Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019
✝ Páll MagnúsPálsson fædd-
ist á Selfossi 12.
nóvember 1968.
Hann lést 31. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Vilborg
Sigurjónsdóttir, f.
8.11. 1930, d. 4.11.
2010, og Páll
Magnússon, f.
27.11. 1922, d. 8.3.
1998.
Systkini hans eru: Guðlaug,
f. 11.5. 1952, Bergur, f. 27.7.
1953, Elín, f. 31.10. 1954, Rút-
ur, f. 5.6. 1958, Sigurjón, f.
8.3. 1965, Jón Þormar, f. 25.6.
1966.
Páll Magnús hóf sambúð
með Heiðu Björgu Scheving, f.
20.6. 1960, árið 2006. For-
eldrar hennar eru Sigurgeir
Kári Guðmundsson. Magnús,
eða Maddi eins og hann var
kallaður, ólst upp á Hvassa-
felli undir Eyjafjöllum og bjó
þar nær allt sitt líf. Maddi hóf
skólagöngu sína í Barnaskól-
anum í Skógum og síðan lá
leiðin í Skógaskóla. Hann fór
til Reykjavíkur og hóf nám í
bifvélavirkjun 1985. Eftir
námið starfaði hann við grein-
ina bæði í Kópavogi og á Bif-
reiðaverkstæðinu Faxa undir
Eyjafjöllum, sem hann síðan
rak sjálfur þar til hann tók við
búi foreldra sinna 1996. Árið
1998 byggðu þeir bræður
Magnús og Sigurjón sameig-
inlega 70 kúa fjós á Hvassa-
felli og ráku það saman í
nokkur ár. Voru þeir bræður
með þeim fyrstu sem tóku í
notkun mjaltaþjón hér á landi.
Magnús rak búið ásamt því að
setja á stofn og reka ferða-
þjónustufyrirtækið Gamla fjós-
ið með Heiðu Björgu konu
sinni fram á síðasta dag.
Útför hans fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 9. ágúst 2019,
klukkan 14.
Scheving, f. 28.1.
1935, d. 24.10.
2011, og Katrín
Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir, f. 10.11.
1940. Stjúpfaðir
Heiðu Bjargar er
Magnús Sveinsson,
f. 2.3. 1948. Börn
Heiðu Bjargar
eru: 1) Hrund
Scheving
Sigurðardóttir,
maki er Haraldur Pétursson,
börn þeirra eru Selma Rún
Jónsdóttir, Magnús Heiðar
Jónsson, Tumi Dagur Haralds-
son og Gunnar Kormákur
Haraldsson, 2) Eygló Scheving
Sigurðardóttir, maki Guð-
mundur Már Einarsson, börn
þeirra eru Sveinbjörg Júlía
Kjartansdóttir, Anna Leyla
Guðmundsdóttir og Alexander
Fyrst kom vetur, svo kom vor,
örstutt sumar, aftur haust.
Mér fannst ég alltaf vera að stíga í
sömu spor.
Þegar þú komst inn í líf mitt
sólin gegnum skýin braust.
Til að breyta mínu lífi þurfti þor.
Margir arka æviveginn
eins og lest fer um sitt spor.
Aðra hristir lífið eins og lítið strá.
Sumar yfirgefa alltof snemma æsku
sinnar vor.
Aðrar aldrei sína draumaprinsa fá.
Þegar allt á verri veginn fer
vindur stendur beint í fang á mér.
Get ég alltaf fundið skjól hjá þér.
Bros þitt leiðarljós til mín.
Við öll leiðindi er ég laus,
ástfangin í þér upp fyrir haus
Þetta sumar bráðum liðið,
aftur kemur haustið svalt.
Sumarylurinn er enn í hjarta mér
og hann hitar mig í vetur
sama hvað það verður kalt.
Hamingjan er stundum þar sem ástin
er.
(Magnús Eiríksson)
Elsku Magnús minn, nú er
komið að kveðjustund.
Þú varst ástin mín, þú varst
draumaprinsinn minn og ham-
ingja mín.
