Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina á pallinn
Pappelina er tilvalinn félagi bæði innan
og utandyra. Kíktu á úrvalið í Kokku eða á
kokka.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Prins Póló fagn-
ar 10 ára afmæli á þessu ári og gef-
ur af því tilefni út 17 laga safnskífu
sem ber titilinn TÚRBÓ. Skífan
kom út í gær, föstudaginn 21. júní,
og hefur að geyma „nokkur af
skárri lögum Prinsins í upp-
trekktum dansútgáfum“, eins og
prinsinn lýsir því sjálfur. Hann seg-
ir betri helminginn í þess-
um útgáfum vera Árna
Rúnar Hlöðversson sem
jafnan er kenndur við
gleðisveitina FM Belfast en
Árni útsetti lögin fyrir
„dansflór“. Hafa prinsinn
og Árni leikið umrædd lög
á tónleikum undanfarin misseri.
TÚRBÓ var hljóðrituð „live“, þ.e.
með lifandi tónlistarleik og söng, í
maraþonlotu í Berlín fyrr á árinu og
Axel Flex Árnason sá um hljóðritun
og áslátt. Platan mun ekki koma út í
áþreifanlegu formi, aðeins á netinu
og á tónlistarveitum, þeirra á meðal
Spotify.
Var svona líka til í tuskið
Morgunblaðið spurði prinsinn
hvort hann væri til í að svara
nokkrum spurningum um TÚRBÓ
og svaraði hann um hæl og hress að
vanda: „Það held ég nú!“
–17 lög í upptrekktum dans-
útgáfum, hvers vegna?
„Þetta kom til í gegnum vinskap
okkar Árna Rúnars. Prinsinn hefur
oft daðrað við dansflórinn en stund-
um hefur vantað herslumuninn, að
ganga alla leið í harðkjarnadiskó-
pollinn. Ég spurði Árna einhvern
tíma í rælni hvort hann væri til í að
vinna með mér tónleikaútgáfu af
Prins Póló og átti von á því að hann
myndi segja nei. En hann var svona
líka til í tuskið og við settumst niður
og hófumst handa við að gera þess-
ar útgáfur. Svo fórum við að flytja
þetta á tónleikum og fólk virtist
skemmta sér ágætlega og
skildi jafnan eftir sig
blautan dansflórinn. Við
áttum líka mjög auðvelt
með að fara út úr lík-
amanum á sviðinu og urð-
um frekar háðir þessu
efni.“
–Hversu upptrekktar eru þessar
útgáfur?
„Það er allur gangur á því. Sum-
um lögunum dugar einn snúningur
meðan önnur eru alveg trekkt í
botn,“ svarar prinsinn.
Finna algleymið
–Nú hafa lög prinsins mörg hver
verið mjög dansvæn en kannski
meira „hliðar saman hliðar“-
danslög. Hvernig dans skal stíga við
þessar útgáfur?
„„Fara-út-úr-líkamanum“-
dansinn hefur komið best út. Bara
loka augunum og finna algleymið.
Hirðin lítur ekki á dans sem sýn-
ingu heldur leið til að frelsa bældar
tilfinningar.“
–Skífan var hljóðrituð „live“ í
maraþonlotu í Berlín, eins og þú
lýsir því í tölvupósti, hvernig stóð á
því og hvar í Berlín var hljóðritað?
„Þannig er nú mál með vexti að
Axel Flex Árnason, yfirhljóðmeist-
ari hirðarinnar, er búsettur í Berlín.
Það var annaðhvort að fá hann
hingað til lands eða fara út til hans.
Það varð úr að við Árni fundum
glufu í vetur til að fara út til Berl-
ínar þar sem við settum upp tón-
leika í Stúdíói Reflex þar sem við
fluttum þessi lög í einni lotu. Ref-
lex-hljóðverið er í Marzhan-
hverfinu í Berlín en skammt frá má
finna eitt af magnaðari hofum
Mammons, Dong Xuan Center, einn
af þessum földu gullmolum Berl-
ínar,“ segir prinsinn.
