Morgunblaðið - 15.08.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Tilboð fyrir 2
Tenerife
21. ágúst í 7 nætur
Verð á
mann frá kr.
87.995
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjölmenni fagnaði því síðdegis í gær
þegar nýr kafli á hringveginum fyrir
botni Berufjarðar var opnaður fyrir
almennri umferð. Með þessu er veg-
urinn umhverfis landið, sem varð til
með byggingu brúnna á Skeiðarár-
sandi árið 1974, nú allur lagður
bundnu slitlagi og eru það mikil
tímamót. Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra klippti á borða
og markaði það formlega opnun veg-
arins nýja, sem er 4,9 km langur.
Þar af eru vegfylling yfir sjó og leir-
ur um einn kílómetri. Ný brú í Beru-
fjarðarbotni er steinsteypt, 50 m
löng og 10 m breið. Heildarkostn-
aður er um 1,6 milljarðar króna.
Undirbúningur framkvæmda í
Berufirði hófst 2007, en þar sem
deildar meiningar voru um veg-
stæðið og fleira voru þær ekki boðn-
ar út fyrr en 2017. Lægsta tilboðið
var frá Héraðsverki ehf. og MVA
ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir
hófust 2017 og lauk nú í sumar –
tæpu ári seinna en vænst var – því
fyllingarnar urðu talsvert meiri en
búist var við. Nýi kaflinn styttir
hringveginn um 3,6 km og er hann
nú alls 1.322 km.
„Sá áfangi sem við fögnum hér í
dag leggur grunn að nýrri framtíð,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannnsson í
ávarpi sem hann flutti í Berufirði í
gær. Bætti hann við að nú væru
mörg járn í eldinum í samgöngu-
málum. Í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar væri boðuð sókn í
samgöngumálum þar sem um 120
milljörðum króna yrði varið til fram-
kvæmda á vegakerfinu á næstu
fimm árum Í haust yrði svo lögð
fram endurskoðuð samgönguáætlun
þar sem leitað væri allra leiða til að
hraða vegaframkvæmdum.
Loksins slitlag all-
an hringveginn
Ljósmynd/Ingveldur Sæmundsdóttir
Berufjörður Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra klippti á borðann á Berufjarðar-
brúnni nýju og naut við það aðstoðar Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar.
Tímamót í Berufirði Styttri leið
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tveir af fjórum fundarstjórum í
fundaherferð seðlabankastjóra hafa
forfallast. Ritstjóri Seðlabanka Ís-
lands, Stefán Jóhann Stefánsson,
stýrði fundi seðlabankastjóra á Ísa-
firði í forföllum Einars K. Guðfinns-
sonar. Snorri Styrkársson, fjármála-
stjóri Fjarðabyggðar, stýrði fundi á
Neskaupstað í forföllum Smára
Geirssonar. Óbreytt dagskrá var á
Akureyri þar sem Valgerður Sverr-
isdóttir stýrði fundi og þá segist
Guðni Ágústsson ákveðinn í að stýra
síðasta fundi ferðarinnar í Árborg nk.
mánudag – komi ekkert óvænt upp á.
„Fundirnir hafa verið mjög gagn-
legir og fundargestir lýst yfir ánægju
með þá. Það hefur ekki aðeins verið
skýrt frá endurreisn fjármálakerfis-
ins og efnahagslífsins eftir fjármála-
hrunið, þar með talið að setja á og losa
fjármagnshöft, heldur hefur fundar-
fólk einnig komið með áhugaverðar
og gagnlegar spurningar um gengis-
og gjaldmiðlamál, ýmis úrlausnarmál
eftir hrunið, svo sem starfsemi gjald-
eyriseftirlits, um áhrifin af Brexit,
vaxta- og skuldamál og margt fleira,“
segir Stefán Jóhann Stefánsson, rit-
stjóri Seðlabankans, við Morgunblað-
ið.
Að sögn hans hefur fundarsókn
verið þokkaleg miðað við fundi af
þessu tagi. Heimildir Morgunblaðsins
herma að um 25 manns hafi mætt á
fundinn á Akureyri og talsvert færri á
Ísafirði, eða um 12 manns.
Kostnaður við ferðina liggur ekki
fyrir en verður tekinn saman að henni
lokinni, að sögn Stefáns Jóhanns sem
segir ferð seðlabankastjóra farna til
að upplýsa og útskýra starfsemi
Seðlabankans á liðnum árum og þau
verkefni sem hann stendur frammi
fyrir nú. Sagt sé frá nýlegum breyt-
ingum í starfi bankans og áskorunum
framundan, svo sem er varðar áhættu
tengda greiðslumiðlun, en einnig sé
greint frá árangri í peninga- og efna-
hagsmálum undanfarinn áratug.
