Morgunblaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Komdu til okkar og þú
færð þjónustu
fyrir bílinn þinn
SAMEINUÐ GÆÐI
Þessi grein fjallar um íbúakosning-
arnar um nýjan miðbæ á Selfossi 18.
ágúst 2018, en kosið var um nýtt aðal-
og deiliskipulag fyrir miðbæinn er
byggðist á þessum nýju áformum.
Íbúakosningin var í krafti undir-
skriftasöfnunar samkvæmt gr. 107 og
108 í sveitarstjórnarlögum nr. 138/
2011 og reglugerð nr. 155/2013. Sam-
kvæmt þeim er hægt að óska eftir
söfnun undirskrifta til að setja sam-
þykktir bæjarstjórnar í íbúakosn-
ingu.
Óskin um undirskriftasöfnun
byggðist á því að sveitarfélagið hafði
samþykkt samning við eitt félag um
afhendingu tvo hektara lands í miðbæ
Selfoss, en í samningi sveitarfélagsins
var fyrirvari á samþykki nýs deili-
skipulags. Framkvæmdafélagið hafði
áform um að byggja þétta byggð með
eftirlíkingum 30 gamalla húsa héðan
og þaðan af landinu, húsa og miðalda-
kirkju, sem flest hafa enga skírskotun
til menningar staðarins. Í samn-
ingnum voru felld niður gatnagerðar-
gjöld að fjárhæð 400 milljónir en fé-
laginu falið að sjá um gatnagerð
svæðisins. Kostnaðaráætlun fyrir
fyrri hluta framkvæmda gerir ráð
fyrir að hver gólffermetri húss kosti
225 þús. kr., sem almennt er álitið
óraunhæft. Þessar framkvæmdir eru
byggðar á þeirri viðskiptahugmynd
að fá ferðamenn til að versla á Sel-
fossi, þótt ferðamenn komi aðallega
til Íslands til að skoða náttúru lands-
ins. Með þessum samningi var
miðbæjargarðurinn, sem er að-
alsamkomustaður bæjarbúa, skertur
um fjórðung samkvæmt deiliskipu-
lagi. Framkvæmdir miðuðust ekki við
byggðasjónarmið og menningu
staðarins, heldur við væntanlega
ferðamenn. Allt var þetta gert án
samráðs við bæjarbúa.
Framkvæmd íbúakosningar
og eftirmál
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
þarf undirskriftir a.m.k. 20% kjós-
enda til að ná fram íbúakosningu.
Sveitarstjórnir geta hækkað þetta
hlutfall upp í þriðjung kjósenda.
Sveitarstjórn Árborgar hafði nýtt sér
þetta lagaákvæði og hafði hækkað
þetta hlutfall upp í 29% samkvæmt
samþykktum sveitarfélagsins um
stjórn og fundarsköp frá 2013. Í sveit-
arfélaginu Árborg náðist undir-
skriftahlutfallið 31,8% fyrir aðal- og
deiliskipulagið.
Sveitarstjórn er málsaðili og sam-
kvæmt sveitarstjórnarlögum ákveður
hún hvort væntanleg íbúakosning er
bindandi eða ráðgefandi. Skiptir þá
engu máli hversu mikið undirskrifta-
hlutfallið er yfir nauðsynlegu lág-
marki. Lögin ættu að vera þannig að
ef ákveðinn fjöldi undirskrifta næðist
yrði væntanleg íbúakosning bindandi.
Samkvæmt lögum um íbúakosn-
ingu er möguleiki á að hafa þær raf-
rænar. En þess má geta að rétt innan
við 10% þeirra sem skrifuðu sig á
undirskriftalistana gerðu það raf-
rænt. Þannig að yfir 90% skrifuðu
nafn sitt á pappír. Þetta er ábending
um það að slíkar kosningar eiga að
vera hefðbundnar almennar kosn-
ingar þar sem kjósendur fara á kjör-
stað og kjósa. Það eru forréttindi að
fara á kjörstað og greiða atkvæði.
Gera má ráð fyrir að eldra fólk taki
síður þátt í rafrænum íbúakosn-
ingum, þar sem sumir eru ekki með
tölvur og aðrir veigra sér við að nota
slík tæki. Þannig myndi rafræn kosn-
ing stuðla að mismunun í þjóðfélag-
inu.
Samkvæmt lögum um íbúakosn-
ingu var samningur gerður á milli
ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunar
og Þjóðskrár Íslands um rafræna
söfnun, úrvinnslu gagna og afhend-
ingu niðurstöðu og undirskrifta til
framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.
