Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.08.2019, Qupperneq 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2019 Myndlistarsýning Huldu Vilhjálms- dóttur, Víðátta/Wilderness (Vernd- um náttúru Íslands) verður opnuð í Galleríi Gróttu í dag kl. 17. Á henni vinnur Hulda með náttúruna þar sem verndun náttúru Íslands er meginviðfangsefnið, að því er fram kemur á Facebook. Að vissu leyti er sýningin tileinkuð föður Huldu, Vil- hjálmi Ásmundssyni, sem opnaði augu hennar fyrir sérkennum ís- lenskrar náttúru og fegurð, segir þar. „Pabbi hafði stórar hendur. Þær unnu og þær leiddu mig. Þær bentu mér á fjöllin. Þær voru bæði stórar, sterkar og hlýjar. Þegar hann var að hvíla sig í hægindastólnum heima, þá setti hann hendurnar á hné sér, eins og hann væri að sýna heiminum þær. Stundum flettu þær bók. Stórri bók um löndin í heim- inum. Það voru myndir af dem- öntum og gim- steinum í bókinni og hvar væri hægt að finna þá. Hann ferðaðist um heiminn í hægindastólnum heima,“ skrifar Hulda um föður sinn. Sýningin stendur yfir til 22. september. Verndun náttúrunnar viðfangsefnið Hulda Vilhjálmsdóttir Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Sýning á verkum Emmu Heiðars- dóttur, Jaðar, verður opnuð í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20. Emma er 39. listamað- urinn sem sýnir í sýningaröðinni í D- sal þar sem listamönnum sem taldir eru hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu er boðið að halda fyrstu einkasýningu sína í opinberu safni. Á sýningunni setur Emma fram vangaveltur um stund og stað mynd- listar, eins og segir í tilkynningu. „Hvar og hvenær hefst listupplifun, hve lengi varir hún og hvert ferðast hún með áhorfendum?“ er spurt og bent á að listaverkið leiki, venju sam- kvæmt, lykilhlutverk í öllu þessu ferli sem og sýningarstaðurinn, þ.e. lista- safnið. Emma snýr upp á þessa þætti og fær sýningargesti til að staldra við og íhuga reynslu sína og eru verk hennar sögð teygja sig út fyrir sýn- ingarrýmið en samt sem áður þarf áhorfandinn að vera inni í sýning- arrýminu til þess að skynja verkið. Sýningarstjóri Jaðars er Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykja- víkur. Hefur sérstakan áhuga á rýmisinnsetningum „Þetta eru allt ný verk sem eru gerð fyrir þessa sýningu með rýmið í huga, verk sem ég myndi flokka sem „inngrip í rými“ og eru unnin í mis- munandi miðla. Skúlptúrar, skrásett- ur gjörningur og inngrip í rými,“ seg- ir Emma um sýninguna. Hún segist hafa unnið með þessum hætti í nokkur ár og haft sérstakan áhuga á rýmisinnsetningum. „Ég hef oft fengið hugmyndir í tengslum við þau rými sem ég sýni í,“ segir hún. „Þessi sýning heitir Jaðar og út- punktur sýningarinnar er að vinna með þennan jaðar á milli rýmisins og þess sem er fyrir utan. Ég hef áhuga á einstaklingsmið- aðri upplifun á list. Ég vil ekki segja of mikið af því að þetta eru verk sem koma svolítið á óvart þegar maður kemur inn í rýmið. Ég hef áhuga á því að upplifunin er hjá áhorfandanum og hann tekur þátt í að skapa verkin,“ segir Emma og bætir við að henni þyki mikill heiður að fá að sýna í Listasafni Reykjavíkur. „Ég er rosa- lega ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri.“ Emma er fædd árið 1990, nam myndlist við Listaháskóla Íslands 2010-13 og stundaði framhaldsnám við listaháskólann í Antwerpen, þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Verk hennar byggjast á inngripi í þau rými sem hún sýnir í auk sjálfstæðra þrívíðra verka og myndbandsverka. Emma verður með leiðsögn um sýninguna eftir viku, fimmtudaginn 22. ágúst, kl. 20. Morgunblaðið/Árni Sæberg Inngrip í rými  Emma Heiðarsdóttir opnar sýninguna Jaðar í D-sal Heiður Emma á sýningu sinni, Jaðar, í D-sal Hafnarhússins. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir leikstjórann Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og verður sýnd í þeim hluta er nefnist Contemporary World Cinema. Hátíðin fer fram 5.