Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu ár hef-ur oft veriðrætt um lýð- ræðisvæðingu stjórnmálanna. Hljómar vel. En hvað þýðir það ísæta hjal? Sennilega helst að mál verði send í þjóðarat- kvæði af þinginu og þá helst af minnihluta þess, eða „almenn- ingur“ fái að kalla mál til sín til að greiða um þau atkvæði. Almenningur hefur ekki hróp- að hátt eftir slíkum kostum. Með því að mistúlka EES samninginn sem vaxandi til- hneiging er til og eftirlits- stofnanir á borð við ESA og dómstólinn sem þeim tengjast er í auknum mæli horft á Ís- land sem undirsáta erlends valds. Með þessari þróun sem embættismenn leiða og óburðugir stjórnmálamenn þjónusta verður raunverulegt hlutverk Alþingis ómerkilegra með hverju árinu og virðing þess og traust hrapar. Þeir, sem hafa horft daprir á und- irgefni íslenskra stjórnmála- manna síðustu árin, svo ekki sé talað um síðustu misserin, geta ekki ætlað að almennar atkvæðagreiðslur færu nokkru sinni fram um tilskip- anir frá heilögum anda í Brussel. Alþingi sjálft fær ekki lengur að ákveða með sama hætti og í áratugi hvort það flýtir fyrir sér og greiði atkvæði saman um atriði sem samstaða er um að haga þann- ig! Sömu þingmennirnir falla svo fyrir stráksskap manna í stéttarpoti, með stundarað- stöðu í Mannréttindadómstól sem má ekki að lögum binda Íslendinga, enda væri það með alvarlegustu stjórn- arskrárbrotum. Íslenskir búrókratar með stjórnmálamenn í bandi leiða þá út í ógöngur í ráðuneyt- unum. Má rétt ímynda sér hvernig kerfi um almennar at- kvæðagreiðslur myndi koðna niður hér. Og fordæmin frá hinu fjarlæga valdi sem menn eru svo máttlausir gagnvart hér skerpa myndina af því hvernig þetta færi. Þekkt er að stjórnmálamenn úr ólíkum flokkum ólíkra landa ESB eru reknir í einn flokk nægjanlega stóran í Brussel. Hamrað er á því að einstakir leiðtogar ESB geti hafnað niðurstöðum leið- togaráðsins. En allir greiða þeir undantekningarlaust at- kvæði eins og æðstu strumpar kerfisins krefjast og forseti og kanslari Frakklands og Þýskalands hafa krotað upp á. Áratugalöng reynsla er fyrir þessu. Ekkert dæmi er til um að statistarnir í leiðtoga- ráðinu beri afstöðuleysi sitt undir „baklandið“ sem er litla, gleymda þjóðríkið þeirra heima. Enginn hefur gleymt því þegar að ESB sam- þykkti stjórn- arskrá. Nokkur ríki neyddust til að bera það upp í þjóðaratkvæði. Þar var málið fellt í Frakklandi og Hollandi. Oftast eru ríki sem greiða atkvæði vitlaust látin endurtaka kosninguna þar til að þau gefast upp. Slíkt var reynt með Icesave og þeir tóku þátt sem síst skyldu en þjóðin koðnaði ekki niður. En í stjórnarskrármáli ESB þótti of viðurhlutamikið að taka ekki mark á Frakklandi, þó ekki væri nema í þykjustunni. Sannar það ekki að enn votti fyrir lýðræði í ESB? Ein- hverjir trúðu því um stund. En andstæða þess varð ofan á. Nafni sáttmálans var breytt en umgengni við hann er eins og að stjórnarskrá hafi verið samþykkt en ekki felld. Jafnvel norðan Erm- arsunds eru nýjustu dæmin. Vaxandi þungi var kominn í áratuga kröfur um þjóð- aratkvæði um veru landsins í ESB. Þegar að þrýstingurinn á innanlandsstjórnmál þótti illbærilegur var krafan loks samþykkt m.a. í krafti þess að birtar og óbirtar kannanir sýndu að brottför yrði felld. En útgangan var samþykkt og fullveldisendurheimt fagnað af meirihluta þjóðarinnar. Flokksþing beggja stóru flokkanna samþykktu að tryggja útgönguna. En í ljós er komið að virðing fyrir sam- þykki í æðstu ráðum flokk- anna er næstum því á eins lágu plani og hér gerist. Rík- isstjórn Bretlands var andvíg því að útganga yrði samþykkt. Meirihluti breska þingsins vildi ekki útgöngu. En báðar þessar stofnanir létu eins og þær myndu tryggja það að ákvörðun þjóðarinnar yrði virt. Nema hvað. En í ljós kom að hvorki ríkisstjórn landsins né meirihluti þingsins ætlaði að virða ákvörðunina óbrengl- aða heldur útvatna hana svo hún yrði skrípamynd af sjálfri sér. Nú reynir Boris Johnson að tryggja framgang lýðræðisins og situr undir svigurmælum og hótunum úr öllum áttum. Þó var hann valinn leiðtogi með yfirburðum í þingflokki