Ég veit að þú tekur á móti
mér í draumalandinu þegar
minn tími er kominn. Þangað til
geymi ég þig í hjarta mínu.
Heiða Björg Scheving.
Maddi kom inn í líf mitt fyrir
13 árum þegar hann og mamma
kynntust. Ég var ekki lengi að
sjá að þarna væri mamma loks-
ins búin að finna manninn sem
hún átti svo innilega skilið; góð-
ur, traustur og elskaði hana út
af lífinu. Við urðum fljótt góðir
vinir enda einstaklega skemmti-
legur maður sem gott var að
umgangast. Við Hrund göntuð-
umst stundum með að kalla
hann pabba þegar við báðum
hann um að hjálpa okkur með
eitthvað og í hvert skipti sást
blik í augunum á honum þegar
hann hló að þessari vitleysu í
okkur, það má alveg fylgja sög-
unni að svarið var iðulega já,
það var hægt að treysta á það.
Sveinbjörg Júlía tók líka strax
ástfóstri við afa Madda og hann
tók henni og seinna Leylu og
Kára opnum örmum, líkaði afa-
hlutverkið greinilega vel, þau
eltu afa sinn um sveitina og allt-
af átti hann endalausa þolin-
mæði og kærleik til handa þeim.
Það var draumur fyrir okkur öll
að endurnýja kynnin við sveitina
okkar fallegu. Ég er svo ótrú-
lega þakklát fyrir þennan tíma
sem við fengum með þér, elsku
Maddi, þú kenndi okkur svo
ótrúlega mikið, það er svo sárt
að hugsa til þess að stundirnar
verði ekki fleiri í þessari jarð-
vist, það var svo margt eftir. Ég
varð vitni að því sorglegasta en
á sama tíma fallegasta sem ég
hef upplifað þegar ég fylgdist
með mömmu minni kveðja þig
síðustu dagana á spítalanum.
Ást hennar svo sterk að hún yf-
irgnæfði allan ótta og reiði yfir
þessum óumflýjanlegu örlögum.
Það eina sem komst að voru
þessar tvær fallegu tilfinningar
ástin og sorgin, fullkomlega ein-
lægar og æðrulausar. Þarna
sást svo skýrt að sorgin er
gjaldið sem við greiðum fyrir
ástina og því meiri sem ástin er,
þeim mun sterkari er sorgin.
Takk fyrir allt, elsku vinur og
afi, þangað til næst …
Saknaðarkveðja,
Eygló og fjölskylda.
Það er skrítið að koma í
sveitina. Bæði dýr og menn vita
ekki hvernig á að haga sér. Það
vantar hjartað, hjartað sem sló
fyrir alla.
Þegar ég var í sveit hjá
ömmu og afa í Yzta-Bæli þegar
ég var barn man ég hvað manni
fannst Hvassafell vera drauma-
staður og hvað ég öfundaði
krakkana sem voru á bænum.
Þar var reiðnámskeiðið haldið
og það var sjoppa þar. Svo allt í
einu var þetta orðið mín sveit.
Fallegasta sveit landsins. Ekki
nóg með það, þar bjó ein falleg-
asta og besta manneskja sem ég
hef hitt og hann var „pabbi
minn“ Maddi pabbi.
Ég man þegar mamma og
Maddi hittust í fyrsta skiptið.
Þau voru eins og óþekkir ung-
lingar. Vakandi fram á morgun,
hlæjandi og strax orðin ástfang-
in. Satt best að segja leist mér
nú ekkert allt of vel á Madda í
fyrstu syngjandi þjóðsöng Ey-
fellinga en þann söng samdi
hann, bæði lag og texta. Textinn
var ekki flókinn en mjög áhuga-
verður og grípandi.
Ég var hins vegar ekki lengi
að sjá hvaða persónu hann hafði
að geyma. Yfirvegun hans og
góðmennska gerði hann svo ein-
stakan. Það var alveg sama
hversu mikið var að gera hjá
honum, ef maður bað hann um
eitthvað var hann alltaf búinn að
því áður en maður vissi af. Til
dæmis hefur maður farið ófáar
ferðirnar á skröltandi bíl í sveit-
ina með varahluti í skottinu.
