Morgunblaðið - 09.08.2019, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
Ung kona er
fallin frá í blóma
lífsins. Móðir, eig-
inkona og læknir,
með mikinn metnað á öllum
sviðum. Lífið innihaldsríkt og
gefandi, hjónin bæði í krefjandi
og áhugaverðum störfum sem
þau stunda eftir langt og metn-
aðarfullt nám, fjölskyldan
stækkandi og lífið er yndislegt.
Þangað til sprengjan fellur. Það
fá engin orð því lýst hvílíkt áfall
reið yfir.
Ég kynntist Gunnhildi Völu
fyrst þegar hún var læknanemi
á 5. ári og hitti fyrir harð-
duglega og eldklára unga konu
sem vissi alveg hvert hún ætl-
aði í lífinu. Hún var búin að
marka framtíðarbrautina með
maka sínum og hún þekkti leið-
ina. Aftur lágu leiðir okkar
saman á 6. námsári hennar þeg-
ar hún tók að sér verkefni á
valnámskeiði hjá okkur á
kvennadeildinni, sem var hluti
af grunnnámi hennar í lækn-
isfræði en hún útskrifaðist vor-
ið 2015 frá Læknadeild Háskóla
Íslands. Hún sinnti verkefninu
af miklum áhuga og dugnaði og
hélt því svo gangandi áfram
þegar hún kom aftur á kvenna-
deildina sem kandídat og síðar
sem unglæknir í framhaldsnámi
í fæðingarfræði og kvenlækn-
ingum. Á þessum tíma var sjúk-
dómurinn farinn að hafa áhrif á
allt hennar líf en hún vann þó
eins og heilsan leyfði og hug-
urinn bar hana hálfa leið. Hún
átti sér þá einlægu ósk að verða
fæðingar- og kvensjúkdóma-
læknir og engin önnur sérgrein
innan læknisfræðinnar kom til
greina. Engar málamiðlanir
voru gerðar vegna veikindanna,
hún hélt ótrauð áfram og barð-
ist sem ljón í baráttunni við
sjúkdóminn. Hún upplýsti alltaf
samstarfsfólkið um ástand sitt
á hverjum tíma, kom hrein-
Gunnhildur Vala
Hannesdóttir
✝ GunnhildurVala Hannes-
dóttir fæddist 3.
ágúst 1987. Hún
lést 26. júlí 2019.
Útför Gunn-
hildar fór fram 7.
ágúst 2019.
skiptin til dyra og
vildi að allir væru
upplýstir um
ástand sitt. Hún
bað aldrei um vor-
kunn og ég held að
samstarfsfólkið
hafi fundið það og
allir hafi reynt að
veita henni stuðn-
ing og styrk í bar-
áttunni, hver með
sínum hætti. Hún
sparaði aldrei kraftana en lagði
sig alla fram, hvort sem um var
að ræða vinnu á göngudeild, við
fæðingar eða á vöktum. Allt
samstarfsfólkið á kvennadeild-
inni studdi Gunnhildi Völu af
heilum hug en á sama tíma
vissum við öll að skjótt geta
skipast veður í lofti.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja Gunnhildi Völu í dag.
Við söknum góðs kollega, félaga
og vinar. Mestur er þó miss-
irinn fyrir fjölskyldu hennar,
fyrir eiginmann hennar Arnar
og dæturnar Ragnheiði Elínu
og Þorgerði Önnu. Ég sendi
þeim og öðrum aðstandendum
öllum innilegar samúðarkveðjur
og óska þeim velfarnaðar.
Elsku Gunnhildur Vala, hvíl í
friði.
Hildur Harðardóttir læknir.
Elsku Gunnhildur.
Það er skrýtið hvað það er
sárt að kveðja þig, en samt er
það ekkert skrýtið. Systir mín.
Það var ekkert alltaf þannig
að þú værir systir mín. Þú
komst fyrst inn í mitt líf fyrir
tuttugu árum. Varst þá bara
krakki. Elsta dóttir hennar
Ellu, seinni konunnar hans
pabba. Ég fann enga tengingu.
