Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 56
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Hvítlauksristaðir humarhalar Fyrir 4-5 1.400 g stór humar 300 g smjör 4 hvítlauksrif 2 msk. söxuð fersk steinselja salt, pipar og hvítlauksduft Kljúfið humarinn þegar hann er hálffrosinn og fjarlægið „skíta- röndina“. Mér finnst best að gera þetta undir mjórri vatnsbunu og þerra síðan humarinn áður en ég raða honum í bökunarskúffu (þið þurfið tvær bökunarskúffur fyrir þetta magn af humri). Bræðið saman smjör, pressuð hvítlauksrif og steinselju. Hellið smjörblöndunni jafnt yfir humarhalana í skúffunum með matskeið, setjið vel af smjöri á hvern bita og kryddið síðan með salti, pipar og hvítlauksdufti í lok- in. Grillið í ofni við 230°C í 5-7 mín- útur eða þar til halarnir byrja að- eins að „krullast“ upp, þá má taka þá strax út úr ofninum. Gott er að hella hölunum í fat, pott eða annað og hella restinni af smjörinu yfir, hafa síðan skeið við höndina til þess að geta sett nóg af smjöri á halana þegar þeir koma á diskana. Berið fram með góðu hvítlauks- brauði og salati. Ef þið bakið ekki hvítlauksbrauð þá finnast mér sneiðarnar sem eru seldar frosnar henta vel með þessu. Gott að leggja þær á diskinn og fá þær til að drekka aðeins í sig smjörið. Sal- atið að þessu sinni samanstóð af klettasalati, baby spínati, bláberj- um, fetaosti og brauðteningum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Hvítlauksristaðir humarhalar Humar er herramannsmatur og hér gefur að líta uppskrift sem er í senn af- skaplega örugg og bragðgóð. Með hráefni eins og humar ber að vanda til verka og passa upp á að ofelda hann hvorki né eyðileggja með einhverri vit- leysu. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotterí.is og er því gæðavottuð og algjörlega upp á tíu. Sælgæti Humar er herramannsmatur og í uppáhaldi hjá mörgum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Óhrein og örótt húð HÚÐSLÍPUN Tímapantanir í síma533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla 2 Hin árlega haustjógúrt Örnu er komin í verslanir en það þykir tíðindum sæta þar sem jógúrtin, sem unnin er úr ís- lenskum aðal- bláberjum, er tveimur vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Gleðitíðindi Arna María Hálfdánar- dóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, er ánægð með góða berjasprettu. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Örnu Maríu Hálfdán- ardóttur, sölu- og markaðsstjóra Örnu, hefur berjasprettan verið með eindæmum góð fyrir vestan sakir góðs tíðarfars. Berin sem notuð eru í jógúrtina eru öll tínd af fólki sem skilar berjunum inn gegn greiðslu. Það getur því verið ágætis búbót fyrir marga að geta haft tekjur af því að tína ber. Berjunum sé skilað inn á skrif- stofu fyrirtækisins í Bolungarvík og þegar berin hafi farið að berast svona snemma var ákveðið að flýta komu jógúrtarinnar í versl- anir. Haustjógúrtin frá Örnu hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og ávallt selst upp en krukk- urnar hafa að sögn Örnu Maríu líka notið mikilla vinsælda hjá sultugerðarfólki og öðrum sem nota krukkur enda ákaflega fal- legar og fjölnota í senn. Tveimur vikum fyrr á ferðinni Vinsæl Haustjógúrtin frá Örnu er með íslenskum aðalbláberjum og hef- ur verið afar vinsæl undanfarin ár. Veitingastaðurinn rís upp úr sjón- um, rétt eins og honum hafi skolað á land og nær hann fimm metra undir sjávarmál. Byggingin sjálf er um 34 metra löng. Það var full- bókað á staðinn ári áður en hann var opnaður en einungis er boðið upp á 18 rétta matseðil. Staðurinn tekur um 40 manns í sæti og er það stjörnukokkurinn Nicolai Ellitsgaard sem matreiðir ofan í gestina og þarf ekki langt að sækja hráefnið – en stór gluggi er á staðnum þar sem fylgjast má með litríku sjávarlífinu á meðan borðað er. Lúxusmatur undir sjávarmáli Fyrsta neðansjávarveitingastað Evrópu er að finna í Noregi en hann er á einum syðsta punkti landsins og þykir mikið meistarastykki. Staðurinn ber nafnið Under på Lindesnes. Meistaraverk Staðurinn þykir einstaklega flottur og hönnunin til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.