Þó að hann hafi bara verið
„Maddi pabbi“ í um þrettán ár
kölluðum við systur hann oft
pabba. Það var ekki bara út af
því að okkur fannst hann eiga
okkur heldur fylltist hann alltaf
aðdáun og stolti þegar við köll-
uðum hann pabba. Það kom
glampi í augun á honum og
hann svaraði stoltur „já“.
Hann var ekki bara besti
Maddi pabbi heldur líka besti
afi Maddi sem hægt er að hugsa
sér. Stuttu eftir að mamma og
Maddi kynntust eignaðist ég lít-
inn dreng. Drengurinn var
skírður Magnús Heiðar. Þessir
tveir Magnúsar áttu eftir að
bralla mikið og eru ferðir í Ós-
inn án efa toppurinn á því.
Maddi var án efa afi barna okk-
ar og þekkja þau ekki neitt
annað. Hann leitaði ekkert endi-
lega til þeirra, en þau leituðu til
hans og þá varð ekki aftur snú-
ið. Aldrei var neitt verkefni þess
háttar að ekki væri hægt að
leyfa börnunum að taka þátt í
því ef þau vildu. Í dag er ég svo
þakklát fyrir að Magnús beri
nafn afa síns og mun það ætíð
minna okkur á hvað við vorum
heppin að fá hann inn í líf
okkar. Það er að sama skapi
óendanlega sárt að vita til þess
að samverustundir þeirra og
okkar verða ekki fleiri. Öll bíð-
um við eftir því að Maddi pabbi,
afi, komi inn úr fjósinu, sú bið
er erfið og því miður endalaus.
Takk fyrir þann tíma sem við
fengum með þér og takk fyrir
að vera það allra allra besta sem
hefur komið fyrir mömmu.
Hvíldu í friði, pabbi.
Hrund.
Elsku tengdasonur okkar,
Páll Magnús Pálsson, er fallinn
frá á miðjum aldri. Það tekur
okkur afar sárt að fá ekki leng-
ur að hafa þennan yndislega og
góða dreng hjá okkur. Hans
verður sárt saknað. Fram undan
eru þung skref hjá Heiðu okkar
þegar hún hefur ekki Madda
sinn sér við hlið. Það hefur verið
fallegt að fylgjast með yndislegu
dætrum hennar standa eins og
klettar við hennar hlið, ásamt
tengdasonum og barnabörnum.
Saman voru Maddi og Heiða
dugnaðar- og framkvæmdafólk
sem studdu við hvort annað í
öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Maddi var með myndar
kúabú og stóra jörð sem hann
ræktaði af mikilli alúð. Hann
var staddur í fjósinu sínu þegar
reiðarslagið dundi yfir en bestu
vinirnir voru ekki langt undan
og komu til hjálpar. Við tók erf-
itt tímabil af kvíða og bið.
Maddi gekkst undir þrjár að-
gerðir sem gengu vel og átti
hann þá bara eftir að vakna. All-
ir voru vongóðir. Þá komu þung-
bærar fréttir, útlitið var verra
en talið var. Maddi lést í faðmi
Heiðu sinnar að morgni 31. júlí.
Sveitungar þínir hafa haft á
orði að nú þegar þú hefur kvatt
hafi límið úr sveitinni farið. Þú
varst maðurinn sem allir leituðu
til ef eitthvað bilaði eða vantaði.
Það kom sér vel að þú varst
lærður bifvélavirki. Það er stór
hópur sem hefur átt þátt í lífi
þínu og starfi sem á þér mikið
að þakka. Þú varst ávallt þolin-
móður og ljúfur í samskiptum
og gafst okkur svo mikið.
Margar eru minningarnar frá
kærri samveru. Við vorum svo
lánsöm að ná að ferðast með þér
bæði innanlands og erlendis.
Ferðin okkar til Gana í vetur
líður aldrei úr minni en þar upp-
lifðum við saman einstakt ævin-
týri sem nú er okkur enn dýr-
mætara.