Þó að þú værir tæknilega séð
stjúpsystir mín. Ég var fullorð-
inn, átti mitt eigið heimili og
stuttu síðar mína eigin fjöl-
skyldu. Við bjuggum ekki undir
sama þaki og þó að ég kæmi
stundum í heimsókn til ykkar
varðst þú ekkert sjálfkrafa
hluti af minni fjölskyldu við
það.
En þú ert einstök og hrífur
með þér alla sem umgangast
þig. Það er alltaf gott að hitta
þig. Þú ert hlý og skemmtileg,
klár og dugleg, og í hvert skipti
sem við hittumst varðst þú
stærri hluti af mínu lífi.
Þú ákvaðst að fara í lækn-
isfræði eftir menntaskóla. Þú
ert klár og stóðst þig vel í námi.
Það kom ekkert á óvart. Við
það færðist þú ennþá nær mér.
Þú varðst starfssystir mín auk
þess að vera stjúpsystir mín.
Eftir að við Hildur fluttum
aftur til Íslands eftir námið
urðuð þið Arnar góðir vinir
okkar. Þó að það séu einhver ár
á milli okkar í aldri virtist það
engu skipta varðandi vinskap-
inn. Við áttum öll svo margt
sameiginlegt. Svo margt að tala
um. Og hlæja að. Við áttum
góðar stundir saman þegar við
hittumst. Eftir á að hyggja allt
of sjaldan, en það er einhvern
veginn þannig þegar maður
vinnur mikið og hefur börnum
að sinna. Maður hittir vini sína
allt of sjaldan. Fjölskyldu sína
allt of sjaldan. En þið voruð
einmitt bæði vinir okkar og fjöl-
skylda.
Þegar þú veiktist varð það
öllum áfall. Þú ákvaðst að láta
það ekkert aftra þér. Vissir
ekkert hvernig veikindin
myndu þróast eða hvað þetta
myndi taka langan tíma. Þú
vissir hins vegar alveg hvað þú
vildir gera. Hvert þú vildir fara.
Ætlaðir að verða kvensjúk-
dómalæknir. Skurðlæknir.
Varst fljótlega farin að gera
keisaraskurði og aðrar aðgerðir
nánast óstudd. Varst bara svo
flink. Svo fær. Svo góður lækn-
ir.
Þið Arnar giftuð ykkur fyrir
tæpum tveimur árum. Fallegri
brúðhjón hafa varla sést. Ragn-
heiður og Þorgerður fylltu út í
fjölskyldumyndina. Litlu fjöl-
skylduna ykkar.
En þú átt þér stóra fjöl-
skyldu. Stóran hóp af fólki sem
elskar þig. Og saknar þín. Því
eins og ég sagði þér á brúð-
kaupsdaginn ykkar eruð þið
Arnar svo stór og mikilvægur
hluti af okkar lífi að þó svo
pabbi minn og mamma þín hafi
ákveðið að skilja erum við ekk-
ert hætt að vera systkini, þú og
ég. Þið og við. Þið eruð fjöl-
skyldan okkar. Þið verðið það
alltaf.
Þú ert systir mín. Og ég
sakna þín.
Viðar Magnússon og
fjölskylda.
Elsku vinkona, ég trúi því
varla að ég sitji hér og skrifi
minningargrein þína. Ég trúi
því ekki að þú hafir þurft að
lúta í lægra haldi gagnvart
krabbameininu. Þú varst svo
óendanlega sterk og kljáðist við
sjúkdóminn af svo miklu æðru-
leysi. Þú náðir að fylla alla
sömu einskæru von, jákvæðni
og baráttuanda og þú bjóst yfir
og orð fá því ekki lýst hversu
óréttlátt þetta er.
Ég man vel eftir þegar við
hittumst fyrst í kór Mennta-
skólans í Reykjavík og það er
óhætt að segja að þú hafðir ein-
staka nærveru og þér tókst að
lýsa upp skammdegið með gleði
þinni og smitandi hlátri. Leiðir
okkar lágu síðan aftur saman
þegar þú hófst nám í lækn-
isfræði og þar varstu á heima-
velli. Þú hafðir alla þá kosti
sem góður læknir þarf að bera;
nærgætin, umhyggjusöm, ósér-
hlífin, klár, dugleg og svo
margt fleira. Þú unir þér vel að
vinna við kvenlækningar og
mikið hefði það verið gaman að
fá þig til okkar hér í Svíþjóð.
