Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019
✝ Árni Guð-mundsson frá
Beigalda fæddist
hinn 21. febrúar
1923 í Álftártungu í
Álftaneshreppi.
Hann lést 1. ágúst
2019 í Brákarhlíð í
Borgarnesi.
Foreldrar Árna
voru Sesselja Þor-
valdsdóttir og Guð-
mundur Árnason,
hjón í Álftártungu. Systkini Árna
eru tvíburarnir Gróa (látin) og
Elín (látin), Júlía, Valgerður
Anna (látin) og yngstur er upp-
eldisbróðirinn Magnús Hall-
dórsson. Árni átti heima í Álft-
ártungu til 1948 er hann flutti að
Gufuá í Borgarhreppi.
Hinn 2. apríl 1954 kvæntist
Árni Guðrúnu Andrésdóttur frá
Saurum í Hraunhreppi, f. 12. júní
1930, d. 29. ágúst 1983. For-
eldrar hennar voru Lilja Finns-
dóttir og Andrés Guðmundsson,
hjón á Saurum.
Árið 1954 flutti Árni ásamt
konu sinni að Beigalda í Borg-
arhreppi þar sem hann bjó til
1995 að hann fluttist í Borg-
arnes. Börn Árna og Guðrúnar
eru: 1) Lilja, maki: Jón Bjarna-
son. Börn: a) Guðrún, maki: Daði
hann bóndi á Beigalda en vann í
sláturhúsi Kaupfélags Borgfirð-
inga á haustin. Frá 1966 var
hann verkstjóri þar og lagði sitt
af mörkum til að tekin var upp sú
aðferð sem kennd er við Nýja-
Sjáland og beitt er í sláturhúsum
með færiböndum. Árni fór utan
og kynnti sér aðferðina og miðl-
aði áfram til samlanda. Árið 1969
varð hann fastur starfsmaður
kaupfélagsins við afgreiðslu á
landbúnaðarvörum og dró í kjöl-
far þess saman hinn hefðbundna
búskap. Árið 1990 hætti hann
launaðri vinnu og fór að sinna
hugðarefnum sínum, s.s. hesta-
mennsku og skrifum. Hann afl-
aði sér heimilda og skráði niður
það sem honum fannst að halda
þyrfti til haga. Í dag er til gott
safn greina eftir hann sem birst
hafa í tímaritum og bókum.
Hann lagði sitt af mörkum til
að skrá örnefni, miðla þekkingu
um sögulegar minjar og greina
gamlar ljósmyndir.
Árni var áhugamaður um
hestamennsku og hrossarækt og
stundaði það áhugamál svo lengi
sem fært var. Hann hafði gaman
af félagsmálum og gegndi í sjálf-
boðavinnu trúnaðarstörfum fyrir
ýmis félög og sat oft í stjórn
þeirra. Árni söng í kórum allt frá
barnæsku.
Útför Árna fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 15. ágúst
2019, kl. 14.
Árnason. Synir
þeirra eru Hall-
grímur, Þorsteinn,
Jón Davíð og Egill
Árni. b) Bjarni,
maki: Elísabet G.
Björnsdóttir. Börn
þeirra eru Björn Elí,
Henrik (látinn) og
Lilja Rún. 2) Guð-
mundur, maki:
Ragna Sverr-
isdóttir. Synir: a)
Árni. b) Óðinn, maki: Jóhanna
Lóa Sigurbergsdóttir. Synir
þeirra eru Hlynur Daði og Garð-
ar Kári. 3) Sesselja, maki: Egg-
ert. A. Antonsson. Börn hennar
með Eiríki Ingólfssyni (látinn): a)
Áslaug, maki: Helgi Þ. Möller.
Börn hennar með Kristjáni O.
Sæbjörnssyni eru Sesselja Fann-
ey og Ágústa Birna. b) Leifur. c)
Heiðar Eldberg, maki: Svala K.
