Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 10
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þórður Andersen, íbúi í Fjalla- byggð, segist hreinlega hafa grátið þegar byrjaði að flæða inn í kjallara hans á mánudaginn. Hann er einn íbúa í Fjallabyggð sem eru að ná sér eftir að inn í hús flæddi í kjölfar mikilla rigninga sem stóðu yfir vik- una á undan. Margir eru ósáttir vegna viðbragða sveitarfélagsins, en síðustu misseri hefur verið staðið að endurbótum á holræsakerfi beggja byggðakjarna, þ.e. Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Átti ekki að gerast aftur „Fólk er náttúrulega miður sín. Það var búið að segja fólki eftir að þetta gerðist síðast að með þessu endurbætta lagnakerfi myndi þetta ekki gerast aftur. Og fólk er mjög ósátt við að sveitarfélagið segi bara að þetta hefði orðið mun verra ef ekki hefði verið fyrir endurbæturn- ar,“ segir Gunnar Smári Helgason, íbúi á Siglufirði og fréttamaður hjá Trölla.is, í samtali við Morgun- blaðið. Margir þar nyrðra minnast vatnsveðursins sem gekk yfir í ágúst 2015 og olli miklu tjóni í bænum. Spurður út í endurbæturn- ar sem gerðar hafa verið síðan sagði Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, í samtali við mbl.is í fyrradag að ef framangreindar end- urbætur hefðu ekki verið fram- kvæmdar hefðu afleiðingarnar orðið mun verri en raunin varð. „Það eru rosaleg vonbrigði að nýja kerfið skuli ekki halda betur en þetta. [Það er] óviðunandi að maður megi búast við að það flæði inn,“ segir Hálfdán Sveinsson, hót- eleigandi og einn íbúa á Siglufirði sem eiga rými sem flæddi inn í, í samtali við Morgunblaðið. „Síðan ég keypti hefur flætt inn hjá mér á tveggja ára fresti. 2015, 2017 og núna 2019,“ segir Hálfdán. Eins og áður segir grét Þórður Andersen þegar byrjaði að flæða inn í kjallara hans og segir Hulda Andersen Guðmundsdóttir, eigin- kona hans: „Þetta er í fjórða skiptið sem þetta gerist á þremur árum. Mér finnst það bara alveg nóg. Það kemur upp um niðurföllin í þvottahúsi og bílskúr og flæðir inn um allan kjallara. Þetta er það mik- ið vatnsflóð að það fer inn í allan kjallarann. Inn í öll herbergi, bað- herbergi og alls staðar.“ „Alltaf meira og meira tjón“ Segir hún að eftir að ofannefndar endurbætur voru gerðar hafi þau Þórður ekki átt von á því að það flæddi aftur inn, „en það gerði það samt“. Sumir hafi verið með auka- dælur, þau hafi t.a.m. verið með tvær slíkar, en þær hafi ekki haft undan. Spurð um tjónið sem varð segir Hulda: „Það verður alltaf meira og meira tjón eftir því sem þetta gerist oftar.“ Þá bætir hún við: „Við erum með tréstiga og með nýjan viðarbekk. Allt tré skemmist. Allar hurðir vindast og allir þröskuldar lyftast.“ Grét þegar byrjaði að flæða  Íbúar í Fjallabyggð margir að ná sér eftir að flæddi inn í hús enn eina ferðina  Margir ósáttir við viðbrögð sveitarfélagsins  Hjá sumum hefur flætt oft á seinustu árum Ljósmyndir/Trölli.is Aðgerðir Dælubílar voru sendir frá Akureyri til að lágmarka tjónið. Á floti Þórður Andersen stendur í stígvélum í flæddri íbúð ná- granna síns, hvar hann hjálpaði við að dæla vatni út. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Hönnun á heimsmælikvarða, smurbrauð og nýnorræn matargerð; fornir kastalar og framúrstefnuarkitektúr í iðandi stórborgum þar sem allt er samt svo huggulegt. Nú er rétti tíminn til að njóta lífsins í Skandinavíu. Hafðu það huggulegt með frændum okkar í norðri Helsinki I Kaupmannahöfn I Osló I Stokkhólmur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.