Ferðin sé liður í því lögbundna mark-
miði að skýra frá starfsemi bankans
og sé í anda þeirrar gegnsæisstefnu
sem margir seðlabankar í heiminum
fylgja í auknum mæli. Þá segir Stefán
Jóhann aðra seðlabankastjóra í heim-
inum hafa farið í sambærilegar ferðir.
Helmingur mætti ekki
Á flandri Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri er nú í fundaferð.
Tveir af fjórum fundarstjórum hafa forfallast í hringferð
seðlabankastjóra Gagnlegar spurningar fundargesta
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sauðfjárslátrun hófst á Hvamms-
tanga á föstudaginn var, 9. ágúst, og
var þá slátrað 411 lömbum. Meðal-
vigtin var 15,1 kíló sem þykir mjög
gott miðað við hve snemma var slátr-
að, að sögn Ágústs Andréssonar, for-
stöðumanns Kjötafurðastöðvar KS.
Aftur verður slátrað í dag á
Hvammstanga. Ágúst sagði að stefnt
hefði verið að því að slátra 1.200
lömbum í dag en líklega yrðu þau
ekki nema 600. Í kvöld verður því bú-
ið að slátra rúmlega eitt þúsund
lömbum í þessari sláturtíð.
„Bændur eru frekar tregir til að
senda fé til slátrunar og það lítur
ekkert of vel út með næstu viku en
þá var ætlunin að slátra í þrjá daga,“
sagði Ágúst. Hann taldi líklegast að
bændum fyndist ekki borga sig að
slátra lömbunum svo snemma. Þeir
vilji heldur bíða og leyfa lömbunum
að þyngjast enn meira.
„Við erum með sömu álags-
greiðslur fyrir forslátrun og við vor-
um með í fyrra ofan á okkar nýja
verð. Í fyrra slátruðum við um 12.000
lömbum í forslátrun og vonuðumst
til að ná eitthvað svipuðu núna en
það virðist vera eitthvað þyngra nú
að fá lömb frá bændum,“ sagði
Ágúst. Forslátrun stendur þar til al-
menn sláturtíð byrjar 4. september
hjá KS og SKVH.
Ágúst nefndi að bændur hefðu
beðið eftir því að einhver viðbót
kæmi frá Landssamtökum sauðfjár-
bænda eða Bændasamtökunum í
gegnum samninginn sem þeir eru
með við ríkisvaldið.
Kjötinu af nýslátruðu lömbunum
úr fyrstu slátruninni var dreift í
verslanir Bónus í gær. Ekki varð því
skortur á lambakjöti eins og útlit var
fyrir á tímabili þegar ekki var hægt
að fá afgreidda hryggi í heilu. Eins
og kunnugt er rættist úr því án þess
að til innflutnings kæmi.
Kjöt af nýslátruðu frá KS
kom í Bónusbúðirnar í gær
Sauðfjárslátrun heldur áfram í dag á Hvammstanga
Morgunblaðið/RAX
Sláturtíð Búið er að lóga fyrstu
lömbum haustsins. Mynd úr safni.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, ætlar að stefna
Seðlabanka Íslands, bæði fyrir sína
eigin hönd og fyrir hönd Samherja,
í kjölfar þess að Seðlabankinn hafn-
aði kröfu hans um viðræður um
bætur vegna málareksturs Seðla-
bankans gegn Samherja. Þetta
staðfesti Þorsteinn Már við mbl.is í
gærkvöldi.
Þorsteinn krafðist þess að Seðla-
bankinn greiddi honum fimm millj-
ónir króna í bætur vegna kostnaðar
sem féll á hann í málarekstri bank-
ans. Telur bankinn að málsmeð-
ferðin hafi ekki brotið gegn rétt-
indum Þorsteins Más þannig að það
varði bótaskyldu.
Þorsteinn Már segir að stefnurn-
ar verði birtar í dag og á morgun.
„Við viljum að sjálfsögðu klára
þessa stefnu áður en Már Guð-
mundsson [fráfarandi seðlabanka-
stjóri] fer, eðlilega. Vegna þess að
við höfum engan áhuga á að birta
nýjum seðla-
bankastjóra
þessa stefnu.
Már er búinn að
draga það mjög
að svara þessu
og Seðlabankinn
líka. Við munum
klára þessi mál
og birta honum
þessar stefnur.“
Þorsteinn Már
segir að stefnurnar hafi verið eðli-
legt framhald af höfnun bankans á
viðræðum.
„Niðurstaða bankaráðs var skýr í
skýrslu til forsætisráðherra, að það
hafi verið brotin lög á Samherja og
mörgum öðrum og niðurstaða um-
boðsmanns Alþingis var einnig skýr
– að það hefðu verið brotin lög á
mér,“ segir Þorsteinn Már, en höfn-
un Seðlabankans á viðræðum um
bætur kom Þorsteini Má í opna
skjöldu.
Vill klára málið áð-
ur en Már hættir
Mun stefna Seðlabanka Íslands
Þorsteinn Már
Baldvinsson