Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 LHG.IS Tillaga að deiliskipulagi: Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast sam- kvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Keflavíkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar. Deiliskipulagstillagan fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gisti- aðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgátt stjórn- valda (samradsgatt.is), heimasíðu utanríkisráðuneytisins og heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands frá og með 24. júní 2019. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athuga- semdum til: Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 20. ágúst 2019. 22. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.93 125.53 125.23 Sterlingspund 158.9 159.68 159.29 Kanadadalur 94.61 95.17 94.89 Dönsk króna 18.896 19.006 18.951 Norsk króna 14.582 14.668 14.625 Sænsk króna 13.254 13.332 13.293 Svissn. franki 126.61 127.31 126.96 Japanskt jen 1.1581 1.1649 1.1615 SDR 173.25 174.29 173.77 Evra 141.11 141.89 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3201 Hrávöruverð Gull 1381.65 ($/únsa) Ál 1746.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Lífeyrisgreiðslur sem íslenskir lífeyr- issjóðir inntu af hendi á árinu 2018 námu 148,4 milljörðum króna. Jukust þær um 12,1 milljarð frá árinu 2017 þegar þær námu 136,3 milljörðum króna. Þetta má lesa úr nýbirtum upp- lýsingum sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman upp úr ársreikningum líf- eyrissjóðanna. Langstærstur hluti greiðslunnar fer til beinnar útgreiðslu lífeyris. Hins vegar kemur fram í tölunum að 2,8 milljarðar króna hafi farið til ráðstöfunar séreign- arsparnaðar inn á lán í samræmi við sértækt úrræði stjórnvalda sem miðar að því að fólk geti lækkað höfuðstól húsnæðislána sinna með greiðslum úr séreignarsjóði sínum. Greiðslurnar á síðasta ári voru mun minni að umfangi en á árinu 2017 þegar þær námu 4,1 milljarði króna. Lögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum einnig að greiða tiltekið framlag til starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og námu greiðslur þeirra til hans 1.075 milljónum króna á nýliðnu ári. Jukust þær greiðslur nokkuð frá fyrra ári þegar þær námu 996 milljónum króna. Beinn kostnaður sjóðanna vegna greiðslu örorkulífeyris nam 292 millj- ónum króna á árinu 2018. Jukust greiðslur til þess málaflokks um rúm 4% frá fyrra ári þegar greiðslurnar námu tæpri 281 milljón króna. Lífeyrissjóðir greiddu 148 milljarða út í fyrra STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa lónsins telur að fundist hafi vísir að lyfjasprota sem nýst gæti til með- höndlunar á psoriasis-húðsjúkdómn- um. Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræð- ingur og rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir í samtali við Morg- unblaðið að þessi kandidat að lyfja- sprota, eins og hún orðar það, komi úr doktorsrannsókn Ásu Bryndísar Guðmundsdóttir í líf- og lækna-vís- indum við Læknadeild Háskóla Ís- lands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif ut- anfrumufjölsykra Cyanobacterium aponinum úr Bláa lóninu á ónæmis- svör in vitro. Rannsóknina vann hún undir handleiðslu dr. Jónu Freys- dóttur og dr. Ingibjargar Harðar- dóttur, prófessora við Læknadeild HÍ, í samstarfi við vísindamenn Bláa lónsins og með styrk frá Tækniþró- unarsjóði Rannís. Stefna Bláa lónsins undanfarin ár hefur að sögn Ásu verið að kanna lyfjavirkni náttúrulegra efna sem finnast í jarðsjó Bláa lónsins, sam- hliða því að þróa og selja hinar vin- sælu húðvörur sínar áfram, og hyggst fyrirtækið fylgja þessum ár- angri eftir og hagnýta eftir aðstæð- um. Ríkjandi lífvera Blágrænþörungurinn Cyanobac- terium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins og framleiðir hann utanfrumufjölsykru (EPS-Ca) sem hann seytir út í umhverfi sitt, að sögn Ásu. Hún segir að tilgangur verkefnis Ásu Bryndísar hafi verið að kanna verkun og verkunarmáta EPS-Ca í frumum sem taka þátt í meingerð psoriasis. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í skemmstu máli þær að EPS-Ca geti átt þátt í þeim bata sem psoriasis-sjúklingar fá við böðun í lóninu. „Frumurnar, sem Ása Bryndís rannsakaði, eiga þátt í myndun psoriasis, og við vonumst til þess að taka þetta áfram og búa til úr þessu vöru sem við myndum þá prófa klínískt eins og við höfum gert um árabil með húðvörur okkar, í sam- starfi við sérfræðinga í öldrun húð- arinnar. Við lítum á þetta sem lyfja- sprota. Ef áframhaldandi rannsókn mun skila jákvæðum niðurstöðum, þá er það auðvitað alveg stórmerkilegt,“ segir Ása. Hún bætir því við að ekki einungis finnist efnið í ræktunarkerfinu í rannsóknarstofu Bláa lónsins, þar sem þörungurinn er ræktaður, held- ur finnist efnið einnig í Bláa lóninu sjálfu. „Mögulega hefur þetta efni því líka bein áhrif á þá sem baða sig í lón- inu. Þetta er rosalega spennandi. Niðurstöður Ásu Bryndísar styðja einnig við fyrri rannsóknir sem sýna fram á lækningamátt lónsins.“ 10-15 ára ferli Ása segir að þróun á lyfjum sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Þarna værum við líklega að horfa til 10-15 ára þróunarferils.“ Salan á húðvörum Bláa lónsins á síðasta ári nam 1,6 milljörðum króna. Af þeirri fjárhæð er að jafnaði 20% varið til rannsóknar- og þróunar- starfs. Öll starfsemi Bláa lónsins er grundvölluð á jarðsjó sem kemur upp úr jörðinni af tvö þúsund metra dýpi. Sjórinn er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og að einum þriðja hluta ferskvatn. Ása segir að jarðsjórinn sé ríkur af steinefnum, kísli og þörung- um og myndi þannig grunninn að öll- um þeim fjölbreyttu húðvörum sem Bláa lónið framleiðir og sé um leið grunnurinn að lækningamætti lóns- ins fyrir psoriasis-sjúklinga. Tíu manns starfa á rannsóknar- stofu Bláa lónsins að sögn Ásu, en að starfseminni kemur einnig sérstök vísindanefnd sem og hinn virti sér- fræðingur í öldrun húðarinnar, Jean Krutman. Í samstarfi við hann hefur Bláa lónið hlotið þrjú einkaleyfi í Evrópu og Bandaríkjunum á notkun þörunga og steinefna úr jarðsjónum í snyrtivörur og lyf. Bláa lónið telur vísi að lyfjasprota fundinn Heilsa Þörungar eru ræktaðir án utanaðkomandi efna í löngum glerhólkum. Þeir finnast líka í Bláa lóninu sjálfu. Þróun » Ása Brynjólfsdóttir hefur stundað rannsóknir hjá Bláa lóninu frá 1993. » Sala á húðvörum á síðasta ári nam 1,6 milljörðum króna. » 20% af veltu húðvara er var- ið í rannsóknir og þróun. » 175 einstaklingar hlutu með- ferð í lækningalind Bláa lóns- ins í samtals 2.492 með- ferðaskiptum árið 2018.  Tíu, auk utanaðkomandi sérfræðinga, sinna rannsóknum Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs lánuðu viðskiptabankarnir 38,4 millj- arða króna til íbúðakaupa í formi óverðtryggðra lána. Þetta sýna ný- birtar tölur frá Seðlabanka Íslands. Á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs námu ný útlán af þessu tagi hins veg- ar 23,8 milljörðum og því er aukn- ingin 61,5%. Sé litið til undirflokka óverðtryggðra lána kemur í ljós að mun meira er nú tekið af lánum með föstum vöxtum en breytilegum. Í fyrra námu fastvaxtalánin 11,5 millj- örðum en eru nú 21,8 milljarðar. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum fara hins vegar úr 12,3 millj- örðum í 16,6 milljarða. Á sama tíma og óverðtryggðu lán- in taka mikinn kipp er gríðarlegur samdráttur í veitingu nýrra verð- tryggðra húsnæðislána. Þannig hafa bankarnir lánað 12,2 milljarða frá janúar og út maímánuð í ár en á sama tímabili í fyrra námu samskon- ar útlán hins vegar 24,8 milljörðum króna. Samdrátturinn er því ríflega 50% í þessum lánaflokki. Langmest munar þar um verðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Þar er sam- drátturinn 78%. Í fyrra námu lán- veitingar af því tagi 17,9 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins en yf- ir sama tíma í ár eru þær aðeins tæp- ir 4 milljarðar króna. Allur þunginn í óverðtryggðu  Helmingi minna lánað í verðtryggðu ● Greiningardeild Arion banka er á svip- uðum slóðum og greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka þegar kem- ur að fyrirhugaðri vaxtaákvörðun pen- ingastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Þannig hefur deildin gefið það út að hún telji líkur á að Seðlabankinn lækki meg- invexti sína um 0,25 punkta á næsta vaxtákvörðunardegi, 26. júní næstkom- andi. Segir Arion banki að taumhald pen- ingastefnunnar hafi þést að undanförnu og að samhliða frekari fækkun ferða- manna og veikari krónu muni það hvetja peningastefnunefnd Seðlabankans til þess að halda áfram á braut vaxta- lækkana. Þá sé það einnig vatn á myllu þeirra sem tali fyrir frekari vaxtalækkun- um að dregið hafi talsvert úr verðbólgu- væntingum að undanförnu. Segir grein- ingardeildin að jafnvel geti komið til þess á ákveðnum tímapunkti að raunvextir verði tímabundið neikvæðir. Arion banki spáir 0,25 prósentustiga lækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.