Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Fá mál á vettvangi löggjafans hafa verið jafn mikið rædd síðustu ár og innleiðing þriðja orkupakkans í löggjöf um raforkumál nú á þessu ári. Þá hefur þetta mál allt vakið miklar tilfinningar og ótta meðal almennings, enda erfitt að sjá og skilja hvað þessi innleiðing á regluverki geri fyrir land og þjóð. Hafa þeir, sem eru á móti innleiðingunni, sett fram ýmis rök um að með þessu sé verið að greiða fyrir lagningu sæ- strengs til landsins, for- ræði yfir þessum mik- ilvægu auðlindum sem endurnýjanleg orka er sé í hættu, verð á raforku hækki og jafnframt að yfirstjórn orkumála færist af okkar hendi sem þjóðar yfir til Evrópusambandsins smátt og smátt með hverjum pakk- anum sem frá Brussel kemur. Á móti hafa þingmenn og ýmsir embættismenn bent á að um sé að ræða innleiðingu á löggjöf sem lítil áhrif hafi hér á landi þar sem Ís- land er einangrað raforkukerfi í ljósi legu landsins. Um sé að ræða einn lið í samstarfi Evrópuþjóða á grundvelli EES og engin hætta sé á að við missum neitt forræði yfir okkar raforkumálum. Það sé okkur nauðsynlegt að vera í alþjóða- samstarfi og samningar eins og EES kalli á samstarf á báða bóga. Þá séu þeir fyrirvarar sem rík- isstjórnin hefur sett við innleiðingu þriðja orkupakkans þannig að í engu sé sjálfstæði og fullveldi okk- ar stefnt í voða í máli þessu. Það væri að æra óstöðugan að tína til allt það sem sagt hefur verið um þetta mál á síðustu mánuðum enda hefur umræðan, því miður, ekki verið á köflum mjög mál- efnaleg né farið í röksemdir og þarfir okkar sem þjóðar. Spilað hef- ur verið á tilfinningar og þá taktík að búa til óvini í umræðunni á báða bóga. Þá hefur það ekki einfaldað neinum að taka afstöðu til málsins að lögfrótt fólk hefur ruðst fram á ritvöllinn með mismunandi skilning og skoðanir á málinu. Engu að síður er nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og aft- urhald. Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing þriðja orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embætt- ismenn þar sem hagsmunir heildar- innar ættu að vera að leiðarljósi. Það er morgunljóst að við sem lítil og friðsæl þjóð þurfum að eiga í góðu samstarfi um heim allan. Bæði til að koma afurðum okkar í verð, flytja inn það sem okkur vantar og taka þátt í samstarfi þjóða á sem flestum sviðum til að leggja okkar af mörkum. Slík nauðsynleg sam- vinna er meðal annars fólgin í EES-samningnum sem við höfum verið þáttakendur í síðastliðin 25 ár og hefur fært okkur ýmis lífsgæði sem við tökum orðið sem sjálfsagð- an hlut. Engu að síður þurfum við í ljósi stærðar okkar og sérstöðu að nýta okkur undanþágur þar sem við á í því samstarfi og að tillit sé tekið til sérstöðu okkar sem lítils ríkis og um slíkt sé ekki vafi sem hægt er að rangtúlka. Innleiðing orkupakka þrjú er fyrsta mál á dagskrá þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir sumarfrí nú í lok ágúst. Að mínu mati er brýnt til að umræðan rati ekki í sama farið aftur, með tilheyrandi sundrungu, að þingheimur sam- mælist um það að málið, eins og það er nú sett fram með þeim fyr- irvörum að hingað sé ekki hægt að leggja sæstreng án samþykkis Al- þingis og þeir hlutar orkupakkans sem snúa að flutningi yfir landa- mæri taki ekki gildi, verði sent til sameiginlegu EES-nefndarinnar til umsagnar og staðfestingar á því hvort áðurnefndir fyrirvarar haldi þannig að slíkt sé hafið yfir allan vafa. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir þá verði orkupakkinn fyrst innleiddur þegar óvissunni hefur verið eytt og rökin í málinu orðin skýr. Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóð- arinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kring- um það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig haldið verð- ur um orkumál og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni. Eitt af grunngildum Framsóknarflokksins sem sam- vinnuflokks í gegnum tíðina hefur verið slagorðið Máttur hinna mörgu, þar endurspeglast að sam- vinna heildarinnar skilar ávallt meiru. Þótt misjafnar skoðanir séu á samvinnu- eða einkarekstri hljót- um við að geta verið öll sammála um að slíkar grunnstoðir sem orku- auðlindir eru þurfa að vera í al- mannaeign og öll stjórnsýsla í kringum þær hafnar yfir vafa. Í upphafi skyldi endinn skoða Eftir Jón Björn Hákonarson Jón Björn Hákonarson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og ritari Framsóknarflokksins. »Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig haldið verð- ur um orkumál og nauð- synlegt er að almanna- heill sé höfð í forgrunni. HA PPATALA • D AGSINS ER •36 TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Einn valdamesti maður heims, Donald Trump, kom upp um vanþekkingu sína á geðsjúkdómum þegar hann flutti ávarp í beinni sjónvarsútsend- ingu eftir hryllileg fjöldamorð í Texas og Ohio þar sem 30 manns létu lífið. Hann lét ljós sitt skína eins svo oft áður og fullyrti (að) „Geðsjúkdómar og hatur toga í gikkinn, ekki byssan“. Hann lét hjá líða stuðning við tillögur um takmörkun vopna sem liggur fyr- ir bandaríska þinginu, en þar í landi getur nánast kóngur og prestur auk allra hinna auðveldlega fjárfest í einu eða fleiri slíkum vopnum. Orsakir morða og fjöldamorða eru sem sagt ekki mjög svo frjálslynd skotvopna- stefna í Bandaríkjunum. Það má hins vegar ekki hrófla við þeirri stefnu og samtök skotvopnaeigenda þar í landi virðast hafa ótrúleg ítök í stjórn- málum, svo jafnvel er hægt að tala um vald. Því þarf að finna annan trúverðugan sökudólg og helst trúverðugri. Þá er hátt reitt til höggs enda um að ræða hóp sem vart getur varið sig, hvað þá í fjöl- miðlum, þ.e. fólk með geðraskanir. Ekki mér vitanlega hafa margir varið þennan hóp en birtingarmynd af þess- um hópi, hinum hættu- legu, er mjög algeng ranghugmynd í fjölmiðlum. Af hverju segir enginn neitt um þessi ummæli sjálfs Banda- ríkjaforseta? Hvers vegna er hann stikkfrír? Það er beinlínis ábyrgð- arlaust og hættulegt að láta slík um- mæli falla. Stimpilpúði Trumps Hið félagslega sjónarhorn fötlunarfræðinnar byggist á því að veruleikinn sé félagslega mótaður. Tilvera okkar og félagslegt sjálf er mjög háð þeim félagslega veruleika sem við lifum og hrærumst í og verð- um við fyrir áhrifum af honum. Þessi félagslegi veruleiki ræður síðan mörgu um líf einstaklingsins sem velkist innan hans. Orð Trumps stimpla margar milljónir og tugmillj- ónir manna um allan heim eins og sá hópur einn fremji ódæðisverk. Að- eins ef veruleikinn væri svo einfaldur en hann er það ekki. Sökinni af þess- um tilteknu ódæðum verður ekki skellt á geðsjúkdóm eða fólk með geðsjúkdóma. Það er einfaldlega ekki rökrétt og engin bein tengsl þarna á milli og jafnvel ekki óbein. Nú þekki ég ekki vel til Bandaríkj- anna en er ekki réttmætara að spyrja sig um hvað það er í samfélagsgerð- inni sem veldur því að einstaklingar og/eða hópar fremja slík voðaverk? Birtingarmyndir geðsjúkra í fjölmiðlum – og Trumps Rannsóknir, einkum erlendar, fáar íslenskar hafa verið gerðar, hafa sýnt að fjölmiðlar sýna neikvæðar birting- armyndir af geðröskunum og fólki með geðraskanir í fjölmiðlum af öllu tagi. Bæði er nálgunin neikvæð og staðalímyndir áberandi, að það sé hættulegra en annað fólk þó að rann- sóknir sýni að það er fjarri öllum raunveruleika. Venjulegar fréttir gefa t.d. lítið svigrúm, þær segja fyrst og fremst frá staðreyndum, eru gagnorðar og stuttar. Fréttaskýr- ingar gefa ítarlegri mynd en þær eru orðnar jafnsjaldséðar og hvítir hrafnar í hraða fjölmiðla nútímans. Í kvikmyndum verður hinn geðveiki raunverulegri og spennusagnahöf- undar freista þess oft að láta sögu- persónur vera með geðsjúkdóm, það er auðvelt að halda spennunni sökum hinnar algengu birtingarmyndar að þær séu hættulegri en annað fólk og hegðun þess óvæntari. Fólk með geðraskanir finnur fyrir Trump-inu Í rannsókn sem Öryrkjabandalag- ið gaf út árið 2010, Lífskjör og hagir öryrkja, kom fram að marktækt sam- band er á milli tegundar fötlunar og þess hvort fólk fann fyrir fordómum vegna örorku sinnar eða fötlunar. Hæst var hlutfallið hjá þeim sem voru með greiningu um geðröskun, eða 56% þeirra sem finna fyrir for- dómum, eða á maður nú að kalla þetta trumpara. Lægsta hlutfallið var hins vegar hjá þeim sem fengið höfðu hjarta- og lungnasjúkdóma, eða um 29%. Munið að félagsmótun okkar fer eftir því samfélagi sem við búum við og fjölmiðlar skipta þar mjög miklu máli sem og hvers konar tíst. Veit einhver símanúmerið í Hvíta húsinu eða tístið hans Trumps? Ég þarf sko virkilega að tala við þennan Donald og upplýsa hann um að við lifum á 21. öldinni og svona tungutak og áfellisdómar tilheyra bara miðöld- um! Eftir Unni H. Jóhannsdóttur » B irtingarmynd afþessum hópi, hinum hættulegu, er mjög al- geng ranghugmynd í fjölmiðlum. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður, dip- loma í fötlunarfræðum og öryrki. uhj@simnet.is Er Donald Trump hættulegur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.