Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 63
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Barátta Kristinn Freyr Sigurðsson fellur við eftir viðskipti við Arnþór Inga Kristinsson og Alex Frey Hilmarsson á Meistaravöllum í gærkvöldi. Mikill meðbyr hefur verið í Vestur- bænum í sumar eftir nokkur mögur ár en vindáttin virtist ætla að breytast í gær. Valsarar virtust ætla að koma mótinu sínu almennilega af stað með öflugum sigri eftir að þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Ólafur Karl Fin- sen komu þeim í tveggja marka for- ystu. KR-ingar áttu hins vegar heldur betur eftir að snúa taflinu við. Fyrir- liðinn Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn, Alex Freyr Hilmarsson jafn- aði metin og Pablo Punyed skoraði stórglæsilegt sigurmark á 78. mínútu, sláin og inn úr aukaspyrnu til að full- komna ótrúlega endurkomu. KR- ingar eru því á toppnum eftir níu um- ferðir og virðast hreinlega vera teikn á lofti í Vesturbænum. Meistararnir eru áfram í basli. Teikn á lofti í Vesturbænum  Pablo Punyed með mark umferðarinnar  Meistararnir í klandri Í VESTURBÆ Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Reykjavíkurrisinn í Vesturbænum virðist vera að vakna á ný. Það var mikið undir á Meistaravöllum í gær- kvöldi þegar Íslandsmeistararnir Valsarar heimsóttu KR-inga í Frostaskjólið í stórleik umferð- arinnar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar; KR-ingar voru aðeins búnir að tapa einum af síðustu átta deildarleikjum sínum og gátu með sigri skellt sér á toppinn. Valsarar hafa aftur á móti verið í basli, tapað fimm af átta leikjum sín- um til þessa. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, margar stærðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 450 0:1 Kristinn F. Sigurðsson 16. 0:2 Ólafur Karl Finsen 48. 1:2 Pálmi Rafn Pálmason 56. 2:2 Alex Freyr Hilmarsson 61. 3:2 Pablo Punyed 78. I Gul spjöldAlex Freyr Hilmarsson (KR), Kristinn Freyr Sigurðsson (Val), Arn- þór Ingi Kristinsson (KR), Birkir Már Sævarsson (Val) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 8. Áhorfendur: 2280. KR – VALUR 3:2 MM Alex Freyr Hilmarsson (KR) M Atli Sigurjónsson (KR) Pablo Punyed (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Tobias Thomsen (KR) Birkir Már Sævarsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Ólafur Karl Finsen (Val) Hilmar Smári Henningsson, körfu- boltamaðurinn stórefnilegi í liði Hauka sem var valinn besti ungi leikmaðurinn í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að semja við spænska stórliðið Valencia. Eins og mbl.is greindi frá í apríl var Hilmari boðið út til æfinga hjá Valencia og þar hreif hann forráða- menn félagsins, sem gerðu honum tilboð sem hann hefur nú tekið. Hilmar, sem er 19 ára gamall, átti frábært tímabil með Haukunum í Dominos-deildinni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 14 stig, tók 4,2 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali. Hann hefur leikið með öll- um yngri landsliðunum og fékk tækifæri með A-landsliðinu í fyrsta skipti á Smáþjóðaleikunum í Svart- fjallalandi á dögunum. Viðtal við Hilmar má sjá á mbl.is/sport. Morgunblaðið/Guðmundur Hilmarsson Atvinnumaður Hilmar Smári er á leið til Valencia. Hilmar Smári til liðs við Valencia  Búinn að gera tveggja ára samning Noregur Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Bærum – Vålerenga................................ 5:3  Matthías Vilhjálmsson kom inn á á 56. mín. í liði Vålerenga og skoraði eitt mark. Grorud – Mjöndalen ................................ 0:1  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á á 74. mínútu í liði Mjöndalen. Sandefjord – Odd..................................... 1:1  Viðar Ari Jónsson lék allan tímann með Sandefjord en Emil Pálsson er meiddur.  Odd vann í vítakeppni 3:1 Sandnes Ulf – Viking .............................. 1:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan tím- ann með Viking en Axel Óskar Andrésson lék ekki vegna meiðsla. Strömmen – Lilleström........................... 1:0  Arnór Smárason kom inn á á 66. mínútu í liði Lilleström. Aalesund – Molde .................................... 4:0  Hólmbert Aron Friðjónsson lék í 75 mín- útur og skoraði tvö mörk, Aron Elís Þrándarson lék í 82 mínútur og skoraði eitt mark, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn með Aalesund. HM kvenna í Frakklandi D-RIÐILL: Japan – England ...................................... 0:2 Ellen White 14., 84. Skotland – Argentína.............................. 3:3 Kim Little 19, Jenny Beattie 49., Erin Cuthbert 69. – Milagros Menendez 74., Florencia Bonsegundo 79., 90. (víti) Lokastaðan: England 3 3 0 0 5:1 9 Japan 3 1 1 1 2:3 4 Argentína 3 0 2 1 3:4 2 Skotland 3 0 1 2 5:7 1  England og Japan áfram í 16-liða úrslit.  Fjölnismenn eru komnir í toppsæti 1. deildar karla í fótbolta, Inkasso- deildarinnar, eftir 1:0-útisigur á Þrótti í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en Valdimar Ingi Jónsson reyndist hetja Fjöln- ismanna. Hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir Fjölni og sigurmarkið á 59. mínútu, en hann kom til félagsins frá Leikni R. fyrir sumarið. Fjölnir er með 16 stig, einu stigi meira en Þór sem á leik til góða. Þróttur er í sjöunda sæti með 10 stig. Fjölnismenn í toppsætið Rasmus Christian- sen spilaði allan leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.