Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjón- ar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kirkjukaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Lesmessa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. ÁSTJARNARKIRKJA | Sameiginleg hjólreiðamessa þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, í Garðabæ og á Álfta- nesi. Hjólað verður á milli kirkna og verður það einn liður messunnar í hverri þeirra. Messan hefst í Ástjarn- arkju kl. 10, ath. breyttan messu- tíma. Þaðan verður hjólað til Hafn- arfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar á heimasíðu kirkjunnar, www.astjarn- arkirkja.is. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg göngumessa þjóðkirkjusafnaðanna í Breiðholti. Safnast saman við Breið- holtskirkju og gengið þaðan kl. 10 að Seljakirkju þar sem messa hefst kl. 11. Ensk messa í Breiðholtskirkju kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma, org- anisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Jónsmessu- kvöld sunnudag kl. 20. Rómantísk tónlist og hugleiðing um ástina, kærleikann og lífið. Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða tónlistina. Messuþjónar að- stoða. Kvöldhressing eftir messu. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir, félagar úr Dómkórnum syngja, org- anisti er Erla Rut Káradóttir. Minni á bílastæðin við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Sameig- inlegar gönguguðsþjónustur kirkn- anna í Breiðholti: 23. júní verður gengið frá Breiðholts- kirkju kl. 10 í Seljakirkju. Guðsþjón- usta kl. 11. 30. júní verður gengið frá Seljakirkju kl. 10 í Fella- og Hólakirkju. Guðs- þjónusta kl. 11. Eftir gönguguðsþjónusturnar er boðið upp á létta hádegishressingu og síð- an er rútuferð til baka að þeirri kirkju sem gengið var frá. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Erni Arnarsyni gítarleikara. GLERÁRKIRKJA | Messa sunnudag í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Forsöngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústdóttir þjónar. Ásta Haraldsdóttir er organisti og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju sjá um tónlist. Heitt á könnunni fyrir og eftir messuna. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Karl V. Matthíasson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hjólað milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ í stað hefðbundins helgihalds. Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju og Vidal- ínskirkju kl. 10. Hóparnir hittast við Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30. Komið í Víðistaðakirkju kl. 11. Komið við í Garðakirkju kl. 11.30. Bessa- staðakirkja kl. 12.15. Haldið heim á ný kl. 12.20. Hressing á leiðinni. Í hverri kirkju er stutt helgistund. Hægt er að byrja eða hætta hvar sem er á leiðinni. All- ir velkomnir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Upphaf Alþjóðlegs orgelsumars: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11, organisti er Aðalheiður Þorsteins- dóttir, prestur er Eiríkur Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Almennur söngur við gítarund- irleik. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 20. Arngerður María Árna- dóttir organisti leikur á hljóðfæri og leiðir söng. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Athugið breyttan messutíma. Þetta verður síðasta guðsþjónustan í Laugarnes- kirkju fyrir sumarleyfi. Næsta guðs- þjónusta verður sunnudaginn 4. ágúst kl. 20. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa um kvöldið kl. 20, sr. Bára Friðriksdóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Við orgelið situr María Kristín Jóns- dóttir. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Messa 23. júní kl. 18, athugið breyttan messutíma. Séra Pétur þjónar, Krist- ján Hrannar sér um tónlistina, Petra er messugutti og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti kirkjugestum. Gúll- assúpa og spjall eftir messu. PRESTBAKKAKIRKJA Hrútafirði | Árleg sögumessa sunnudag kl. 14. Ingi Heiðmar Jónsson sagnfræðingur frá Ártúnum í Blöndudal leikur á Björgvinsorgelið nýja og stýrir söng. Meðhjálpari og hringjari er Kristín Leifs Árnadóttir djákni. Eftir messu bjóða safnaðarkonur til kaffiveitinga í safnaðarheimili. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sameiginleg gönguguðsþjónusta Breiðholtssafnaðanna þar sem geng- ið verður frá Breiðholtskirkju kl. 10 og yfir í Seljakirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Örn Magnússon leikur á orgel og fé- lagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Kaffi að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund í húsi Lyfjafræðisafnins við Nesstofu kl. 11. Sóknarprestur þjón- ar. Organistinn mætir með harm- onikkuna. Kaffiveitingar eftir athöfn. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hjólreiðamessa í Hafnarfirði og Garðabæ. Komið við í Víðistaðakirju kl. 11. Stund í kirkjunni og hressing í safnaðarsal. Sjá nánar á vidistada- kirkja.is. Morgunblaðið/Ómar Hvalfjörður Hallgrímskirkja ORÐ DAGSINS: Ríki maðurinn og Lasarus (Lúk. 16) ✝ Sigrún Sigur-geirsdóttir fæddist á Ísafirði 23. apríl 1935. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða 15. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurgeir Bjarni Halldórsson frá Minni-Bakka í Skálavík, f. 2.3. 1908, d. 31.3. 1972, og Sveinsína Björg Guð- mundsdóttir frá Tungugröf í Tröllatunguhreppi en alin upp í Bolungarvík frá 7 ára aldri, f. 17.5. 1908, d. 11.9. 1983. Sigrún var þriðja í röð tólf systkina en auk þess ólst upp á heimilinu systurdóttir hennar, Pálína K. Þórarinsdóttir. Sigrún ólst upp á Ísafirði og bjó þar allan sinn aldur fyrir utan síðasta rúman áratug sem hún bjó í Stykkishólmi ásamt eiginmanni sínum, Sigurgeir Hrólfur Jónsson, f. 31.5. 1955. Maki: Þórdís Mikaelsdóttir. Þau eiga saman tvö börn, fyrir átti Sigurgeir tvær dætur. Börn Sigrúnar sem hún eignaðist með fyrri eig- inmanni sínum, Sverri Hall- dóri Sigurðssyni, f. 6.9. 1936, d. 25.7. 1996, eru: Bjarnþór Haraldur Sverrisson, f. 3.9. 1957. Hann á tvær dætur. Sig- ríður Inga Sverrisdóttir, f. 16.7. 1959. Maki: Árni Sig- urðsson. Hún á einn son. Kol- brún Sverrisdóttir, f. 4.5. 1961. Hún á þrjú börn. Guð- mundur Bjarni Sverrisson, f. 22.9. 1965. Maki: Sakuntara Chantavong. Þau eiga einn son. Halldór Benedikt Sverr- isson, f. 15.7. 1967. Hann á einn son. Hafsteinn Sverrisson f. 13.11. 1972. Maki: Margrét Björgvinsdóttir. Þau eiga sam- an þrjú börn, fyrir átti Haf- steinn eina dóttur. Barnabörn Sigrúnar eru 21 og barnabarnabörnin 32 tals- ins, von er á fyrsta barna- barnabarnabarninu í haust. Útför Sigrúnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 22. júní 2019, klukkan 14. Gunnlaugi Valdi- marssyni, f. 20.5. 1927, d. 27.3. 2019, en hún var nýflutt aftur heim á Ísafjörð þegar hún lést. Systkini Sigrún- ar eru: Hafsteinn, f. 16.9. 1930, d. 19.4. 2012. Ingi- björg, f. 14.5. 1932, d. 6.4.1997. Sæunn Marta, f. 12.11. 1936. Garðar Ingvar, f.15.11. 1938. Helga, f. 18.2. 1940. Halldór, f. 7.2.1943. Margrét, f. 23.8. 1944. Lilja, f. 3.3. 1946. Haf- þór, f. 28.6. 1949, d. 27.5. 2006. Sveinsína Sigurveig, f. 13.7. 1950. Hörður Bergmann, f. 23.7. 