Morgunblaðið - 02.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2019
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Manduca burðarpokinn er hannaður með
það markmið að leiðarljósi að barn geti
viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kríur voru byrjaðar að bera æti í
unga sína á Stokkseyri í gær, að sögn
Jóhanns Óla Hilmarssonar, ljós-
myndara og fuglafræðings. Hann var
að koma úr hringferð um landið.
„Ég held að í heildina hafi þetta
verið nokkuð gott vor fyrir fugla og
fuglavini. Það verður spennandi að
sjá hvernig fer með lundann og aðra
sjófugla sem hefur gengið vel í vor.
Hvort þeir fá nóg æti fyrir ungana,“
sagði Jóhann Óli. „Það var mjög gott
kríuvarp á Hala- og Breiðabólstaðar-
bæjunum í Suðursveitinni þegar ég
fór þar um. Varp anda og mófugla
virðist vera í fínu standi víðast hvar.
Skúfendur og rauðhöfðaendur á Mý-
vatni voru komnar með unga í síð-
ustu viku. Mér sýnist að varp hafi al-
mennt gengið vel.“
Miklar hitasveiflur hafa verið á
Norðurlandi en Jóhanni Óla sýndist
það almennt ekki hafa haft mikil
áhrif á fuglalífið. Það vakti mesta at-
hygli í hringferð hans um landið að
óvenju lítið var af steindeplum.
„Ég held að ég hafi séð 5-6 stein-
depla í allt sumar. Það er eins og þeir
hafi ekki skilað sér í vor. Ég man að
þetta hefur gerst áður að steindepl-
ana vanti. Svo hafa þeir rétt úr kútn-
um. Mér þykir líklegt að þetta teng-
ist eitthvað vetrarstöðvum
steindepilsins sem eru í Afríku,
sunnan við Sahara-eyðimörkina. Svo
getur eitthvað hafa gerst í farflug-
inu. En það hefur enginn haft orð á
þessu opinberlega hingað til alla-
vega.
Það er hins vegar töluvert af mar-
íuerlu á landinu en hún fer á svipaðar
vetrarslóðir og steindepillinn.
Kuldinn getur haft áhrif
Ég hef tekið eftir því að svart-
fuglaungar á Langanesi eru orðnir
vel stórir sem bendir til þess að varp
þar hafi byrjað með fyrra fallinu í vor
og fyrr en síðustu ár,“ sagði Yann
Kolbeinsson, líffræðingur hjá Nátt-
úrustofu Norðausturlands. Hann
sagði að starfsmenn Náttúru-
stofunnar sinntu reglulegri vöktun á
viðkomu sjófugla í fuglabjörgum á
Langanesi, í Grímsey og víðar. Sam-
kvæmt henni verður hugað að ung-
unum í lok júlí. Síðan verður unnið úr
gögnunum í haust og vetur og þá
fyrst munu endanlegar niðurstöður
um afkomu sjófuglanna fyrir norðan í
vor liggja fyrir.
Kalt var fyrir norðan í gær. Yann
sagði að kuldinn gæti einna helst haft
áhrif á fæðuframboð fyrir ungana,
mý og þess háttar. Eins væru kuldi
og rok ekki ákjósanlegar aðstæður
fyrir nýklakta fuglsunga. Tíminn
ætti eftir að leiða í ljós hvernig fugla-
varpinu reiddi endanlega af í vor.
Gott vor fyrir fuglana
Varp virðist hafa tekist vel Lítið sést af steindepli
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Steindepill Lítið hefur sést af stein-
deplum í vor. Óvíst er hvað veldur.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Matartími Kríuungi í Litlahólma á Seltjarnarnesi var orðinn svangur og beið eftir mat sínum með opinn gogginn.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Facebook er vinsælasti samfélags-
miðillinn meðal Íslendinga, ungra
jafnt sem aldinna, og mun fleiri kon-
ur nota samfélagsmiðla en karlar.
Snapchat er í öðru sæti og næst
kemur Instagram. Þetta kemur fram
í könnunum Gallup sem fram-
kvæmdar voru í sumar.
Greint var frá því í blaði gærdags-
ins að hæst hlutfall Íslendinga notar
samfélagsmiðla, í samanburði við
EES-ríkin og aðildarríki Evrópu-
sambandsins. Um 91% Íslendinga er
skráð á samfélagsmiðla en næstir
eru Norðmenn með um 82%.
Instagram í örum vexti
Ólafur Elínarson, sviðsstjóri
markaðsrannsókna hjá Gallup, segir
að vöxtur Instagram komi hvað mest
á óvart þegar litið er á þróun und-
anfarinna ára.
„Það er áhugavert að sjá vinsældir
Instagram í notkun. Síðustu þrjú ár
hafa þær verið á miklu flugi en
Snapchat virðist vera búið að ná
ákveðnu jafnvægi,“ segir hann.
Snapchat nýtur meiri vinsælda hjá
körlum en konum meðal yngri kyn-
slóðarinnar en miðillinn er mun vin-
sælli hjá konum en körlum meðal
fólks yfir 65 ára aldri. Þá er 91%
ungra kvenna skráð á Instagram en
einungis 60% karla.
Instagram er í eigu Facebook en
Snapchat í eigu Snap Inc. Þá hafa
hlutabréf Snapchat hríðfallið á síð-
astliðnum árum og eigendur þess
greint frá rekstrarörðugleikum.
Eldri kynslóðin heldur sig
að mestu við Facebook
Vinsælasti miðillinn hjá Íslending-
um 65 ára og eldri er Facebook, en
87% kvenna eru skráð þar og 75%
karla. Þá eru konur einnig virkari á
Snapchat, sem er í öðru sæti, en 37%
þeirra eru skráð þar, og einungis
22% karla.
Um 90% karla og 97% kvenna á
aldrinum 18-24 ára eru skráð á Face-
book. Hlutfall ungra kvenna er
hærra en karla hjá öllum miðlunum
þremur, Facebook, Snapchat og
Instagram, en þær eru sérstaklega
virkar á Instagram eins og komið
hefur fram.
Flestir á Facebook en Instagram vex
Facebook er útbreiddasti samfélagsmiðillinn meðal landsmanna 90% á Facebook og 66% á Snap-
chat 37% kvenna yfir 65 ára eru á Snapchat en 22% karla á sama aldri nota þann miðil skv. könnunum
Samfélagsmiðlanotkun Íslendinga
Hvaða samfélagsmiðla nota Íslendingar?
Samfélagsmiðlanotkun 65 ára og eldri
Samfélagsmiðlanotkun 18-24 ára
KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR
KONUR KARLAR KONUR KARLAR
Facebook Snapchat Instagram
Facebook Snapchat
97%
87%
90%
75%
95%
37%
90%
22%
91%
60%
Facebook
Snapcha
Instagram
W
hatsapp
90%
66%
52%
14%
Heimild: Könnun
Gallup, sumarið 2019
„Ferðafélagið lætur þetta ekki
átölulaust,“ segir Ólafur Örn Har-
aldsson, forseti Ferðafélags Íslands,
um háttalag tiltekinna fjallahjól-
reiðamanna. „Þeir hafa klöngrast
með hjólin inn í Sveinsgil til að hjóla
niður græna hrygginn, sem er al-
gjört náttúruundur. Afar við-
kvæmur og fegurri en flest annað.“
Ólafur segir að fólk hafi hingað til
gengið að hryggnum en ekki vogað
sér að ganga út á hann enda jarðveg-
urinn mjög viðkvæmur.
„Þetta er ekki berg heldur mjúkur
leir. Það var hjólað eftir hryggnum
oftar en einu sinni og óvíst hvað ger-
ist þegar úrkoman kemur. Við lýsum
yfir hneykslun og reiði yfir að þetta
skuli hafa verið gert,“ segir Ólafur.
Færst hefur í vöxt að hjólað sé um
Friðland að fjallabaki. Ólafur segir
langflesta fara um troðna stíga þar
sem má hjóla. Umhverfisstofnun
vinnur að gerð verndaráætlunar þar
sem m.a. verður skilgreint hvar má
hjóla og hvar ekki. gudni@mbl.is
Hneykslun og reiði
För eftir fjallahjól á græna hryggnum
Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson
Sveinsgil Græni hryggurinn er mjög fágæt og viðkvæm náttúrusmíð.