Morgunblaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
s 570 4800
gimli@gimli.is
www.gimli.is
Tunguvegur 17, 108 Reykjavík 118 m2
Elín Urður Hrafnberg löggiltur fasteignasali – elin@gimli.is
Björt og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á miðhæð í þríbýlishúsi með
bílskúr. Íbúðin er skráð 84,3 fm og bílskúr 33,7 fm, samtals 118 fm. Íbúðin
skiptist í eldhús, stofu, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. 49.900.000 kr.
Hafið samband við Elínu Urði til að bóka skoðun s 690 2602,
eða elin@gimli.is
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Líklega finnst mér best að vera ein
heima og skrifa bækur. En ég veit
líka að ferðir og samræður eru örv-
andi og ég finn að það gerir mér
mjög gott að vera komin hingað.
Hingað norður,“ segir breska skáld-
ið Lavinia Greenlaw. Hún er ein
þriggja skálda sem eru stödd hér á
landi og tóku í gær og taka aftur í
dag þátt í viðburðum sem fjalla um
tengsl Bretlandseyja og Íslands í
gegnum skáldskap og ferðir Bret-
landseyjaskálda norður á bóginn.
Ljóðakver með verkum þeirra allra á
íslensku koma út í dag, gefin út af
forlaginu Dimmu, með vönduðum
þýðingum eftir Magnús Sigurðsson,
Sjón og Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Greenlaw hefur á undanförnum
áratugum verið í fremstu röð
breskra skálda en auk ljóða hefur
hún samið skáldsögur, óperutexta og
útvarpsleikrit. Eitt umtalaðasta verk
hennar er bókin Questions of Travel,
frá 2011, þar sem hún kallast á við
valin brot úr dagbókum Williams
Morris úr Íslandsferðum hans árin
1871 og 1873, en dagbækurnar komu
út á íslensku árið 1975.
Blaðamaður hreifst mjög af
Questions of Travel þegar bókin kom
út, af persónulegum tökum Green-
law í vali úr dagbókarfærslum höf-
undarins og hönnuðarins kunna, sem
hún tengir með stuttum ljóðrænum
textum sínum. Hvers vegna valdi
hún að vinna með þessar dagbækur?
„Þegar ég byrjaði að lesa Íslands-
dagbækur Morris heillaði það mig
hversu ólíkar þær eru öllu öðru sem
hann skrifaði,“ svarar hún. „Mér
þykja flest hans skrif frábær og
heillandi, en svolítið yfirþyrmandi –
en í dagbókunum er eitthvað sem er
útpælt en jafnframt opið.
Þegar ég fór að lesa dagbækurnar
sá ég hvað landslagið og það að koma
hingað var honum mikilvægt. Morris
sagðist halda hingað vegna ástar
sinnar á Íslendingasögunum en ferð-
in gaf honum í raun tækifæri til að
komast frá vandamálunum sem voru
í hjónabandi hans.“
Ólýsanlegt landslag
Greenlaw segist hafa setið í Brit-
ish Library yfir handriti Morris að
Íslandsdagbókunum og þótt merki-
leg að sjá að þessi þekkti listamaður
teiknaði varla svo nokkru næmi í
hana myndir. „Hann hins vegar lýsir
frábærlega því sem ber fyrir augu.
Þegar maður kemur hingað til Ís-
lands þá áttar maður sig á því að það
er eitthvað alveg ólýsanlegt við
landslagið, það teygir á orðaforð-
anum og hugmyndafluginu. Og
Morris var nógu opinn og hug-
myndaríkur til að leyfa því að gerast,
svo hann notar til að mynda stundum
„ljótt“ orðfæri, orð sem hann myndi
varla nota annars staðar. Þegar ég
ferðaðist með dagbók Morris um Ís-
land fannst mér landið vera ná-
kvæmlega eins og hann lýsir því.
