Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 9. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.8 122.38 122.09 Sterlingspund 147.95 148.67 148.31 Kanadadalur 91.61 92.15 91.88 Dönsk króna 18.236 18.342 18.289 Norsk króna 13.659 13.739 13.699 Sænsk króna 12.672 12.746 12.709 Svissn. franki 124.28 124.98 124.63 Japanskt jen 1.1455 1.1521 1.1488 SDR 167.45 168.45 167.95 Evra 136.12 136.88 136.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3988 Hrávöruverð Gull 1487.65 ($/únsa) Ál 1740.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.68 ($/fatið) Brent Skráð atvinnu- leysi var að með- altali 4,4% á öðr- um ársfjórðungi þessa árs. Þá var atvinnuleysi 3,3% í júní, en samtals voru 6.800 at- vinnulausir í mánuðinum sam- kvæmt árstíða- leiðréttingu. Það er um 1,5% minna en í maí. Fyrir sama tímabil hækkaði leið- rétt hlutfall starfandi fólks um 2,1%, eða í 78,8% fyrir júní árið 2019. Atvinnulausum í júní 2019 fjölgaði um 400 manns frá sama tíma í fyrra, en þá voru 6.400 atvinnulausir. Alls voru 41.100 einstaklingar utan vinnumarkaðar í júní 2019 en höfðu verið 39.800 í júní 2018. Þegar litið er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um at- vinnuþátttöku standa nær alveg í stað. Hlutfall starfandi lækkaði um 0,5% á sama tíma og atvinnuleysi jókst um sama prósentustig. Atvinnu- leysi var 3,3% í júní Atvinna Atvinnu- þátttaka var ágæt.  6.800 atvinnulausir STUTT BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Heildartekjur vegna tónleika stór- stjörnunnar Ed Sheeran hér á landi um komandi helgi nema um einum milljarði króna. Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli og von er á miklum fjölda fólks. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má gera ráð fyrir að um 50 þúsund miðar seljist á tónleikana. Verði það raunin má áætla að um 35 þúsund miðanna verði seldir í stand- andi svæði og 15 þúsund í sæti. Verð á standandi svæði er 15.990 kr. á meðan miðar í sæti eru allt frá 19.990 kr. til 29.990 kr. Samtals má því gera ráð fyrir að tekjur vegna miðasölu verði um 900 milljónir króna. Auk tekna vegna miðasölu eiga tónleikahaldarar von á góðri sölu veit- inga og ýmiss varnings. Slík sala er þó í höndum fyrirtækisins Par 3, sem sér um söluna fyrir hönd listamannsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að tekjur af sölunni verði í kringum 100 milljónir króna. Samtals eru því tekjur af tónleikunum um einn millj- arður króna. Listamaðurinn græðir mest Aðspurður segist Ísleifur Þórhalls- son, framkvæmdastjóri hjá Senu Live, ekki geta tjáð sig um framan- greinda útreikninga. Hann segir þó að ágóði tónleika á borð við þessa fari að mestu í vasa listamannsins og hans teymis. „Stærstur hluti ágóðans fer ávallt til listamannsins og hans teym- is, sem er eðlilegt. Það er hann sem selur, en við förum að sjálfsögðu ekki í svona verkefni nema það sé hagnað- arvon,“ segir Ísleifur og bætir við að mikil áhætta felist í því að flytja stjórnstjörnur hingað til lands. „Þetta er útreikningur sem fer fram áður en reynt er að fá listamanninn hingað til lands. Spurningin er í raun alltaf hvort það borgi sig fyrir þau að koma til Íslands og hvort við séum til í áhættuna, sem er alltaf talsverð,“ segir Ísleifur. Spurður hver heildarkostnaður vegna umstangs í kringum tónleikun- um sé segist Ísleifur ekki geta gefið það upp. Þá sé kostnaðurinn ekki al- farið hjá Senu Live heldur beri teymi á vegum tónlistarmannsins einnig stóran hluta útlagðs kostnaðar. „Við gefum ekki upp hversu mikinn kostn- að við þurfum að sjá um, en kostn- aðurinn skiptist milli okkar og hans teymis. Til að mynda er uppsetning sviðsins, hljóð og ljósabúnaðar algjör- lega í höndum ríflega hundrað manna starfsliðs hans,“ segir Ísleifur sem er afar reyndur í vinnu við tónleikahald erlendra listamanna hér á landi. Að hans sögn eru tónleikar Ed Sheeran langstærsti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi. „Um- fangið í kringum þennan listamann er miklu meira en við höfum áður séð. Þar nefni ég sérstaklega búnaðinn og sviðið,“ segir Ísleifur. Tónleikar Ed Sheeran skili um einum milljarði króna AFP Stórstjarna Nú styttist óðum í að Ed Sheeran stígi á svið á Laugardalsvelli. Von er á fjölda fólks á tónleikana. Stórtónleikar » Fjöldi miða hefur selst á seinni tónleikana síðustu daga. » Uppselt er á fyrri tónleikana sem fram fara á morgun. Bú- ast má við um 30 þúsund manns. » Sala hefur gengið hægar á seinni tónleikana, en vonir standa til að um 20 þúsund miðar muni seljast.  900 milljónir króna má rekja til miðasölu  Heildarkostnaður ekki gefinn upp PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu ● Icelandair Group lækkaði um 1,35% í Kauphöll Íslands í gær í 70 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi fé- lagsins nú í 8,05 krónum á bréfið. Eftir lokun markaðar hinn 1. ágúst birti flug- félagið uppgjör sitt vegna annars árs- fjórðungs þar sem fram kom að félagið hefði tapað á fyrstu sex mánuðum árs- ins 89,4 milljónum Bandaríkjadala, eða um 11 milljörðum króna. Tap félagsins vegna kyrrsetningar Max-þotnanna nemur samkvæmt tölum þess 6,1 millj- arði króna. Við lokun markaðar 1. ágúst nam gengi félagsins 9,28 krónum og því hafa hlutabréf félagsins lækkað um 13,3% á vikutímabili. Bréf Icelandair hafa lækkað um 13,3% á einni viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.