sínum og tveir þriðju hlutar flokksmanna hans sem kusu í leiðtogakjöri völdu Boris en harður ESB sinni sem skipti um hatt með 6 vikna fyrirvara fékk þriðjung atkvæða hjá flokksmönnum. Verkefnið er að framfylgja vilja þjóðarinnar. En þrátt fyrir þetta er allt reynt. Menn hljóta að spyrja hvort lýðræð- ið sé á harðahlaup- um frá fólkinu} Dæmin sláandi lík Þ ann 22. mars 2018 fór Þorsteinn Víglundsson þingmaður Við- reisnar í ræðustól Alþingis. Þar spurði hann Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra og for- mann Sjálfstæðisflokksins ákveðinna spurn- inga varðandi raforkumarkaðsmál. Umræðuna í heild má sjá, heyra og lesa á vef þingsins (https://www.althingi.is/altext/ upptokur/lidur/?lidur=lid20180322T110202) Þorsteinn kallaði eftir svörum um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi ekki inn- leiðingu á reglugerð um sameiginlega evr- ópska eftirlitsstofnun með raforkumarkaði, þ. e. hluta þess sem í dag er kallað orkupakki 3. Tilefnið var að þarna nokkrum dögum fyrr hafði Sjálf- stæðisflokkurinn haldið landsfund sinn. Slíkir fundir flokksins eru stefnumótandi og þeir fara með æðsta vald í málefnum hans. Á þessum landsfundi 2018 var gerð eft- irfarandi samþykkt: Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofn- ana Evrópusambandsins. Bjarni Benediktsson brást knálega við fyrirspurn þing- manns Viðreisnar. Hann lét einkum í seinna andsvari sínu falla orð sem oft hafa rifjast upp í huga mér síðan. Meðal annars þá spurði Bjarni: Hvað höfum [við] með það að gera að vera að ræða við önnur ríki Evrópusambandsins raforkumál af eyjunni Íslandi? Síðar sagði Bjarni svo: Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköp- unum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? Og enn bætti Bjarni við: Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES- samningnum og hvað séu mál sem tengjast ekki beint innri markaðnum. Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innrimarkaðsmál. Alþingi mun koma saman 28. ágúst nk. til loka- afgreiðslu þingmála er snúa að þriðja orkupakk- anum. Ljóst er að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega snúið blaðinu við og ætlar nú að samþykkja aukin yfirráð boðvaldsins í Brussel yfir orkauauðlindum okkar. Þrátt fyrir harða gagnrýni og mikla ólgu innan grasrótar flokksins gegn þriðja orkupakkanum, kýs forystan að keyra Pakkann í gegnum þingið í bullandi ágreiningi, ekki einungis innan eigin raða heldur og gegn meirihluta þjóðarinnar. Við í Flokki fólksins virðum gerða samninga, bæði inn- an þings og við fólkið sem kaus okkur. Við höfum ávallt staðið föst í ístaðinu gegn orkupakka þrjú og gegn frekara fullveldisafsali íslenska lýðveldsins. Fullveldið er okkar fjöregg. Við munum greiða atkvæði gegn þriðja orku- pakkanum en viljum að sjálfsögðu leggja málið í þjóð- aratkvæðagreiðslu, enda liggur nú þegar fyrir í þinginu frá því í vor, tillaga Flokks fólksins þess efnis. Komið var í veg fyrir að við fengjum að mæla fyrir henni. Þegar á reynir þá þorir þingið ekki að spyrja sína eigin þjóð. Inga Sæland Pistill Formaður á flótta! Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ú tlendingum sem eru á íslenskum vinnumark- aði hefur fjölgað stór- lega á seinustu árum og eru þeir nú um 19% af öllum starfandi skv. upplýsingum úr staðgreiðsluskrám. Farið er ít- arlega í saumana á stöðu erlendra rík- isborgara á vinnumarkaðinum í nýút- kominni skýrslu ASÍ um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eins og fram hefur komið bitna brotin mest á ungu fólki og erlendum launa- mönnum. Er sagt sláandi hve hátt hlutfall ungra útlendinga á íslenskum vinnumarkaði telur að á sér hafi verið brotið en gjarnan sé sá hópur með litla þekkingu á réttindum sínum og oft í ótryggu og óreglulegu ráðning- arsambandi. Fram kemur í skýrslu ASÍ að vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar nái ekki utan um raunveruleg- an fjölda erlends vinnuafls á Íslandi vegna skekkju í rannsókninni. Í úr- taki Hagstofunnar geti aðeins lent þeir sem hafa fasta búsetu á Íslandi og eru skráðir í