Elsku Gunnhildur, þær
minningar sem við eigum um
þig eru allar svo frábærar.
Minningar um Þingvallarferðir,
bústaðarferðir, matarboð og
margt fleira. Alltaf tókst þér að
gera þessar stundir yndislegar
og þú hafðir einstakt lag á að fá
það besta fram í öllum við-
stöddum. Samband ykkar Arn-
ars og stelpnanna ykkar var
svo yndislegt og fallegt að það
var unun að vera nærri ykkur.
Þegar sorgin fyllir hugann get-
um við sem eftir stöndum yljað
okkur við allar þessar minn-
ingar um þig. Mér er það sér-
staklega dýrmætt að hafa feng-
ið að halda með þér upp á
þrítugsafmælið þitt hér í Lundi
og brúðkaupið ykkar Arnars á
Íslandi í ágúst 2017. Í minning-
unni verður þú alltaf svífandi
brosandi um í hvíta kjólnum
þínum eins og fallegur engill.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Arnar Jan, Ragnheiður
Elín, Þorgerður Anna og ást-
vinir allir, ég votta ykkur sam-
úð mína á þessum erfiðu tím-
um.
Minningin um frábæra konu
lifir.
Þinn vinur,
Ómar Sigurvin.
Nýja stelpan í 7. bekk kom
úr Vesturbænum. Hún hét
Gunnhildur og það leið ekki á
löngu þar til hún varð órjúf-
anlegur partur af vinkvenn-
ahópnum, sem svo varð „Há-
teigsskólastelpurnar,“ hópur
sem hefur verið samferða í yfir
20 ár. Við erum átta vinkon-
urnar en þrátt fyrir að við fær-
um í mismunandi menntaskóla,
veldum hinar ýmsu leiðir í há-
skóla, og höfum búið erlendis til
skemmri eða lengri tíma, hafa
þræðir vináttunnar eingöngu
orðið sterkari.
Ég sé það nú sem fullorðin
manneskja að það er ekki sjálf-
gefið að vinátta æsku- og ung-
lingsáranna haldi og styrkist
eftir því sem við eldumst og
Gunnhildur átti svo sannarlega
sinn þátt í því að við „Háteigs-
skólastelpurnar“ höfum haldið
hópinn. Hún var einfaldlega svo
skemmtileg, lifandi og gefandi.
Svo veiktist hún en þrátt fyrir
veikindin náði hún að klára
læknanámið með glæsibrag og
tók sér einungis hlé frá náminu
til að fara í fæðingarorlof.
Sannkölluð ofurkona sem átti
framtíðina fyrir sér.
Hún var langfyrst af okkur
vinkonunum til að finna stóru
ástina í lífinu, hann Arnar sinn,
og eignaðist með honum tvær
yndislegar dætur sem voru
augasteinar móður sinnar. Arn-
ar var ekki bara stóra ástin í lífi
Gunnhildar, hann stóð einnig
sem klettur við hlið hennar í
gegnum súrt og sætt og saman
tóku þau slaginn þar til yfir
lauk.
Það er þyngra en tárum taki
að tala núna um hana Gunnhildi
mína í þátíð. Við gátum hlegið
saman, fíflast saman og grátið
saman. Hún var svo falleg og
glæsileg, alltaf smart í tauinu,
eldklár, traust og góð vinkona.
Ég mun sakna hennar í mán-
aðarlegu matarboðunum okkar
þar sem hún var hrókur alls
fagnaðar og lék á als oddi.
Sakna þess að eiga hana ekki
lengur að, sakna þess að hún sé
ekki hér og græt það sem hefði
getað orðið og hefði átt að vera.
Við vissum svo sem alltaf
hvernig þetta myndi enda en
það gerir missinn samt ekkert
auðveldari. Um leið og ég syrgi
kæra vinkonu er ég um leið svo
þakklát fyrir að hafa kynnst
henni og allar þær stundir sem
við náðum þó að eiga saman á
hennar allt of stuttu ævi.
Hann kemur mér
í opna skjöldu
þar sem hann blasir við
á gamalli ljósmynd.
Blikandi ljárinn
kemur ekki upp um hann
heldur hnausþykk gleraugun.
