Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Á flugi með flugu Maríuerla flýgur með goggfylli af flugu í hreiður sitt á kletti nálægt Akranesi. Maríuerlur verpa á sveitabæjum, í þéttbýli, klettum við sjó, við vötn og ár og víðar á láglendi. Bogi Þór Arason Velferð verður ekki til með boðum og bönnum. Hagsæld verður ekki til með höftum og hindr- unum. Jöfnuður næst ekki á for- sendum öfundar. Grunnforsenda ár- angurs á þessum sviðum sem öðrum er frelsi og trúin á einkaframtakið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi gengið fram undir gunn- fánum einkaframtaksins. Hann er sá flokkur sem öðrum fremur hefur mótað viðskiptalíf þjóðarinnar allt frá stofnun hans fyrir 90 árum. Hann er sá flokkur sem lagði þá braut sem þjóðin ferðaðist eftir á leið til þess mikla árangurs sem náðst hefur. Enn er verk að vinna. Í dag er ekki svigrúm til að sofna á verðinum. Það eru blikur á lofti í efnahag þjóðarinnar. Ef við Íslend- ingar ætlum ekki að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar þá þarf að auka útflutning um 1.000 milljarða næstu 20 árin. Einkageirinn þarf að vaxa Það er afar brýnt að tafarlaust verði ráðist í aðgerðir til að draga úr ríkisbákninu og auka hlutfall einka- geirans. Umsvif hins opinbera eru of mikil á Íslandi. Um 40% af þeim verðmætum sem sköpuð eru í land- inu er ráðstafað af hinu opinbera, að frátöldum útgjöldum til ellilífeyris og atvinnuleysis. Fyrir hverja 100 einstaklinga sem störfuðu í einka- geiranum árið 2018 var 121 sem gerði það ekki. Hlutfall opinberra starfsmanna hækkaði í fyrra og þótti þó mörgum nóg um. Forsenda lífs- gæða á Íslandi er blómlegt við- skiptalíf sem skapar verðmæti. Við Íslendingar erum umfram flesta háðir útflutningi og hann verður að nær öllu leyti til í einkageiranum. Án útflutnings væri enginn gjaldeyrir til innflutnings og öllum má ljóst vera að velferð okkar er þar undir. Draga þarf úr álögum á fyrirtæki Fyrirtækjarekstur á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni. Það á ekki bara við um útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu. Fatabúðin í Kringlunni keppir við kínverska vefsíðu, hand- verksbakarinn á Ísafirði keppir við hollenska köku- gerð og smiðurinn í upp- sveitum Árnessýslu við innflutt einingahús. Það er eðli frjáls markaðar og ekkert nema gott um það að segja. Vandinn er hins- vegar sá að álögur á ís- lensk fyrirtæki eru of há- ar. Hér á landi eru einhverjir hæstu skattar meðal þróaðra ríkja. Þótt taki beri viljann fyrir verkið þá þarf að ganga langtum lengra í að draga til baka þær miklu skattahækkanir sem gripið var til eftir hrun. Hafa þarf hugfast að þegar allt kemur til alls þá lenda skattar ætíð að lokum á almenningi. Frá árinu 2009 hafa heildarskatttekjur ríkissjóðs á mann vaxið um 43% að raunvirði. Jafn- gildir það ríflega 640 þús. kr. á hvern Íslending. Hér þurfa sveitarfélög sannarlega einnig að gyrða sig í brók. Fasteignaskattar á fyrirtæki hafa hækkað um 94% frá upphafi 2011 og slík skattheimta er ekki takt við neinn ytri veruleika. Nýta þarf náttúruauðlindirnar Ísland er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ríkt af náttúruauðlindum. Sjálfgefið er að standa þarf dyggan vörð um að nýting þeirra sé sjálf- bær. Flestum ber saman um að eitt- hvert stærsta framlag Íslendinga í loftslagsmálum geti orðið alvöru þátttaka í að fæða heiminn. Vegna landgæða, orku og vatns eru fáir staðir í heiminum heppilegri til framleiðslu á mat. Hefðbundinn landbúnaður og fiskveiðar eiga sannarlega mikið inni en ekki síður er brýnt að nýjar greinar hér á landi, svo sem fiskeldi, ræktun í há- tæknigróðurhúsum o.fl. fái stuðning til að vaxa hér og dafna. Heftandi reglugerðir og tortryggni veldur bæði efnahagslegum og umhverf- islegum skaða. Sjálfstæðisflokkurinn er það afl sem knúið hefur vél atvinnulífsins seinustu 90 ár. Á þeim forsendum hafa skapast aðstæður til velferðar, þjóðinni allri til handa. Það þarf framsýni og kjark við hvert skref þegar leiða á þjóð. Það er mikilvægt að standa með atvinnu- lífinu og taka ákvarðanir sem styrkja samkeppnishæfni Íslands svo framtíðin sé okkar. Eftir Daníel Jakobsson, Elliða Vignisson, Jens Garðar Helgason og Völu Pálsdóttur » Forsenda lífsgæða á Íslandi er blómlegt viðskiptalíf sem skapar verðmæti. Daníel Jakobsson Daníel er bæjarfulltrúi á Ísafirði. Elliði er bæjarstjóri í Ölfusi. Jens Garðar er bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð. Vala er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Frelsi og trúin á einkaframtakið er forsenda árangurs Elliði Vignisson Jens Garðar Helgason Vala Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.