þjóðskrá. Könnunin sé framkvæmd símleiðis og því verði að vera hægt að hafa uppi á símanúm- erum þátttakenda. Því sé nær öruggt að könnunin nái ekki til útlendinga sem dveljast hér aðeins tímabundið, t.d. þeirra sem starfa á vegum starfs- mannaleigna eða erlendra þjónustu- fyrirtækja. ,,Slíkar ráðningar eru al- gengastar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, og því er talið að könn- unin vanmeti fjölda starfsfólks í þeim greinum,“ segir í úttekt ASÍ, sem byggist einnig á gögnum úr stað- greiðsluskrám. Samkvæmt skráargögnum var t.a.m. fólk með erlendan bakgrunn í fyrra 30% starfsmanna í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð. Segir í úttekt ASÍ að í byggingarstarfsemi beri nokkuð í milli fjöldans sem mælist í vinnumarkaðsrannsókninni og samkvæmt staðgreiðsluskrám undanfarin ár. ,,Íslendingum í grein- inni fjölgaði jafnt og þétt frá árinu 2012 en frá 2015 fór fjöldi ein- staklinga með erlendan bakgrunn í greininni úr því að vera um 1500 í 4500. Svo virðist sem vinnumark- aðsrannsóknin nái ekki að fanga þessa fjölgun því gap myndast milli rannsóknargagnanna og stað- greiðslugagna,“ segir þar. Svipaða sögu er að segja af fjölda erlendra starfsmanna í ferða- þjónustunni. Af staðgreiðslugögnum virðist að mati ASÍ sem gliðnunin stafi af áframhaldandi fjölgun fólks með erlendan bakgrunn sem kemur síður fram í vinnumarkaðsrannsókn- inni, á meðan fjöldi Íslendinga starf- andi í ferðaþjónustu hefur staðið í stað síðustu þrjú ár. Fjölgunin í ferðaþjónustunni hefur verið borin uppi af fólki með erlendan bakgrunn. ,,Innflytjendur sem starfa í gisti- eða veitingarekstri voru fyrir áratug tæp- lega 2 þúsund og um 20% af heild- arfjöldanum. [...] Árið 2018 störfuðu fleiri en 7 þúsund innflytjendur í þessum rekstri og 40% vinnuaflsins.“ Fjölgun erlends starfsfólks vanmetin Erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá Fjöldi á atvinnuleysisskrá eftir ríkisfangi Fjöldi eftir þjóðerni Fjöldi á atvinnuleysisskrá Hlutfall erlendra af heild 2.000 1.500 1.000 500 0 40% 30% 20% 10% 0% Pólverjar Aðrir erlendir ríkisborgarar júlí 2017 júlí 2019 Heimild: Vinnumálastofnun Hlutfall erlendra ríkisborgara af öllum á atvinnuleysisskrá Í lok júlí 2019Þróun síðustu tvö ár Pólland Litáen Lettland Rúmenía Spánn Portúgal Annað ríkisfang 1.490 35% 471 288 48 67 71 136 Alls var 2.571 erlendur ríkisborgari án atvinnu í lok seinasta mánaðar eða um 35% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 7,3% at- vinnuleysi meðal erlendra ríkisborg- ara. Þetta er aukning frá því í júlí 2018 þegar hlutfall atvinnulausra erlendra ríkisborgara var um 32%. Þetta kemur fram á vinnumarkaðs- yfirliti Vinnumálastofnunar sem birt var í gær. Í júlí mældist til samanburðar 3,4% skráð atvinnuleysi meðal allra landsmanna og er það óbreytt hlut- fall frá mánuðinum á undan. Alls voru þó 2.662 fleiri á atvinnuleys- isskrá í júlí en í sama mánuði í fyrra. Ef litið er nánar á stöðu atvinnu- lausra útlendinga kemur í ljós að flestir erlendir ríkisborgarar á at- vinnuleysisskrá komu frá Póllandi eða 1.490, sem er um 58% allra er- lendra ríkisborgara á skrá. Í greiningu ASÍ á stöðu erlends vinnuafls á Íslandi er á það bent að allt frá hruni hefur skráð atvinnu- leysi erlendra ríkisborgara á Íslandi að jafnaði verið um tvöfalt atvinnu- leysi Íslendinga. Hafa ber í huga að í dag er um einn af hverjum sex starfandi á vinnumarkaðinum af er- lendum uppruna. Segir í úttekt ASÍ að það sé vel umfram hlutfall er- lendra ríkisborgara á Íslandi, sem er tæp 13%, og það sé til marks um að þeir sem flytja hingað frá útlöndum séu mjög virkir þátttakendur á vinnumarkaði og stór hluti vinnu- aflsins. Á yfirliti Vinnumálastofnunar kemur fram að í júlí voru gefin út 241 atvinnuleyfi til útlendinga. Flest leyfi voru vegna þjónustu- og af- greiðslustarfa eða 32%. Um 31% vegna starfa sem krefjast sér- fræðiþekkingar eða sérmenntunar og 20% vegna starfa sérhæfðs iðn- verkafólks. Atvinnuleysi útlendinga 7,3% ÚTLENDINGAR MJÖG VIRKIR ÞÁTTTAKENDUR Á VINNUMARKAÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.