Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Eitt aðalumræðuefnanna á fundi ríkisstjórnarinnar í Mývatnssveit í gær voru jarðakaup útlendinga. Sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra í samtali við mbl.is í gær að þó hafi ekki einungis verið rætt um uppkaup á landi. „Til dæmis var einnig rætt um jarðir sem eru í hálfgildings eyði, það er að segja þar sem er engin búseta. Þannig að þetta var rætt frá ólíkum sjón- arhornum sem var mjög gagnlegt fyrir okkur.“ Árlegur sumarfundur Ástæða þess að ríkisstjórnin var stödd þar nyrðra var árlegur sum- arfundur ríkisstjórnarinnar sem fór fram við Mývatn í gærmorgun. Á dagskrá voru meðal annars framhald verkefnisins Tekjusag- an.is, sem Katrín gerði grein fyrir, verkefnið Störf án staðsetningar, sem Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra fjallaði um og þá kynnti Þórdís Kolbrún R. Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, drög að aðgerðaáætlun um einföldun reglu- verks á málefnasviði ráðuneytis hennar. Að formlegum ríkisstjórnarfundi loknum átti ríkisstjórnin fund með fulltrúum sveitarfélaga á Norðaust- urlandi og Eyþingi, landshluta- samtökum sveitarfélaga á svæðinu. Spurð frekar út í jarðakaupa- málin sagði Katrín að verið væri að kortleggja þau. Minntist hún á, eins og Morgunblaðið hefur áður sagt frá, að starfshópur hefði verið skipaður af forsætisráðherra með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hafa með málið að gera og í kjölfar þeirrar vinnu hefði hún fengið sér- fræðinga til þess að fara yfir hvaða breytingar hægt sé að gera ef vilji er til þess að takmarka jarðakaup. „Mín skoðun er sú að það sé mjög mikilvægt fyrir öll ríki að hafa skýra stefnu í þessum efnum. Við erum með mjög opið regluverk sem stendur og höfum verið um langt skeið. Ég tel að í ljósi þess að auð- lindaréttur fylgir landi sé mik- ilvægt að ákveðnar breytingar verði gerðar í anda þess sem við sjáum hjá mörgum nágrannaríkjum okkar,“ sagði hún. Tækifæri í norðrinu Að auki við jarðakaupamálin var farið um víðan völl á fundinum í gær og voru m.a. umhverfismál, samgöngumál, landbúnaðarmál og byggðamál rædd. Sagði Katrín að henni hefði þótt jákvætt að skynja „þann mikla sóknarhug sem er á þessu svæði“, og bætti við: „Fólk sér greinilega tækifæri í norðrinu, eins og ég kaus að orða það, bæði hvað varðar ferðaþjónustu, nýsköp- un, orku- og loftslagsmál. Þannig að það var mikill hugur í fólki.“ Jarðakaup út- lendinga meðal aðalumræðuefna  Ríkisstjórnin fundaði á Mývatni Ljósmynd/Birkir Fanndal Skeggrætt Ríkisstjórnin situr fyrir svörum á fundi með fulltrúum sveitarfé- laga í Mývatnssveit í gær. Farið var um víðan völl í umræðum á fundinum. Sigurjón Jóhannesson, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, lést 6. ágúst á Heilbrigð- isstofnun Norðurlands á Akureyri, 93 ára að aldri. Sigurjón fæddist 16. apríl 1926, sonur hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar kenn- ara og Sigríðar Sig- urjónsdóttur. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og kennaraprófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla Íslands 1952. Sigurjón stundaði kennslu við miðskólann í Keflavík 1952-53, var skólastjóri barna- og unglingaskóla Bolungarvíkur 1953-1957 og skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1957-1984. Sigurjón sat í ýmsum nefndum og stjórnum, þar á meðal stjórn Kaupfélags Þingeyinga og sátta- nefnd Húsavíkur. Þá var hann formaður samstarfsnefndar um framhaldsskóla á Norðurlandi 1980- 1981. Hann sat um árabil í ritnefnd Ár- bókar Þingeyinga og ritstýrði 50 ára af- mælisriti Íþrótta- félagsins Völsungs ár- ið 1977. Eftir Sigurjón liggur fjöldi greina og viðtala í blöðum, tíma- ritum og bókum. Á síðustu árum reit hann svo og tók saman tíu kver sem gefin voru út með minninga- og þjóðlífsþáttum, einkum úr Þingeyjarsýslum. Eiginkona Sigurjóns var Herdís Guðmundsdóttir, hún lést árið 2012. Börn þeirra eru sex. Útför Sigurjóns fer fram frá Húsavíkur- kirkju laugardaginn 17. ágúst. Andlát Sigurjón Jóhannesson Það fer vel um þig í vinnufatnaði frá Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Leiðandi vettvangur í tíu ár Svifaldan, verðlaunagripur Hvatningarverðlauna Sjávar- útvegsráðstefnunnar og TM. Í tilefni 10 ára afmælis okkar hefur formlega verið stofnað til Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. Þau leysa framúrstefnuhugmynd viðburðarins af hólmi. Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefn- unnar og TM eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykja hafa skarað framúr og talið er að munu treysta stoðir greinarinnar. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals, verðlauna- gripsins Sviföldunnar og aðgöngumiða á ráðstefnuna. Markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Hver sem er getur tilnefnt álitlegt fyrirtæki eða sjálfstætt starfandi aðila til verðlaun- anna. Skilyrði er að tilnefndir aðilar séu starfandi á Íslandi. Í innsendum tillögum þarf að lýsa verkefninu, hverjir standa að því og jafnframt færa rök fyrir því af hverju það ætti að koma til greina. Eins getur dómnefnd verðlaunanna tilnefnt álitlega aðila. Við mat á tilnefningum er tekið tillit til frum- leika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig er litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs. Sex manna dómnefnd skipuð aðilum úr sjávarútvegsfyrirtækjum, rannsóknar- stofnunum, tæknifyrirtækjum og þjónustu- aðilum við sjávarútveginn velur sigurvegara verðlaunanna úr innsendum tillögum. Frestur til að skila inn tillögum er 15. september næstkomandi og eiga þær, ásamt fylgigögnum, að berast á netfangið valdimar@sjavarutvegur.is Hvatningarverðlaun Sjávarútvegs- ráðstefnunnar og TM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.