Morgunblaðið - 09.08.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
klukkustund. Sjáist eitthvað athygl-
isvert er grindinni slakað niður á
botninn til að ná betri ljósmyndum.
Svartamyrkur er þegar komið er
niður fyrir 60-70 metra dýpi. Stein-
unn sagði að sum dýr brygðust við
ljósinu og skytust í burtu á meðan
önnur kipptu sér ekkert upp við það
þótt þrífóturinn nálgaðist.
Tekin eru 600 metra löng snið
hverju sinni á fyrirfram völdum
svæðum og voru tekin alls 70 snið að
þessu sinni. Könnunarsvæðin nú
voru Jökuldjúp, Eldeyjarsvæðið,
Háfadjúp og austur eftir land-
grunnskantinum að Hornafjarð-
ardjúpi. Í haust verður unnið nánar
úr kvikmynda- og ljósmyndaefninu.
búsvæðin séu viðkvæm eða fágæt og
hvort þurfi að vernda þau.
Tækjum slakað til botns
Sama aðferðafræði hefur verið
notuð við rannsóknir af þessu tagi
undanfarinn áratug. Stór þrífótur
ber ljósabúnað, ljósmyndavélar og
kvikmyndavélar (video) og fleiri
tæki. Þetta er allt tengt við skipið
með ljósleiðara þar sem hægt er að
fylgjast með því í rauntíma sem fyrir
augu vídeóvélanna ber. Grindinni er
slakað niður að hafsbotninum og
reynt að halda henni um 1,5 metra
frá botni meðan skipið flatrekur yfir
botninn. Gott þykir ef skipið rekur á
0,5-0,7 sjómílna (1-1,3 km) hraða á
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Óþekkt dýr sást á Kötlugrunni, suð-
ur af landinu, í ellefu daga löngum
leiðangri hafrannsóknaskipsins
Bjarna Sæmundssonar um mán-
aðamót júní og júlí. Dýrið er ljós-
fjólublátt að lit og um tíu sentimetr-
ar í þvermál. Fótur þess er
ferkantaður og upp af honum stend-
ur kambur með tvær raðir af öngum.
Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjáv-
arvistfræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun og leiðangursstjóri í
leiðangrinum, sagði sérstakt að sjá
óþekkt dýr þar sem kalla mætti
grunnsævi. „Maður hefði kannski
frekar búist við þessu á 700 metra
dýpi en þetta var á um 200 metra
dýpi á Kötlugrunni, ekki langt frá
landi og ekki mjög djúpt. Það var
sérkennilegt að sjá eitthvað nýtt
þar,“ sagði Steinunn. Hún sagði að
myndir af dýrinu yrðu sendar til er-
lendra vísindamanna í þeirri von að
þeir geti greint það. Þekktar eru yfir
3.000 tegundir af botndýrum við Ís-
land. Aðeins hluti þeirra hefur verið
ljósmyndaður. Ekki er vitað hvort
umrætt dýr er af einhverri þessara
þekktu tegunda eða hvort um nýja
tegund við Ísland er að ræða.
Leiðangurinn var farinn til að
kanna lífríki hafsbotnsins og var lið-
ur í gagnasöfnun fyrir langtíma-
verkefnið Kortlagning búsvæða. Í
því eru ólík búsvæði á hafsbotni við
landið skilgreind og fjölbreytni
þeirra skoðuð. Einnig er metið hvort
Ljósmyndir/Hafrannsóknastofnun
Furðudýr Óþekkta dýrið er um 10 sentimetrar í þvermál. Það fannst á um 200 metra dýpi og ekki langt frá landi.
Óþekkt furðudýr
fannst á Kötlugrunni
Hafsbotn á völdum svæðum kannaður með myndavélum
Sæfjaðrir Akur af sæfjöðrum fannst á um 570 metra dýpi. Eins og myndin
sýnir leynist víða mikil fegurð í svartamyrkrinu á hafsbotninum við landið.
Formannafundur Starfsgreina-
sambandsins (SGS) samþykkti á
fundi sínum í gær að sambandið
myndi höfða mál gegn Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga fyrir Fé-
lagsdómi þar sem látið verður reyna
á túlkun samningsákvæðis frá 2009
um skyldu sveitarfélaga til að ganga
til kjarasamningsviðræðna um jöfn-
un lífeyrisréttinda.
„Við erum búin að vera að deila
um það við Samband íslenskra sveit-
arfélaga hvort þeir hafi lofað því að
jafna lífeyrisréttindi. Þeir tóku eitt
og hálft prósent í kauphækkun til
þess að jafna lífeyrisréttindi, bæði
gagnvart opinberum starfsmönnum
og gagnvart okkar starfsmönnum,
en hafa ekki staðið við það að jafna
réttindin hjá okkur,“ sagði Björn
Snæbjörnsson, formaður SGS, í sam-
tali við mbl.is í gær. Eins og víða hef-
ur komið fram hafa ríkið og stærsta
sveitarfélag landsins, Reykjavík-
urborg, gengist við breyttu lífeyr-
iskerfi og sagði Björn: „Hin sveit-
arfélögin hafa ekki viljað gera þetta
og segjast ekki hafa skuldbundið sig
til þess, og við erum að láta reyna á
það.“
Í fréttatilkynningu frá SGS í kjöl-
far fundarins er vísað til kjarasamn-
inga frá 7. júlí 2009 og sagt: „Nú
þegar hefur stærsta sveitarfélag
landsins ákveðið að efna sam-
komulag aðila fyrir sitt leyti en önn-
ur þverskallast við og neita einfald-
lega að ganga til viðræðna um
jöfnun lífeyrisréttinda starfsmanna
sinna á þeirri forsendu að þau hafi
aldrei undirgengist slíka skyldu.
