Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 45

Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 staðfræði Borgarfjarðar og Mýranna. Afkomendum Árna votta ég samúð mína. Kjartan Ragnarsson. Árni kveður okkur nú eftir að hafa lifað í rúm 96 ár á tím- um gríðarlegra breytinga. Hann náði að færa sér í nyt þá möguleika sem hver tími á langri ævi hafði upp á að bjóða en náði ekki að gúggla en lét oft gera það fyrir sig. Hann fæddist í Álftártungu, sem er kirkjustaður. Árni var einn fárra hér á landi sem hafa átt heima í kirkju því þegar hann var á öðru ári brann bærinn og kirkjuyfirvöld leyfðu að fjöl- skyldan byggi um skeið í kirkj- unni. Systkinin í Álftártungu ól- ust upp við að hugað væri að fleiru en því sem í askana verð- ur látið því í brunanum fór gott bókasafn sem bóndinn hafði viðað að sér. Bókhneigðina erfði Árni, þótt ekki væru aðstæður til langrar skólagöngu. Áhuga- sviðin voru mörg, sem hann ræktaði vel hvert á sinn máta. Frá blautu barnsbeini skipaði tónlist veglegan sess hjá Árna, systir hans lærði á orgel og spilaði í kirkjunni en systkinin tóku virkan þátt í kirkjusöng- num. Árni hafði fallega tenór- rödd sem hann hélt undravel til æviloka. Oft leit fólk við með undrunarsvip þegar þessi ríg- fullorðni maður tók vel undir í kirkjusöng. Hann tók þátt í kórstarfi og hafði ómælda ánægju af uppfræðslu á þessu sviði. Kirkjukóramót með góð- um félögum í Skálholti voru í miklu uppáhaldi. Eftir að hafa starfað í vega- vinnu og við lagningu síma vítt og breitt um landið á ungdóms- árunum hóf hann búskap með eiginkonu sinni Guðrúnu Andr- ésdóttur á Beigalda árið 1954. Ég trúi því að krókurinn hafi snemma beygst hjá Árna til hestamennsku. Hann fór ungur að fást við tamningar þegar tími gafst til og það sást fljótt að hann náði góðu sambandi við tryppi og ekki síst ef tortryggni eða jafnvel hrekkir voru til staðar. Að gera hest úr göldum fola var honum mjög gefandi. Árni hafði gaman af félagsmál- um, tók virkan þátt í þeim á vettvangi hestamanna og lagði því málefni ómældar vinnu- stundir. Hann var bæði formað- ur Faxa og Hrossaræktunar- sambands Vesturlands um nokkurt skeið, þá sat hann í stjórn LH í nokkur ár. Fyrir kom að Árni og Rúna tóku sig til og fóru í nokkurra daga hestaferðir með börnin og vini. Tjaldi og vistum var skellt í Landróverinn og lagt í hann, mikið fyrirtæki en dýrmætar minningar sem oft er vitnað til. Það þótti vel við hæfi að taka tengdasoninn með í fjallrekstur í eitt af fyrstu skiptunum sem hann lét sjá sig. Segja má að þetta hafi verið upphafið að mörgum góðum stundum sem við Árni áttum í gegnum tíðina á og með hestum. Það eru ófá mót og sýningar sem við sótt- um. Mikil og sár kaflaskil urðu í lífi Árna við fráfall Rúnu langt fyrir aldur fram. Ég held samt að honum hafi tekist að vinna bærilega úr sínum málum með skynsemina sem sitt beittasta vopn. Þá var áfallahjálp ekki það haldreipi sem hún er í dag. Við Lilja vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að koma okkur upp afdrepi á Beigalda. Fastur liður í dvöl þar var heimsóknir Árna. Margar góðar stundir áttum við þar sem hann sagði okkur sög- ur af skemmtilegu fólki, fór með vísur og fræddi okkur um fjölmargt frá uppvaxtar- og ungdómsárum. Að leiðarlokum er mér efst í huga mikið þakklæti fyrir allt sem Árni gaf okkur. Jón Bjarnason. ✝ SvanhildurSigurgeirs- dóttir fæddist 26. janúar 1937 á Óð- insgötu 20 í Reykja- vík. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 8. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Margrét Agnes Helgadóttir, f. 28.6. 1914, d. 17.11. 1994, og Sigurgeir Boga- son, f. 19.8. 1908, d. 17.5. 1978. Margrét Agnes giftist síðar Benedikt Jónssyni, f. 17.9. 1919, d. 6.2. 