Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Eftir að hafa legið yfir lesefni ákvað hún að breyta mataræði sínu og skipta alfarið yfir í jurtafæði. Hún hafði nákvæmlega engu að tapa á þessum tímapunkti og var tilbúin að reyna allt. Það voru bara þrjár hindranir í veginum: Ella kunni ekki að elda, hafði enga þekkingu á jurta- fæði og var búin að missa allan drif- kraft sakir veikinda. Til að koma sér í gang og prufa sig áfram ákvað hún að byrja með bloggsíðu þar sem hún gæti haldið utan um uppskriftirnar. Ella segir að það hafi verið sér ákaflega mikilvægt að slá aldrei af bragðgæðum matarins. Þó að hrá- efnin væru önnur þyrfti það ekki að hafa áhrif á hversu vel maturinn bragðaðist og máltíð gæti enn verið mikil gleðistund þótt mataræðið væri breytt. Næsta ár fór í að læra að elda, mynda og skrásetja það sem hún var að gera. Á þeim tíma óx ástríða hennar gagnvart mataræð- inu og eldamennsku. Líkamlegt ástand hennar tók stakkaskiptum og lífið komst hægt og rólega á rétt ról. Á sama tíma hvöttu vinir hennar hana til að deila bloggsíðunni með heiminum og eftir nokkurn tíma lét hún undan þrýstingnum og hið undraverða gerðist. Á merkilega stuttum tíma fóru uppskriftir Ellu að vekja athygli og fljótlega kom Deliciously Ella-appið sem fór rak- leitt á toppinn í Bretlandi. Í fram- haldinu bauðst Ellu að skrifa sína fyrstu matreiðslubók sem seldist í bílförmum og var í framhaldinu gef- in út hér á landi. Ella kynntist núverandi eigin- manni sínum, Matthew Wills, á þessum tíma en hann er sonur fyrr- verandi ráðherra breska verka- mannaflokksins, Tessu Jowell. Wills var með bakgrunn og bakland í fjár- málageiranum og má segja að hann hafi verið einmitt það sem Ella þarfnaðist á þessum tíma því vöru- merkið Deliciously Ella hefur vaxið og dafnað í höndum þeirra. Sjálf hefur Ella sagt að samstarf þeirra sé eins og best verður á kosið; hún sjái um skapandi hliðina en hann um reksturinn. Nú er svo komið að vörur fyrirtækisins er fáanlegar um heim allan og núna síðast hér á landi. Það sem einkennir vörurnar er að sögn Ellu sá heiðarleiki sem fylgir þeim. Það séu engin aukaefni, engin óhollusta og engin vitleysa í gangi. Bestu hráefnin séu ávallt valin og hvergi hvikað frá gæðunum. Saga Ellu og Matthews er ævin- týri líkust en þrotlaus vinna liggur að baki þeim árangri sem þau hafa náð. Ella hefur nú gefið út fimm bækur og tvö öpp og það er stöðug vöruþróun í gangi. Þau passa þó upp á hvort annað og eignuðust fyrir tveimur vikum dóttur sem hlaut nafnið Skye Tessa, í höfuðið á móð- ur Matthews sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Ómótstæðilega Ella sigrar heiminn Ella Woodward var á öðru ári í St. Andrews-háskólanum í Bretlandi þegar heilsu hennar fór að hraka. Hún var að lokum greind með sjaldgæfan sjúkdóm að nafni POTS eða staðbundna hjartsláttartruflun sem hefur áhrif á tauga- kerfi, hjartslátt, blóðþrýsing og meltingu svo fátt eitt sé talið. Að auki var hún sífellt þreytt og reglulega með sýkingar eða einhverja kvilla. Hún var sett á fjölda lyfja sem gerðu takmarkað gagn. Ári eftir greininguna var hún komin að niðurlotum; bæði andlega og líkamlega. Heiðarlegur matur Ella hefur allaf lagt höfuðáherslu á að borða hollan og góðan mat sem nærir og hjálpar líkamanum. Nýfædd Fyrir rúmum tveimur vikum eign- uðust þau dótturina Skye Tessu en Skye- nafnið kemur frá Isle of Skye, sem var uppá- haldsstaður Tessu, móður Matthews. Falleg fjölskylda Hjónin Ella og Matt ásamt hundinum sínum. Falleg fjölskylda sem stækkaði nýverið þegar dóttir þeirra fæddist. Sælkeravörur Vörurnar frá Ellu þykja bæði bragðgóðar og hand- hægar. Þær eru jafnframt fullar af næringarefnum. Vinsæl Bókin Ómótstæði- leg Ella kom út hér á landi árið 2016 og hlaut frábær- ar viðtökur. 1 stk. Dala Brie 2 litlar ferskjur skornar í teninga 1 lúka bláber 2 msk. söxuð fersk basilika 3 msk. sýróp Balsamik-gljái 1. Leggið ostinn beran á vel heitt grillið í um 2 mínútur. 2. Snúið ostinum við og leggið á álpappír/ ílát sem þolið grillhitann og setjið vel af ferskjum/bláberjum ofan á hann, lokið og grillið í 2 mínútur til viðbótar. 3. Takið af grillinu, hellið sýrópi og bal- samik-gljáa yfir og að lokum stráið þið basilikunni yfir. 4. Berið fram með góðu kexi. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Gotterí og gersemar Þessi uppskrift kemur úr smiðju Berglindar Hreið- arsdóttur á Gotteri.is og er algjört sælgæti eins og sjá má. Grillaður Brie-ostur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.