Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Guðrún Magnúsdóttir fagnar 100
ára afmæli sínu í dag en hún fæddist
9. ágúst 1919 í Árnessýslu. For-
eldrar hennar voru Magnús Árnason
bóndi, hreppstjóri og fjallkóngur í
bænum Flögu í Árnessýslu, og Vig-
dís Stefánsdóttir. Er hún næstelst af
níu systkinum sem öll eru nú látin.
Guðrún giftist Bjarna Ágústssyni,
sem var fangavörður á Litla-Hrauni
og síðar verkamaður í Reykjavík, ár-
ið 1943 og þau hjónin byrjuðu bú-
skap á Eyrarbakka sama ár þar sem
þau bjuggu í 20 ár. Saman eiga þau
fimm uppkomin börn. Þau fluttu til
Reykjavíkur 1964 til að fá betri
þjónustu fyrir fjórða barn sitt sem
hlaut heilaskaða vegna heilahimnu-
bólgu í æsku. Í húsi þeirra hjóna á
Meistaravöllum býr Guðrún nú ein
og unir sér vel en hún fer fjórum
sinnum í viku í dagþjálfun hjá Múla-
bæ.
Í tilefni dagsins ætlar Guðrún að
eiga góða stund með börnum sínum
sem ætla að heimsækja hana og
drekka með henni morgunkaffi í
dag. Síðar í dag ætlar fjölskyldan að
borða saman á veitingastaðnum
Hafinu bláa. Guðrún segir að 120
manna afmælisveisla hafi verið hald-
in í tilefni af 95 ára afmæli hennar og
því sé það með rólegra móti í ár.
Spurð um æsku sína segir Guðrún
að öllum níu systkinunum hafi komið
vel saman og að þau hafi átt gott
samband við foreldra sína sem hafi
reynt að fræða börn sín eins og hægt
var. Hún er í dag ein eftirlifandi af
systkinum sínum.
Alltaf nóg að gera og hugsa
„Sá sem er þarna uppi skilur mig
bara eina eftir. Ég er bara alltaf að
bíða eftir því að kallað verði á mig,“
segir Guðrún hlæjandi.
Þegar hún er spurð að því hverja
hún telji vera ástæðuna fyrir langlíf-
inu segist hún vera fullviss um að
það sé vegna þess hún hafi alltaf haft
nóg að gera. Móðir hennar skadd-
aðist á hendi eftir að hafa dottið af
hestbaki 5 ára gömul og gat lítið
gert í höndunum og því var Guðrún,
ein af elstu börnunum, látin bera
mikla ábyrgð á systkinum sínum og
húsverkunum.
„Það var alltaf nóg að gera og nóg
að hugsa. Það er nú líkast til. Að sjá
um að telja öll börnin og passa upp á
hvort þau væru ekki örugglega öll-
sömul þarna,“ segir hún og bætir við
að þau hafi átt það til að sofna milli
þúfna.
Guðrún hefur lifað tímana tvenna
og man m.a. eftir því þegar fyrsti
bíllinn kom á æskuslóðirnar og rifjar
upp spenninginn hjá krökkunum í
nágrenninu sem allir fengu að prufa
að sitja í bílnum. Hún rifjar upp tíð-
ina áður en Mjólkurbú Flóamanna
kom til sögunnar, þegar hún þurfti
að fara ein á hestvagni með mjólk-
urvörur af bænum að veginum fyrir
mjólkurbílinn, aðeins 7-8 ára gömul.
„Hestarnir rötuðu,“ útskýrir hún
kímin og bætir við að henni þyki
börn í dag fara á mis við að hafa far-
ið í sveit.
Gengur enn upp stiga
Guðrún starfaði tvo vetur á fata-
verkstæði þar til hún giftist eig-
inmanni sínum. Helstu störf Guð-
rúnar voru heimilisstörf og
barnauppeldi en eftir að börnin
fluttu að heiman starfaði hún við
umönnun á Elliheimilinu Grund í 16
ár. Heimilisstörfin segir hún að séu
enn hennar helsta dægrastytting en
hún kveðst vilja hafa allt í röð og
reglu í kringum sig. Hún bakar enn
brauð og flatkökur og á alltaf nóg til
í frystinum. Til hennar kemur þó
kona hálfsmánaðarlega sem skúrar
gólfið en að öðru leyti sér hún sjálf
um íbúðina sem er 140 fermetrar og
á annarri hæð. Segist hún enn ganga
upp stigana nánast daglega.
„Með stafinn í annarri hendinni og
handriðið í hinni. Þetta er bara fer-
lega gott,“ segir Guðrún.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aldarafmæli Guðrún Magnúsdóttir ætlar að njóta 100 ára afmælisdagsins og fara út að borða með fjölskyldunni.
100 ára gömul og telur
annríki lykilinn að langlífi
OPIÐ
ALLA H
ELGINA
Mögnu
ð opnu
nartilb
oð,
ís í boð
i alla v
ikuna o
g
pylsuv
eisla á
laugard
ag
Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri
Ragnar S. Halldórsson,
fyrrverandi forstjóri og
stjórnarformaður Ís-
lenska álfélagsins, lést á
Landspítalanum í Foss-
vogi síðastliðinn mið-
vikudag, 7. ágúst, 89 ára
að aldri. Ragnar var
fæddur í Reykjavík 1.
september 1929, sonur
Halldórs Stefánssonar,
forstjóra og alþing-
ismanns, og Halldóru
Sigfúsdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1950 og
M.Sc.-prófi í byggingaverkfræði frá
DTH í Kaupmannahöfn árið 1956.
