Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Höskuldur Daði Magnússon Gunnlaugur Snær Ólafsson Forkólfar í atvinnulífinu lýstu í gær margir yfir furðu með þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem tilnefnd- ir voru af stéttarfélaginu í stjórn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Guðrún Hafsteinsdóttir, varafor- maður stjórnarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að staðan sé graf- alvarleg. Lífeyrissjóður verslunar- manna sé einn stærsti fjárfestir á Ís- landi og efasemdir um það hvort þar sé starfhæf stjórn sé ólíðandi. „Ég held að sú staða sem nú er komin upp sé algert einsdæmi í íslenskri við- skiptasögu. Allavega þekki ég engin dæmi um viðlíka atburðarás,“ sagði hún og bætti við: „Fyrir mig jaðrar þessi ákvörðun við að vera ólögmæt. Það er í það minnsta klárt að þetta getur ekki talist til góðra stjórnar- hátta – sem við í stjórn LV höfum haft að leiðarljósi í okkar störfum.“ Fleiri töluðu á þessum nótum. Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að þetta væri „mikil óheillaþró- un“ og Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, taldi hæpið að þessi ákvörðun stæðist lög og samþykktir sjóðsins. Framganga Ragnars Þórs Ingólfs- sonar, formanns VR, er sömuleiðis gagnrýnd. „Ragnar hefur sagt það í viðtali að hann myndi gefa þær fyrir- skipanir til okkar að við ættum ekki að fjárfesta í ákveðnum fyrirtækjum. Við sögðum honum að hann gæti sent inn erindi til stjórnar en við værum ekki að fara að taka við skipunum frá skuggastjórnanda úti í bæ. Þá værum við að brjóta gegn skyldum okkur og það væri hægt að lögsækja okkur fyr- ir það. Nú er Ragnar trúlega kominn með fólk í stjórnina sem að hans mati ætli að taka við þessum tilskipunum,“ segir Ólafur Reimar Gunnarsson, for- maður stjórnar VR. LV er ekki verkalýðsfélag Undir þetta tekur Guðrún Haf- steinsdóttir. „Ég vil minna á að Ragn- ar, formaður VR, hefur ýjað að alls konar afskiptum af stjórnarstörfum í LV, til að mynda í viðtali á Hringbraut fyrr á árinu. Hann hefur sagt í gær og í dag að það nýja fólk sem kemur inn í stjórnina sé verkalýðssinnaðra og að það muni vinna eftir áherslumálum VR og ASÍ. Lífeyrissjóður LV er ekki verkalýðsfélag, heldur lífeyrissjóður. Okkar hlutverk er ekki að bera ábyrgð á kjarasamningum heldur að taka á móti iðgjöldum og ávaxta þau eins vel og framast er unnt og að greiða fólki lífeyri. Stærsti hluti líf- eyrisþega sjóðsins er fólk sem er búið að ljúka starfsævi sinni. Eigum við að niðurgreiða lán til eins hóps og taka áhættuna af því að þurfa að skerða bætur til þeirra sem eru búnir að ljúka starfsævinni?“ Guðrún segir að staðan verði metin frekar í næstu viku. „En ég vil varpa þeirri spurningu til minna sjóðfélaga, sem margir eru í VR, hvort þeim hugnist þetta vinnulag sem þarna er haft. Það var auglýst eftir fólki sem væri tilbúið að setjast í stjórn lífeyr- issjóðsins fyrr á árinu en þegar til kom treysti VR sér ekki til að skipa stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára. Skila- boðin sem ég fékk voru að það hefði enginn nógu hæfur sótt um. Þó voru þrír af fjórum stjórnarmönnum á meðal umsækjenda sem hafa verið metnir hæfir af FME. Þess í stað var ákveðið að skipa hópinn áfram til bráðabirgða til haustsins og núna ætla þeir að skipa aftur til bráðabirgða fram á haust. Manni finnst þetta an- kannalegt. Og eftir því sem ég kemst næst þá var stjórnarfundur VR í vik- unni einkennilegur enda var búið að tala við allt þetta fólk sem nú er búið að tilnefna og bjóða því sæti í stjórn- inni fyrir fundinn. Það er ekki skrítið að það samþykki þessa atburðarás þegar hún er síðan borin upp.“ Telur VR í fullum rétti „Ég held að þegar helstu lobbíistar hagsmunaafla atvinnulífsins eru farn- ir að skipta sér af því hvernig við kjós- um í stjórn lífeyrissjóðsins undirstriki það að við séum á hárréttri leið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ekki höfum við verið að skipta okkur af því hvaða fulltrúa Félag atvinnu- rekenda eða Samtök atvinnulífsins skipa þar inn. Við erum í fullum rétti að gera þetta, reglurnar eru alveg kýrskýrar. Fulltrúaráð VR má aftur- kalla umboð stjórnarmanna hvenær sem það vill, það eru reglurnar sem við höfum og það er enginn ágrein- ingur um það innan okkar raða.“ Lýsa óánægju með ákvörðun VR  Ákvörðun VR að skipta út stjórnarmönnum í LV afar umdeild  „Ólíðandi“ að óvissa sé um hvort stjórnin sé starfhæf  Áhöld um lögmæti ákvörðunarinnar  Erum í fullum rétti, segir formaður VR Guðrún Hafsteinsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Stjórnarmennirnir fjórir sem misstu umboð sitt þegar full- trúaráð VR afturkallaði það eru þeir Ólafur Reimar Gunn- arsson, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í VR, Magn- ús Ragnar Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá HÍ, Ína Björk Hannesdóttir, starfs- maður hjá Marel, og Auður Árnadóttir, fjármálastjóri hjá Advania Data Centers. Í stað þeirra hafa verið skipaðir Bjarni Þór Sigurðs- son, verkefnastjóri á auglýs- ingadeild Vísis.is og stjórn- armaður í VR, Guðríður Svana Bjarnadóttir lögfræðingur, Helga Ingólfsdóttir, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði og stjórnarmaður í VR, og Stefán Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri VR. Fjórir út og fjórir inn BREYTINGAR Á STJÓRN LV Fjölmenni var við útför fjölskyld- unnar sem fórst í flugslysi við Múla- kot í Fljótshlíð 9. þessa mánaðar, hjónanna Ægis-Ibs Wessman og Ell- enar Dahl Wessman og sonar þeirra Jons Emils Wessman. Útförin var gerð frá Hallgríms- kirkju. Séra Skúli Sigurður Ólafsson jarðsöng og orgelleikari var Björn Steinar Sólbergsson. Flemming Gauti, bróðir Ægis-Ibs, minntist hinna látnu og systir þeirra, Berg- þóra Laila, lék á saxófón við athöfn- ina. Ægir-Ib var fæddur 12. september 1963. Hann starfaði sem flugstjóri. Ellen Dahl var fædd 26. júní 1964. Hún var sjúkraþjálfari. Jon Emil var fæddur 10. ágúst 1998. Hann var í námi til atvinnu- flugsréttinda. Ægir-Ib og Ellen Dahl láta eftir sig tvö uppkomin börn, Idu Björg Wessman og Thor Ib Wessman. Myndin var tekin við Hallgríms- kirkju eftir athöfnina í gær. Skyld- menni og vinir fjölskyldunnar báru kisturnar þrjár úr kirkju. Morgunblaðið/Hari Fjölmenn útför fjöl- skyldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.