Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 70

Morgunblaðið - 09.08.2019, Síða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2019 MÍA Tveggja laga regnjakki Kr. 18.990.- SALKA Gönguleggings Kr. 9.490.- VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ást, pólitík, fordómar og frelsi eru meðal yrkisefna Bubba Morthens á 33. hljóðversskífu hans, Regnbogans stræti, sem kemur út í dag. Bubbi fagnar útgáfunni með hófi í Lucky Records við Rauðarárstíg í dag kl. 17 og mun bæði árita plötuna og taka nokkur lög. Regnbogans stræti hefur að geyma 11 lög af ýmsu tagi, allt frá valsi yfir í rokk og stjórnaði Guð- mundur Óskar Guðmundsson bassa- leikari, nefndur Góskar, upptök- unum. Einvalalið hljóðfæraleikara lagði Bubba lið við upptökurnar, Góskar plokkaði bassa, Hjörtur Ingvi Jóhannsson lék á hljómborð, Örn Eldjárn á gítar, Aron Steinn Ás- bjarnarson á saxófón og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Elísa- bet Ormslev, Zöe, Rósa Björk Óm- arsdóttir, Valdimar Guðmundsson og Stefanía Svavars syngja bakradd- ir á plötunni og Katrín Halldóra Sig- urðardóttir syngur svo með Bubba í ástarlaginu „Án þín“ sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarið. Heilsteypt listaverk Bubbi er nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður nær tali af honum og nefnir fyrst umslag plötunnar sem Ámundi Sigurðsson hannaði. Það er litríkt og abstrakt og Bubbi er spurður að því hvort Ámundi hafi unnið umslagið út frá titli plötunnar. „Já, að einhverju leyti og við erum líka að sækja í fyrri hluta sjöunda áratugarins og jafnvel þann sjötta,“ svarar Bubbi. Telur hann útlit plötunnar end- urspegla innihaldið? Já og nei, svar- ar Bubbi, sum lögin gætu verið ára- tugagömul, t.d. „Án þín“ sem gæti hafa verið samið á árunum ’68-9. „En aðallega vildi ég búa til litaðan kont- rast, ekki fara þessa venjulegu leið sem liggur oft beinast við, ljósmynd og svo framvegis,“ bætir hann við. Bubbi segir útlitshönnun platna ávallt hafa skipt hann máli. „Sér- staklega þegar þetta er vínyll, þá lít ég á þetta sem heilsteypt listaverk. Umslög eru listaverk, vínylumslög eru listaverk út af fyrir sig,“ segir hann. „Best of“ Bubbi – Talandi um fortíðina þá tengdi ég við eldri lög eftir þig þegar ég hlustaði fyrst á þessa plötu, byrjun „Skríða“ minnir mig t.d. á „Leynd- armál frægðarinnar“ og titillag plöt- unnar minnir á „Silfraðan boga“. Hefur einhver nefnt þetta við þig? „Nei,“ svarar Bubbi og bendir á að hann hafi samið mörg hundruð laga á ferlinum og því hljóti einhver að minna á önnur. „Svo hljóta höf- undareinkenni mín auðvitað að liggja þarna. „Regnbogans stræti“ er t.d. mjög klassískt Bubba-lag, stór og mikil ballaða og mikill texti og gríðarlega mikilvægur, finnst mér. Ég held að Biggi í Dimmu hafi sagt að þetta væru ný lög en hljóm- uðu eins og „best of“ Bubbi,“ segir Bubbi og segist vera ánægður með þá upplifun Bigga þar sem ætlun hans hafi verið að gera plötu þar sem hann væri að þvælast, að einhverju leyti, inn og út úr því sem hann hefði verið að gera. „Eins og „Lífið fyr- irgefur dauðanum“, það kallast á við þessa evrópsku músíkhefð sem ég hef unnið með í lögum eins og „Gula flamíngóinum“,“ nefnir Bubbi sem dæmi. Hinir og þessir stílar – Nú stýrði Góskar upptökum á plötunni. Um hvað rædduð þið áður en þið hófust handa, voruð þið með ákveðið markmið? „Ég var með gommu af lögum en var nokkurn veginn með neglt niður hvaða lög ég vildi vinna. Síðan ákváðum við að hafa hana „organic“, frekar lífræna og hún er því að miklu leyti spiluð „live“ inn. Við vildum að það heyrðist að þetta væru alvöru- hljóðfæri og lifandi tónlist en við ákváðum líka að hafa þetta suðupott, að vera ekki bara með einhverja eina línu eins og á Túngumál sem var mjög heilsteypt verk. Okkur langaði að fara í hina og þessa stíla,“ svarar Bubbi. Þá Góskar hafi langað að gera heiðarlega plötu. Mikilvægt að taka afstöðu Bubbi er spurður að því hvers vegna hann hafi nefnt plötuna eftir þessu tiltekna lagi, „Regnbogans stræti“. „Fyrir það fyrsta þá