Eldberg Þorleifsdóttir. Dætur
þeirra eru Morgunsól Aría og
Silfur Esja. 4) Alda. Sonur henn-
ar og Friðriks H. Vigfússonar er
a) Árni Rúnar. 5) Steinunn Þór-
dís. Börn hennar og Páls Guðna-
sonar eru: a) Aðalsteinn Ingi og
b) Guðrún Lilja.
Árin 1937-1954 vann Árni ým-
is störf, s.s. í vegavinnu og við
lagningu símalína. Frá 1954 var
Ég á afar dýrmætar minn-
ingar um afa Árna. Eftirminni-
legar eru hestaferðirnar og
reiðtúrarnir með honum og fjöl-
skyldunni þegar ég var barn.
Afi veitti hughreystandi leið-
sögn í reiðferðunum. Þegar
þurfti að fara yfir ár, nokkuð
sem lítilli stúlku fannst óyfir-
stíganlegt, sýndi hann mér
hvernig ætti að fara rakleitt
áfram, hika ekki og alls ekki
horfa niður. Stundum á þetta
einmitt við í lífinu og getur ver-
ið verðmætt að grípa til þegar
við á. Bera höfuðið hátt, taka
tillit til aðstæðna en umfram
allt trúa á eigin getu. Afi var
mikill tónlistarunnandi, ólst upp
við tónlist, söng í kórum og
hafði mjög gaman af að dansa.
Hann ólst upp við að syngja í
messum í kirkjunni í Álftár-
tungu með systkinum sínum.
Tónlistaráhugann fengu börn
og barnabörn í arf frá honum.
Árni afi var duglegur að koma á
tónleika þegar ég var barn og
spilaði á fiðlu. Það var notalegt
að vita af honum í salnum með-
al áheyrenda.
Afi Árni var ótrúlega fróður
og hafði áhuga á margvíslegum
málefnum. Hann hafði sterkar
skoðanir og það var áhugavert
að ræða við hann um atburði
líðandi stundar. Hann hitti
nefnilega oft naglann á höfuðið.
Elsku afi, nú er komið að
kveðjustund. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa átt þig fyrir afa. Við
fjölskyldan kveðjum með mikl-
um söknuði en erum jafnframt
þakklát fyrir þær góðu stundir
sem við áttum saman.
Guðrún, Daði, Hallgrímur,
Þorsteinn, Egill Árni og
Jón Davíð.
Afi, aðeins þriggja stafa orð
sem hefur mikla merkingu. Það
er virkilega erfitt að venjast því
að afi minn er dáinn. Hann er
farinn og það er hlutverk okkar
sem enn lifum að minnast hans
og allra góðu stundanna sem
við áttum með honum.
Þegar ég hugsa um afa kem-
ur fyrst upp í hugann hversu
kærleiksríkur og góður hann
var. Hann var gjafmildur og
klár. Hann afi var þetta allt en
svo miklu meira líka. Hann afi
fylgdist ávallt með og studdi
mig í því sem ég var að gera,
hvort sem það tengdist skóla,
körfubolta eða tónlist. Hann lét
sig varða það sem skipti mig
máli og spurði alltaf hvernig
gengi og hvernig staðan væri.
Þó að hann vissi ekkert mikið
um körfubolta vildi hann skilja
leikinn og kom það fyrir að
hann hringdi til að spyrja út í
leikreglur ef landsleikur var í
sjónvarpinu. Honum þótti tón-
list skemmtileg og fannst ein-
staklega gaman þegar ég fór í
heimsókn með flautuna mína og
spilaði nokkur verk fyrir hann.
Afa þótti mjög gaman að
dansa. Hann skiptist alltaf á að
vera hjá börnunum sínum á jól-
unum. Ein jólin sem hann var
hjá okkur eru mér mjög minn-
isstæð. Þetta var veturinn sem
ég byrjaði í dansskóla. Á meðan
mamma var í eldhúsinu að elda
jólamatinn eyddi hann löngum
tíma fyrir framan nýskreytta
jólatréð með mér dansandi jóla-
dansa og auðvitað kassadans-
inn. Ég man hvernig ég „þurfti
að kenna“ honum sporin og
auðvitað syngja jólalögin með.