2009, sem reyndist Svan- hildi hinn besti faðir. Hálfbróðir Svanhildar, sam- mæðra, var Jón Benediktsson, f. Daði, sambýliskona hans er Arna Guðmundsdóttir, Þóra Kristín og Hermann Thor- stensen, unnusta hans er Gréta Rún Árnadóttir. Barnabörnin eru tíu. 2. Maria, f. 9. september 1960, ógift og barnlaus, búsett í Texas. 3. Signhild Birna, f. 19. júlí 1963, gift Stefáni Halldórs- syni, þau búa í Garðabæ og eiga þau tvö börn, þau eru Borgþór og Anna Ósk, gift Garðari Hrafni Sigurjónssyni. 4. Ómar Örn, f. 29. desember 1964, giftur Júlíu Elsu Ævarsdóttur, þau búa í Reykjanesbæ og eiga þau tvær dætur, þær eru Jenný Hildur, sambýlismaður hennar er Davíð Baldursson, og Sunnevu, sam- býlismaður hennar er Hermann Sigurðsson. Svanhildur giftist Borgþóri Björnssyni, f. 5.4. 1937, þau skildu. Útför Svanhildar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. ágúst 2019, klukkan 13. 28.9. 1941, d. 15.12. 2011. Hálfbræður Svanhildar sam- feðra voru Ólafur, f. 9.1. 1932, d. 20.2. 2018, Garðar Vík- ing, f. 3.2. 1937, Þorvarður, f. 31.7.1944, d. 10.2. 2016. Svanhildur eign- aðist fjögur börn, þau eru: 1. Margrét Þóra, f. 27. janúar 1959, gift Hermanni Thorstensen Ólafs- syni, þau búa í Grindavík og eiga þau fimm börn, þau eru Guðbjörg Sigríður, gift Árna Frey Sigurjónssyni, Svanhildur Björk, sambýlismaður hennar er Hilmir Ingi Jónsson, Ólafur Fyrsta minning mín um móð- ur mína, Svanhildi Sigurgeirs- dóttur, varð ekki til fyrr en 28. september 2018 en hennar fyrsta minning um mig varð til í september 1960. Hún fæddi mig í Texas en vegna kring- umstæðna varð ég eftir en hún fór aftur heim til Íslands. 58 árum síðar báru sömu kringumstæður okkur öll sam- an í þessu fallega landi. Ég mun að eilífu vera þakklát fyrir tækifærið til að hitta hana, knúsa hana og þakka henni fyr- ir að elska mig, fyrir þá blessun að eiga þrjú yndisleg systkini og fjölskyldur þeirra. Andlit hennar ljómaði þegar hún brosti og ég mun alltaf muna eftir brosinu hennar og hlýju faðmlagi hennar. Móðir mín gleymdi aldrei neinu barna sinna og við mun- um aldrei gleyma henni. Hvíl í friði, móðir, þar til við hittumst aftur. Maria D. Watson. Elsku Svana amma okkar. Okkar ástkæra, káta og bros- milda Svana amma. Við kveðj- um þig með söknuð í hjarta. Þú varst yndisleg kona. Það var svo yndislegt að hitta þig því þú varst alltaf svo brosmild og glöð. Þegar við hittumst byrj- aðir þú alltaf á að knúsa okkur, tókst um hendurnar okkar og kysstir handarbakið. Þú hafðir mikið dálæti á fjölskyldunni, þá sérstaklega barnabörnum og barnabarnabörnum. Okkur fannst alltaf gaman að heim- sækja þig í Lyngholtið. Það var alltaf hægt að stóla á þú ættir til appelsín, ís og ostapopp. Svo má ekki gleyma þeim skiptum sem þú eldaðir fyrir okkur, þá eldaðir þú dýrindis fiskibollur í dós sem við borðuðum með bestu lyst. Þú passaðir alltaf að okkur yrði ekki kalt á fingrum og fót- um og prjónaðir ófáa sokka á okkur. Þú varst mikil fyrir- mynd enda fyrst kvenna af Suðurnesjum til að útskrifast með stúdentspróf og stóðst þig með prýði í þokkabót. Auk þess að hafa verið hörku námsmaður varstu líka listræn og með ein- staklega fallega rithönd. Þegar við fórum frá þér stóðstu alltaf í glugganum og veifaðir þangað til við vorum horfin úr augsýn. Nú kveðjum við þig í síðasta sinn og segjum við eins og þú sagðir alltaf „I love you“. Við munum aldrei gleyma þér elsku amma. Lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth) Þínar Jenný, Anna og Sunneva. Nú þegar mamma hefur kvatt þetta jarðlíf er okkur þakklæti og minningar efst í huga. Það sem einkenndi mömmu alla tíð var góðmennska og glaðværð umfram allt. Hún var listræn, teiknaði vel, hafði ein- staklega fallega rithönd sem breyttist aldrei og var næm á fegurð hluta. Hún var trúuð, mátti ekkert aumt sjá og elskaði afkomendur sína