Það hlaut að vera
að hann sæi illa
eins ómannglöggur og
hann getur verið.
(Gerður Kristný)
Elsku Arnar, Ragnheiður
Elín, Þorgerður Anna, foreldr-
ar, systkini og fjölskylda, ég
votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð.
Anna Sveinbjörnsdóttir.
Við Gunnhildur Vala höfum
verið samferða undanfarin 15
ár, næstum hálfa ævina. Fyrst
sem bekkjarsystur í MR, svo
sem bekkjarsystur á síðari stig-
um læknanámsins og undanfar-
in ár sem samstarfskonur á
kvennadeildinni og nánar vin-
konur.
Gunnhildur var þeim ein-
staka hæfileika gædd að hrífa
fólk með sér. Flestir sem
kynntust henni muna stundina
þegar þeir sáu hana fyrst, svo
eftirminnileg og sjarmerandi
var hún. Afar fögur, með ljóst
hrokkið hár, fallega mislit augu,
löng augnhár og einlægt og fal-
legt bros. Og takmarkalausa út-
geislun.
Hún var heillandi, hispurs-
laus, blátt áfram og ófeimin.
Nærveran þannig að fólk sótti í
hana, langaði til að umgangast
hana og vera nálægt henni.
Eldklár, fljót að hugsa, hnyttin
og fyndin. Óþrjótandi upp-
spretta gleði og hláturs, kald-
hæðin sagnakona með mikinn
húmor fyrir sjálfri sér. Óhrædd
við að gera góðlátlegt grín að
samferðafólki sínu án þess þó
að vera nokkurn tímann harka-
leg eða særandi. Hláturinn svo
smitandi að það var ómögulegt
að hrífast ekki með, söngröddin
undurfögur. Lífsgleðin geisl-
andi og aðdáunarverð.
Gunnhildur var frábær lækn-
ir og það voru forréttindi að fá
að starfa með henni. Hún var
ósérhlífin, áhugasöm, með ótrú-
legt innsæi og hefði orðið frá-
bær fæðingarlæknir. Hún kom
fram við alla af virðingu og sem
jafningja. Var auðmjúk og laus
við hroka þrátt fyrir að standa
flestum framar á nánast öllum
sviðum. Hún bjó yfir ríkri til-
finningagreind og var einstak-
lega skilningsrík og umhyggju-
söm. Setti sig fyrirhafnarlaust í
spor náungans og hafði ávallt
líðan annarra í forgrunni, sama
hvað gekk á í hennar lífi. Hún
naut virðingar í leik og starfi,
samferðafólk leit upp til hennar
og hún varð áreynslulaust leið-
togi og fyrirmynd í flestum
hópum sem hún tilheyrði. Hún
setti viðmiðið.
Síðastliðin ár grínuðumst við
oft með að hún væri „vinnu-
mamma mín“. Hún passaði að
ég mætti stundvíslega og
minnti mig á mikilvæga fundi
og skuldbindingar. Hvatti mig
til að fara að sofa á skikkanleg-
um tíma, áminnti mig góðlát-
lega fyrir slæma borðsiði í há-
degismatnum. Kallaði mig
unglinginn sinn. Móðurhlut-
verkið var henni eðlislægt enda
sinnti hún dætrum sínum af
natni, festu og kærleika sem
þær munu án efa alltaf búa að.
Gunnhildur var yndisleg vin-
kona. Örlát, traust og nærgæt-
in. Alltaf með opinn faðminn,
tilbúin að ræða, hlusta, hlæja,
hjálpa, styðja og samgleðjast.
Hún nálgaðist öll vandamál
með djúpum skilningi, yfirveg-
un og húmor og tókst undan-
tekningalaust að finna eitthvað
jákvætt og gott að einblína á í
stað þess að dvelja við vondar
eða erfiðar tilfinningar. Hún
reiddist sjaldan og var ekki
langrækin. Fyrirgaf, treysti, sá
og trúði á það besta í fólki. Hún
var hreinskilin og beinskeytt,
veigraði sér aldrei við að ræða
erfið mál og sagði alltaf sann-
leikann, umbúðalaust.
Ótímabært fráfall hennar
skilur eftir sig ófyllanlegt skarð
og söknuðurinn er ólýsanlega
sár. Eftir situr þakklæti fyrir
ógleymanlega, ómetanlega og
dýrmæta vináttu.
