Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 38
„Við erum búnar að spila þrjá leiki á stuttum tíma og það er erfitt. Við fengum núna fimm daga á milli og allar eru klárar í leikinn. Við er- um búnar að ná að slaka smá á, við þurftum það, en höfum samt líka æft vel,“ segir María og er ánægð með frammistöðu liðsins til þessa. „Mér finnst við búnar að spila mjög vel. Við töpuðum á móti Frakklandi, sem var ekki gaman, en við spiluðum samt mjög vel. Þetta voru þrír mjög mismunandi leikir í riðlinum, ég er mjög ánægð með okkar frammistöðu. Ég held að Ástralía spili svolítið líkt og við, þær eru líkamlega sterkar og þetta verð- ur öðruvísi leikur en gegn Suður- Kóreu um daginn. Ástralía er með mjög gott lið og við hlökkum mikið til leiksins,“ segir María. Einbeitum okkur að þeim sem langar að spila með Noregi Eins og kunnugt er gefur Ada Hegerberg, leikmaður Evrópu- meistara Lyon, sem útnefnd var besta knattspyrnukona heims á síð- asta ári, ekki lengur kost á sér í norska liðið. Hún hefur gagnrýnt norska knattspyrnusambandið fyrir metnaðarleysi í garð kvennaliðsins og mikið hefur verið rætt og ritað um málið. Aðspurð hvort málið hafi áhrif á norska liðið svarar María mjög greinilega, enda oft þurft að svara spurningum sem þessari: „Nei. Við einbeitum okkur að þeim sem langar að spila með Nor- egi. Ada vill það ekki núna og þá er það bara þannig. Við erum 23 hérna sem viljum spila fyrir Noreg.“ María er samningsbundin Chelsea á Englandi og gekk til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu Klepp fyrir tveimur árum. Hún er mjög ánægð hjá Chelsea og fram- lengdi fyrr á árinu samning sinn til tveggja ára í viðbót, en tímabilið sem nú er að baki var hins vegar erfitt. María fékk heilahristing í leik í október og kom ekki aftur við sögu fyrr en í maí. Þetta var þriðja höfuð- höggið sem hún fær á ferlinum og því tók það langan tíma að jafna sig. „Ég gat ekki gert neitt“ „Þetta var rosalega leiðinlegt núna. Ég gat ekki gert neitt; gat ekki verið í símanum, ekki horft á sjónvarpið eða lesið. Bara ekki neitt. Það var mjög leiðinlegt. Ég gat farið út að labba með hundinn, en annars gat ég ekkert gert,“ segir María. En var hún þá ekki orðin hrædd um að missa af HM vegna þess hversu langan tíma tók að jafna sig? „Já og nei. Það tók mig fimm mánuði að jafna mig og í janúar og febrúar var ég svolítið óviss. En þegar hausinn var orðinn góður í mars þá vissi ég að HM væri ekki úr sögunni,“ segir María, sem einnig fór með Noregi á HM í Kanada 2015 og á EM í Hollandi 2017. „Þetta er náttúrlega það stærsta sem þú getur gert þegar þú spilar fótbolta,“ segir María, aðspurð hvort það sé ekki alltaf jafn ánægju- legt að taka þátt í stórmóti. Kemst ekki eins oft til Íslands María hefði getað valið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið, en hún hefur aldrei búið hér á landi og eftir að hafa verið í yngri landsliðum Noregs, bæði í fótbolta og hand- bolta, var valið því nokkuð einfalt. Áður en hægt er að kveðja Maríu verður ekki hjá því komist að spyrja hana út í hvort hún fylgist eitthvað með íslenska landsliðinu. „Já, smá. Þær voru að spila núna er það ekki?“ segir María og blaða- maður segir henni frá tveimur vin- áttuleikjum kvennalandsliðsins við Finnland á dögunum. María heldur sterkri tengingu við Ísland, en segir að eftir að hún flutti til Englands til þess að spila með Chelsea fái hún minna frí en áður til þess að koma. „Ég kom heim um jólin fyrir tveimur árum og ég held að ég kom- ist ekki núna í sumar. Ég vona að ég geti farið á næsta ári og hitt fjöl- skylduna,“ segir María Þórisdóttir að lokum við Morgunblaðið. María blómstr- ar á HM eftir erfiðan vetur  HM var í hættu hjá Maríu Þórisdóttur  Mætir Ástralíu í 16-liða úrslitum í dag AFP HM í Frakklandi María Þórisdóttir faðmar Ingrid Hjelmseth, markvörð Noregs, eftir sigurinn gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni 17. júní. HM 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs