Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Í augnablikinu finnst mér þetta
góð hugmynd en það gæti breyst
á næstu dögum,“ segir Óskar Þór
Guðmundsson, lögreglumaður og
hjólreiðakappi, sem ætlar að hjóla
yfir hálendið frá heimili sínu í Fá-
skrúðsfirði til Reykjavíkur þar
sem hann mun taka þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu 24. ágúst. Hann
hleypur og hjólar til styrktar
Samhjálp.
Vonast eftir góðu veðri
Óskar ætlar að leggja af stað í
ferðalagið á laugardaginn næst-
komandi og áætlar að vera um tíu
daga á leiðinni sem er um 620
kílómetra löng. Vonast hann til að
ná að hjóla um 60 til 70 kílómetra
á dag en segir að veðrið geti spil-
að inn í hvernig gengur.
„Það fer eftir veðrinu hvernig
þetta fer með mig. Er ekki alltaf
mótvindur þegar maður fer út að
hjóla?“ segir Óskar og hlær.
„Ef þetta gengur vel fæ ég
kannski einn eða tvo daga í pásu
fyrir hlaupið en ef ég verð óhepp-
inn með veður er spurning hvort
ég næ þessu. En ég mun mæta í
maraþonið hvernig sem ég fer að
því,“ segir Óskar.
Hann segist hafa fengið hug-
myndina að ferðalaginu í kringum
síðustu áramót og að hann hafi
síðan þá verið að æfa sig fyrir
ferðina. Hann hafi til dæmis tekið
þátt í „spinning“ og hjólað mikið.
Yfirleitt á bíl á hálendinu
„Sumir segja að ég sé dellukall.
Ef mér finnst ég fá góða hugmynd
þá framkvæmi ég hana,“ segir
hann.
Óskar segist þekkja leiðina sem
hann ætlar að hjóla ágætlega og
kveðst hafa verið með ástríðu fyr-
ir hálendisferðum frá barnæsku.
„Ég hef reyndar yfirleitt verið á
bílnum þegar ég er að þvælast
þarna en núna er það bara hjólið,“
segir hann.
Spurður um aðbúnað og gist-
ingu á leiðinni segir Óskar að
ferðin verði lúxusferðalag en eig-
inkona hans, Málfríður Ægisdótt-
ir, mun fylgja honum eftir á jeppa
þeirra hjóna sem er búinn þak-
tjaldi þar sem hann mun sofa.
„Ég þarf ekkert að vera að
setja
tjaldið upp sjálfur. Það verður
gert
fyrir mig,“ segir hann og hlær.
Vill styrkja Samhjálp
Aðspurður hvernig honum líði
með ferðina segir Óskar: „Ég
hlakka bara til og er ekkert
stressaður yfir henni.“
Óskar hljóp einnig 10 kílómetra
til styrktar Samhjálp í Reykjavík-
urmaraþoninu í fyrra en hann seg-
ir samtökin hafa bjargað lífi dótt-
ur hans sem var illa haldin af
fíkniefnaneyslu og fór í meðferð
hjá þeim fyrir um þremur árum.
„Mér rennur blóðið til skyld-
unnar fyrst ég er nú að brasa við
þetta að leyfa þeim að njóta þess,“
segir Óskar sem kveðst bera hlýj-
an hug til starfseminnar.
Skortur á úrræðum
fyrir fíkla
„Ég tel að við séum ekkert að
standa okkur neitt rosalega vel í
því hér á Íslandi að veita fíklum
og þeim sem eru í neyslu gott að-
gengi að meðferðarúrræðum. Það
vantar mikið upp á þar,“ segir
Óskar og bætir við að fleiri hafi
dáið úr neyslu en í bílslysum í
fyrra. „Ég held að lykillinn að því
að við förum að bæta okkur í
þessum málaflokki sé að fólk sem
er tilbúið til þess að fá hjálp hafi
aðgengi að hjálpinni strax. Vegna
þess að núna er staðan þannig að
þú þarft jafnvel að bíða í nokkra
mánuði þar til þú kemst í viðeig-
andi meðferð. Þá ertu ekki endi-
lega tilbúinn eða jafnvel bara dá-
inn,“ segir hann.
Hægt er að styrkja málefnið á
vefnum hlaupastyrkur.is með því
að leita af nafni Óskars.
Hjólar 620 km yfir hálendið
Leið Óskars Þórs yfi r hálendið
Óskar leggur af
stað á morgun frá
Fáskrúðsfi rði
620 km er áætluð lengd leiðarinnar
sem liggur eftir hálendisveg-
um norður fyrir Vatnajökul
Með því að hjóla
60-70 km á dag
vonast Óskar
til að ná til Reykja-
víkur á 10 dögum
Hjólreiðakappi Óskar ætlar að hjóla yfir hálendið á Reykjavíkurmaraþonið.
