Morgunblaðið - 09.08.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Á maður ekki að skilja betur við
heiminn en hann var áður en maður
fæddist inn í hann? Er það ekki í eðli
okkar Íslendinga að vilja skilja eitt-
hvað eftir okkur og ná árangri?“
Þannig svarar Jóhann Kristjánsson
landgræðslumaður þeirri spurningu
hvað knýi hann áfram í starfinu á
Fífilvöllum.
Jóhann var forfallinn vél-
sleðamaður á árum áður og var í
hópi fólks sem kom sér upp skála við
Lambahlíðar undir Þórisjökli fyrir
um þrjátíu árum til að geta sinnt
áhugamálinu. Áhuginn breyttist og í
stað þess að bruna á sleða að vetri
fór hann að ganga og hjóla um svæð-
ið á sumrin. „Þá opnuðust augu mín
fyrir því hvað er að gerast hér.
Landið er stórskemmt, eins og eftir
loftárás.“
„Ég sá hvað það er mikill upp-
blástur hér. Það sást margra kíló-
metra moldarhali, af brúnni gróð-
urmold, fjúka út af þessari sléttu,“
segir Jóhann. Hann tók ástfóstri við
landið. Hefur hann unnið baki
brotnu við að bjarga því sem eftir er
af gróðurmold á svæði sem hann
hefur tekið í fóstur.
Er í slökkvistarfi
Hann byrjaði fyrir rúmum áratug
að gera tilraunir með sáningu á
grasfræi og dreifingu áburðar, til að
sjá hvernig jarðvegurinn tæki við.
Hann segist hafa séð árangur og
dottið í hug að athuga hvort Lands-
net sem rekur háspennulínu þarna
nálægt vildi leggja þessu lið. Því var
vel tekið og hefur Landsnet lagt til
áburð og fræ sem Jóhann sér síðan
um að flytja á svæðið og nota til upp-
græðslu. Hann hefur einnig fengið
ráðgjöf hjá starfsmönnum Land-
græðslunnar.
Eitt af uppátækjum Jóhanns í
landgræðslunni var að sá fyrir stöf-
unum SÁ í mel við veginn. Stafirnir
eru raunar svo stórir að erfitt er að
átta sig á þeim af jörðu niðri. Þeir
fengu verðskuldaða athygli þegar
Árni Sæberg ljósmyndari tók mynd
af þeim úr þyrlu og birti á forsíðu
Morgunblaðsins á síðasta ári.
Jóhann leggur áherslu á tvennt í
landgræðslustarfinu. Að reyna að
halda moldinni í ásunum og varð-
veita þá mold sem komin er niður á
slétturnar. Þetta gerir hann með því
að sá í jaðra rofabarðanna og dreifa
áburði. „Þetta er slökkvistarf. Ég
fer á milli rofabarðanna upp eftir
öllu. Þarna er víðir undir og hann
tekur við sér þegar þessum torfu-
sneplum er sinnt.“
Niðri á sléttunni er hann smám
saman að sá í gosefnablandaða
moldina og styrkja gróðurinn með
áburði. Fyrst þarf hann að tína sam-
an stærstu steinana til þess að geta
notað frumstæð tæki sem dregin eru
af fjórhjóli til að rispa landið og
dreifa áburðinum. Öllu fræi þarf að
sá með höndunum, bæði í rofabörðin
og á sléttunni.
Jóhann leggur áherslu á að vinna
að þessu sem fyrst á vorin því sum-
arið geti verið stutt í 400-500 metra
hæð á hálendinu og hver dagur mik-
ilvægur. Nefnir til dæmis að í fyrra
hafi aðeins verið raunverulegt sum-
arveður í 40-50 daga.
Nokkur ár eftir
Hann er nokkuð ánægður með ár-
angurinn. Búið sé að sá í stóran
hluta sléttunnar en enn séu mörg
rofabörð eftir. „Þegar búið er að sá
verður maður að treysta á veðrið
verði hagstætt næstu vikur, til þess
að fræið nýtist.“ Þeir skikar sem
fyrst var sáð í hafa safnað í sig jarð-
vegi og eru mun hærri en landið í
kring. „Mikill jarðvegur hefur fokið
burt á þeim tíma sem ég hef unnið
að þessu en ég finn að innstreymi af
mold hefur minnkað með árunum,
ekki aðeins vegna þess að búið er að
loka mörgum rofabörðum heldur
vegna þess að búið er að eyðileggja
landið og moldin er farin.“
Árangurinn kemur einnig fram í
því að fuglar eru aðeins farnir að
sækja í gróðurspildurnar og jafnvel
verpa. Nefnir hann mófugla, rjúpu,
kjóa og hrafn. Þá hafa refir komið
við. Jóhann er ekki eins hrifinn af
kindunum sem enn fara þarna um.
Segir að ekki þurfi stóran fjárhóp til
að skemma sáningarnar.
„En þetta hefur kostað ómælda
vinnu, erfiða og slítandi, og heilmikil
fjárútlát. Þótt ég fái fræið og áburð-
inn hjá Landsneti þarf að flytja efn-
ið á staðinn í kerrum og það eru
margar ferðir á hverju ári. Kostn-
aður minn skiptir milljónum. Miklir
snúningar eru við þetta. Ég held að
aðeins um helmingur af tímanum
fari í eiginlega landgræðslu.“
„Ég ætla að gefa mér nokkur ár
til viðbótar, ljúka uppgræðslunni og
fylgjast með áfram. Svæðið þarf á
umönnun að halda. Vonandi verður
þetta sjálfbært eftir minn dag,“ seg-
ir Jóhann.
Tók ástfóstri við svæðið
Jóhann Kristjánsson eyðir ómældum tíma og fjármunum í uppgræðslu á örfoka melum og hlíðum
norðaustan undir fjallinu Skjaldbreið Segir að landið sé stórskemmt og eins og eftir loftárás
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áhugamaður Jóhann Kristjánsson hefur tekið ástfóstri við Fífilbrekkur og
Fífilvelli og reynir að gera allt það góða sem hann getur.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Grjóthreinsun Áður en hægt er að nota tæki við undirbúning lands og áburðardreifingu þarf að hreinsa stærsta
grjótið af völlunum. Jóhann ber það saman í hrúgur og sums staðar myndast listaverk.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
www.gilbert.is
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
LÍKA FYRIR DÖMURNAR