Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 41
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórleikur Björn Daníel Sverrisson,
FH, og Pálmi Rafn Pálmason, KR.
FH tekur á móti KR í stórleik
tíundu umferðar úrvalsdeildar
karla í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, í Kaplakrika á morgun.
Heil umferð verður leikin um
helgina sem dreifist á tvo daga en
það er nóg af áhugaverðum viður-
eignum.
Lærisveinar Rúnars Kristinsson-
ar í KR sitja í efsta sæti deildar-
innar og geta styrkt stöðu sína á
toppnum með sigri í Hafnarfirð-
inum. Að sama skapi verður FH að
vinna til þess að halda í við efstu lið
deildarinnar en Hafnfirðingar eru í
sjötta sæti deildarinnar með 12 stig.
Jóhannes Karl Guðjónsson mætir
sínum fyrrverandi lærisveinum í
HK þegar Kópavogsliðið heimsækir
ÍA upp á Skaga en Skagamenn hafa
tapað síðustu tveimur deildarleikj-
um sínum í röð. ÍA er samt sem áður
í þriðja sæti deildarinnar með 16
stig en HK er í fallsæti með 5 stig.
Breiðablik fær ÍBV í heimsókn á
Kópavogsvöll en hlutskipti liðanna í
sumar hefur verið heldur ólíkt.
Blikar eru í öðru sæti deildarinnar
með 19 stig á meðan Eyjamenn
verma botnsætið með 5 stig.
Fylkir vonast til þess að fylgja
eftir góðum 4:3-sigri gegn Breiða-
bliki í síðustu umferð þegar liðið
mætir í Garðabæinn og heimsækir
Stjörnuna. Bæði lið eru í baráttu um
Evrópusæti en Fylkismenn eru í
fjórða sæti deildarinnar með 12
stig, líkt og Stjarnan, sem er í sjö-
unda sætinu.
Íslandsmeistarar Vals fá Grinda-
vík í heimsókn en gengi Vals á leik-
tíðinni hefur verið langt undir
væntingum. Liðið er í níunda sæti
deildarinnar með 7 stig, tveimur
stigum frá fallsæti, en Grindavík er
í áttunda sætinu með 10 stig.
KA fær svo Víking Reykjavík í
heimsókn á Akureyri en Akureyr-
ingar eru í fimmta sæti deildarinn-
ar með 12 stig á meðan Víkingar
eru í tíunda sætinu með 7 stig.
bjarnih@mbl.is
Allt undir í Kaplakrika
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Kvennalið Breiðabliks í knatt-
spyrnu, Íslands- og bikarmeistarar
síðasta árs, fengu að vita í gær
hvaða mótherjar bíða þess í undan-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Blikar þurfa að fara í gegnum
riðlakeppni til þess að komast í
32ja-liða úrslit og verður riðill liðs-
ins leikinn í Sarajevó, höfuðborg
Bosníu og Hersegóvínu.
Gestgjafarnir í riðlinum verður
bosníska meistaraliðið SFK 2000,
sem er sigursælasta lið landsins og
hefur orðið landsmeistari 17 ár í
röð. Hin liðin í riðlinum eru ASA
Tel-Aviv, ríkjandi meistarar í
Ísrael, og Norður-Makedóníumeist-
arar Dragon. Riðillinn verður leik-
inn í Sarajevó dagana 7.-13. ágúst
og kemst eitt lið áfram, en alls eru
tíu undanriðlar og bætast sigur-
liðin við þau 22 lið sem þegar eru
örugg um sæti í 32ja-liða úrslitun-
um.
Þór/KA komst áfram í fyrra, en
þá dugði árangurinn í 2. sæti riðils-
ins til að komast í útsláttarkeppn-
ina. Því fyrirkomulagi hefur verið
breytt og nú kemst aðeins efsta lið
riðlanna áfram. yrkill@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Meistaradeildin Íslandsmeistarar Breiðabliks þurfa i gegnum forkeppni.
Blikar fara til Bosníu
í Meistaradeildinni
HANDBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Íslenska handknattleikshreyfingin
fékk í gær skýr skilaboð frá EHF,
evrópska handknattleikssamband-
inu, þegar umsókn Íslandsmeistara
Selfoss um að taka þátt í Meistara-
deild Evrópu á næstu leiktíð var
hafnað.
Í fyrstu bárust þau svör frá
EHF að umsókn Selfyssinga hefði
verið hafnað þar sem félagið upp-
fyllti ekki lágmarkskröfur til þátt-
töku. HSÍ, fyrir hönd Selfoss,
krafðist þá frekari rökstuðnings
þar sem Selfyssingar sögðust hafa
farið vel yfir reglubákn EHF og
talið sig standast öll tiltekin skil-
yrði. Þegar svör bárust svo frá
EHF seinni partinn í gær kom í
ljós að umsókninni hefði verið hafn-
að af þeirri einföldu ástæðu að ekk-
ert íþróttahús hér á landi sem væri
skráð hjá sambandinu uppfyllti
kröfur um lágmarksfjölda áhorf-
enda.