Það sama ár hóf hann störf hjá
Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli
og var yfirverkfræðingur og síðar
framkvæmdastjóri verkfræðideildar
sjóhersins þar á þeim
tímum þegar yfir stóðu
miklar framkvæmdir á
vegum Varnarliðsins.
Árið 1966 fór Ragnar
til starfa hjá Swiss Al-
uminium í Sviss og
Austurríki og tók í
framhaldi af því, eða ár-
ið 1969, við starfi for-
stjóra álvers ÍSAL í
Straumsvík sem þá var
verið að setja á lagg-
irnar. Því starfi gegndi
Ragnar til ársins 1988
og var eftir það formað-
ur stjórnar ÍSAL um
skeið. Vegna starfa sinna fyrir ÍSAL
var Ragnar áberandi sem áhrifamað-
ur í þjóðlífinu um langt árabil.
Um dagana gegndi Ragnar fjöl-
mörgum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann átti sæti í stjórn Verkfræðinga-
félags Íslands í nokkur ár og var for-
maður þess um skeið, var lengi í for-
ystusveit Verslunarráðs Íslands og
formaður þess 1982-1985. Þá var
Ragnar lengi í framkvæmdastjórn
Vinnuveitendasambands Íslands auk
þess að sitja í stjórnum fjölda fyr-
irtækja og félaga. Þá átti Ragnar um
skeið sæti í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins og var enn fremur í stjórn
Hjartaverndar.
Eftirlifandi kona Ragnars er Mar-
grét Kristín Sigurðardóttir viðskipta-
fræðingur í Reykjavík. Þau eignuðust
fjögur börn sem eru Kristín Vala,
prófessor við Háskóla Íslands, Hall-
dór Páll, forstjóri verktakafyrirtæk-
isins Pihl&Søn í Danmörku, Sigurður
Ragnar, forstjóri ÍAV, og Margrét
Dóra sem er sjálfstætt starfandi
tölvu- og sálfræðingur. Barnabörnin
eru átta talsins. Útför Ragnars verð-
ur gerð síðar í þessum mánuði.
Andlát
Ragnar S. Halldórsson
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Fyrsti leikur vetrarins í enska bolt-
anum verður leikinn á Anfield,
heimavelli Liverpool, seinna í dag.
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri
enska boltans hjá sjónvarpi Símans,
og knattspyrnugoðið Eiður Smári
Gudjohnsen verða á staðnum þegar
flautað verður til leiks og markar
leikurinn samstarf Sjónvarps Sím-
ans og mbl.is um umfjöllun um
enska boltann. Mbl.is verður
„heimavöllur enska boltans“, eins
og Tómas orðaði það í viðtali við
Morgunblaðið fyrr í sumar.
Lítil og stór innslög
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Tómas gríðarlega spenntur
fyrir komandi leiktíð, og samstarf-
inu við mbl.is, og sagði að á vefnum
myndi birtast ýmislegt áhugavert
efni. „Þarna verða hápunktar úr
öllum leikjum. Ofan á það verða
valin atriði, flott mörk og alls kyns
styttra efni eins og flottustu mark-
vörslurnar og þvíumlíkt. Allt þetta
verður hægt að nálgast á mbl.is.
Svo erum við hjá Síminn-sport líka í
minni og stærri dagskrárgerð fyrir
helgarnar. Við erum að búa til inn-
slög, lítil og stór, og valin innslög
munu fara inn á mbl.is.“
Segir Tómas að Síminn-sport sé í
góðu samstarfi við Premier-league
productions, fyrirtækið sem býr til
allt efni fyrir ensku úrvaldsdeild-
ina, og segir: „Í gegnum það sam-
starf fór ég á mánudaginn og tók
langt viðtal við
Peter Schmeich-
el, fyrrverandi
markvörð Man-
chester United,
og sem dæmi
verða bútar úr
því viðtali að-
gengilegir á
mbl.is.“
Segir hann að
því geti þeir sem
kannski ná ekki að fylgjast með öll-
um leikjum vetrarins heimsótt
mbl.is til að vera með puttann á
púlsinum. „Þarna getur þú haldið
þér upplýstum.“
Verða á grasinu á Anfield
Spurður um daginn í dag segir
Tómas: „Upphitun hefst á Síminn-
sport klukkutíma fyrir leik, klukk-
an sex. Ég og Eiður Smári opnum
nýtt tímabil á grasinu á Anfield.“
Spurður hvort leikurinn sem um
ræðir, Liverpool gegn Norwich
City, sé ekki ekki ómerkilegur leik-
ur til að hefja tímabilið á, enda Nor-
wich ekki beint sigursælasta lið úr-
valsdeildarinnar, segir Tómas að
þó að leikurinn sé kannski „ekki sá
stærsti á pappír“ sé frábært að
hefja tímabilið á Anfield, heimavelli
Liverpool, enda markhópur fyrir
slíkan leik stór á Íslandi og Liver-
pool-aðdáendur hérlendis margir.
Auk Tómasar og Eiðs verða í sér-
fræðingateymi Enska boltans á
Síminn-sport Bjarni Þór Viðarsson,
Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi
Bergmann Eiðsson.
AFP
Tækling Liverpool leikur í fyrsta leik enska bolta vetrarins í dag. Liverpool-
aðdáendur hér á landi, svokallaðir „púllarar“, fylgjast líklega flestir með.
Enski boltinn
fer af stað í dag
Mbl.is verður heimavöllurinn
Tómas Þór
Þórðarson