Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 63

Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 63
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Barátta Kristinn Freyr Sigurðsson fellur við eftir viðskipti við Arnþór Inga Kristinsson og Alex Frey Hilmarsson á Meistaravöllum í gærkvöldi. Mikill meðbyr hefur verið í Vestur- bænum í sumar eftir nokkur mögur ár en vindáttin virtist ætla að breytast í gær. Valsarar virtust ætla að koma mótinu sínu almennilega af stað með öflugum sigri eftir að þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Ólafur Karl Fin- sen komu þeim í tveggja marka for- ystu. KR-ingar áttu hins vegar heldur betur eftir að snúa taflinu við. Fyrir- liðinn Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn, Alex Freyr Hilmarsson jafn- aði metin og Pablo Punyed skoraði stórglæsilegt sigurmark á 78. mínútu, sláin og inn úr aukaspyrnu til að full- komna ótrúlega endurkomu. KR- ingar eru því á toppnum eftir níu um- ferðir og virðast hreinlega vera teikn á lofti í Vesturbænum. Meistararnir eru áfram í basli. Teikn á lofti í Vesturbænum  Pablo Punyed með mark umferðarinnar  Meistararnir í klandri Í VESTURBÆ Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Reykjavíkurrisinn í Vesturbænum virðist vera að vakna á ný. Það var mikið undir á Meistaravöllum í gær- kvöldi þegar Íslandsmeistararnir Valsarar heimsóttu KR-inga í Frostaskjólið í stórleik umferð- arinnar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar; KR-ingar voru aðeins búnir að tapa einum af síðustu átta deildarleikjum sínum og gátu með sigri skellt sér á toppinn. Valsarar hafa aftur á móti verið í basli, tapað fimm af átta leikjum sín- um til þessa. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, margar stærðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 450 0:1 Kristinn F. Sigurðsson 16. 0:2 Ólafur Karl Finsen 48. 1:2 Pálmi Rafn Pálmason 56. 2:2 Alex Freyr Hilmarsson 61. 3:2 Pablo Punyed 78. I Gul spjöldAlex Freyr Hilmarsson (KR), Kristinn Freyr Sigurðsson (Val), Arn- þór Ingi Kristinsson (KR), Birkir Már Sævarsson (Val) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 8. Áhorfendur: 2280. KR – VALUR 3:2 MM Alex Freyr Hilmarsson (KR) M Atli Sigurjónsson (KR) Pablo Punyed (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Tobias Thomsen (KR) Birkir Már Sævarsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Ólafur Karl Finsen (Val) Hilmar Smári Henningsson, körfu- boltamaðurinn stórefnilegi í liði Hauka sem var valinn besti ungi leikmaðurinn í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að semja við spænska stórliðið Valencia. Eins og mbl.is greindi frá í apríl var Hilmari boðið út til æfinga hjá Valencia og þar hreif hann forráða- menn félagsins, sem gerðu honum tilboð sem hann hefur nú tekið. Hilmar, sem er 19 ára gamall, átti frábært tímabil með Haukunum í Dominos-deildinni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 14 stig, tók 4,2 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali. Hann hefur leikið með öll- um yngri landsliðunum og fékk tækifæri með A-landsliðinu í fyrsta skipti á Smáþjóðaleikunum í Svart- fjallalandi á dögunum. Viðtal við Hilmar má sjá á mbl.is/sport. Morgunblaðið/Guðmundur Hilmarsson Atvinnumaður Hilmar Smári er á leið til Valencia. Hilmar Smári til liðs við Valencia  Búinn að gera tveggja ára samning Noregur Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Bærum – Vålerenga................................ 5:3  Matthías Vilhjálmsson kom inn á á 56. mín. í liði Vålerenga og skoraði eitt mark. Grorud – Mjöndalen ................................ 0:1  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á á 74. mínútu í liði Mjöndalen. Sandefjord – Odd..................................... 1:1  Viðar Ari Jónsson lék allan tímann með Sandefjord en Emil Pálsson er meiddur.  Odd vann í vítakeppni 3:1 Sandnes Ulf – Viking .............................. 1:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan tím- ann með Viking en Axel Óskar Andrésson lék ekki vegna meiðsla. Strömmen – Lilleström........................... 1:0  Arnór Smárason kom inn á á 66. mínútu í liði Lilleström. Aalesund – Molde .................................... 4:0  Hólmbert Aron Friðjónsson lék í 75 mín- útur og skoraði tvö mörk, Aron Elís Þrándarson lék í 82 mínútur og skoraði eitt mark, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn með Aalesund. HM kvenna í Frakklandi D-RIÐILL: Japan – England ...................................... 0:2 Ellen White 14., 84. Skotland – Argentína.............................. 3:3 Kim Little 19, Jenny Beattie 49., Erin Cuthbert 69. – Milagros Menendez 74., Florencia Bonsegundo 79., 90. (víti) Lokastaðan: England 3 3 0 0 5:1 9 Japan 3 1 1 1 2:3 4 Argentína 3 0 2 1 3:4 2 Skotland 3 0 1 2 5:7 1  England og Japan áfram í 16-liða úrslit.  Fjölnismenn eru komnir í toppsæti 1. deildar karla í fótbolta, Inkasso- deildarinnar, eftir 1:0-útisigur á Þrótti í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en Valdimar Ingi Jónsson reyndist hetja Fjöln- ismanna. Hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir Fjölni og sigurmarkið á 59. mínútu, en hann kom til félagsins frá Leikni R. fyrir sumarið. Fjölnir er með 16 stig, einu stigi meira en Þór sem á leik til góða. Þróttur er í sjöunda sæti með 10 stig. Fjölnismenn í toppsætið Rasmus Christian- sen spilaði allan leikinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.