Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 60

Morgunblaðið - 15.08.2019, Síða 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Krókháls 1 • 110 RVK • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar BRÉFPOKAR Í ALLSKONAR STÆRÐUM OG GERÐUM Mikið úrval í verslun og á netinu www.pmt.is „Adrian“. Þessi heimsfrægu öskur hnefaleikarans Rocky Balboa í kvik- myndunum um Rocky áttu við hjá stuðningsmönnum Liverpool í gær- kvöldi. Adrian, hinn nýi markvörður Liverpool, varði síðasta víti Chelsea þegar leikur ensku liðanna í Meist- arakeppni Evrópu fór í vítakeppni í Istanbul í Tyrklandi í gær. Vítið tók Tammy Abraham fyrir Chelsea. Skemmtileg byrjun fyrir mark- vörðinn spænska en ekki er nema liðlega vika síðan hann gekk í raðir Liverpool. Hann verður væntanlega í markinu næstu vikurnar vegna meiðsla Allisson. Það gaf þó á bátinn hjá Adrian í framlengingunni þegar hann fékk dæmt á sig víti á 101. mínútu. Úr því skoraði Jorginho fyrir Chelsea og jafnaði þá 2:2. Sadio Mane var heit- ur í gær og hafði komið Liverpool yfir 2:1 á 95. mínútu. Chelsea komst hins vegar yfir í venjulegum leik- tíma þegar Olivier Giroud skoraði fyrir Chelsea á 36. mínútu en Mane jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool fagnaði því sigri og er þegar búið að næla í bikar á leiktíð- inni. En liðið barðist á mörgum víg- stöðvum á síðasta tímabili og spurn- ing hvort framlengdur leikur í þessari keppni hafi verið heppileg- ur. Istanbul á vel við Liverpool  Nýi markvörðurinn tryggði Liverpool sigur í Meistarakeppni Evrópu AFP Sigurstund Leikmenn Liverpool bregðast við þegar Adrian varði síðustu spyrnu Chelsea í gær. Glódís Perla Viggósdóttir og sam- herjar hennar í Rosengård eru eins og áður í efsta sæti sænsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Liðið lagði í gær Limhamn Bunkeflo að velli 3:0 í Malmö. Glódís var á sínum stað í vörn toppliðsins og Andrea Thorisson kom inn á hjá Limhamn Bunkeflo. Kristianstad vann fínan sigur á Växjö 3:1 á heimavelli undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad. Þá var Ingibjörg Sig- urðardóttir í vörn Djurgården sem tapaði fyrir Eskilstuna 4:2. Rosengård held- ur sínu striki Kristianstad Farsæl Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Keflavík hefur nælt í Bandaríkja- mann fyrir átökin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Sá heitir Khalil Ahmad og lék með Fullerton í NCAA. Útlit er fyrir að Keflvík- ingar séu að ná í leikmann sem á auðvelt með að skora því hann skoraði 1,768 stig í NCAA í 117 leikjum. Hann var í liði ársins í Big West deildinni síðustu tvö ár sem er athyglisvert en ýmsir NBA- leikmenn hafa komið þaðan. Í deild- inni er til dæmis UNLV sem tefldi á sínum tíma fram Larry Johnson, Greg Anthony og Stacey Augmon. Öflugur skorari til Keflavíkur? Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson stýrir Keflavíkurliðinu. HM U19 karla Leikið í Norður-Makedóníu: 16-liða úrslit: Ísland – Japan .......................................39:34 Króatía – Ungverjaland........................23:27 Argentína – Þýskaland .........................25:33 Egyptaland – Slóvenía..........................23:27 Frakkland – Noregur ...........................33:28 Danmörk – Túnis...................................30:25 Spánn – Svíþjóð .....................................28:27 Portúgal – N-Makedónía......................29:25  Ísland leikur við Egyptaland í 8-liða úr- slitum í dag. Sæti 17-20: Barein – Serbía.....................................34:33  Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Barein. Sádí Arabía – Taívan.............................23:28  Barein og Taívan leika um 17. sæti móts- ins en Sádí Arabía og Serbía leika um 19. sæti. Sæti 21-24: Síle – Kanada .........................................46:24 Nígería – Brasilía ..................................23:30  Forkeppni EM karla 2021 H-riðill: Portúgal – Sviss.....................................84:68 Staðan: Portúgal 3 2 1 236:224 5 Sviss 3 1 2 227:239 4 Ísland 2 1 1 162:162 3  Ísland mætir Portúgal á heimavelli 17. ágúst og Sviss á útivelli 21. ágúst. Sigurlið- ið í riðlinum kemst í undankeppni EM og leikur í riðli með Serbíu, Finnlandi og Georgíu.  KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla, Mjólkurbikarinn: Víkingsv.: Víkingur R. – Breiðablik.....19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlurinn: Stjarnan – ÍBV.........18 Þórsvöllur: Þór/KA – Keflavík..................18 1. deild karla, Inkasso-deildin: Framvöllur: Fram – Njarðvík..............19.15 3. deild karla: Bessastaðavöllur: Álftanes – Kórdrengir 19 Europcarvöllurinn: Reynir S. – KH .........19 4. deild karla: Kórinn: Ísbjörninn – Vatnaliljur...............19 Jáverk-völlurinn: Árborg – SR .................19 KR-völlur: KM – Hvíti riddarinn..............20 Grýluvöllur: Hamar – Léttir .....................19 Þorlákshafnarvöllur: Ægir – KÁ ..............19 HANDKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: Austurberg: ÍR – Víkingur...................19.30 Ragnarsmót karla: Hleðsluhöllin: Haukar – Fram.............18.30 Austurberg: ÍR – Selfoss......................20.15 Í KVÖLD! Greinilegt er að hugur er í Vals- mönnum að festa sig almennilega í sessi í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik. Ragnar Nathanaelsson gekk til liðs við liðið í fyrra og nú bættist Pavel Ermolinskij í hópinn. Morgunblaðið spurði þjálfarann, Ágúst Björgvinsson, hvort Vals- menn ættu eftir að styrkja liðið frekar í sumar? „Já við gerum það. Við höfum heyrt í einhverjum íslenskum leik- mönnum en ekkert sem er komið það langt að tímabært sé að segja frá því,“ sagði Ágúst og hann mun síðar taka ákvörðun um hversu margir erlendir leikmenn verða fengnir til Vals. „Við verðum alla vega með einn Bandaríkjamann. Það er það eina sem er ákveðið en þegar við sjáum hvaða íslensku leikmenn við verð- um með tökum við ákvörðun um annað.“ Hverju breytir það fyrir Ágúst að fá Pavel inn í leikmannahópinn? „Pavel hefur eflaust verið mikil- vægasti leikmaðurinn í Dominos- deildinni undanfarin ár. Sigur- hefðin er sterk því hann hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og unnið allar úrslitarimm- urnar sem hann hefur spilað. Oftar en ekki hefur hann verið leiðtoginn í hópnum. Þetta breytir því töluvert miklu auk þess sem hann þekkir deildina svo rosalega vel. Þegar þú færð til þín öflugan Bandaríkja- mann veistu aldrei nákvæmlega hversu lengi hann er að aðlagast deildinni. Ekki er hlaupið að því fyrir erlendan leikmann að vera frábær strax frá byrjun,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið. kris@mbl.is Valsmenn munu styrkja liðið frekar Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Ágúst Björgvinsson stýr- ir Val eins og undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.