Samkvæmt samningnum er það
ábyrgðaraðili sem yfirfærir papp-
írslista yfir á rafrænt form og skilar
til Þjóðskrár Íslands. Þar sem hér
getur verið um mikla sérhagsmuni að
ræða og þá mjög viðkvæm mál er
eðlilegra að Þjóðskrá Íslands taki
strax við undirskriftalistunum að
söfnun lokinni. En ábyrgðarmenn
geti aðstoðað Þjóðskrá Íslands við
frekari úrvinnslu sé þess óskað.
Að úrvinnslu lokinni ætti Þjóðskrá
Íslands að tilkynna á vef sínum öllum
þeim er væru með gilda undirskrift. Í
sveitarfélaginu Árborg var slík til-
kynning framkvæmd af hálfu Þjóð-
skrár Íslands samkvæmt ósk ábyrgð-
armanna undirskriftasöfnunar.
Samkvæmt samningi milli ábyrgð-
armanna og Þjóðskrár Íslands áttu
ábyrgðarmenn að afhenda niðurstöð-
ur Þjóðskrá Íslands og undirskrifta-
listana til framkvæmdastjóra sveitar-
félagsins. Eftir að niðurstöður Þjóð-
skrár Íslands lágu fyrir og þær til-
kynntar sveitarstjórn krafðist fyrr-
verandi framkvæmdastjóri sveitar-
félagsins þess að undirskriftalistarnir
yrðu afhentir. En fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri hafði gefið út yfirlýs-
ingu á vefmiðlum um að hann myndi
gera listana opinbera er hann fengi
þá afhenta. Til að fá úr því skorið
hvort þetta væri leyfilegt samkvæmt
persónuverndarlögum var send fyrir-
spurn á Persónuvernd. Svar Per-
sónuverndar barst svo þremur mán-
uðum síðar, eða 14. ágúst sl. Í svari
Persónuverndar kom m.a. fram að
ekki væri heimild í lögum til að birta
þessa lista opinberlega, gæta þyrfti
meðalhófs við vinnslu gagnanna og
virða einkalífsrétt þeirra sem skráðir
væru. Með þetta í farteskinu voru
undirskriftalistarnir afhentir fulltrú-
um bæjarstjórnar 17. ágúst sl. og þá í
innsigluðum boxum. Þegar sveit-
arstjórn er málsaðili er eðlilegra að
hafa undirskriftalistana í vörslu
óháðra aðila.
Þrátt fyrir það að samningur milli
ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunar
og Þjóðskrár Íslands væri enn í gildi
og afhendingu gagnanna ólokið sam-
kvæmt samningi ákvað sveitar-
stjórnin að boða til almennra kosn-
inga um aðal- og deiliskipulagið á
grundvelli 107 gr. sveitarstjórnar-
laga. Með þessu greip sveitarstjórnin
inn í ákveðið ferli sem þegar var í
gangi samkvæmt 108 gr. í sveit-
arstjórnarlögum og reglugerð 155/
2013. Ef sveitarfélagið hefði haldið
áfram að fylgja lögum og reglugerð
um íbúakosningu hefði kosningin átt
að fara fram í september. En í lok
ágústmánaðar hefði þurft að byrja
aftur á deiliskipulagsferlinu hjá
Skipulagsstofnun og þess vegna hefði
engin kosning orðið í september og
samningur við framkvæmdafélagið
upp á marga milljarða fallið niður.
Með þessu frumkvæði sveitar-
stjórnar um íbúakosningu á eigin for-
sendum var tryggður mögulegur far-
vegur fyrir gildingu deiliskipulagsins
og þá fullgildingu samnings við fram-
kvæmdafélagið, sem annars hefði
fallið niður. Þannig hefði endanleg
niðurstaða málsins orðið önnur ef
sveitarfélagið hefði fylgt því ferli sem
þegar var í gildi. Þetta inngrip sveit-
arfélagsins inn í annað gildandi ferli
var úrskurðað löglegt af dóms-
málaráðuneytinu.
Íbúakosningin var ákveðin með
mánaðar fyrirvara af bæjaryfir-
völdum og hófst þá utankjörstaða-
kosning. Ábyrgðarmenn
undirskriftasöfnunarinnar komu á
framfæri athugasemdum vegna fyrir-
hugaðrar íbúakosningar þar sem ferl-
inu um íbúakosningu var ekki lokið
samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Margur íbúi sveitarfélagsins hefur
sjálfsagt ekki vitað hvað nýtt aðal- og
deiliskipulag er eða hvað það felur í
sér. Sveitarfélagið dreifði upplýsinga-
bæklingi um kosningarnar í hús að-
eins fjórum til fimm dögum fyrir
kosningadag og setti upplýsingar á
vefsíðu sveitarfélagsins. Sveitarfélag-
ið var ekki með neinn kynningarfund,
engan vettvang þar sem kjósendur
gátu spurt spurninga og fengið svör.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
hvílir sú skylda á sveitarstjórn að
gefa kjósendum upplýsingar til að
taka upplýsta afstöðu í kosningum.
Kosningaþátttaka var 54,9% en í
sveitarstjórnarkosningunum þremur
mánuðum áður var hún 70,13%. Má
draga það í efa að flestir kjósendur
hafi verið komnir með upplýsta af-
stöðu á kosningadag. Þetta var ekki
talið annmarki á kosningunum sam-
kvæmt niðurstöðu dómsmálaráð-
herra.
Þá má geta þess að 15,6% kjósenda
kusu utankjörfundar í íbúakosning-
unum en í sveitarstjórnarkosningum
þremur mánuðum áður kusu 9,7% ut-
ankjörfundar. Á kjörseðlinum voru
tvær spurningar; ein fyrir nýtt að-
alskipulag og önnur fyrir nýtt deili-
skipulag, og atkvæðaseðill var sagður
ógildur ef aðeins annarri spurning-
unni væri svarað. Utankjörfundar-
atkvæðagreiðslu lauk 17. ágúst sl., en
deginum áður var það tilkynnt í
kvöldfréttum að kjörseðill væri ekki
ógildur þótt aðeins annarri spurning-
unni yrði svarað. Þannig að um 15%
kjósenda kusu með þá vitneskju í far-
teskinu að þeir þyrftu að svara báð-
um spurningunum en þeir sem kusu á
kosningadaginn höfðu aðra vitneskju.
Dómsmálaráðherra taldi þetta vera
annmarka á kosningunni en ekki
galla.
Kjörskráin fyrir kosningarnar var
lögð fram 13. ágúst. Þar og í auglýs-
ingu íbúakosningarinnar á vef bæjar-
ins og ýmsum fjölmiðlum eins og t.d.
Morgunblaðinu helgina 18.-19. ágúst
var einungis getið um kosningarétt
íslenskra ríkisborgara samkvæmt 1.
og 2. gr. kosningalaga. Engar upplýs-
ingar voru í texta auglýsingar um að
kosningarétt ættu jafnframt þeir er-
lendu ríkisborgarar er uppfylltu skil-
yrði 3. mg. 2. gr. kosningalaga. Og
ætla má að ágætur hluti af þeim 550
erlendu ríkisborgurum sem búa í Ár-
borg hafi haft kosningarétt, en 3.640
íbúar í Árborg kusu á kosningadeg-
inum 18. ágúst. Dómsmálaráðuneytið
taldi þetta vera annmarka á kosning-
unum en ekki galla.
Þá má geta þess að fjölmiðlanefnd
sektaði fjölmiðlafyrirtækið Hring-
braut um eina milljón króna vegna
fréttaþáttar um fyrirhugaðan miðbæ
á Selfossi. Fréttaþátturinn var sýnd-
ur viku fyrir íbúakosninguna, kostað-
ur af framkvæmdaaðilum og þótti að-
eins sýna hlið framkvæmdaaðila.
Bæjarfulltrúar brugðust
Undirskriftasöfnunin var há-
pólitískt mál, bæjarstjórnin var máls-
aðili og vann að framgangi málsins í
krafti síns stjórnvalds. Það er með
ólíkindum að kjörnir bæjarfulltrúar
vinni ekki að málum með hagsmuni
heildarinnar í huga, kjörnir bæj-
arfulltrúar sem hafa fengið vald sitt
frá íbúum bæjarins í kosningu.
Stjórnvaldið hefði átt að vinna að
sáttatillögu fyrir íbúana, í staðinn fyr-
ir að keyra málið áfram með hags-
muni eins félags að leiðarljósi. Núver-
andi lög um íbúakosningu eru
nauðsynleg til að skapa stjórnvaldinu
aðhald, þannig að stjórnvaldsákvarð-
anir séu teknar í þágu heildarinnar.
En lögin um íbúakosningu eru ekki
gallalaus. Búa þarf þannig um hnút-
ana að stjórnvaldið, sem er málsaðili,
geti ekki notað ákveðna þætti í þessu
ferli sér og sínum aðilum til fram-
dráttar, því lögin eru skref til þess að
tryggja íbúalýðræði.
Miðbær Selfoss – íbúakosningin 2018
Eftir Aldísi Sigfúsdóttur,
Davíð Kristjánsson og
Gísla Ragnar Kristjánsson
» Stjórnvaldið hefði
átt að vinna að
sáttatillögu fyrir íbúana,
í staðinn fyrir að keyra
málið áfram með
hagsmuni eins félags
að leiðarljósi.
Aldís
Sigfúsdóttir
Höfundar eru ábyrgðarmenn
undirskriftasöfnunar.
Davíð
Kristjánsson
Gísli Ragnar
Kristjánsson