Elsku vinur, við viljum trúa
því að þú sért kominn í fang for-
eldra þinna í sumarlandinu. Við
þökkum þér kærleiksríka sam-
veru síðustu 13 árin. Við send-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur til elsku Heiðu okkar,
Hrundar, Eyglóar, Haraldar,
Guðmundar, Selmu, Júlíu,
Leylu, Kára, Tuma og Gunnars
auk systkina Madda.
Sjöfn og Magnús.
Það er með miklum söknuði
og sorg í hjarta að ég kveð
elsku besta Madda yngstan okk-
ar systkina, tæplega 51 árs.
Ótímabært fráfall hans er svo
óraunverulegt og okkur mikill
harmur. Hann varð að lúta í
lægra haldi fyrir erfiðum veik-
indum, þrátt fyrir að hann berð-
ist hetjulega fyrir lífi sínu. Ég
trúði og vonaði allan tímann að
hann kæmist í gegnum þessa
erfiðleika með seiglunni og
þrjóskunni sem voru hans
styrkleikar.
Það var mikil gæfa í lífi
Madda þegar hann kynntist
Heiðu sinni fyrir 13 árum. Hann
eignaðist dætur í dætrum henn-
ar Hrund og Eygló, hann elsk-
aði þær allar og barnabörnin
voru mikill fengur fyrir hann.
Maddi var mikill öðlingur,
alltaf átti hann hlýtt bros og
skemmtileg orð, jafnt háir sem
smáir löðuðust að honum, hann
var elskaður og dáður af þeim
sem kynntust honum og hann
átti enga óvini.
Hann hafði einstakt lag á að
laða börn til sín enda sýndi
hann þeim mikla athygli og um-
hyggju.
Systkinabörnin dáðu hann og
vildu helst fylgja honum hvert
fótmál, honum tókst alltaf að
laða fram bros hjá þeim hvernig
sem á stóð.
Í mínum huga var elsku
Maddi tákn heiðarleika, um-
hyggju og einstakrar ljúf-
mennsku.
Hann var einstaklega greið-
vikinn en það var ekki til í hans
huga að biðja aðra um aðstoð,
að eðlisfari var hann hlédrægur,
rólyndur og tryggur.
Maddi hafði góða nærveru,
var stríðinn og yfirvegaður, orð-
heppinn og það kom mér mjög á
óvart hversu góð eftirherma
hann var, ég grét af hlátri þegar
hann var í essinu sínu.
Saga sem ég mun alltaf
geyma í minningasjóðnum gerð-
ist fyrir rúmum 20 árum.
Við vorum að undirbúa okkur
í brúðkaup Jóns Þormars og
Huldu Karólínu, ég og mamma
ætluðum með Madda í bíl. Brúð-
kaupið var haldið á Höfða-
brekku rétt austan við Vík í
Mýrdal og var kl. 14, sennilega
um 45 km frá Hvassafelli.
Maddi kom inn kl. 13.20 og
átti þá eftir að fara í bað, svo
óheppilega vildi til að snyrti-
taskan mín var inni á bað-
herberginu og ég sagði honum
að við yrðum að drífa okkur til
að koma á réttum tíma.
Ég reyndi að reka á eftir
honum með því að banka á
hurðina, hann hafði bara gaman
að og þetta hafði enginn áhrif á
hann, hélt sínu striki og tók sinn
tíma. Mamma hafði gaman af
óhemjuskapnum í mér sem var
að fara á taugum og hann í
stríðni sinni ekkert að flýta sér.
Við lögðum svo af stað kl.
13.40, 20 mínútur fyrir brúð-
kaup, Maddi keyrði eins og bíll-
inn dró og ég var svo hrædd að
ég lá í aftursætinu. Við komust
á leiðarenda á réttum tíma. Þeg-
ar við mættum á staðinn gall í
honum: „Hvað varstu að stressa
þig að óþörfu væna?“
Frá fyrstu tíð vissi ég að ef
Maddi var búinn að ákveða eitt-
hvað varð því ekki breytt, hann
var líka sá eini af okkur systk-
inunum sem hafði betur í þræt-
um við mömmu.