Brosið hans og kærleikurinn
sem ég upplifði frá honum þetta
jólakvöld er mér ógleymanlegt.
Afi var merkismaður sem að
mínu mati vissi allt þrátt fyrir
að hefðbundin skólaganga hafi
verið afar stutt. Sérstaklega
vissi hann mikið um hesta. Allt-
af þegar ég fór á hestbak á
Beigalda var afi mættur til að
fylgjast með. Fyrst þegar lagt
var á hestana heima við bæinn
og svo elti hann útreiðarfólkið á
litla rauða bílnum sínum. Það
var afi sem leyfði mér að sitja í
fyrsta skipti í framsæti á bíl. Þá
var einmitt verið að fylgjast
með útreiðum í rauða bílnum.
Ég náði ekki niður á gólf með
fæturna en afi taldi að ég sæi
ekki út ef ég væri ekki í fram-
sætinu. Ég ætla alltaf að muna
afa dansandi, syngjandi, segj-
andi sögur og keyrandi.
Afi var dásamlegur að öllu
leyti. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa hann svona
lengi hjá mér og ég er ótrúlega
heppin að hann var afi minn.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Guðrún Lilja.
Fyrsta minning mín af Árna
Guðmundssyni, móðurbróður
mínum, er frá því ég var um
þriggja ára gömul heima á
Gufuá í Borgarhreppi. Þá átti
Árni heimili þar ásamt foreldr-
um sínum, Sesselju Þorvalds-
dóttur og Guðmundi Árnasyni,
sem þangað fluttu með foreldr-
um mínum frá Álftártungu á
Mýrum árið 1948. Afi átti sitt
sérstaka sæti við matarborðið
og hafði ég stelpukrílið þann sið
að leiða afa til sætis á matmáls-
tímum. Þá gerði Árni sér það
stundum að leik að stríða þess-
ari litlu frænku sinni með því að
sitja í afa sæti og var þá oft úr
vöndu að ráða því ég bar tak-
markalausa virðingu fyrir þess-
um góða og fallega frænda mín-
um. Úr þessu leystist samt
oftast því amma sagði gjarnan:
„Að þú skulir vera að stríða
litlu frænku þinni, Árni minn.“
Þá þegar mynduðust sterk
bönd frændsemi og vinskapar
sem héldust traust allt til enda.
Árið 1954 kvæntist Árni sinni
góðu konu, Guðrúnu Andrés-
dóttur frá Saurum á Mýrum, og
hófu þau þá búskap á Beigalda í
nágrenni Gufuár, sama ár og
elsta barnið, Lilja, fæddist.
Guðrún lést 1983, langt um ald-
ur fram og var öllum mikill
harmdauði. Mikill samgangur
var á milli bæjanna í anda
frændsemi og tryggrar vináttu
en reyndar var greiðasemi og
hjálpsemi milli bæja í Borgar-
hreppi á þessum árum einstök
og er vonandi enn.
Árni var annálað ljúfmenni
og góðmenni og mátti ekkert
aumt sjá, hvorki hjá mönnum
né dýrum. Natni hans við hesta
var víðþekkt enda nutu hesta-
menn og hestamannafélög af-
burða þekkingar hans og natni
á því sviði. Seinni tíma orðið
„hestahvíslari“ átti fullkomlega
við Árna. Hann var friðarins
maður og mannasættir, unni
tónlist og var menningarlega
sinnaður. Leiftrandi greind
hans og minni var óbrigðult allt
til enda og þær eru dýrmætar
minningarnar sem við hjónin
eigum eftir tvö ferðalög með
honum hin síðari ár inn á
Grenjadal, afrétt Álft- og
Hraunhreppinga. Þar þuldi
hann upp örnefnin hvert af öðru
og hverju og einu fylgdi hafsjór
af fróðleik og sögum. Kom þá
skýrt fram ást hans á landinu
og náttúrunni allri. Þetta eru
mér með öllu ógleymanlegar
ferðir sem ég geymi í sálar-
fylgsnunum sem dýrmæti.