takmarkalaust og fylgdist vel með hvað þau hefðu fyrir stafni. Mamma var afskaplega vel gefin, bókhneigð og námsfús og afar metnaðargjörn í skóla. Hún varð fyrsti kvenstúdentinn frá Suðurnesjum en örlögin höguðu því svo að mestan hluta ævi sinnar barðist hún við erfið veikindi. Hún bjó í Grindavík síðustu fjögur árin og undi hag sínum vel þar. Naut samveru og vináttu starfsmanna og vist- manna í Miðgarði, Víðihlíð, í Grindavík, sat oft og prjónaði með tengdamóður Margrétar dóttur sinnar, Guðbjörgu Sig- ríði Thorstensen, yndislegri vinkonu sinni sem reyndist henni svo vel. Síðast en ekki síst var hún svo lánsöm að kynnast Ingibjörgu Reynisdótt- ur, starfsmanni í Víðihlíð sem reyndist henni sannkallaður engill í mannsmynd. Hún var henni sem besta dóttir og sinnti henni óendanlega vel á allan hátt. Við færum þessum konum hjartans þakkir fyrir vináttu þeirra, stuðning og elskulegheit við mömmu. Nú hringir elsku mamma ekki í okkur framar. Mamma var kona sem kunni ekki að kvarta. Við kveðjum hana með sorg, gleði og þakk- læti í hjarta, sorg yfir hennar erfiða hlutskipti í lífinu og gleði og þakklæti fyrir að hafa átt hana, þessa blíðu góðu konu, fyrir móður. Við kveðjum hana með vísum sem hún fór oft með fyrir okk- ur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Með þökk fyrir allt, hvíli hún í friði. Margrét, Signhild og Ómar. Þá er hún elskulega Svana okkar farin frá okkur úr þessu jarðlífi. Það eru margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann á þessari kveðjustund. Svana var alltaf kát og glöð og ávallt stutt í hláturinn og gleðina hjá henni. Svana frænka var af þeirri manngerð að hún kvartaði aldr- ei þótt á móti blési þótt stund- um hefði verið ástæða til þess í hennar lífi. Svana átti við veik- indi að stríða hluta ævinnar en hún komst í gegnum það að mestu leyti með góðri hjálp. Ég sagði oft við Svönu þegar á móti blés að það hefði verið hennar gæfa í lífinu að hafa eignast þessi þrjú yndislegu börn. Við Svana vorum systk- inabörn og ólumst upp að hluta til saman í Bjarnabæ í góðu yfirlæti hjá því góða fólki sem þar bjó. Í Bjarnabæ átti Svana góða tíma í uppvextinum og lék þar við hvern sinn fingur. Svana var mjög góður náms- maður, nákvæm og samvisku- söm, hún gekk í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði og fór þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Þær eru margar minningarn- ar um Svönu frænku. Þegar við vorum 6-7 ára kom eitt sinn maður og var að selja myndir af Jesú Kristi, hann var bæði með mynd af litla Kristi og stóra Kristi. Ég var á því að hún ætti að fá litla Krist en þá beit hún mig í handlegginn, þá sagði ég, þú mátt fá stóra Krist. Þetta voru yndislegir tímar þegar við ólumst upp á Suðurgötunni í Hafnarfirði. Ég minnist Svönu frænku minnar með hlýju og sendi stóra myndarlega barnahópn- um hennar hlýjar samúðar- kveðjur. Helgi, Sólveig og fjölskylda. Elsku Svana föðursystir mín mun alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu. Hún var hæfi- leikarík, listræn og gefandi manneskja sem mér þótti mjög vænt um. Þegar ég var alast upp í Keflavík var mikill sam- gangur milli fjölskyldna okkar, enda stutt á milli Heiðarbrún- arinnar, þar sem við bjuggum, og Tjarnargötunnar þar sem Svana bjó lengi á neðri hæð- inni hjá ömmu og afa og síðar á Lyngholtinu. Það var alltaf gaman að hitta hana. Hún var gjafmild og hlát- urmild og góð orka og útgeisl- un í kringum hana. Lífshlaup Svönu var á margan hátt óvenjulegt. Þegar hún var ung var ekki algengt að ungar konur úr Keflavík leituðu sér menntunar að loknu skyldunámi, en það gerði Svana frænka, enda bráðvel gefin og greind. Hún tók stúdentspróf frá MR og líf- ið brosti við henni, lífsglaðri ungri konu með fjölbreytt áhugasvið. Myndlist og