Maddi var ekki maður fjöl-
mennis og dró sig gjarnan í hlé,
einn með sjálfum sér en fannst
best að vera með Heiðu sinni.
Ég votta Heiðu, dætrum
hennar og fjölskyldum, mína
dýpstu samúð.
Hvíldu í friði, elsku Maddi
minn.
Þín systir
Elín.
Það er skammt stórra högga
á milli í lífinu. Það sannast þeg-
ar Maddi frændi á Hvassafelli
fellur frá aðeins 51 árs að aldri.
Páll Magnús var yngstur sjö
systkina og ólst upp í fjölmenni
sem þá var í Steinahverfinu.
Eftir grunnskóla fór hann til
Reykjavíkur til náms í bifvéla-
virkjun og rak til margra ára
vélaverkstæðið Faxa þar sem nú
er rekin sýning Kötlu jarðvangs.
Hann hóf búskap á Hvassafelli
með foreldrum og síðan fé-
lagsbú með Sigurjóni bróður
sínum og reistu þeir fjós það
sem nú stendur á Steinum. Sig-
urjón fór síðan út úr rekstrinum
og má segja að Magnús hafi
verið bóndinn í Steinahverfinu
um árabil.
Páll Magnús hóf sambúð með
Heiðu Scheving fyrir um 13 ár-
um og var ásamt henni hvata-
maðurinn að uppbyggingunni á
„Gamla fjósinu“ sem þar er rek-
ið með myndarbrag.
Það er mikið högg fyrir sam-
félag og fjölskyldu að missa
mann í blóma lífsins, má segja
að Maddi hafi verið „límið“ í
Steinahverfinu og langt út fyrir
það. Það áttu margir skjól og
hjálp vísa hjá Madda frænda og
verður það skarð vandfyllt hér
undir fjöllum.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.
(Jónas Hallgrímsson)
Heiðu og systkinum Páls
Magnúsar sem og fjölskyldunni
allri óska ég huggunar í missi
sínum.
Guðmundur Viðarsson
Skálakoti.
Elsku Maggi!
Ótímabær brottför þín úr
þessum heimi er þyngri en tár-
um taki.
Ég hef hlaupið um hlaðið í
Steinum síðan ég var lítil og
hangið utan í þér síðan þá. Þú
lagðir manni lífsreglurnar og
kenndir manni mikilvægu hlut-
ina eins, að keyra traktor, smala
vetrungum á ógnarhraða niður á
Leirum eða hvernig var best að
taka utan af flatkökum fyrir
beljurnar.
Mér er ógleymanlegt þegar
ég smalaði brekkurnar eitt sinn
og átti að vera næstefst í brekk-
unni, fyrir neðan þig. Ég hélt að
ég væri í þokkalegu formi og
labbaði rösklega upp. Er ég leit
upp, lafmóð, varst þú kominn al-
veg upp í berg, blést ekki úr nös
og hlóst að okkur hinum sem
vorum að reyna að skrönglast
þetta á sama hraða og þú.
Það var sannarlega stutt í
grínið hjá þér. Ófáir klukku-
tímarnir sem leikið var á alsoddi
í Pentagon, hermt eftir sveit-
ungum, taktar leiknir, skelli-
hlegið, mörg eftirminnileg ára-
mótapartí með spilamennsku og
tilheyrandi glensi.
Ég hélt að ég yrði ekki eldri
þegar ég sá þig, Halla Birgis og
Jón Þormar koma á kjötsúpu-
ballið í fyrra. Það vantaði bara
pabba þarna í hópinn og þá
hefði það gengið alveg fram af
mér. En þið settust hjá okkur
og skemmtuð ykkur með okkur
yngra fólkinu.
Mínar fyrstu tekjur voru þeg-
ar ég hljóp um túnin í Steinum
að binda fyrir rúllur og labbaði
svo galvösk til þín og rukkaði
þig um 2.000 krónur, eða ein-
hverja álíka risafjárhæð, hún
var greidd með ljúfmennsku.