SGS hafnar þeirri afstöðu alfarið
enda ráð gert fyrir þessari óefndu
jöfnun í öllum forsendum og út-
reikningum aðila eftir 2009.“
gso@mbl.is
SGS vísar deilunni
til Félagsdóms
SGS segir önnur sveitarfélög en
Reykjavíkurborg „þverskallast við“
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þessi söfnun hefur farið margfalt
betur af stað en ég átti nokkurn
tímann von á í upphafi. Minn boð-
skapur er afskaplega stuttur – ég
er ekki að þessu til að klekkja á
nokkrum manni. Ég er að þessu til
þess að fá fram vilja sjálfstæðis-
manna og um leið einhverja vit-
ræna niðurstöðu í þetta ömurlega
mál sem er að eyðileggja flokkinn,“
segir Jón Kári Jónsson, formaður
félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og
Holtahverfi, í samtali við Morgun-
blaðið.
Vísar hann í máli sínu til undir-
skriftasöfnunar
sem hafin er á
meðal félags-
manna í Sjálf-
stæðisflokknum
þar sem þess er
krafist að fram
fari atkvæða-
greiðsla innan
flokksins fyrir
samþykkt eða
synjun þriðja
orkupakka Evrópusambandsins,
sem ríkisstjórn Íslands vill innleiða.
Samkvæmt skipulagsreglum Sjálf-
stæðisflokksins er miðstjórn hans
skylt að láta fara fram almenna
kosningu meðal flokksmanna um
tiltekin málefni berist um það skrif-
leg ósk frá minnst 5.000 flokks-
bundnum félögum, en þar af skulu
ekki færri en 300 flokksmenn koma
úr hverju kjördæmi landsins. Jón
Kári vildi í gær ekki segja hversu
margir hefðu þegar ritað nafn sitt á
listann, enn væri verið að safna
undirskriftum.
Þá segir Jón Kári mikla óeiningu
ríkja í röðum sjálfstæðismanna
vegna innleiðingar orkupakkans.
„Það er ljóst að í þessu máli er
forysta flokksins einangruð. Auðvit-
að á hún einhverja meðreiðar-
sveina, en mér sýnist þeir vera mun
færri,“ segir Jón Kári og bætir við
að talað hafi verið um í upphafi
sumars að nota skyldi sumarið til
að ræða orkupakkamálið við al-
menna flokksmenn. „Það var aftur
á móti ekkert rætt við okkur. Menn
voru að vísu á einhverju lands-
hornaflakki.“
Þá er vert að geta þess að búið
er að boða til opins fundar í Valhöll
klukkan 11 á morgun, laugardag,
með þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Á fundinum mun formaður flokks-
ins ræða stjórnmálaviðhorfið og
sitja þingmenn síðan fyrir svörum,
að því er fram kemur í fundarboði.
Ekkert heyrt í forystunni
Spurður hvort hann hafi heyrt í
forystu Sjálfstæðisflokksins frá því
að undirskriftasöfnunin fór af stað
kveður Jón Kári nei við. „Nei, eng-
inn hefur látið heyra í sér þaðan.
Ég hef hins vegar heyrt frá
stórum hópi almennra sjálfstæð-
ismanna og finn fyrir miklum
stuðningi þaðan.“
Jón Kári segir marga flokks-
menn upplifa afstöðu forystunnar
sem svik. „Að Sjálfstæðisflokkurinn
sé kominn inn í einhverja vegferð
sem hann hefur aldrei verið á áður
– að standa ekki í lappirnar þegar
fullveldi þjóðarinnar er annars veg-
ar. […] Ég bara get ekki þolað að
Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn á
þennan stað, það bara gengur eng-
an veginn,“ segir hann.
Forystan einangruð í afstöðunni
Söfnun undirskrifta vegna atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakka ESB er sögð ganga vel meðal sjálf-
stæðismanna Formaður hverfafélags segir forystu Sjálfstæðisflokksins einangraða í orkupakkamáli
Jón Kári
Jónsson
sp
ör
eh
f.
Haust 5
Sérlega skemmtileg ferð um Spán og Frakkland sem
einkennist af glæstum borgum, sjávarbæjum og
dásamlegri náttúrufegurð. Við heimsækjum m.a. Burgos
sem er sögufræg borg á hinum þekkta Jakobsvegi, förum
í hið fræga Guggenheimsafn í Bilbao, siglum á Garonne
ánni og skoðum fagrar hallir og hallargarða.
15. - 27. september
Fararstjórn: Steingrímur Gunnarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 324.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Bilbao & Bordeaux