Morgunblaðið - 22.06.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 22.06.2019, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 ✝ Freyja KristínLeifsdóttir fæddist 7. janúar 1962 á Húsavík. Hún lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 16. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin El- ísabet Guðlaug Vigfúsdóttir og Leifur Þór Jósefs- son sem bæði eru látin. Hún var 4. í röð fimm systkina sem eru í aldursröð Vigfús Þór, Gunnar Hafþór, sem lést 2005, Heimir, Freyja Kristín og Lovísa. Freyja ólst upp í foreldra- húsum að Fossvöllum 14 á Húsavík fyrir utan eitt ár þegar for- eldrar hennar bjuggu í Sand- gerði. Freyja fór hefð- bundna leið í skólagöngu í Barnaskóla Húsa- víkur og Gagn- fræðaskóla Húsa- víkur. Börn og ungviði voru henni alla tíð kær og fór hún snemma að vinna við barnapössun. Freyja vann í nokkurn tíma í Brauðgerð KÞ á Húsavík. Þeg- ar hún flutti í Mývatnssveit starfaði hún í leikskólum í sveitinni um langt árabil og vann þar á meðan hún hafði starfsþrek til. Árið 1984 flutti Freyja í Grænavatn í Mývatnssveit þar sem hún bjó síðan með eig- inmanni sínum, Jóni Haraldi Helgasyni, sem er fæddur þar og uppalinn. Þau byggðu þar íbúðarhús og stunduðu búskap með for- eldrum Haraldar og tóku síðar alfarið við búinu. Börn Haraldar og Freyju: Einar Már Haraldsson, f. 1985, sambýliskona Sigrún Arna Jónsdóttir. Anna Björk Haralds- dóttir, f. 1987, eiginmaður Pet- er Martin Røder, börn þeirra Jóhann Önnuson Røder, f. 2015, og Theodór Önnuson Røder, f. 2019. Kristinn Björn Haralds- son, f. 1991, sambýliskona Kar- en Ósk Kristjánsdóttir. Friðrik Páll Haraldsson, f. 1999. Útför Freyju fer fram frá Skútustaðakirkju í dag, 22. júní 2019, klukkan 14. Undanfarið hafa ástvinir elskulegrar svilkonu minnar fylgst með skaflinum í Dag- málalág í Húsavíkurfjalli hverfa smám saman. Elsku Freyja hvarf okkur einnig smám saman og laut í lægra haldi á undan skaflinum. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 16. júní sl. eftir erfið veikindi. Fyrir 23 árum varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast pilti frá Grænavatni í Mývatns- sveit. Honum fylgdu þrír dásamlegir mágar og þrjár yndislegar svilkonur. Freyja var ein þeirra og var sú fyrsta sem ég hitti. Árni minn fór með mig í bíltúr á æskuslóðir sínar og enduðum við í kaffi hjá Harra og Freyju. Mér var strax tekið opnum örmum og sátum við góða stund við eld- húsborðið hjá þeim hjónum. Ljúfar stundir við eldhúsborðið urðu óteljandi næstu árin þar sem við röbbuðum um lífið og tilveruna og svo þróaðist heim- sóknin gjarnan út í það að þeir bræður ræddu bíla og vélar en við svilkonur um börnin okkar og síðar barnabörn. Harri og Freyja voru gríðarlega sam- taka hjón og varla hægt að minnast á annað án þess að nefna hitt í sömu andrá. Þeim var umhugað um velferð barna sinna og héldu þétt utan um hópinn sinn. Fyrir rúmum þremur árum bættist Jóhann litli í hópinn og sá Freyja ekki sólina fyrir honum. Hún elskaði að tala um hann og segja sögur af honum. Í apríl sl. fæddist svo Theodór litli og auðnaðist honum að hitta ömmu Freyju um stund. Freyja var einstak- lega barngóð og sýndi ávallt börnum og barnabörnum okkar hinna mikinn áhuga. Börnin í Mývatnssveit fengu einnig not- ið kærleika hennar, en hún starfaði á leikskólanum í sveit- inni meðan heilsan leyfði. Freyja barðist hetjulega við krabbamein og gerði það af miklu æðruleysi. Hún ætlaði sér sigur í þeirri baráttu en því miður hafði sjúkdómurinn bet- ur. Ég upplifði baráttuanda hennar m.a. þegar ég fylgdi henni í jáeindaskannann sem þá var í Kaupmannahöfn. Þetta var bara verkefni sem þurfti að ljúka og eftir rannsóknina vildi hún gera eitthvað skemmtilegt. Við röltum um, fengum okkur kirsuber og hvítvínsglas og enduðum svo á smá búðarápi. Á ákveðnum tímapunkti í undir- búningi rannsóknarinnar átti Freyja að vera alveg kyrr, ekki tala og ég mátti ekki tala við hana. Þarna sagði hún í gríni að hún væri kannski ekki alveg með rétta fylgdarmanninn. Við hlógum mikið að þessu eftir á. Í veikindum Freyju þegar hún var nánast hætt að geta tjáð sig, sat ég oft hjá henni og lof- aði að ég skyldi ekki þreyta hana með tali. Ég fékk oft bros og jafnvel hlátur við þessi orð mín. Freyju var margt til lista lagt. Hún var mikil hannyrða- og föndurkona. Sjálf á ég fal- lega sokka með kindamynstri sem hún prjónaði. Hún var jafnframt mjög góður ljós- myndari og liggja eftir hana margar fallegar myndir. Það er mjög skrýtið að geta ekki lengur sagt: „Eigum við að kíkja í kaffi til Harra og Freyju?