Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fram kom í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn að Reitir og Mosfells- bær hefðu undirritað viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu at- vinnusvæðis í landi Blikastaða í Mos- fellsbæ. Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vestur- landsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Reitir fasteigna- félag er stærsta félagið í útleigu at- vinnuhúsnæðis á Íslandi. Í landi Blikastaða er einnig afar verðmætt byggingarland, sem ætlað er undir íbúðahverfi í framtíðinni. Um er að ræða alls 95 hektara lands á frábærum stað í Mosfellsbæ, á mörkum hans og Reykjavíkur. Landey ehf. er eigandi þessa áhugaverða byggingarlands. Land- ey var stofnað árið 2009 utan um fullnustueignir Arion banka. Sjóður í rekstri Stefnis, SRL slhf., keypti 100% hlut í Landey árið 2018. Er bankinn eini hluthafi sjóðsins, enn sem komið er. Hins vegar er stefnan sú að selja meirihluta sjóðsins til fagfjárfesta á komandi árum, að því er Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Landeyjar, tjáði Morgunblaðinu. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið enn sem komið er. „Hins vegar er það von okkar að íbúðauppbygging muni eiga sér stað þar á komandi árum,“ segir Þor- gerður Arna. Ekki er ljóst hve marg- ar íbúðir mætti byggja á þessu landi, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Er stærsta eign Landeyjar Verðmat liggur fyrir en er ekki gefið upp að svo stöddu, að sögn Þor- gerðar. Hins vegar sé hægt að lesa í ársreikningi félagsins að fjárfesting- areignir þess samanstanda af Blika- staðalandi, Bygggörðum á Seltjarn- arnesi og Arnarneshálsi í Garðabæ, auk lóða við Þrastarhöfða í Mos- fellsbæ. Eignirnar eru bókfærðar á rúmlega 6,5 milljarða króna í árslok 2018 en Blikastaðaland er stærsta fjárfestingareign Landeyjar. „Mikil tækifæri felast í uppbygg- ingu mannvænnar og sjálfbærrar byggðar á Blikastaðalandi í takti við innleiðingu á borgarlínu á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Þorgerður Arna. „Helstu gæði Blikastaðalands eru nálægð við fallega og ósnortna náttúru en landið liggur neðan Vest- urlandsvegar á milli útivistarperl- unnar Úlfarsfells og Úlfarsár, sem er hverfisvernduð þar sem hún renn- ur í Blikastaðakró. Þessi náttúru- gæði eru sérstaða Mosfellsbæjar og gera bæinn eftirsóttan stað til bú- setu. Það er því ákveðin áskorun að tvinna borgarlínuna og nýja byggð saman við náttúru svæðisins með þeim hætti að til verði hágæða bæj- arhluti á þessum fallega stað.“ Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að Blikastaða- landið sé mjög verðmætt og spenn- andi byggingarland. Ekki sé byrjað að skipuleggja íbúðabyggð á landinu. Hins vegar hafi átt sér stað viðræður milli bæj- arins og Landeyjar (Stefnis) en eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar enn sem komið er. Haraldur segir að uppbygging hverfis í Leirvogstungu sé langt komin og eftir sé að byggja fjóra áfanga í Helgafellslandi, alls 3-400 íbúðir. „Það kemur að því fyrr en seinna að Blikastaðalandið verði skipulagt,“ segir Haraldur. Mikil íbúafjölgun hefur verið í Mosfellsbæ síðustu misserin og er íbúatalan að nálgast 12.000. Byggingarland á besta stað  Kemur að því fyrr en seinna að 95 hektarar af Blikastaðalandi í Mosfellsbæ verði skipulagðir  Landey ehf. er eigandi landsins og eru viðræður hafnar við bæinn  Náttúrufegurð er mikil Ljósmynd/Landey Blikastaðalandið „Áskorun að tvinna borgarlínuna og nýja byggð saman við náttúru svæðisins með þeim hætti að til verði hágæða bæjarhluti.“ Þorgerður Arna Einarsdóttir Haraldur Sverrisson Blikastaðir hafa trúlega verið teknir í ábúð snemma á miðöld- um en þeirra er fyrst getið í mál- daga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar stendur að kirkj- an og staðurinn í Viðey eigi land á „Blackastoðum“. Næst er Blika- staða getið í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1313. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1704 er jörðin nefnd Blikastader og þá enn í konungseign. Árið 1908 fluttist Magnús Þor- láksson, bróðir Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, ásamt fjöl- skyldu sinni frá Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu til Blikastaða og hóf þar búskap. Magnús bjó á jörðinni til dauðadags árið 1942 en þá tóku við dóttir hans, Helga, sem búið hafði á staðnum frá tveggja ára aldri, og maður henn- ar Sigsteinn Pálsson. Stunduðu þau aðallega kúabúskap til ársins 1973 en þá voru á jörðinni 60 mjólkurkýr og samtals 90 gripir í fjósi. Börn Helgu og Sigsteins höfðu ekki hug á því að halda áfram bú- skap á Blikastöðum. Það varð úr í Reykjavík. Því varð ekkert af kaupunum. Jörðin komst síðar í eigu ým- issa félaga, svo sem Ármanns- fells, Úlfarsfells ehf., Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), Blikastaða ehf., Holtasels ehf. og Bleiksstaða ehf. Árið 2004 kynnti ÍAV áform um byggingu 2.000 íbúða á land- inu, en ekkert varð af þeim. apríl 1991 að Reykjavíkurborg keypti Blikastaði af Helgu og Sig- steini á 244,9 milljónir króna. Til- boðið var gert með fyrirvara um að Mosfellsbær félli frá forkaups- rétti sínum og að samningar tækjust milli sveitarfélaganna um breytt lögsögumörk. Mosfellsbær féll frá forkaupsréttinum en harð- neitaði að láta innlima jörðina í Blikastaðir hafa verið í eigu margra félaga KOSTAJÖRÐ SEM FÓR Í ÁBÚÐ SNEMMA Á MIÐÖLDUM Blikastaðir Landmikil kostajörð sem er í næsta nágrenni við höfuðborg landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.