Óskar hjólar frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur á Reykjavíkurmaraþonið
Hleypur og hjólar til styrktar Samhjálp sem bjargaði lífi dóttur hans
Árlegt skákmót Árbæjarsafns og
Taflfélags Reykjavíkur fer fram í
Árbæjarsafni sunnudaginn 11.
ágúst nk. og hefst klukkan 14. Öll-
um er frjálst að skrá sig til leiks en
verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú
sætin, 15 þúsund krónur fyrir efsta
sætið, 10 þúsund fyrir annað sætið
og 5 þúsund fyrir bronsið. Taflmót-
ið fer fram í húsi sem nefnist Korn-
húsið.
Þátttökugjald í mótinu, sem kall-
að er Stórmótið, er 1.700 kr. fyrir
18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir
yngri 17 ára og yngri. Er þátttöku-
gjald jafnframt aðgangseyrir í
safnið. Þeir sem fá ókeypis aðgang í
safnið, t.d. eldri borgarar og ör-
yrkjar borga ekkert þátttökugjald.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, ör-
yrkja og menningarkortshafa, seg-
ir í fréttatilkynningu safnsins.
Skákmót í Árbæjarsafni á sunnudaginn
Samtök grænkera á Íslandi munu
halda sína árlegu hátíð, Vegan
Festival, á Thorsplani í Hafnarfirði
næstkomandi sunnudag.
Á svæðinu verða matarvagnar
með fjölbreyttan skyndimat og ann-
að til sölu. Af öðru matarkyns má
til dæmis nefna að það verður kaffi-
bás, fæðubótaefni, ofurfæða, súrkál
og sveppir á svæðinu. Að auki verð-
ur vegan-listafólk að sýna og selja
list og svo verður eitthvað af um-
hverfisvænum vörum til sölu líka,
segir í fréttatilkynningu.
Einnig verður fræðsla og upplýs-
ing frá Sea Shephard, Anonymous
for the Voiceless og Samtökum
grænkera á Íslandi. Bróðir Big mun
mæta á svæðið og spila tónlist. Þá
verður ísbíllinn til staðar og býður
upp á vegan-ís.
Vegan-búðin, sem er í næsta ná-
grenni, verður opin og bakaríið í
Firðinum mun bjóða upp á úrval
vegan-vara þennan dag.
Vegan Sannkölluð veisla verður á Thors-
plani í Hafnarfirði á sunnudaginn.
Grænkerar flykkjast
í Hafnarfjörðinn
Fjölbreytt dagskrá verður í Viðey
nk. sunnudag á svonefndum barna-
degi. Frá kl. 13-16 verða ýmsar
uppákomur. Kenndar verða réttu
húllasveiflurnar, jóga og gong-
slökun verður með Arnbjörgu
Kristínu jógakennara og boðið
verður upp á náttúruskoðun og
veiðar í fjörunni.
Allir geta spreytt sig á að poppa
yfir opnum eldi, leika sér á nýju
leiksvæði Viðeyjar og keypt grill-
aðar pylsur og drykki við Viðeyj-
arstofu. Þátttaka í Barnadeginum
er ókeypis en greiða þarf hefð-
bundið gjald með Viðeyjarferjunni.
Barnadagur í Viðey
Bílaviðgerðir
Almennar
bílaviðgerðir
fyrir
tegundir bíla
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
SAMEINUÐ GÆÐI
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - ibudaeignir.is
Til sölu glæsileg 3ja herbergja 93,6 fm íbúð á 2. hæð við Kirkjusand 1 í 105 Reykjavík með fallegu
útsýni yfir sjóinn.
Komið er inn í lokað sameiginlegt fremra anddyri. Forstofa með góðum skápum úr maghonývið. Gengið inn í
bjart og fallegt alrými sem saman stendur af eldhúsi, borðstofu og stofu.
Eldhúsið er opið og bjart með vandaðri maghonýinnréttingu, ljósum flísum og borðplötu, ofn í vinnuhæð,
flísar á milli efri og neðri skápa. Fallegt útsýni er frá eldhúsi með opnalegum rennanlegum gluggum. Hjóna-
herbergi og auka svefnherbergi með skápum.
Baðherbergi er vandað með sturtuklefa með nuddi. Þvottahús er innan íbúðar. Sérgeymsla og sameiginleg
hjólageymsla, sameiginleg líkamsræktarstöð. Stæði í bílageymslu.
Með eigninni fylgir hluti í séreign sem er í eigu húsfélagsins sem er húsvarðaríbúð, svo og rými sem er leigt
út fyrir snyrtistofu og fara leigutekjur upp í hússjóð. Mjög stór lóð er í kringum húsnæðið, þar er m.a.
púttvöllur. Húsvörður er í húsinu. Falleg og vönduð eign á góðum stað í Reykjavík. Verð 57,9 millj.
Allar nánari upplýsingar veita á og utan opnunartíma:
Halldór Már, löggiltur fasteignasali í síma 898-5599 eða halldor@ibudaeignir.is
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@ibudaeignir.is
KIRKJUSANDUR 1 - 93,6 FM ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