Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 24

Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er grátlegt að sjá þessar skemmdir á landinu. Þær eru mann- anna verk. Svona landnýting ber ekki vott um samfélagslega ábyrgð,“ segir Jóhann Kristjánsson, áhugamaður um landgræðslu. Hann hefur tekið land við Þórisjökul í fóstur og er að græða það upp til að halda því sem eftir er af jarðveginum. Hann telur að ofbeit sauðfjár fyrr á árum sé upp- hafleg orsök þeirra náttúruhamfara sem orðið hafa á svæðinu og svo hafi náttúruöflin tekið við og lokið verkinu með vatnsrofi og jarðvegsfoki. Landið sem Jóhann vinnur að því að græða upp í sjálfboðavinnu er á milli Stóra-Björnsfells við Þórisjökul og fjallsins Skjaldbreiðar, í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Það eru ásar sem nefndir eru Fífil- brekkur og Fífilvellir neðan þeirra en þar munu hafa verið grónir valllend- isvellir. Tilheyrir þetta svæði afrétti Grímsnesinga og er nú skilgreint sem þjóðlenda. Þetta var eitt af grösugustu svæð- um hálendisins fyrr á öldum en var orðið að örfoka melum og ljót rofa- börð voru það eina sem eftir var af Fífilbrekkum þegar Jóhann fór að vinna að landgræðslu þar fyrir um áratug. Taumlaus ofbeit Jóhann segir að þetta svæði hafi verið ósnortið af skepnum og mann- fólki öldum saman og smám saman byggt upp gróðurþekju. Rekur hann öfugþróunina til síðari hluta 19. aldar þegar sauðasalan til Bretlands hófst. Sauðagullið sem bændur fengu fyrir að selja fé á fæti hafi verið fyrstu beinhörðu peningarnir sem sveita- fólkið fékk. Bændur hafi farið að fjölga fé og nýta beitarlönd á hálend- inu sem reynslan sýni að gróðurinn hafi ekki þolað. „Þetta voru uppgrip. Þeir gátu keypt byggingarefni frá út- löndum fyrir þessa fjármuni og aðrar vörur hjá kaupmönnum.“ Þegar Bretar bönnuðu innflutning á lifandi fé hafi tekið við útflutningur á söltuðu kjöti í tunnum og ofbeitin haldið áfram. „Menn fóru offari. Þetta var taum- laus ofbeit og grátlegt að menn skyldu ekki draga úr sauðfjárrækt til að hlífa landinu. Staðan er litlu betri núna. Bændur framleiða tvöfalt meira kindakjöt en við borðum. Af hverju er fólk að beita örfoka land þegar við höfum ekkert við afurð- irnar að gera? Það eru skattgreið- endur og neytendur sem greiða kostnaðinn,“ segir Jóhann. Hann segir að margir afréttir séu ofbeittir. Bendir á að rofabörð séu skýr merki um ranga landnýtingu en Íslendingar eigi Evrópumetið í rofabörðum. Það segi sína sögu. Jóhann hvetur til hugarfarsbreyt- ingar hjá stjórnvöldum. Ekki þurfi að hvetja almenning. Fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að halda í þann jarðveg sem eftir er. „Stjórnvöld þurfa að ákveða hvaða svæði eru hæf til beitar og hvaða svæði þarf að friða. Við eigum heimsins bestu sérfræð- inga á þessu sviði en ekki er hlustað á þá. Aðrir hagsmunahópar eru öfl- ugri.“ Segist Jóhann vita vel að dýrt sé að girða svæði af. Ef það gangi ekki megi ráða menn í vinnu við það að halda fé frá ofbeittu svæðunum, ef aðgangur er að betra landi í nágrenn- inu. Þegar féð hafði gengið of nærri gróðrinum í Fífilbrekkum tóku rof- öflin við, að mati Jóhanns. Vatnið gróf brekkurnar í sundur og fleytti moldinni niður á vellina þar sem hún þornaði og fauk í burtu með vind- inum. Eftir sitja rofabörð í Fífil- brekkum þar sem grænir ásar voru í aldir og rofið heldur áfram. Telur Jó- hann að milljónir tonna af jarðvegi hafi fokið burt af þessu svæði. „Mikil verðmæti eru í moldinni hér í 400-500 metra hæð. Hún er eins og þerripappír. Hún tekur við rigning- arvatni og leysingavatni úr úr fjöll- unum og heldur í sér yfir sumarið. Eftir að jarðvegurinn er farinn er enginn þerripappír eftir og ekkert sem stöðvar vatnið,“ segir Jóhann. Grátlegar skemmdir á landinu  Reynir að bjarga leifunum af jarðvegi í Fífilbrekkum og á Fífilvöllum við Þórisjökul  Eitt grónasta hálendissvæði landsins orðið að örfoka melum og rofabörðin eina merkið um forna frægð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rof Rofabörðin í Fífilbrekkum eru leifar gróðursælla ása. Jóhann hefur verið að sá í börðin til að reyna að minnka fok úr þeim. Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson Landið fýkur Moldin fýkur af Fífilvöllum í þurrkum og roki, eins og algengt var í vor. Moldarhalinn getur verið einhverjir kílómetrar að lengd. Jónas Hallgríms- son, skáld og náttúrufræð- ingur, reið í kringum Skjald- breið í rannsókn- arleiðangri sínum sumarið 1841. Hann fór um reiðarslóðir, dal og hól, eins og skáldið segir frá í kvæði sínu Fjallið Skjaldbreiður og tekur fram að hann hafi séð „á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell“. Hann hefur því farið um Fífilvelli og Fífil- brekkur eða skammt þar frá. Í ferðadagbók Jónasar sem Páll Valsson segir frá í ævisögu skálds- ins kemur fram að hann hafi orðið viðskila við samferðamenn sína og verið kominn í mikla tvísýnu. Hann ákvað þó að halda einn áfram á hesti sínum Baldri þótt hann væri hvorki með nesti né hlífðarföt og liggja úti um nóttina í von um að geta lokið ferðinni daginn eftir. Það gerði hann og fann samferðamenn- ina morguninn eftir. Hann orti kvæðið þekkta um fjallið Skjaldbreið og ferðalagið allt um nóttina og næstu daga en það hefst svo: Fannar skautar faldi bláum fjallið, allra hæða val; hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. RANNSÓKNARLEIÐANGUR JÓNASAR Skjaldbreið Fífilvellir hafa verið algrónir þegar Jónas rann- sakaði fjallið Skjaldbreið. Reið í kringum Skjaldbreið Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson  26 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.