1936, d. 5.12. 1998. Börn Sigrúnar sem hún eignaðist með Jóni Gunnari Sigfúsi Björgúlfssyni, f. 29.9. 1931, d. 19.4. 1971, eru: Sveinsína Björg Jónsdóttir, f. 10.12. 1953. Hún á fimm börn. Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson) Elsku hjartans mamma mín hefur kvatt þennan heim, hún var langt frá því að vera tilbúin í þá ferð í huganum en skrokk- urinn sannarlega hvíldinni feg- inn. Nýliðið ár var henni eitt það erfiðasta í hennar lífi, hún missti ástina sína, manninn sem bar hana á höndum sér og vakti yfir velferð hennar og okkar. Að auki þurfti hún að horfast í augu við það að geta ekki leng- ur haldið heimili á Dvalarheim- ilinu í Hólminum. Þetta var henni erfitt enda hún ættmóðirin vön að standa sína plikt en hún stóð svo sann- arlega ekki ein þegar á reyndi frekar en fyrri daginn enda fólkið úr Vallaborginni þekkt fyrir að standa saman utan vall- ar sem innan. Hún tók ákvörð- un, bjó sig til heimferðar heim í fjörðinn sinn fallega og sótti fast að taka með það mikilvæg- asta, manninn sem hún elskaði, hann skyldi hvíla þar sem hún gæti vitjað hans. Síðustu vikur voru eins og í fallegri ástar- sögu, sögunni hennar mömmu og Gulla. En mamma mín var ekki alveg tilbúin í lokakaflann, á því áttaði ég mig fljótlega, hún var gömul sjómannskona, vön að stýra stóru heimili og nú var hún komin heim. Hug- urinn bar hana í erfiðleikunum miklu meira en hálfa leið og nú var hún komin að taka upp þráðinn og gera gagn. Það gerði hún svo sannar- lega, þó hún væri farin að heilsu þá var mín kona ákveðin, hún gæti þetta sjálf, ekkert kjaftæði. Færum við yfir strik- ið að reyna að létta henni lífið, viðruðum hugmyndir eins og hjólastól, sjúkrarúm og álíka þægindi þá setti hún upp svip- inn sem dugði á okkur sem börn og sagði: „Kolbrún stopp!“, hélt svo áfram og sagði með blíðum róm: „Hvað segir þú, Gummi minn,“ þá þekkti Kolbrún hennar sinn vitjunar- tíma og þagði. En undanfarnar vikur hafa ekki bara verið hlaðnar erfiði, þær hafa líka verið fullar af gleði og ómældri ást og hlýju, ótrúlegasta fólk fylkti sér að baki gömlu ættmóðurinni, um- vafði hana og tók að sér það hlutverk sem hið opinbera hefði átt að vera í forsvari fyrir, hér var öllu tjaldað til og sett upp ígildi hjúkrunarheimilis og rað- að á vaktir. Á þessum vöktum voru það litlu systur hennar Lilja, Sína Veiga og Palla ásamt elsku Noy sem gripu keflið og voru alltaf til taks. Helga frænka, gamla hjúkrun- arkonan, kom svo og var þeim til halds og trausts. Á okkar hjúkrunarheimili var vakað frameftir, hlegið, sagðar sögur, skálað í sérríi og allt sem hug- urinn girnist. „Eins og á Eyri, mamma mín.“ Hjá okkur voru heimsóknar- og símatími allan daginn þar sem börnin og barnabörnin hringdu og pöss- uðu upp á þig og komu, hjálp- uðu og styttu þér stundir þegar þau gátu. En okkur þraut líka ráð og þá var gott að geta leit- að hjálpar hjá yndislegu starfs- fólki Hvest sem greip okkur og tók við keflinu. Öllu þessu fólki færum við okkar innilegustu þakkir fyrir hvað þið voruð góð við hana mömmu okkar, elsku mamma, takk fyrir okkur, Guð geymi þig, þú varst best. Ástarkveðja, þín Meira: mbl.is/minningar Kolbrún. Elsku amma mín það er svo skrýtið að hugsa til þess að á stuttum tíma séuð þið bæði far- in, þú og Gulli afi. Í hugann streyma fram minningar, þar ber hæst að ég fæddist á afmælisdaginn þinn og eins og þú á Sumardaginn fyrsta, það tengdi okkur á viss- an hátt, við vorum bæði í nauts- merkinu og ég held að þrjóskan sem stundum þvælist fyrir mér sé kannski genatískt frá þér, nema þú varst þrjóskari. Ég hugsa til þess hvað ég var heppinn