Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 39
FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Cloé Lacasse er orðin gjaldgeng í íslenska kvenna- landsliðið en hún hlaut íslenskan rík- isborgararétt á fimmtudaginn var. Cloé, sem er 25 ára gömul, er fædd í Kanada en hún gekk til liðs við ÍBV í Vestmannaeyjum árið 2015 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa aðeins leikið með liðinu í fjögur ár er Cloé annar markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild með 50 mörk í 73 leikjum en sóknarmaðurinn öflugi hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmóts- ins, ef ekki sá besti, undanfarin fjög- ur ár. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV og liðsfélagi Cloé, á að baki 18 landsleiki fyrir Ísland en hún telur að sóknarmaðurinn myndi nýt- ast íslenska landsliðinu afar vel. Leikmaður sem styrkir liðið „Cloé á klárlega erindi í íslenska landsliðið og hún hefur alla burði til þess að standa sig mjög vel fyrir land og þjóð. Ég hef spilað með henni frá árinu 2015 og þekki hana því mjög vel og það leikur ekki nokk- ur vafi á því að hún myndi styrkja liðið,“ sagði Sigríður Lára í samtali við Morgunblaðið í gær. „Landsliðið vill koma boltanum fram völlinn þar sem styrkleikar liðsins, undanfarin ár, hafa kannski ekki alveg legið í því að halda bolt- anum innan liðsins. Hún hefur gríð- arlegan hraða og það mun henta leikstíl liðsins mjög vel. Hún er fjöl- hæfur leikmaður sem getur spilað allar stöðurnar, fremst á vellinum, og ég tel að hún myndi passa mjög vel inn í hugmyndafræðina sem unn- ið hefur verið með á undanförnum árum.“ Sigríður Lára telur að Cloé hafi allt til brunns að bera til þess að falla vel inn í íslenska landsliðshópinn en viðurkennir að það geti stundum tekið á að æfa með leikmanninum sem býr yfir gríðarlegum hraða. „Cloé er frábær persónuleiki og mjög skemmtileg, bæði innan vallar sem utan. Hún gefur mikið af sér og vinnur vel fyrir liðið. Hún hefur reynst ÍBV-liðinu mjög vel og það er í raun ekkert neikvætt hægt að segja um hana, hvorki sem leikmann né persónu. Ég get alveg viðurkennt að það tekur stundum á að reyna halda í við hana á æfingum og það getur verið mjög pirrandi. Hún er mjög sterk í að taka aðra leikmenn á og fer oft framhjá manni eins og að drekka vatn.“ Árið 2017 var byrjað að vinna í því að Cloé fengi íslenskan ríkisborg- ararétt en alveg frá því að hún kom fyrst til Vestmannaeyja, árið 2015, hefur hún sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga. Mjög áhugasöm um landsliðið „Hún hefur sýnt öllum landsliðs- verkefnum Íslands mikinn áhuga og er alltaf fyrsta manneskjan til þess að spyrja hvernig allt gekk fyrir sig. Hún hefur verið mjög áhugasöm um liðið í gegnum tíðina og frá því að hún sótti um íslenskan ríkisborg- ararétt hefur hennar áhugi bara aukist. Hún hefur sýnt það í gegnum tíðina að hún hefur mikinn vilja til þess að spila fyrir íslenska lands- liðið.“ Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins, stýrði kvennaliði ÍBV í fjögur ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Jóns Þórs Haukssonar. Jeffs fékk Cloé til landsins á sínum tíma og þekkir leik- manninn og lið ÍBV því betur en flestir. „Jeffsy þjálfaði okkur í fjögur ár og hann þekkir Cloé því mjög vel. Hann veit upp á hár hvað hann fær frá henni sem leikmanni og hann fékk auðvitað Cloé til landsins á sín- um tíma. Ég vona innilega að hún fái tækifæri með landsliðinu því það væri ekki bara frábært fyrir liðið heldur líka mig persónulega að fá tækifæri til þess að spila með henni í landsliðinu líka,“ sagði Sigríður Lára í samtali við Morgunblaðið. Tekur á taugarnar að æfa með nýjasta Íslendingnum  Cloé Lacasse gjaldgeng í landsliðið  Frábær liðsfélagi innan sem utan vallar Morgunblaðið/Golli Samherjar Sigríður Lára Garðarsdóttir og Cloé Lacasse, fyrir miðju, gætu nú spilað saman á tvennum vígstöðvum. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er genginn í raðir Vík- ings Reykjavík á nýjan leik, en hann lék síðast með liðinu 29. ágúst 2004. Víkingur fékk þá skell á móti ÍBV, 0:3, í Vest- mannaeyjum í Landsbankadeild- inni. Meðal leikmanna ÍBV í leiknum voru þeir Birkir Krist- insson og Steingrímur Jóhann- esson. Meðal samherja Kára voru Sigursteinn Gíslason og Richard Keogh, sem er búinn að vera fyr- irliði Derby County undanfarin ár. Kári hefur auðvitað verið mik- ilvægur hlekkur í íslenska lands- liðinu síðustu ár og lék hann vel bæði gegn Albaníu og Tyrklandi fyrr í þessum mánuði. Kári er orðinn 36 ára og virðist eiga nóg eftir. Margir spyrja sig hins veg- ar um afleiðingar þess fyrir landsliðið að Kári sé að koma heim á þessum tíma. Ísland á fína möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2020. Mun Kári vera jafn sterkur í hjarta íslensku varnarinnar sem leikmaður Vík- ings? Birkir Már Sævarsson, sem hefur verið mjög traustur í hægri bakverði með landsliðinu síðustu ár, var hvorki í hóp gegn Albaníu né Tyrklandi. Mun það sama ger- ast hjá Kára? Síðustu ár hafa margir beðið eftir því að einhver tæki við kefl- inu af Kára. Sverrir Ingi Ingason hefur fengið sín tækifæri t.d. Alltaf kemur Kári hins vegar til baka og alltaf spilar hann jafn vel með landsliðinu. Héldu margir að hann hefði spilað sína síðustu landsleiki á EM 2016 og enn fleiri á HM 2018. Það virðist hins veg- ar fátt gleðja Kára meira en að sanna fyrir fólki að hann eigi heima í þessu landsliði. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johaningi@mbl.is ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson, sem stýrði KR til fimm Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2018, var í gær ráðinn þjálfari danska úrvals- deildarliðsins Horsens til næstu tveggja ára. Horsens hefur sex sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2016, og komst í úrslit um meistaratitilinn í vor. Þá er liðið ríkjandi bikarmeistari. „Eftir fyrsta símtal fann ég að það var mikill áhugi á að fá mig til að koma. Um leið og við fjölskyldan ákváðum að við vildum fara út og prófa þetta þá gengu hlutirnir ansi hratt fyrir sig,“ sagði Finnur við mbl.is í gær, en hann gaf það út þegar hann hætti með KR að hann hefði áhuga á því að reyna fyrir sér erlendis. Horsens væri gott lið í sterkri deild með góða umgjörð og góða sögu. Umhverfið sem hann stigi inn í væri jafnframt mjög spennandi þar sem honum væri ætlað að velta meisturum Bakken Bears af stalli.  Lengra viðtal við Finn Frey má finna á mbl.is/sport/korfubolti. sindris@mbl.is Finnur tekur við meistaraliði Finnur Freyr Stefánsson Selfyssingar, sem í vor urðu Íslandsmeistarar karla í handknattleik, hafa loks fundið eftirmann þjálfarans Patreks Jóhannessonar sem hætti með meistaraliðið í vor og tók við taumunum hjá liði Skjern í Danmörku. Grímur Hergeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem þjálfari liðsins og tilkynnti félagið um það á ellefta tímanum í gærkvöld. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið að- stoðarþjálfari liðsins síðastliðin fjögur ár. Sonur hans, Hergeir Grímsson, var fyrirliði Selfyssinga í vetur þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Deildin er gríðarlega ánægð með að Grímur hafi ákveðið að taka slaginn með liðið og bindur hún miklar vonir við komandi átök í vetur, bæði hér heima og í Evrópu,“ segir í tilkynningu sem hand- knattleiksdeild Selfoss gaf út í gærkvöld. yrkill@mbl.is Þjálfaraleit lokið á Selfossi Grímur Hergeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.