“ Það verður afskap- lega tómlegt við eldhúsborðið á Grænavatni án hennar. Elsku Harri, börn, tengda- börn, barnabörn og aðrir ást- vinir. Minningin um yndislegu Freyju mun lifa í hjörtum okk- ar allra um ókomna tíð. Blessuð sé minning elsku- legrar svilkonu minnar. Kristín List Malmberg. Freyja Kristín Leifsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og falleg orð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SÆMUNDAR REIMARS GUNNARSSONAR Strandvegi 19, Garðabæ, sem lést 7. maí. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og innkirtladeild Landspítalans í Fossvogi Þórunn Jónsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR SIGURÐSSONAR vélstjóra og svæðanuddara. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á 2. hæð norður á hjúkrunarheimilinu Mörkinni, Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík, fyrir einstaka umönnun og hlýhug í hans garð og okkar þann tíma sem hann dvaldi þar. Ásta Harðardóttir Björn Helgason Ingólfur Harðarson Berglind Líney Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, INGIBJARGAR ST. KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Sigurþór Jóhannesson Árný Ásgeirsdóttir Kristrún Jóhannesdóttir Unnur, Erla, Eva, Albert og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæru SVÖVU STEFÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landspítalans á deildum 11E, 11G og 12E og heimahlynningu Heru. Sveinn Einarsson Rúnar Erlingsson Arna Margrét Erlingsdóttir Guðný Soffía Erlingsdóttir Ragnar Þór Erlingsson Íris Erlingsdóttir Sigríður Hellen Sveinsdóttir Hjördís Erla Sveinsdóttir Páll Baldvin Sveinsson Geir Grétar Sveinsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför ADAMS ÞÓRS ÞORGEIRSSONAR, Háholti 5, Akranesi, sem lést miðvikudaginn 5. júní. Sérstakar þakkir til heimaþjónustu Akraneskaupstaðar og starfsfólks deildar A3, Sjúkrahúsi Akraness. Ólöf Erna Adamsdóttir Hreinn Haraldsson Friðrik Adamsson Lise Dandanell Auður Adamsdóttir Gunnlaugur V. Snævarr Þorgeir Adamsson Hrönn Hilmarsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR GEIR TRYGGVASON skipasmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 11. júní. Að ósk Ragnars fór útförin fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar samúð og hlýjar kveðjur frá ættingjum og vinum. Erna Björk Guðmundsdóttir Rakel Ragnarsdóttir Pálmi Guðmundsson Ragna Björk Ragnarsdóttir Bragi Björnsson Sigurgeir Ragnarsson Sólveig Thelma Einarsdóttir og barnabörn Innnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útör okkar ástkæra GÍSLA KRISTJÁNSSONAR HEIMISSONAR verkfræðings, sem lést fimmtudaginn 6. júní 2019. María Gísladóttir Þorgerður Ragnarsdóttir María, Grímur og Ragnar Gíslabörn Elskulegur frændi okkar, KRISTJÁN EIRÍKSSON, fv. framkvæmdastjóri, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. júní. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 27. júní klukkan 15. Eiríkur Magnússon Hlín Magnúsdóttir Kristín Jónsdóttir Óskar Pálsson Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐLAUGAR HINRIKSDÓTTUR Starfsfólki heimahjúkrunar, Sjúkrahúss Akraness og Dvalarheimilisins Höfða sendum við hlýjar kveðjur og þakkir. Börn, tengdabörn og ömmubörn Okkar ástkæri, KRISTINN V. MAGNÚSSON, Grundargarði 6, Húsavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 28. júní klukkan 13. Hjördís Árnadóttir Inga Elín, Jóna Margrét, Ingvar, Dagný, Einar Víðir, Ásbjörn, Heimir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA R. SIGURJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Kársnesbraut 65, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju 24. júní klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Jón Rúnar Hartmannsson Unnsteinn Gísli Oddsson Þórdís Sigríður Hannesdóttir Linda Kristín Oddsdóttir Sigmar Eðvarðsson Sigdís Hrund Oddsdóttir Viðar Már Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.