að eiga þig fyrir ömmu, þú varst ótrúlega dug- leg að láta mann finna að mað- ur skipti máli. Mitt fyrsta laun- aða starf í lífinu var undir þinni handleiðslu, þá bárum við Moggann út saman, þú hélst á töskunni, stjórnaðir verkinu og lést mig hlaupa með blöðin. Þessu fylgdi mikil ábyrgð og eitt sinn var okkur boðið á af- mælisfagnað á Hótelinu í boði Moggans. Boðið var upp á góð- ar veitingar og fullorðna fólkinu var boðið upp á léttvín með matnum og hvað gerði hún amma mín þá, jú hún snerti ekki vínið, hugsanlega hefði hún þegið það ef hún hefði ver- ið ein en hún var með barna- barnið með sér og þetta fannst henni ekki viðeigandi, hún var fyrirmynd, því yrði ekki breytt, ekki einu sinni fyrir Moggann. Þessi saga og þegar þú labb- aðir með mig lítinn í kerrunni og þurftir að stoppa til að ég gæti skriðið undir og gert við kerruna, á miðri stétt, lifir í minningunni. Þessa sögu hef ég heyrt skemmtilega oft nú seinni ár. Þú mátt eiga það amma mín að þú varst dugleg að hvetja, við vorum öll svo mikilvæg í þínu lífi, hvaða hlutverki sem við gegndum í lífinu vorum við alltaf best. Ef þér voru falin verkefni þá þurftir þú að leysa fljótt og vel úr þeim, stundum kom þrjósk- an þér til góða en gat líka þvælst fyrir þér, þú varst ekki kona sem gafst upp. Til marks um það þegar læknirinn setti þig í þolpróf og varst sett á þrekhjól, síðan endaðir þú á gjörgæslu. Þegar ég spurði þig afhverju þú hafir ekki hætt að hjóla þegar þú fórst að finna til, sagðir þú „nú ég var í prófi maður, auðvitað þurfti ég að klára“. Elsku hjartans amma mín, síðasta samtal okkar sem við áttum saman var í myndsímtali, þar sem Katrín Rós var að sýna þér afmælisgjafirnar sínar og þakka fyrir sig. Þrátt fyrir veikindi var alltaf stutt í húm- orinn og brosið. Þannig vil ég muna þig amma mín. Takk fyrir allt og góða ferð. Hörður Sævar og Katrín Rós. Nú ertu farin, elsku Lalla mín. Þig ég kveð með söknuði í hjarta. Það er alltaf sárt að kveðja, en minningarnar um þig eru margar og góðar. Þú hefur alltaf verið einstaklega góð- hjörtuð, góðmennska þín og hjálpsemi gáfu mér og fleirum mikið. Það hefur alltaf verið svo gott að vera í kringum þig og ég gat alltaf leitað til þín, alveg sama hvernig ástand mitt var þá kom ég alltaf að opnum dyr- um hjá þér. Þú studdir mig áfram með jákvæðni þinni og góðmennsku sem ég er mjög þakklátur fyrir og gleymi aldr- ei. Þú varst okkur svo mikilvæg, það var alltaf leitað til þín ef það þurfti að redda einhverju og þú reddaðir öllu, alveg sama hvað það var. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa haft þig í lífi mínu, elsku Lalla mín. Þín verður sárt saknað. Ég elska þig. Kveð ég þig og sendi um leið samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Sigurgeir Bjarni Árnason. Elsku hjartans Lalla amma og langamma. Ég var of langt í burtu Örlögin tóku þátt í því. Margt á ég þér að þakka Lífsins speki, kærleika og þor. Guð einn veit, hvert framtíðin mig leiðir Lífið ekki svo gegnsætt er. En ég treysti á það, að farsælt verði Því vernd frá þér mun fylgja mér. Eitt lítið knús, elsku amma Áður en þú ferð Nú við erum komin til að kveðja Við komum aldrei framar í faðminn þinn. Á meðan sólargeislar fegra fjörðinn þinn Ég finn og feta veginn minn. Dyrnar opnar sumarhöllin Og í faðm sinn Gulli dregur þig þar inn Ég þakkir sendi þér, elsku amma Þetta er kveðjan mín Ég mun ganga á þessum vegi þeim sem þú sýndir mér Uns hittumst við á ný. (Byggt á texta Einars Georgs Einarssonar) Sigrún Kapitola og börn. Sigrún Sigurgeirsdóttir Messur á morgun Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.