í knattspyrnu, heilsar glað- lega á íslensku þegar blaðamaður Morgunblaðsins heyrir í henni hljóðið í gær. Hún var þá búin á síð- ustu æfingu norska liðsins fyrir leik- inn gegn Ástralíu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu, en þjóðirnar mætast í dag og bítast um farseðilinn í átta liða úrslit mótsins. María er í lykilhlutverki í vörn Noregs, sem vann Nígeríu og Suð- ur-Kóreu í riðlakeppni mótsins en tapaði fyrir gestgjöfum Frakka. Hún er nú komin til Nice þar sem leikurinn við Ástralíu fer fram í 16- liða úrslitunum, á Allianz Riviera- leikvanginum þar sem íslenska karlalandsliðið vann frækinn sigur á Englandi á EM 2016. Hún hlær þeg- ar blaðamaður nefnir sterka teng- ingu Íslands við leikvanginn. „Já, alveg rétt! Pabbi sagði mér það einmitt. Við þurfum þá að vinna,“ segir hún í léttum dúr. María skilur íslenskuna vel, en segir að það sé svolítið langt síðan hún hafi talað hana. Móðir hennar er norsk en hún á íslenskan föður sem kunnugt er; Þóri Hergeirsson sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handknattleik. María og liðsfélagar hennar spiluðu síðasta leikinn í riðlinum 17. júní og hafa því fengið góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir Ástralíu- leikinn. Sjálf hefur hún spilað hverja einustu mínútu með norska liðinu á mótinu. 38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019  Eowyn Marie Alburo Mamalias var meðal keppenda í undankeppninni í bogfimi á Evrópuleikunum í Minsk í gær, en þar hafnaði hún í 16. sæti af 16 keppendum með skorið 632. Það er Ís- landsmet í undankeppni í U18 og U21 flokki, en Íslandsmetið í opnum flokki er 676. Í úrslitakeppninni í dag mætir Eowyn slóvenskum keppanda sem setti Evrópuleikamet í undankeppninni í gær með því að skora alls 702.  Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals í körfubolta kvenna hafa gengið frá samkomulagi við hina 30 ára gömlu Reginu Palusna frá Slóvakíu um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Hún er miðherji með mikla reynslu úr Evrópu auk þess sem hún spilaði í áströlsku deildinni í fyrra þar sem hún skoraði að meðaltali 16,6 stig í leik.  Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir nýj- an eins árs samning við danska meist- araliðið Esbjerg. Rut varð í vor fyrst ís- lenskra handboltakvenna til að verða Danmerkurmeistari. „Það var geggjað að vinna danska meistaratitilinn og það verður stórt að spila á móti bestu lið- unum í Meist- ara- deild Evrópu á næstu leik- tíð,“ sagði Rut á heimasíðu Esbjerg eftir undirskriftina. Eitt ogannað Útsláttarkeppni heimsmeistara- móts kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi í dag, en næstu fjóra daga fara fram tveir leikir á dag í 16-liða úrslitum keppninnar. Það verða Þýskaland og Nígería sem ríða á vaðið í Grenoble í dag klukkan 15.30 að íslenskum tíma, en þetta er í fyrsta sinn frá HM 1999 sem Nígería kemst áfram úr riðlakeppninni. Til samanburðar hafa Þjóðverjar unnið tvo heims- meistaratitla í millitíðinni og fóru með fullt hús stiga í gegnum riðla- keppnina. María Þórisdóttir og lið Noregs mæta svo Ástralíu í Nice klukkan 19 í kvöld. Noregur hefur ekki komist í átta liða úrslitin síðan á HM 2007 en Ástralía hefur komist svo langt á síðustu þremur heims- meistaramótum. Á sunnudag mætast England og Kamerún klukkan 15.30 í Val- enciennes, en Kamerún komst áfram eftir mark í uppbótartíma í lokaleik sínum í riðlinum. England vann brons á HM í Kanada fyrir fjórum árum og getur með sigri unnið fimmta sigur sinn í röð í út- sláttarkeppni HM, í fyrsta sinn. Lokaleikur helgarinnar fer svo fram í Le Havre klukkan 19 á sunnudagskvöld þegar gestgjafar Frakka mæta Brasilíu, en frá því í úrslitaleik HM 2007 hefur Brasilía tapað þremur leikjum í útsláttar- keppni HM í röð. yrkill@mbl.is 16-liða úrslitin eiga sviðið á HM í Frakklandi næstu daga AFP Marta Brasilía mætir Frökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.