- 15. september næstkomandi en myndin verður frumsýnd hér á landi 6. september. Myndin hefur þegar hlotið nokk- ur verðlaun. Aðalleikari hennar, Ingvar E. Sigurðsson, hlaut verð- laun sem besti leikarinn á Critics‘ Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes og einnig á kvikmyndahá- tíðinni í Transylvaníu í Rúmeníu. Þá var myndin einnig valin sú besta á hátíð í Motovun í Króatíu fyrir skömmu. Í myndinni segir af lög- reglustjóranum Ingimundi, sem Ingvar leikur, sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést af slys- förum. Þegar á líður fer hann að gruna að eiginkona hans hafi átt í ástarsambandi við annan mann. Verður sá grunur að þráhyggju og leiðir til gjörða sem hafa slæmar af- leiðingar. Hvítur, hvítur dagur sýnd í Toronto Hlynur Pálmason www.gilbert.is Sif N.A.R.T TÍMALAUS GÆÐI 1000 METRA VATNSHELT Franska listaparið Ari Allansson og Camille Lacroix hafa verið að störf- um í vinnustofu í Midpunkt-sýn- ingarrýminu í Hamraborg í Kópa- vogi í júlí og ágúst og er það fyrsta vinnstofudvölin sem Midpunkt býð- ur upp á. Þau sýna afrakstur vinnu sinnar með hugmyndinni Space Lab í dag og á morgun kl. 17-20. Lacroix er frönsk hljóðlistakona og leikmyndahönnuður sem býr og starfar í París en Ari er íslenskur kvikmyndagerðarmaður sem býr líka og starfar í París. „Íslendingar hafa löngum verið forvitnir um það sem liggur fyrir utan landsteinana og útþráin er landsmönnum í blóð borin. Við erum fædd á eyju í Norður-Atlantshafi og það er okk- ur nauðsyn að geta ferðast yfir haf- ið í allar höfuðáttirnar fjórar. Ís- lenska geimferðastofnunin vill bæta fimmtu áttinni við – beint upp og út í geim,“ segir um sýninguna. Space Lab er stjórnað af meðlimi AA75 og meðlimi CL83 og er starf- rækt í þeim tilgangi að rannsaka eldflaugavísindi og geimferðir í öll- um sínum víddum, segir enn frem- ur og að rannsóknarvinnan fari fram að mestu fyrir luktum dyrum en áhugasömum gefist tækifæri til að koma og kynna sér hvernig mið- ar. Sýna afrakstur vinnustofudvalar Forvitnilegt Mynd tengd sýningunni. Vinir & elskhugar er titill mál- verkasýningar myndlistar- og kraftlyftingakonunnar Dagmarar Agnarsdóttur sem opnuð verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 17. Dagmar sýnir olíu- málverk sem flest eru frá þessu ári og því síðasta og er þetta fyrsta einkasýning hennar í rúm þrjú ár. Myndefni og innblástur sækir hún í fólk og fyrirbæri, stöðu mannsins í nútímanum og vangaveltur um þann heim sem núlifandi kynslóðir eftirláta afkomendum sínum. Fyrirmyndirnar fólk og fyrirbæri Listmálari Dagmar við trönurnar. Árlegu námskeiði Alþjóðlegu tón- listarakademíunnar í Hörpu (HIMA) lýkur með hátíðartón- leikum í Norðurljósasal í dag kl. 19.30. New Music for Strings (NMFS) hefur í vikunni haldið sitt annað námskeið í Reykjavík og á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit HIMA fjögur verk. Í sveitinni leika nemendur og kenn- arar úr eldri deild en fiðluleikarinn Eugene Drucker, úr Emerson- strengjakvartettinum, mun leiða sveitina í gegnum efnisskrá þar sem teflt er saman nýjum verkum, íslenskum og erlendum, í bland við meistaraverk fyrri ára. Seinni hluti tónleikanna er ek. tónlistar- sýning þar sem hvert tónverk er flutt á mismun- andi stað í tón- leikasalnum og áhorfendum boð- ið í ferðalag. Verkin eru flutt hvert á eftir öðru en áheyrendur færa sig til rétt eins og þeir væru staddir á myndlistarsýningu, segir í tilkynningu. Frumflutt verður nýtt íslenskt verk eftir Þráin Hjálm- arsson fyrir sjö strengjaleikara og söngrödd. Einnig verða flutt verk eftir Chen Yi, Mari Kimura og Dav- id Bruce. Hátíðartónleikarnir eru ávöxtur samstarfs tónlistarhátíð- anna HIMA og NMFS. Lokatónleikar HIMA og NMFS Eugene Drucker
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.