Heimavöllur Selfyssinga tekur
um 800 áhorfendur og því var vitað
að húsið uppfyllti ekki kröfur. Í
umsókn Selfoss var því skráð að
heimaleikir liðsins yrðu spilaðir á
Ásvöllum, heimavelli Hauka, þar
sem Evrópuleikir hafa margoft
farið fram. Þar er aðstaða fyrir
2.300 áhorfendur, en EHF miðar
við að lágmarki 2.500 áhorfendur í
Meistaradeild. Ekki verður horfið
frá því.
Það mátti ráða í orð Guðmundar
B. Ólafssonar, formanns HSÍ, í
samtali við mbl.is eftir að rökstuðn-
ingur EHF barst seinni partinn í
gær að þolinmæði EHF gagnvart
aðstöðuleysi á Íslandi væri á þrot-
um. Laugardalshöllin, keppnis-
völlur landsliðsins, hefur lengi verið
á undanþágu sem er í raun ótíma-
bær. Þrátt fyrir að hafa sloppið
hingað til benda svör EHF til þess
að við það verði ekki unað enda-
laust.
Guðmundur sagði að íslenska
handknattleikshreyfingin væri
greinilega komin á gult ljós í hús-
næðismálum. Það væru ekki orðin
tóm, því Færeyjar hefðu m.a. þurft
að spila heimaleiki sína í Dan-
mörku. Engar haldbærar áætlanir
eru til staðar um að byggja hér
nýja íþróttahöll og nú sé aðstöðu-
leysi á Íslandi farið að koma beint
niður á íslenskum félagsliðum. Að
sögn EHF hafi það ekki átt að
koma á óvart vegna undanþágu
landsliðsins.
Þolinmæði EHF er á þrotum
Umsókn Selfoss um Meistaradeild hafnað vegna aðstöðuleysis á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hafnað Haukur Þrastarson og Íslandsmeistarar Selfoss ætluðu að spila á
heimavelli Hauka, en ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur EHF.
Knattspyrna
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........ L14
Norðurálsvöllur: ÍA – HK...................... L17
Origo-völlur: Valur – Grindavík............. S16
Samsung-völlur: Stjarnan – Fylkir ....... S16
Greifavöllur: KA – Víkingur R............... S17
Kaplakrikavöllur: FH – KR .............. S19.15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Þórsvöllur: Þór/KA – KR ....................... S14
Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur .................. S17
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. – Fram .. L14
Vivaldi-völlur: Grótta – Magni .............. L16
Þórsvöllur: Þór – Keflavík ..................... L16
2. deild karla:
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Víðir......... L14
Húsavíkurv.: Völsungur – Leiknir F. ... L14
Olís-völlur: Vestri – Dalvík/Reynir....... L14
2. deild kvenna:
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Hamrarnir L16
Húsavíkurv.: Völsungur – Sindri ..... L16.30
3. deild karla:
KR-völlur: KV – Sindri .......................... L14
Vilhjálmsv.: Höttur/Hug. – Skallagr. ... L14
Framvöllur: Kórdrengir – KF............... L15
Golf
Íslandsmótið í holukeppni sem hófst í gær
heldur áfram á Garðavelli á Akranesi. Í
dag, laugardag, fer fram 3. umferð í riðla-
keppni áður en 8-manna úrslit taka við. Á
morgun, sunnudag, er svo leikið í undan-
úrslitum og í úrslitum.
UM HELGINA!
Valdís Þóra
Jónsdóttir, kylf-
ingur úr Leyni,
komst í gegnum
niðurskurðinn á
taílenska meist-
aramótinu í golfi,
sem er hluti af
Evrópumótaröð-
inni. Eftir að
hafa leikið fyrsta
hring á parinu á
fimmtudag lék hún á þremur högg-
um yfir pari í gær, var tveimur
höggum fyrir ofan niðurskurðarlín-
una og leikur því seinni tvo hringi
mótsins í dag og á morgun.
Valdís er sem stendur jöfn fleiri
kylfingum í 49. sæti, en leikið er í
borginni Pattaya þar sem hitinn
hefur verið yfir 30 gráður og rak-
inn mikill.
Heimakonan Atthaya Thitikul,
sem er áhugakylfingur, er efst á
átta höggum undir pari með tvö
högg í forskot. yrkill@mbl.is
Valdís áfram í
sterkri sólinni
Valdís Þóra
Jónsdóttir
ERGOSTOP
Frábær dýna fyrir hestinn og knapann !
Við bjóðum upp á úrval af hestavöru og fóðri.
Skoðaðu nánar á fodur.is eða í verslunum okkar.
Frábær í hestaferðina og má þvo í þvottavél