Þegar ég heimsótti Árna síð-
ast núna í sumar spurði ég
hann út í lífið á Gufuá þegar
þar var hvað fjölmennast með-
an bæði afi og amma lifðu og
þegar þeir uppeldisbræðurnir
Árni og Magnús Halldórsson
voru þar heimilisfastir á árun-
um 1948-1954. Ég vildi tryggja
að ég myndi ýmsa atburði rétt
eins og þetta með að leiða afa
til sætis. Jú, hann var ekki í
vandræðum með að staðfesta
það og bætti svo ýmsu öðru við.
„Það var alltaf sólskin á Gufuá
á þessum árum“ sagði hann,
„en ekki var birtan síst meðal
heimilisfólksins. En ég er
ennþá með svolítið samviskubit
að hafa verið að stríða þér
þetta, Gróa mín.“
Þessi orð lýsa mér núna þeg-
ar ég fylgi þessum elskulega og
kæra frænda mínum til grafar
með djúpri þökk og virðingu.
Það er gott og gjöfult að eiga
góðar minningar um mætan
mann. Megi almættið styrkja
ykkur Beigaldasystkinin og öll
þau sem sárast sakna.
Gróa Finnsdóttir.
Árni á Beigalda var kvæntur
Guðrúnu föðursystur minni. Ég
naut þeirrar gæfu að vera send
í sveit til þeirra þegar ég var
átta til ellefu ára. Þá bjó fjöl-
skyldan í gamla bænum sem nú
er löngu horfinn. Það var tvílyft
timburhús, kjallari og háaloft. Í
minningunni var þar vítt til
veggja en einnig spennandi
skúmaskot og ævintýri í hverju
horni.
Það var oft mannmargt á
Beigalda og líf og fjör frá
morgni til kvölds. Börn Árna og
Rúnu voru fjögur þegar ég var í
sveit hjá þeim: Lilja, Guðmund-
ur, Sesselja og Alda. Fimmta
barnið, Steinunn Þórdís, fædd-
ist síðar. Auk þeirra voru
krakkar í sveit eins og tíðkaðist
í þá tíð. Bjössi Ágústsson
frændi okkar að sunnan og Ási
strákur úr Borgarnesi voru
samtíða mér. Við unnum ýmis
störf utanhúss sem innan og
fengum sæmdarheitið kaupa-
fólk.
Beigaldi er í þjóðbraut. Þess
vegna litu margir inn sem leið
áttu um héraðið og heilsuðu
upp á. Það voru ættingjar og
vinir víðs vegar að. Bærinn var
ekki bara vel í sveit settur, þar
ríkti mikil gestrisni. Glaðlegt
viðmót, gott kaffi og nýbakað
brauð og kökur freistuðu ferða-
langa. Rúna frænka var glað-
vær og hláturmild og Árni gaf
sér stund frá verkunum til að
eiga spjall við góða gesti. Rúna
frænka féll frá langt fyrir aldur
fram og var okkur öllum harm-
dauði. Missir Árna og krakk-
anna var mestur.
Árni var stálminnugur, íhug-
ull, hlýr og talaði einstaklega
fallegt mál. Vinnudagur hans
var langur og verkin margvís-
leg. Allt lék í höndum hans. Ég
sé hann fyrir mér ganga fum-
laust til verka í fjósi sem fjár-
húsum. Hross voru honum hug-
leikin og vel var farið með þau.
Ég sé Árna fyrir mér marka
nýborin lömb í kró. Það gekk
hratt og vel en krakki að sunn-
an fann til með litlu greyjunum
sem hristu hausinn svo blóð-
ugur kragi varð til um hálsinn.
Árni var handfljótur við rúning
þótt klippurnar væru frum-
stæðar. Bosmamikil kind stóð
eftir berskjölduð og rýr án
reyfis og ráfaði jarmandi þar til
hún fann lambið sitt. Árni
horfði kíminn á undrunarsvip-
inn á Reykjavíkurstelpunni
þegar hún sá í fyrsta sinn kýr
settar út á vori. Þá hlaupa þær
um eins og vitleysingar, með
júgrin þung og halann upp í
loft. Ég man Árna setja mig
skelkaða á hestbak, stilla ístað-
ið rétt og aðgæta að gjörðin
væri hæfilega strekkt. Hann
setti enga ótemju undir viðvan-
inginn. Grana gamla, jörpum,
kubbslegum og þægum, var
treystandi fyrir óvönum
krakka.
Árni var klettur sem allir
gátu reitt sig á. Hann var öð-
lingur og öllum sem kynntust
honum þótti vænt um hann.
Hann á að baki langa og við-
burðaríka ævi sem ég þekki að-
eins brot af en mér þykir vænt
um minningar mínar frá Beig-
alda. Þar er hlutverk Árna
stórt. Frændsystkini mín eru
mér kær og áhrif þessa góða
fólks á mig mörkuðu djúp spor.
Fjölskylda mín virti þennan
góða mann mikils og viljum við
votta afkomendum hans inni-
lega hluttekningu nú þegar
hann er allur.
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Í dag, 15. ágúst 2019, verður
útför frá Borgarneskirkju þar
sem við kveðjum góðan vin okk-
ar og mikinn öðling, Árna Guð-
mundsson frá Beigalda, sem
lést 1. ágúst í Brákarhlíð Borg-
arnesi á nítugasta og sjöunda
aldursári. Við hjónin erum
þakklát fyrir að hafa kynnst
Árna og hans góðu konu, Guð-
rúnu Andrésdóttur, sem lést 29.
ágúst 1983, aðeins 53 ára göm-
ul. Var það mikill missir og
sorg fyir Árna og hans góðu
börn. Árni var mjög vel gefinn
maður og með afbrigðum minn-
ugur.
Við ferðuðumst með þeim
hjónum víða um landið okkar,
t.d. inn á öræfi um Sprengi-
sandsleið, fyrir Skaga, sigldum
út í Grímsey, fórum um alla
Vestfirði en þar hafði Árni ver-
ið sem ungur maður við síma-
lagningu og það var okkur
ómetanlegur fróðleikur sem
hann sagði okkur um örnefni,
fjöll og heiti á bæjum í þessari
ferð. Allt var hann með á
hreinu. Árni var einstaklega rit-
fær, skrifaði margar greinar í
Borgfirðingabók sem maður
naut þess að lesa og fræðast.
Fjölskyldan var honum mikils
virði og talaði hann svo fallega
um afkomendur sína og við dáð-
umst að hvað börnin hans og
afabörn hugsuðu alla tíð vel um
hann og ekki síst nú í veik-
indum hans.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveðjum við Árna með
söknuði og virðingu og þökkum
fyrir tryggð og vináttu alla tíð.
Við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Kæri Árni:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elsa og Gísli.
Litla Jörp með lipran fót
lappar götu þvera.
Hún mun seinna á mannamót
mig í söðli bera.
(Helga Þórarinsdóttir (Hjallalands-
Helga))
Sjálfsagt hefur Árni hugsað á
svipaðan hátt oft á æviskeiði
sínu er hann gekk um hagann
og leit yfir hrossahópinn sinn.
Hrossin áttu stóran sess í huga
hans auk þess sem hann lagði
félagsmálum hestamanna lið
um langan tíma. Höfðingjanum
Árna Guðmundssyni kynntist
ég lítillega á fyrstu árum mín-
um í Borgarnesi og þá í sam-
bandi við hesta og hesta-
mennsku. Það var svo fyrst
eftir að ég réði mig til starfa við
Varmalandsskóla að ég kynntist
Árna vel. Skólaárið 1994-95
settum við á laggirnar valbraut
– hestaval – fyrir nemendur 8.-
10. bekkja. Það var ekki að því
að spyrja að margir nemendur
völdu brautina enda um skóla í
sveit að ræða. Í framhaldi feng-
um við ýmsa þekkta hestamenn
til þess að fræða og kynna hest-
inn fyrir nemendum. Einn
þeirra var Árni á Beigalda, allt-
af tilbúinn að miðla til æsk-
unnar og okkur hinna reynslu
sinni og þekkingu. Hópurinn
hlýddi á og nam það sem höfð-
inginn hafði fram að færa. Um
miðjan vetur kom svo upp sú
hugmynd að fara í hesta-/skóla-
ferð um næsta nágrenni í stað
þess að sitja í rútu. Hugmyndin
var kynnt Árna, sem tók henni
strax vel. Var nú Árni settur í
þá vandasömu stöðu að skipu-
leggja þriggja daga ferð. Ekki
brást minn maður hér frekar en
með aðrar ferðir sem við fórum
með nemendur. Árni skipulagði
þrjár ferðir, 1995, 1997 og 1999.