Eins og Morris þá hef ég staðið mig
að því hér úti í náttúrunni að hætta
bara að tala eða gera nokkurn hlut
annan en bara stara.“
Greenlaw heimsótti Ísland fyrst
þegar hún vann að Questions of Tra-
vel en það var um hávetur.
„Og ég er heilluð af norðrinu,“
segir hún með þungri áherslu og hef-
ur farið í fleiri ferðir til norrænna
landa. „Mér finnst ég hvergi hafa
verið hamingjusamari en á norður-
hjaranum um hávetur.
Ég á erfitt með að útskýra hvað
það er við norðrið sem togar af svo
miklum krafti í mig en það er eitt-
hvað í blóðinu. Það hefur líka eitt-
hvað um lundarfar mitt að segja og
svo tengist allt sem ég skrifa birtu á
einhvern hátt. Hinar sífelldu breyt-
ingar, víðáttan og flæðið sem ein-
kennir norðrið heilla mig og róa.
Ég er ekki mjög hugdjarfur ferða-
langur en líður hins vegar hvergi
betur en úti í náttúrunni.“
Hyggjuvitið tók yfir
Þegar Greenlaw byrjaði að vinna
með Íslandsdagbækur Morris ætlaði
hún fyrst bara að undirbúa textann
fyrir nýja útgáfu á hefðbundinn hátt
með inngangi. „En svo sé ég strax að
Morris var ekki viss um það hvað
hann væri að gera og mér fannst það
heillandi. Hann telur sig vera að
skrifa dagbók en í rauninni er hann
að skrifa um hvað það þýðir að fara í
burtu. Ég byrjaði þá að taka út frasa
og kafla sem hrifu mig og skrifaði
um þá. Hyggjuvitið tók bara yfir og
ég fór að hugsa um samband minna
hugsana og texta Morris. Ég trufla
ekki texta hans og er heldur ekki að
ávarpa hann, en við erum að tala um
sömu hlutina.“
Hún segir að Íslandsdagbækur
Morris séu því miður ekki vel þekkt-
ar í Bretlandi í dag. Þær hafa verið
gefnar nokkrum sinnum út en ekki í
nokkra áratugi. „Mig dreymdi því
um að þessi bók mín næði til sem
flestra lesenda og ég vildi að hún
væri um Ísland og um ferðalög, ekki
bara um Morris og það sem hann
fékkst við.
Ég vildi líka að þetta væri eins og
ljóðabók sem hægt er að taka upp og
lesa hvar sem manni sýnist.“
Mætir ungu skáldi í þýðingum
Greenlaw segir erfitt að skilgreina
skrif sín. „Fyrir um 15 árum byrjaði
ég að skrifa óvenjulegar bækur. Ég
skrifaði til dæmis um tónlist og upp-
vöxt minn bók sem er erfitt að skil-
greina, minningabók sem er byggð
eins og ljóðaflokkur.
Á seinni hluta rithöfundarferilsins
hef ég lagt fyrir róða allar hug-
myndir um niðurnjörvaðar bók-
menntastefnur,“ segir hún og brosir.
„Bækur mínar flokkast afar illa en
ég er fyrst og fremst ljóðskáld.“
Fyrir framan okkur liggur bókin
Kennsl, hið splunkunýja úrval ljóða
hennar sem Magnús Sigurðsson hef-
ur þýtt. Hún blaðar í tvímála bókinni
og segir Magnús hafa að mestu valið
ljóðin enda hafi hann þurft að meta
hver væru best á íslensku.
„Það kom mér vissulega á óvart að
sjá helming ljóðanna úr bók sem er
meira en tuttugu ára gömul; mér
finnst skrýtið að mæta hér því unga
skáldi,“ segir hún og hlær. „En mér
finnst mjög spennandi að sjá ljóðin
mín komin út á íslensku, og gefin út
með svo fallegum hætti.
Ég var beðin um að velja ljóð sem
bentu til hugmynda um norðrið en
það á við um flest! Því það er lands-
lagið og andinn sem vekur mig.
En sjáðu, hér orti ég um rómantík,
nú eru það dauðinn og elegíur.
Helmingur síðustu bókar minnar
fjallar um dauða föður míns en hann
var með heilabilun. Síðustu þrjú ljóð-
in í þessari bók eru úr henni. Flest
fjalla svo um ferðir mínar til norð-
urhjarans fyrir um 15 árum.“
Greenlaw er komin hingað til
lands að lesa og segja frá verkum
sínum. Finnst henni það auðvelt?
„Fullkomið ljóð er ólýsanlegt því
það er fullkomið! Og ekkert meira
um það að segja. Að þurfa að tala um
ljóð getur verið erfitt; okkur skáld-
um finnst tungumálið erfitt við að
eiga en það dregur okkur inn í sig.
Ljóðformið er svo stórkostlegt því
þar kemst skáldið í samband við eðli
og uppruna tungumálsins. En það
tekur mann líka mörg ár að átta sig á
því hvað maður orti um. Ég sé það
hér,“ segir hún, bendir á elstu ljóðin í
Kennsl og brosir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið „Eins og Morris þá hef ég staðið mig að því hér úti í náttúrunni að hætta bara að tala eða gera
nokkurn hlut annan en bara stara,“ segir Lavinia Dreenlaw um upplifun sína af íslenskri náttúru.
„Fullkomið ljóð er ólýsanlegt“
Skáldið Lavinia Greenlaw vann rómað verk upp úr Íslandsdagbókum Williams Morris Kveðst
heilluð af norðrinu og segir það hafa mikil áhrif á skrif sín Segist skrifa illskilgreinanlegar bækur
Flæðir þegar deginum sleppir
og öll hin snæviþakta veröld
er hvorki vot né djúp, heldur upprunaleg.
Liturinn svo inngróinn, hann fellur ekki
heldur rís af hörundi mínu,
snjónum, trjánum, veginum.
Þessi blámi byggist hvorki upp né vex.
Hann er ekki líkamsvefur, ekkert
sem má snerta eða bragða né vekur hann
minningu, hvorki lithimna né slagæð,
ekki maríuvöndur, bláhjálmur né sæfífill,
ekki flöguberg, plóma, olíubrák né skot-
vopn,
ekki títan né túrkissteinn,
ekki kvikasilfur né magnesíum,
ekki fosfór, safír né álpappír,
ekki andaregg né mjólkurkanna,
ekki gallaefni, dením eða nankin,
ekki indígó, kolkrabbablek, blek,
ekki frumefni. Hin bláa andrá,
sininen hekti á tungumáli sem skortir
skyldleika en fagnar meðan nýtur
hinni blágrænu mynd. Útfjólublátt
rökkur, hærra þeim himni sem hægt er
að synda í og fljúga um – án bægslagangs.
Tími án skýjaðra markmiða,
þar sem þú gætir orðið glerið
sem þú gleyptir með kuldanum.
Magnús Sigurðsson íslenskaði.
Blátt svið
LAVINIA GREENLAW
Í tilefni Íslandsheimsóknar
skáldanna Laviniu Greenlaw,
Pauls Muldoon og Simons Armi-
tage koma út þrjú ljóðakver
með verkum þeirra undir heit-
inu Bréf til Íslands - Letters to
Iceland. Í dagskrá í Norræna
húsinu í dag, laugardag, klukk-
an 15 lesa skáldin upp og ræða
ljóðin og svara spurningum
áheyrenda. Magnús Sigurðsson,
Sigurbjörg Þrastardóttir og
Sjón, þýðendur þeirra, lesa úr
þýðingum sínum. Kynnir er Ást-
ráður Eysteinsson prófessor.
Skáldin lesa
í útgáfuhófi
BRÉF TIL ÍSLANDS