Morgunblaðið - 15.08.2019, Side 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
af borðstofu-
húsgögnum og
borðbúnaði
8. - 19. ágúst
20-40%
GROOVYMatarstell.
Matardiskur. 26,5 cm. 995 kr. Nú 796 kr.
Hliðardiskur. 22 cm. 895 kr. Nú 716 kr.
Hliðardiskur. 19 cm. 795 kr. Nú 636 kr.
Súpudiskur. 22 cm. 895 kr. Nú 716 kr.
Kanna. 30cl. 895 kr. Nú 716 kr.
Söngvararnir Lilja Guðmundsdóttir
og Bjarni Thor Kristinsson, ásamt
Ingileif Bryndísi Þórsdóttur píanó-
leikara, halda tónleika í Hannesar-
holti í dag og bera þeir yfirskriftina
Bráðum kemur betri tíð. Þau munu
flytja íslensk sönglög sem mörg
hver heyrast ekki á hverjum degi og
er m.a. leitað í smiðju Atla Heimis,
Gunnars Reynis, Jóhanns Helga-
sonar, Megasar og Baggalúts.
Tónleikarnir hefjast kl. »20
Bráðum kemur betri
tíð í Hannesarholti
FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég er búin að gefa restina af tíma-
bilinu upp á bátinn núna,“ segir
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr
ÍR. Snúin meiðsli í læri hafa haldið
aftur af henni allt þetta ár og hún
hefur því ekki getað hlaupið eins
hratt og hún er vön. Þar með er HM
í Katar úr sögunni en Aníta horfir til
Ólympíuleikanna í Tókýó og leggur
allt í sölurnar í vetur. »61
Gefur HM upp á bátinn
en horfir til Tókýó
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Kitty Kovács, organisti Landakirkju
í Vestmannaeyjum, leikur verk eftir
Johann Sebastian Bach, Astor Piaz-
zolla og Pierre Cochereau á Al-
þjóðlegu orgelsumri í Hallgríms-
kirkju í dag kl. 12.
Kitty Kovács fæddist í Ungverja-
landi, kom til Íslands árið 2006 og
hefur starfað hér sem píanókennari
og organisti. Frá árinu 2012 hefur
Kitty stundað orgelnám við Tón-
skóla þjóðkirkjunnar og
vorið 2017 lauk hún
kantorsnámi þaðan.
Ári síðar lauk hún
þaðan námi í ein-
leiksáfanga.
Bach, Piazzolla og Coc-
hereau á orgelsumri
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslensk-þýska hljómsveitin En-
semble Adapter, sem einbeitir sér að
nútímatónlist innan klassískrar tón-
listar, hefur vakið mikla athygli í
Evrópu og víðar. Fyrir skömmu
gekkst hún fyrir sérstökum tón-
leikum, Global Adapter, með
kammerhópunum Distractfold frá
Manchester á Englandi og Dal Ni-
ente frá Chicago í Bandaríkjunum.
1. september nk. verður seinni hluti
tónleikanna á sama stað í Berlín, en
þá með Ice Ensemble frá New York
og Ensemble Offspring frá Ástralíu.
Að loknu námi í Hollandi fluttu
hjónin Gunnhildur Einarsdóttir
hörpuleikari og Matthias Engler
slagverksleikari til Berlínar og
stofnuðu Ensemble Adapter 2004.
Þau fengu Kristjönu Helgadóttur
flautuleikara og Ingólf Vilhjálmsson
klarinettleikara til liðs við sig og eft-
ir því sem verkefnum fjölgaði fluttu
þau líka til höfuðborgar Þýskalands.
Gunnhildur segir að samvinnan
með kammerhópunum hafi verið
hugsuð til þess að læra hvert af
öðru. „Samvinna er lykilorð í okkar
vinnu og hefur verið rauður þráður í
vinnunni frá byrjun,“ segir hún. Þau
hafi enda alla tíð unnið mikið með
tónskáldum að sköpun tónverka.
„Það er gaman að vera hluti af ferl-
inu,“ heldur hún áfram og bendir á
að mikill munur sé á tónlistarsen-
unni á milli landa. „Við höfum lært
mikið af þessu.“
Atkvæðamiklir listamenn
Fjórmenningarnir hafa verið at-
kvæðamiklir á sínu sviði í Berlín og
hafa meðal annars stofnað fjölmenn-
ari hljómsveit, Ensemblekollektiv
Berlin, úr fjórum kammerhópum í
nútímatónlist. „Þetta hefur verið
mjög skemmtileg samvinna í nokkur
ár auk þess sem við náum lengra
með því að sameina hópa frekar en
einstaklinga,“ segir Gunnhildur.
Ensemble Adapter er með tón-
leikaröð í æfingahúsnæðinu og
reglulega er opið hús hjá þeim, Open
Mic, þar sem tónskáld og áhugafólk
um tónsköpun getur komið með hug-
myndir og nótur og fengið að reyna
sig með þeim. Auk þess eru þau oft
með vinnustofur, meðal annars í há-
skólum, þar á meðal í Harvard og
Stanford í Bandaríkjunum, þar sem
þau halda fyrirlestra og vinna með
doktorsnemum í tónsmíðum og
halda tónleika með þeim.
Uppselt var á fyrri tónleikana í
Radialsystem í lok júlí og stemning
góð. „Þetta tókst mjög vel og við er-
um ánægð með útkomuna og ekki
síst samvinnuna við hina hópana og
hlökkum mikið til seinni hlutans,“
segir Gunnhildur. Áhorfendur sátu í
miðju salarins og hóparnir fluttu
verk sín hver frá sinni hlið auk þess
sem þeir blönduðust og luku dag-
skránni í einum hópi innan um við-
stadda. Gunnhildur er sammála því
að þetta hafi verið áhrifaríkt. „Það
var mjög skemmtilegt að æfa með
fólkinu og kynnast mismunandi
vinnuaðferðum og æfingatækni.“
Tónleikarnir eftir rúmar tvær vik-
ur eru annars vegar seinni hluti
Global Adapter og hins vegar loka-
tónleikar í samvinnu þessara þriggja
hópa, sem komu saman í Ástralíu um
jólin í fyrra og í New York í vor sem
leið. „Við þekkjumst öll vel og sam-
starfið hefur verið sérlega ánægju-
legt,“ segir Gunnhildur.
Ljósmynd/Phil Dera
Í Radialsystem Gunnhildur Einarsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vilhjálmsson og Matthias Engler.
Samvinna er lykilorðið
Íslensk-þýska hljómsveitin Ensemble Adapter ryður
brautina í nútímatónlist innan klassískrar tónlistar
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Harpa Gunnhildur Einarsdóttir.