Afmælisrit, safnplata
og jafnvel jólaplata
–Á að fagna þessu afmæli með
öðrum hætti?
„Já, það er eitt og annað í píp-
unum. Ég er að vinna í að koma
saman afmælisriti um Prins Póló
sem verður gefið út af Forlaginu í
haust. Það verður grafísk upprifjun
á sögu prinsins með safni af textum
og hugleiðingum frá prinsinum
sjálfum og þeim sem standa honum
nærri. Samhliða þessari bókaútgáfu
ætla ég að gefa út aðra safnplötu
þar sem lög prinsins eru útsett í há-
tíðarbúning. Það er afrakstur vinnu
sem prinsinn fór í ásamt Benna
Hemm Hemm og síðan hafa fleiri
öðlingar bæst í þann hóp. Það má
líka búast við því að prinsinn ljúki
þessu með því að gefa út jólaplötu
til að kóróna afmælisárið.“
Afslappaðir Prinsinn og samverkamaður hans Árni Rúnar Hlöðversson, jafnan kenndur við gleðisveitina FM Belfast.
Hirðin lítur ekki á dans sem sýningu
Prins Póló á 10 ára afmæli Gefur
út valin lög útsett fyrir „dansflór“
Boðið verður upp á leiklestur með
tónlistarflutningi í Hlöðunni á Kvos-
læk í Fljótshlíð á morgun, sunnudag,
kl. 15 en þá munu leikararnir Bryn-
hildur Guðjónsdóttir, Arnar Jóns-
son, Ragnheiður Steindórsdóttir og
Þór Tulinius flytja valda kafla úr
þýðingu Rutar Ingólfsdóttur á bók
franska skáldsins Raymond Que-
neau, Stílæfingar.
Bókin kom fyrst út hjá Gallimard-
útgáfunni 1947 og hefur margoft
verið gefin út síðan, síðast 2012,
enda bókin mikið lesin í Frakklandi
og hefur einnig verið notuð í
kennslu, að því er fram kemur í til-
kynningu.
Forlagið Ugla gefur þýðingu Rut-
ar út og er íslenska 36. tungumálið
sem bókin er þýdd á.
„Stílæfingar Queneaus eru þekkt-
ar um heim allan, en í stílæfingunum
segir höfundurinn litla sögu á níutíu
og níu vegu. Þar leikur hann sér að
mismunandi stíl, upphöfnum, lág-
kúrulegum, ljóðformum, orða-
leikjum, stafabrengli svo fátt eitt sé
nefnt,“ segir í tilkynningu.
Sveinn Einarsson leikstýrir flutn-
ingnum og milli kafla leika klarín-
ettuleikararnir Einar Jóhannesson
og Sigurður I. Snorrason og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
létta skemmtitónlist sem franska
tónskáldið Louis Dunoyer de Segon-
zac samdi til flutnings með verkinu
árið 2008.
Leiklesturinn hefst kl. 15 og tekur
um klukkustund. Boðið verður upp á
kaffi að lestri loknum.
Aðgöngumiðar eru seldir við inn-
ganginn og kosta 2.000 kr.
Stílæfingar í Hlöðunni
Morgunblaðið/Hari
Fjarsýni? Frá æfingu listamanna á leiklestri og tónlistarflutningi í Listaháskóla Íslands fyrr í vikunni. Eitthvað
virðist fjarsýnin vera að hrjá leikarann Þór Tulinius en auk hans eru á myndinni Brynhildur Guðjónsdóttir, Arnar
Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Einar Jóhannesson og fyrir aftan þau glittir í Svein Einarsson.
Leiklestur á þýðingu Rutar Ingólfsdóttur á bók Raymond
Queneau á Kvoslæk á morgun Tónlist leikin milli kafla