Morgunblaðið - 19.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 19.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is HÚÐÞÉTTING Lyftir og þéttir slappa húð Tímapantanir í síma533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla 2 Evrópusambandið hefur aldreigetað komið saman reikn- ingum um starfsemi sína sem upp- fylla þær kröf- ur að endur- skoðendur hafi getað staðfest þá. Þetta er vissulega sér- stakt og verð- ur seint talið traustvekjandi um þá starfsemi sem fram fer innan sambandsins.    Sérkennilegri er þó til muna sú„venja“ sem skapast hefur í starfi ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, þar sem leiðtogar aðild- arríkjanna sitja. Venjan – ósiður- inn – felur í sér að ríkið sem er með forsætið hverju sinni, og ber kostnað af starfseminni auk þess að ákveða hve miklu það vill eyða í fundahöldin, fær fyrirtæki til að „kosta“ starfsemina.    Þetta eru gjarnan sömu fyrir-tæki og eiga mikið undir af- stöðu Evrópusambandsins til til- tekinna mála. Fyrirtæki sem nýverið hafa styrkt starfsemi ráð- herraráðsins eru BMW, Coca- Cola, Mercedes og Renault og óvíst er að þau hafi aðeins gert það af einskærum áhuga á starf- seminni.    Kostnaður forsætisþjóðarinnarhleypur á milljörðum króna það hálfa ár sem hún fer með for- sætið og stundum fer kostnaður- inn upp í tugi milljarða króna. Þegar þingmaður á Evrópuþing- inu spurði um styrkina og hvort þeim hefðu fylgt óeðlilegar skuld- bindingar neitaði ráðherraráðið að veita upplýsingar og vísaði á forsætislöndin.    Allt er þetta því í hinum sannaEvrópusambandsanda gagn- sæis og opinna lýðræðislegra stjórnarhátta. Kostuleg kostun STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á um- hverfisvænan hátt. Framleiðslan yrði aðallega notuð hér á landi og mögu- lega einnig í nágrannalöndum. Romeo Ciuperca, framkvæmda- stjóri Greencraft, óskaði eftir því að Reykjanesbær gæfi yfirlýsingu um að sveitarfélagið legðist ekki gegn áformunum. Þetta kemur fram í fundargerð umverfis- og skipulags- ráðs Reykjanesbæjar frá 4. júlí sl. Er- indið var fyrst lagt fram 17. maí 2019 en var frestað og óskað eftir nánari gögnum. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykja- nesbæjar, sagði málið vera í vinnslu. Áform eru um að vinna efnið úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV. Þar hefur verið efnisvinnsla frá því um 1950 að framkvæmdir hófust á varnarliðssvæðinu. Romeo Ciuperca sagði að Ísland væri mjög auðugt af umræddu basalt- gleri sem finnst í móbergi. Efnið er malað í fíngert duft og er framleiðslu- aðferðin einkaleyfisvernduð. Duftið getur komið í stað sements að hluta og íblöndun efnisins bætir eiginleika allra gerða steinsteypu. Framleiðsla Portland sements veldur um 7% af losun gróðurhúsa- lofts (CO2) á heimsvísu. Ciuperca sagði að notkun efnis sem hefur ekk- ert kolefnisfótspor í stað sements drægi úr losun gróðurhúsalofts. Hann sagði að notkun efnisins fylgdi ekki viðbótarkostnaður, auk þess sem það bætti steypuna. Þetta væri því framlag til lausnar á loftslags- vandanum. gudni@mbl.is Umhverfisvænt efni úr móbergi  Greencraft óskar eftir viljayfirlýsingu frá Reykjanesbæ vegna jarðefnavinnslu Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna til- boðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Hin nýja brú verður 32 metra löng í einu hafi. Hún mun leysa af hólmi eldri einbreiða brú, sem tekin var í notkun 1974. Landstöplar nýrrar brúar verða steyptir, grundaðir á boruðum stálstaurum innfylltum með steypu. Yfirbygging brúar samanstendur af lokuðum stálbitum með steyptu gólfi. Vegatengingar verða 400 metrar, beggja vegna við brúna. Svæðið við Kvíá er sam- kvæmt aðalskipulagi skilgreint sem svæði undir náttúruvá. Svæðið er neðan Kvíárjökuls í Öræfajökli, þar sem ummerki eru eftir hamfara- hlaup á forsögulegum tíma. Enn eru margar einbreiðar brýr á hringveginum, með tilheyrandi slysahættu. Áform eru um að út- rýma þessum brúm. Í sumar hafa t.d. verið smíðaðar tvíbreiðar brýr yfir Stígá og Hólá í Öræfasveit, sem eru skammt vestan við Kvíá. Brýrnar tvær reisti brúar- vinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík. sisi@mbl.is Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú  Vegagerðin skiptir út einbreiðum brúm Morgunblaðið/Ásdís Einbreiðar Enn er margar slíkar brýr að finna á hringveginum .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.