fjallar þetta lag um frelsið og það fjallar um for- dóma,“ svarar Bubbi. „Það fjallar um jaðarinn en um leið um okkur öll. Það er sótt að samkynhneigðum af meiri hörku en við höfum séð í ára- tugi og barátta samkynhneigðra er í rauninni í mörgum löndum komin aftur fyrir upphafspunkt. Við erum að tala um Rússland, Pólland, Balk- anskagann, Úkraínu og Evrópu, við sjáum þetta gerast í löndunum í kringum okkur. Svo erum við að tala um minnihlutahópa sem Donald Trump er búinn að gefa skotleyfi á og flóttafólk. Þetta lag fjallar um allt þetta og um leið griðin sem kærleik- urinn gefur og hversu mikilvægt það er að sannleikurinn í hverjum manni fái að lifa,“ segir Bubbi. Þess má geta að Bubbi flutti lagið í gær á opnunarhátíð Hinsegin daga í Há- skólabíói. Bubbi segir mikilvægt að lista- menn taki afstöðu þó að hún sé ekki endilega vinsæl. „Þó svo að það sé gargað á okkur eða ráðist á okkur á netinu eða annars staðar því það skiptir svo miklu máli að við tökum slaginn. Þetta lag getur líka fjallað um Wikileaks-lekann og það sem við verðum vitni að núna, að maður sem ljóstrar upp um hryðjuverk Banda- ríkjanna skuli vera ofsóttur og sitji í gæsluvarðhaldi eða fangelsi í Lond- on. Það er sótt að blaðamönnum úti um allan heim og menn hérna heima eru byrjaðir af afbaka umræðuna og það er verið að klípa af frelsinu alls staðar og lýðræðinu, sótt að okkur úr öllum áttum,“ segir Bubbi. Fyrir honum sé lagið því eitt það mikil- vægasta sem hann hafi samið. Endalausar hugmyndir – Ég held að fólk sjái þig fyrir sér sem mann sem er alltaf að, þú ert ekki mikið fyrir að sitja í hæginda- stól aðgerðalaus … „Nei, nei, ég vaknaði klukkan fimm í morgun og fór að skrifa og semja,“ svarar Bubbi að bragði, eld- hress. – En færðu aldrei stíflur eins og rithöfundar og aðrir listamenn? „Nei, aldrei. Ég held að það sé eitthvað að mér, ég held að ég sé frá- vik. Ég er með endalausar hug- myndir, þær bara stoppa ekki, hvort sem ég er að semja ljóð eða lög. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og það sem mér finnst mikil- vægast í mínu lífi, fyrir utan fjöl- skylduna, er að geta samið og að hafa eitthvert erindi. Það er ekkert mál að semja en það sem skiptir máli er að hafa eitthvað að segja.“ Bubbi segist að lokum hæst- ánægður með plötuna nýju. „Mér finnst þetta alveg geggjuð plata!“ segir hann og skellihlær að sjálfum sér. Lífrænn suðupottur  Regnbogans stræti nefnist 33. hljóðversskífa Bubba Morthens sem kemur út í dag  Titillag plöt- unnar fjallar um fordóma og frelsi og er að mati Bubba eitt það mikilvægasta sem hann hefur samið Morgunblaðið/Kristinn Baráttumaður Bubbi kom fram við opnun Hinsegin daga í Háskólabíói í gær og flutti titillag plötunnar Regnbogans stræti sem fjallar um frelsi og fordóma og þá meðal annars gagnvart samkynhneigðum. Það er sannleikur í lífinu menn ljúga frá æskunni á vængjum vonar fljúga það er í eðli sumra á ystu brún að standa fyrst þá sem þeim finnst þeir anda gefast aldrei upp þó óttinn þeim mæti í hliðargötum frá regnbogans stræti Sumar manneskjur sannleikann þrá og aðrir þola hann ekki vilja aldrei sjá sumir erfa áföll forfeðra sinna meðan aðrir hamingju í hjarta finna sagt er að sáttin öllum mönnum mæti að morgni dags á regnbogans stræti Sýndu mér ást í fangi blárra daga fagnaðu sem væri ég gömul saga við glugga opinn lesin fyrir löngu síðan og í brjósti þínu logaði ástríðan ég trúi einn dag aftur lausnin þér mæti undir krónum trjánna við regnbogans stræti Þú saknar eldsins á einhvern skrítinn máta augun þín brosa en hjartað er að gráta þó svo lífið feli leyndarmál þín og öskur sársaukans í hlustum okkar hvín veit ég að réttlætið mun stíga niður fæti og tala máli þínu á regnbogans stræti Þeir settu verðmiða á kærleikann og drógu um höfuð frelsisins gaddavír og hlógu byrjuðu að gjaldfella orðin eitt af öðru og líktu frelsinu við eiturnöðru og fyrir sannleikann brugðu þeir fæti sorgin býr líka við regnbogans stræti Regnbogans stræti FYRSTU ERINDI TITILLAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.