Þú kvaddir þennan heim allt
of snemma en takk, Maggi, fyrir
allar stundirnar og minningarn-
ar sem þú skilur eftir. Þín verð-
ur sárt saknað og við í Steina-
hreppi munum skála fyrir þér í
50/50 landa í kók og borða
Gammeldansk lakkrís í Penta-
gon til heiðurs þér.
Og svona að lokum: „Veistu
hvað var að þér? Það var gaman
að þér.“
Ingveldur Anna
Sigurðardóttir.
Dauft er yfir Steinahreppi
undir Eyjafjöllum þessa dagana.
Þó að hreppur þessi hafi ekki
hlotið stjórnsýslulega viður-
kenningu ríkisvaldsins býr þar
sjálfstætt og glaðsinna fólk, það
er þó ekki glatt í dag því til
grafar er borinn Páll Magnús
Pálsson, langt um aldur fram,
hann sem bar hjarta hreppsins í
brjósti sér, var lífið og sálin í því
sem gerðist í þessu litla sam-
félagi. Maddi, eins og hann var
kallaður af flestum, var sérstak-
ur snillingur og í kringum hann
var gaman og gott að vera.
Hann var allt í senn: húmoristi,
heimsmaður, íslenskur bóndi,
dulur, stríðinn, eftirherma,
braskari, handlaginn, forvitinn
um lífið, góðgjarn, víðsýnn og
svo margt fleira.
Á samkomum stórum sem
smáum var Maddi oftar en ekki
hrókur alls fagnaðar. Sérstak-
lega er hægt að minnast margra
funda í Pentagon, varnarmála-
ráðuneyti Steinahrepps, sem
staðsett var í fjósskrifstofunni í
Steinum, hvar haldnir voru
„sóknarnefndarfundir“, töfluf-
undir kvöldið fyrir smölun,
smalapartí og margar fleiri sam-
komur, sem slegið var í með eða
án tilefnis. Þar stjórnaði Maddi
fundum eða kynti undir grínið
sem alltaf var með í för. Góðlát-
legt var grínið, því ekki lagði
Maddi illt til neins.
Maddi var brasari og brask-
ari úr háskóla lífsins. Viðgerðir
og brask voru líf og hans yndi.
Óbilandi bjartsýni í öllum störf-
um, allt fór í gang á endanum,
gamlar PZur, mótorar af öllu
tagi, gamlar rúlluvélar og alls
konar.
Sama hvort það var eldgos
eða fárveður, alltaf hélt Maddi
ró sinni og yfirvegun. Muna má
fréttaviðtal í miðju öskufalli
Eyjafjallajökulsgossins þegar
fréttamaður spurði hvernig
bændum litist á. Madda varð að
orði: „Það er bjart fram undan.“
Þá var það þannig og áfram var
haldið.
Börn og ungmenni hændust
að Madda. Hann tók þeim með
rólegheitum, ræddi við þau á
jafningjagrundvelli, hlustaði á
það sem þau höfðu að segja, tók
undir tal þeirra og oftar en ekki
var húmorinn á bak við. Hann
fól þeim ábyrgð og leyfði þeim
að spreyta sig, taldi það reyndar
nauðsynlegt. Undirrituðum varð
ekki um sel eitt sinn er þau
mættu syni sínum, vart komn-
um af barnsaldri, akandi um
Steinahlaðið á dráttarvél, nokk-
uð sem ekki hafði hvarflað að
foreldrunum.
Maddi var dulur og bar ekki
sálu- eða búksorgir sínar á torg,
jafnaðargeð og yfirvegun voru
aðalsmerki hans og ef honum
leiddist eða þreyttist labbaði
hann burt hljóðalaust og fann
sína einveru.
Fullyrða má að Maddi hafi
verið sáttur í sínu lífi, hann tók
því sem að höndum bar. Hann
tók við búi forfeðra sinna, bjó á
sínu æskuheimili og í sinni sveit
sem hann unni umfram allt.
Hans gæfa var einnig að finna
Heiðu Björgu Scheving, þá
færðist fjör í leikinn, ferðast var
vítt og breitt, til Akureyrar,
Afríku og víðar, svo víða að
Madda þótti nóg um, hristi
Páll Magnús
Pálsson