Þetta voru ógleymanlegar ferð-
ir þar sem nemendur, foreldrar
og starfsmenn voru þátttakend-
ur. Árni lagði til þessara ferða
reynslu sína af að undirbúa
ferðir sem þessar auk þess að
taka að sér fararstjórn. Að
mörgu er að hyggja, svo sem
reiðleiðum, reiðtygjum, járn-
ingu og klæðnaði svo eitthvað
sé nefnt. Allt þetta vann Árni af
sérstakri prýði og þáði aldrei
neitt fyrir.
Fjölskyldu Árna sendum við
hjónin samúðarkveðju.
Flemming Jessen.
Það var mikils virði fyrir
okkur hjónin, þegar við komum
með hugmyndina um Land-
námssetrið uppi í Borgarfirði,
að eiga hann Árna frá Beigalda
að. Árni var sá óþrjótandi sögu-
brunnur sem var okkar helsta
haldreipi í undirbúningi seturs-
ins. Sagnaþulur héraðsins núm-
er eitt. Við hliðina á Snorra
Þorsteinssyni, vini hans og fé-
laga.
Við hjónin vorum svo heppin
að hafa kynnst höfðingjanum
Árna mörgum árum áður en
hugmyndin að Landnámssetri
varð til. Við stunduðum það
meðan við vorum enn starfandi
í leikhúsi og sjónvarpi að vera
fararstjórar hjá Íshestum á
sumrin á árunum milli 1990 og
2000. Þá fórum við gjarnan
ferðir með hjónunum á Kálfa-
læk, Sigurði og Ólu. Þá kom
það fyrir oftar en einu sinni að
með í för var þessi glæsilegi
höfðingi og hestamaður fram í
fingurgóma; Árni. Á fyrsta degi
kom í ljós að maðurinn var sér-
lega vel að sér um allt er við-
kom hrossum og hestamennsku.
Þar við bættist, þegar lagt var
upp í ferðina og riðið var um
sveitirnar og Löngufjörur, að
saga héraðsins var inngróin og
lifandi á svo gott sem hverri
þúfu í brjósti þessa manns. Eitt
er að þekkja söguna en annað
að hafa hæfileikana til að miðla
henni. Þann hæfileika hafði
Árni í ríkum mæli. Það var því
ómetanlegt að geta leitað til
Árna þegar við vorum komin
með hugmyndina að Landnáms-
setrinu og fengið stuðning hans
í allri þróun og kynningu máls-
ins.
Árni kom gjarnan með okkur
að tala fyrir hugmyndinni við
málsmetandi menn og konur í
Borgarfirðinum og maður fann
að það var tekið jafnvel meira
mark á manni þegar þessi hér-
aðsfræðari var með í för. Á
seinni árum kom það fyrir að ég
fékk Árna með mér niður í
Landnámssetur og við áttum
saman ánægjulega stund yfir
hádegismat þótt núna finnist
manni að það hefði mátt vera
oftar.
Það var alltaf jafn ánægju-
legt að spjalla við þennan góða
héraðsfræðara um sameiginlegt
áhugamál okkar; söguna og
miðlun hennar.
Ég kveð með þakklæti góðan
vin og leiðsögumann okkar um
Árni Guðmundsson HINSTA KVEÐJA
Gráti því hér enginn
göfugan föður,
harmi því hér enginn
höfðingja liðinn;
fagur var hans lífsdagur,
en fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá drottni lifanda.
(Jónas Hallgrímsson)
Steinunn Þórdís.