tungu- mál voru ofarlega á blaði, enda lá hvort tveggja einstaklega vel fyrir henni. Það var gaman að tala við Svönu frænku um ólík málefni. Hæfileikar henn- ar fengu þó ekki alveg að njóta sín sem skyldi af ástæðum sem hún réð ekki sjálf. Stóran hluta ævinnar glímdi hún við andleg veikindi sem litaði hennar lífshlaup og nánustu aðstandenda. Enginn getur sagt hvað er orsök og hvað er afleiðing þegar andleg veikindi eru annars vegar. Eitthvað hvíldi greinilega þungt á henni og það kom fram þegar hún var sem veikust. Þrjú börn Svönu; Margrét, Signhild og Ómar, voru stoð hennar og stytta eftir að amma og afi féllu frá. Raun- veruleikinn getur þó stundum verið ótrúlegri en skáldskapur og það sannaðist í tilfelli Svönu fyrir ekki svo löngu þegar Mary, dóttir hennar, sem hafði verið ættleidd til Bandaríkjanna, kom inn í líf hennar eftir lífstíðaraðskilnað. Það var ótrúlega gleðilegt að fá Mary inn í fjölskylduna, að systkinin öll og þær mæðgur næðu að hittast. Að endingu var allt komið heim og saman. Við Maggi og fjölskylda vottum aðstandendum Svönu okkar innilegustu samúð. Minningin lifir í hug okkar og hjarta. Jóna Guðrún Jónsdóttir. Svanhildur Sigurgeirsdóttir Fallinn er frá kær vinur minn, Páll Magnús Páls- son frá Hvassa- felli. Mikill vin- skapur og kærleikur var á milli fjölskyldunnar á Hvassa- felli og fjölskyldu minnar á Skógum og systkinin frá Hvassafelli þar öll heimagang- ar á vetrum. Ég kynntist Magnúsi síðan enn betur þeg- ar ég kom sem vinnumaður til Sigurjóns bróður hans árið 1984. Á Hvassafelli var í þá daga um fátt rætt annað en Páll Magnús Pálsson ✝ Páll MagnúsPálsson fædd- ist 12. nóvember 1968. Hann lést 31. júlí 2019. Útför hans fór fram 9. ágúst 2019. hesta og bridge sem spilað var flest kvöld. Við Magnús vorum makkerar og átt- um það sameigin- legt að hafa tak- markaðan áhuga á spilamennskunni, en létum tilleiðast að vera með. Þegar ég síðan flutti hingað aust- ur undir Eyjafjöll fyrir fáein- um árum var ég svo heppinn að Magnús var nágranni minn. Flestir dagar hófust á því að fara í morgunkaffi til Magn- úsar í Pentagon. Ég á það til að stressast upp yfir einföld- ustu hlutum og þá var gott að eiga Magnús að sem sáluhjálp- ara því þar var ekki stressinu fyrir að fara, hann var alltaf rólegur og æðrulaus og frá honum kom maður alltaf glað- ur og viss um að dagurinn yrði frábær. Magnús hefur verið mér ómetanleg hjálp við bú- störfin, alltaf var hann boðinn og búinn að koma og aðstoða, jafnvel óumbeðinn, hvort held- ur voru erfiðleikar í sauðburði eða að rúlla heimatúnin hér í Hlíð. Það er sárt að sjá á eftir þessum góða dreng og víst að sveitin okkar verður ekki sú sama og áður án hans. Heiða og fjölskylda, systk- inin frá Hvassafelli, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hér vil ég lifa og hér vil ég deyja, hér vil ég finna hinn eilífa frið, hér vil ég glaður í þögninni þreyja, þar til ég hverf inn á dáinna svið. Háreistir jöklar í heiðríkju skína, heilög er jörðin og iðjagræn. Lyngperlur glitra um lautina mína, líta til himins í þögulli bæn. (Jón Pálsson frá Hlíð) Þorsteinn Birgisson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BERGÞÓRSDÓTTIR, Laugarnesvegi 89, sem lést sunnudaginn 28. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. ágúst klukkan 13. Bergþór Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Hafsteinn Guðjónsson Anna M. Helgadóttir Birgir Guðjónsson Sigrún B. Kristjánsdóttir Guðjón Þór Guðjónsson Kari Brekke barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 28. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. ágúst klukkan 15. Jónas Bjarnason Lilja Jónasdóttir Stefán Halldórsson Gunnar Örn Jónasson Sigrún Jónasdóttir Óskar Jónasson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.