Arnari Jan, Ragnheiði Elínu,
Þorgerði Önnu og fjölskyldunni
allri votta ég einlæglega samúð
mína.
Margrét Edda Örnólfsdóttir.
Í dag fylgjum við til grafar
kærum kollega, duglegu, kláru
og glöðu Gunnhildi Völu sem
kom fyrst til starfa með okkur
á kvennadeildinni þegar hún
var enn þá læknanemi. Þá
eyddi hún valtímabilinu á 6. ári
á deildinni og sýndi strax að
hún átti erindi í okkar fag, full
af áhuga og orku. Síðar sama
sumar var hún hjá okkur í tvo
mánuði sem kandídat og þá
fundum við drifkraftinn sem
gerði það að verkum að hún
náði að tileinka sér strax það
sem aðrir biðu kannski rólegri
með að ná tökum á. Hún fór
ekki leynt með að hún væri með
alvarlegan sjúkdóm, æxli við
heila sem ætti eftir að draga
hana til dauða fyrr en aðra, þó
að hún vissi ekki hvenær það
yrði. Við höfðum á tilfinning-
unni að einmitt þess vegna væri
henni mikilvægt að vera ekki
eftirbátur hinna og grípa hvert
tækifæri sem gæfist til að læra
að meðhöndla flókin tilfelli og
ná færni í að framkvæma
skurðaðgerðir. Hún hóf síðan
störf sem sérnámslæknir í fæð-
ingar- og kvensjúkdómum um
leið og kandídatsárinu lauk og
við fylgdumst með henni þrosk-
ast í starfinu og vinna öll verk
fljótt og vel. Hún var farin að
gera keisaraskurði sem kandí-
dat og sýndi mikla færni í
skurðaðgerðum. Hún tók þátt í
rannsóknarvinnu og var tilbúin
að leggja á sig aukavinnu til að
fylgja þeim verkefnum eftir.
Hún var vel liðin af öllu starfs-
fólki, var annt um skjólstæð-
ingana en það var stutt í grín
og skemmtilega kaldhæðni þeg-
ar það átti við. Við tókum þátt í
gleðinni þegar hún og Arnar
eignuðust seinni dóttur sína og
gengu í hjónaband. En við viss-
um líka að vágesturinn beið og
gerði atlögur að henni þó að
hún léti það hafa sem minnst
áhrif á störf sín og kvartaði
ekki. Hún stóð sínar vaktir
meðan hún mögulega gat og lét
helst ekki meðferðir við sjúk-
dómnum stoppa sig þó að við
vissum að stundum hefði það
kannski verið betra fyrir heilsu
hennar að vera heima. Hún
vildi ekki láta dæma sig úr leik.
Hún vann hjá okkur meðan
þrekið leyfði en varð að láta af
störfum í lok síðasta árs. Við
tóku aðgerðir og meðferðir sem
því miður gátu ekki veitt lækn-
ingu.
Gunnhildur var á leið með að
verða afbragðs fæðingar- og
kvensjúkdómalæknir. Minningu
hennar fylgir mynd af glaðri,
duglegri og fallegri ungri konu
og við tregum hana öll. Elsku
Arnar Jan, Ragnheiður Elín og
Þorgerður Anna, við sam-
hryggjumst ykkur og biðjum
allar góðar vættir að vera með
ykkur á þessum erfiðu stund-
um.
Við sendum foreldrum Gunn-
hildar, systkinum og öðrum
ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd sérfræðilækna á
kvennadeild Landspítalans,
Hulda Hjartardóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og
tengdadóttir,
INGIRÍÐUR BLÖNDAL
Rjúpufelli 22,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala 26. júlí.
Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 13. ágúst
klukkan 15.
Við viljum færa innilegar þakkir til allra sem hlúðu að henni í
erfiðum veikindum.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Ljónshjarta.
Hjálmar Diego Haðarson
Soffía Erla, Jónas Bergmann, Hjálmar Arnar
Sigríður og Jónas Blöndal
Soffía Auður Diego og Höður Guðlaugsson
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
RAGNAR S. HALLDÓRSSON
verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 7. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Margrét K. Sigurðardóttir
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn