“. Hún velti fyrir sér næstu
100 árum og sagðist fullviss um að
tæknin héldi áfram að þróast hraðar
en nokkurn óraði fyrir. „Við þurfum
þó að passa að þótt tæknin sé mikil
þá megum við ekki hætta mann-
legum samskiptum,“ sagði hún og
lagði áherslu á að fólk yrði að hittast
og eiga góða samveru frekar en að
tala saman í gegnum skjá.
Efnishyggja víki
Í máli Dagnýjar kom fram að
efnishyggjan væri allsráðandi og
fólk hefði betur lært nægjusemi og
þakklæti af þeim sem eldri eru.
„Þakklæti fyrir að börnin manns
séu heilbrigð og nægjusemi fyrir að
eiga húsaskjól og mat. Til að ég geti
talað við börnin mín eða barnabörn-
in mín um gömlu góðu dagana þá
þarf ég að hugsa um framtíð þeirra.
Ég þarf að horfast í augu við það að
núna er tíminn til að gera eitthvað
fyrir jörðina. Ekki eftir 5 ár eða 10
ár heldur núna.“
Allir verði jafnir
Dagný sat á Alþingi unga fólksins
í fyrradag og sagði gamla fólkinu
frá því að krakkarnir hefðu afhent
forsætisráðherra þrjár ályktanir um
umhverfis- og loftslagsmál, jafnrétt-
ismál og heilbrigðismál til frekari
umfjöllunar. „Það er það sem ég
vona, að eftir 100 ár þá verði þessi
mál komin í gegn, vonandi fyrr og
við þurfum ekki að hafa neinar
áhyggjur af þeim. Ég vil ekki að
staða jafnréttis verði söm og er í
dag heldur að þau verði búið að
betrumbæta og að eftir 100 ár þá
vitum við kannski ekkert hvað jafn-
rétti er af því að allir eru og verða
jafnir.“
Þegar Dagný var beðin um að
flytja ræðu í veislu Hrafnistu segist
hún hafa byrjað að velta framtíðinni
fyrir sér. „Krakkar á mínum aldri
eru að byrja á því, en fyrir fimm ár-
um hugsuðum við bara um að lifa líf-
inu, enda ekki það gömul.“ Hún seg-
ir að til þess að fólk geti áfram lifað
á jörðinni sé mikilvægt að vera með-
vituð um hvað þurfi að gera til þess
að halda henni í góðu standi. Í ræð-
unni benti hún á að hún væri hætt
að nota rör eða notaði umhverfis-
væn rör. Hún væri alltaf með fjöl-
nota poka í vasanum og tæki strætó
á æfingar í stað þess að fá far í
einkabíl. „Margt smátt gerir eitt
stórt,“ áréttaði hún.
Spurð hvort hún stefni á þing seg-
ist hún ekki vera viss um það. „Við
sjáum til, en mig langar til þess að
hjálpa fólki.“
Kominn tími til að vakna og
hugsa um framtíð jarðar
Dagný Erla Gunnarsdóttir, 15 ára, brýnir fyrir fólki að taka á mikilvægum málum
Í afmælisveislunni Dagný Erla Gunnarsdóttir hélt ræðu í afmælisveislunni á Hrafnistu sem haldin var fyrir þá
Íslendinga sem eiga 100 ára afmæli í ár. Ellefu manns, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, mættu í veisluna.
Morgunblaðið/Eggert
„Maður heyrir alltaf meira og meira
um þetta og það virðist vera setið
um betri hjól, því miður,“ segir Kol-
brún Dröfn Ragnarsdóttir, for-
maður Hjólreiðafélags Reykjavíkur,
um reiðhjólaþjófnað sem lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu segir að borið
hafi þó nokkuð á undanfarið.
Kolbrún segir að skorið sé á lása
og jafnvel keðjur. „Það þarf bara að
hvetja fólk til að geyma hjólin inni,
það virðist vera eina ráðið.“
Tjón fyrir þá sem lenda í því að
hjólinu þeirra sé stolið getur verið
mikið, að sögn Kolbrúnar, því það sé
dýrt að koma sér upp góðu hjóli.
Erfitt sé að endurheimta hjól sem
stolið hefur verið. „Það gengur ekki
vel. Einstaka aðili virðist fá hjólið
aftur,“ segir Kolbrún.
Auglýsingar á Facebook og að-
stoð lögreglunnar sé mikilvæg. „Ég
held að það sé samvinna hvors
tveggja. Lögreglan gerir náttúrlega
allt sem hún getur og er sannarlega
vinur okkar þarna.“
Árleg þjófnaðaralda
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson,
upplýsingafulltrúi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, segir aukn-
ingu í þjófnaði á reiðhjólum gjarnan
verða yfir sumartímann.
„Þetta er eitthvað sem við sjáum
því miður á hverju ári. Með hækk-
andi sól fer fólk náttúrlega að hjóla
meira og þá gerist það samhliða að
við fáum fleiri tilkynningar um reið-
hjólaþjófnaði.“
400 hjólum var stolið á síðasta ári.
Frá janúar til apríl var lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt
um 77 reiðhjólaþjófnaði en 60 slíkir
voru tilkynntir á sama tíma árið áð-
ur. Tölur um reiðhjólaþjófnað í maí
og júní eru ekki tiltækar sem
stendur. ragnhildur@mbl.is
Setið um
betri hjól
Morgunblaðið/Eggert